Morgunblaðið - 04.05.2012, Side 37
FÓTBOLTINN 2012 37
SPÁIN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Fyrirliðar, þjálfarar og for-
ráðamenn liðanna tólf í Pepsi-deild
karla spáðu KR Íslandsmeist-
aratitlinum, FH öðru sætinu og
Fram því þriðja á hinum árlega
kynningarfundi deildarinnar í gær.
Keflvíkingum og Selfyssingum er
hins vegar spáð falli úr deildinni í
haust.
Heildartölur úr spánni má sjá
hér til hægri og miðað við þær
virðast flestir búast við því að
deildin skiptist í þrennt í sumar.
KR fái helst keppni frá FH,
Fram og Stjörnunni um efstu sæt-
in, Valur, ÍA, ÍBV og Breiðablik
sigli lygnan sjó um miðja deild en
Grindavík, Fylkir, Keflavík og Sel-
foss verði þau fjögur lið sem berjist
fyrir áframhaldandi veru sinni í
deildinni.
Ef þessi spá er borin saman við
þær tvær sem eru á síðunni til
vinstri má sjá að margt er svipað
með þeim og þær gefa áþekka þrí-
skiptingu deildarinnar til kynna.
En hversu mikið er að marka
spána? Ef litið er á hversu gets-
pakir fyrirliðar, þjálfarar og for-
ráðamenn voru í fyrra, þá geta ein-
hverjir sem fengu slæma útkomu í
gær brosað út í annað. Niðurstaðan
var nefnilega sú að í lokastöðu
Pepsi-deildarinnar um haustið var
ekki eitt einasta lið í sama sæti og
því hafði verið spáð að vori!
Og ekki vorum við á Morgun-
blaðinu betri því niðurstaðan var
nákvæmlega sú sama í þeirri spá
sem við birtum í fótboltablaðinu
okkar í mótsbyrjun 2011. Ekkert
lið endaði í því sæti sem því var
spáð.
Í fyrra var það Stjarnan sem
ruglaði spekingana mest. Garðbæ-
ingar létu svartagallsraus í þeirra
garð sem vind um eyru þjóta. Þeim
var spáð 10. sæti en enduðu í því
fjórða. ÍBV var líka betra en búist
var við og endaði í þriðja sæti eftir
að hafa verið spáð því fimmta.
Hins vegar voru það Breiðablik
og Fram sem stóðu ekki undir
væntingum og voru bæði í fallbar-
áttu eftir að hafa verið spáð 3. og
6. sæti. Blikar enduðu að lokum í
sjötta sætinu og Framarar í því ní-
unda en bæði liðin voru neðar en
það lengst af.
Samdóma
spár um sigur
KR-inga í ár
Keflavík og Selfossi spáð falli
Ekki eitt einasta lið endaði á þeim
stað sem spáð var í fyrravor
Morgunblaðið/Kristinn
Ofarlega Gunnar Örn Jónsson úr Stjörnunni og Sam Tillen úr Fram verða í baráttu um Evrópusæti ef spáin rætist.
Spá fyrirliða, þjálfara
og forráðamanna
1. KR 414
2. FH 373
3. Fram 338
4. Stjarnan 317
5. Valur 257
6. ÍA 256
7. ÍBV 230
8. Breiðablik 198
9. Grindavík 128
10. Fylkir 113
11. Keflavík 107
12. Selfoss 77
Láttu
sumarið
leika við þig!
Tryggingamiðstöðin Síðumúla 24 Sími 515 2000 tm@tm.is afhverju.tm.is
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA