Morgunblaðið - 04.05.2012, Page 38
38 FÓTBOLTINN 2012
SÉRFRÆÐINGUR
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Morgunblaðið fékk Ólaf Jóhann-
esson, fyrrv. landsliðsþjálfara og nú-
verandi þjálfara 1. deildar liðs
Hauka, til að spá í spilin í Pepsi-
deildinni og meta liðin tólf sem spila
í deildinni í sumar. Ólafur hefur séð
til liðanna á undirbúningstímabilinu
og sem landsliðsþjálfari síðustu
fjögur árin hefur hann fylgst vel
með deildinni og þekkir vel til
margra leikmanna sem verða í eld-
línunni.
KR: Breiður og góður hópur
KR var lið ársins á síðustu leiktíð
en vesturbæjarstórveldið varð bæði
Íslands- og bikarmeistari og gerði
afar góða hluti í Evrópukeppninni.
„KR-liðið verður feiknalega
sterkt í sumar líkt og í fyrra. KR
hefur breiðan hóp leikmanna og fyr-
ir þetta tímabil hefur liðið fengið til
sín nokkra unga leikmenn. Það er
spurning hvernig þeir bregðast við
þeirri mikilli pressu sem er sett á
liðið og að venju er krafan sú að ná í
titil. Vissulega misstu KR-ingarnir
töluvert þegar Guðjón Baldvinsson
og Skúli Jón fóru en ég held að þeim
takist að fylla þeirra skörð og ég
spái því að KR-ingarnir verði klár-
lega í baráttunni um titilinn,“ sagði
Ólafur.
FH: Munar um Matthías
Í fyrsta skipti í mörg náðu FH-
ingar ekki að krækja í titil á síðustu
leiktíð. Slök byrjun á mótinu reynd-
ist Hafnarfjarðarliðinu dýrkeypt og
þrátt fyrir góðan endasprett varð
hlutskipti FH annað sætið í deild-
inni.
„Mér líst vel á FH-liðið fyrir tíma-
bilið. Heimir hefur verið að taka
jafnt og þétt inn af ungum strákum í
liðið og þeir koma kannski til með að
fá stærra hlutverk núna en oft áður.
Það er spurning hvernig þeir svara
því en FH-ingar eru með vel skipað
lið og það er vel mannað í hverja
stöðu, jafnvel tveir góðir í mörgum
stöðum. Það er mikill missir fyrir
FH að Matthías Vilhjálmsson er
horfinn á braut. Hann hefur verið
driffjöðrin í liðinu síðustu árin og ég
hefði haldið að FH hefði þurft að ná
sér í leikmann fyrir hann. Þrátt fyrir
þetta held ég að FH verði áfram í
toppbaráttu.“
ÍBV: Erfitt sumar
ÍBV var í baráttu um Íslands-
meistaratitilinn allt fram á síðustu
stundu í fyrra en sprakk á limminu á
lokametrunum.
„Það er eitthvað sem segir mér að
sumarið eigi eftir að reynast Eyja-
mönnum erfitt. Lykilmenn liðsins
hafa verið í meiðslum og það er bú-
inn að vera hálfgerður vandræða-
gangur á þeim í allan vetur. Ég er
svolítið hræddur um að markvarð-
arstaðan verði vandamál en heima-
völlurinn er ÍBV geysilega drjúgur
og hann hefur oft hjálpað þeim í
gegnum tíðina. Þegar ÍBV-liðið get-
ur stillt upp sínu sterkasta liði þá er
það gott en það gæti tekið tíma fyrir
það að stilla saman strengi sína,“
segir Ólafur.
Stjarnan: Öflugt lið
Stjarnan var spútnikliðið á síð-
ustu leiktíð en Garðabæjarliðið und-
ir stjórn Bjarna Jóhannssonar náði
sínum besta árangri frá upphafi með
því að lenda í 4. sæti og Stjörnu-
menn afrekuðu það að skora flest
mörk allra liða í deildinni.
„Stjarnan er með öflugt lið og er
með mjög sterka leikmenn í flestum
stöðum á vellinum. Stjörnumenn-
irnir hafa verið heppnir með útlend-
ingana og Bjarna hefur tekist að
halda vel utan um hlutina í Garða-
bænum. Ég held að Stjörnumenn-
irnir geri þær kröfur til sjálfs sín að
þeir geri betur en í fyrra, nái í Evr-
ópusæti eða eitthvað meira. Það
verður fróðlegt að sjá hvernig þeir
halda á sínum spilum. Ég tel að
þetta geti farið í báðar áttir hjá lið-
inu. Það geti blandað sér í baráttuna
um titilinn en líka sigið niður og
endað um miðja deild.“
Valur: Í miðjuhnoði
Valsmenn enduðu í fimmta sæti á
síðustu leiktíð. Þeir voru í efri hluta
deildarinnar allt tímabilið en gerðu
sig aldrei gildandi í alvöru toppbar-
áttu.
„Enn eitt árið hafa Valsmenn
gengið í gegnum talsverðar breyt-
ingar á leikmannahópnum. Þeir hafa
fengið til sín slatta af leikmönnum
úr neðri deildum og það er spurning
hvort þeir séu tilbúnir að taka við
þeirri pressu að spila í efstu deild.
Valsararnir hafa verið upp og ofan á
undirbúningstímabilinu og mín til-
finning er sú að þeir verði í miðju-
hnoði í sumar. Þeir eru að mínu mati
ekki með nógu öflugt lið til að
blanda sér í toppbaráttu og ég held
að þeir verði á svipuðu róli og á síð-
asta tímabili,“ sagði Ólafur, sem á
árum áður lék með Val og varð Ís-
landsmeistari með félaginu.
Breiðablik: Ungir lofa góðu
Eftir að hafa hampað Íslands-
meistaratitlinum í fyrsta og eina
skiptið fyrir tveimur árum átti
Breiðablik í töluverðu basli á síðustu
leiktíð. Blikarnir lentu óvænt í fall-
baráttu en náðu að bjarga sér úr
klípunni með því að vinna tvo síð-
ustu leiki sína.
„Blikarnir eru með góðan hóp
ungra og flinkra leikmanna í liði
sínu sem líta vel út en ég held að
Breiðablik vanti tvo til þrjá reynslu-
mikla leikmenn til viðbótar til að
halda í höndina á þessum strákum.
Ungu strákarnir lofa flestir góðu en
ég sé fyrir mér að liðið komist ekki
ofar en um miðja deild. Það veltur
töluvert á því hvernig liðið fer af
stað. Það er reynsluleysi í hópnum
en ef liðið byrjar mótið vel þá gæti
það endað fyrir ofan miðja deild.“
Fylkir: Spurningarmerki
Sjöunda sætið var niðurstaðan hjá
Fylkismönnum á síðustu leiktíð en
varnarleikurinn reyndist Árbæj-
arliðinu talsverður höfuðverkur og
það fór svo að það fékk á sig flest
mörk allra liða í deildinni eða 44.
„Það hafa orðið töluverðar breyt-
ingar hjá Fylki fyrir sumarið. Fylk-
ismennirnir hafa ekki verið sann-
færandi á undirbúningstímabilinu
og Ásmundur virðist ennþá vera að
reyna að púsla saman liðinu sem
hann hyggst stilla upp og þá hafa
meiðsli sett strik í reikninginn hjá
þeim. Fylkisliðið er spurning-
armerki. Það getur á góðum degi
staðið í öllum liðum en getur líka
tapað fyrir öllum en ég held að Fylk-
ir muni ekki lenda í fallbaráttu.“
Keflavík: Á sama róli
Keflvíkingar voru í bullandi fall-
baráttu í fyrra og þurftu sigur í
lokaumferðinni gegn Þórsurum til
að halda sæti sínu á meðal þeirra
bestu.
„Keflavíkurliðið er líkt og Fylkir
talsvert spurningarmerki. Það hefur
gert bæði góða og slæma hluti í vet-
ur og vor. Ég þekki ekki mikið til
liðsins en það eru að koma upp ungir
og góðir strákar hjá Keflvíkingum
sem Zoran hefur unnið með og
þekkir til. Það getur hjálpað þeim en
ég á frekar von á því að liðið verði að
berjast á svipuðum slóðum og í
fyrra.“
Fram: Umgjörðin góð
Fram náði með frábærum enda-
spretti að bjarga sér frá falli á æv-
intýralegan hátt í fyrra og á und-
irbúningstímabilinu hafa Framarar
verið „heitasta“ lið landsins.
„Framararnir hafa spilað best af
liðunum í deildinni. Þeir hafa verið
heilsteyptastir og það hefur hjálpað
þeim að þeir hafa spilað flesta leiki á
sínu sterkasta liði. Það var gott fyrir
þá að fá útlendingana snemma til
baka og ég held að Fram geti vel
orðið Íslandsmeistari í sumar. Það
hefur mannskap til þess og um-
gjörðin virðist vera fín í kringum lið-
ið um þessar mundir.“
Grindavík: Gætu fallið
Guðjón Þórðarson er kominn í
brúna hjá Grindvíkingum sem
björguðu sér frá falli á ögurstundu
með því að vinna ÍBV í Eyjum í
lokaumferðinni.
„Grindavík hefur verið í basli und-
anfarin ár og hefur náð að bjarga
sér frá falli á síðustu stundu. Guðjón
Þórðarson er vanur því að hafa
marga útlendinga og það er alltaf
spurning hversu öflugir þeir eru.
Það hefur hjálpað Grindavík í gegn-
um árin að vera með nokkra heima-
menn sem eru oft bestir þegar mest
á reynir. Grindavík gæti fallið en
það gæti líka komið á óvart í sumar
og endað í góðu sæti í deildinni.“
ÍA: Gott sóknarlið
Skagamenn eru aftur komnir í
hóp þeirra bestu en þeir unnu 1.
deildina í fyrra með glæsibrag og
ríkir mikil eftirvænting hjá Ak-
urnesingum fyrir tímabilið.
„Skagamenn hafa staðið sig afar
vel í vetur og eru með mjög gott lið
að mínu mati, og ekki síst gott sókn-
arlið. Varnarleikurinn gæti verið
spurningarmerki en útlendingarnir í
liðinu eru góðir og koma Jóhannesar
Karls er mikill styrkur fyrir liðið og
gerir það af verkum að það á mögu-
leika á að vinna Íslandsmeistaratit-
ilinn.“
Selfoss: Botnbarátta
Selfyssingar voru ekki lengi að
vinna sér sæti í Pepsi-deildinni á
nýjan leik en Logi Ólafsson tók við
liðinu í 1. deildinni í fyrra og undir
hans stjórn endurheimti Selfoss
sæti í deild þeirra bestu.
„Ég held að sumarið muni reynast
Selfyssingum ansi erfitt. Það er erf-
itt að vera með marga útlendinga og
ég tala nú ekki um þegar þeir koma
á síðustu stundu. Erlendi markvörð-
urinn þeirra lítur mjög vel út og
hann gæti orðið lykilmaður Selfoss-
liðsins í sumar en ég sé ekki annað
en að Selfoss verði í botnbaráttu og
það þurfi að eiga ansi marga góða
leiki til að forðast fallið.“
Morgunblaðið/Golli
Líklegir Framarar björguðu sér frá falli í fyrra með ævintýralegum endaspretti og hafa síðan verið nær ósigrandi í
vetur. Ólafur Jóhannesson telur að þeir séu nógu sterkir til að fara alla leið í slagnum um Íslandsmeistaratitilinn.
Fram og ÍA geta vel hampað
Íslandsmeistaratitlinum í sumar
Ólafur Jóhannesson, fyrrv. landsliðsþjálfari, spáir í spilin og metur liðin tólf í Pepsi-deildinni
Fram, ÍA, KR og FH eru líklegustu liðin til að slást um titilinn í sumar að mati Ólafs
Sérfræðingurinn
» Ólafur Jóhannesson er sér-
fræðingur blaðsins í ár en
hann þjálfar nú 1. deildar lið
Hauka eftir að hafa stjórnað
karlalandsliði Íslands und-
anfarin fjögur ár.
» Undir stjórn Ólafs varð FH
Íslandsmeistari 2004, 2005 og
2006 og bikarmeistari 2007.
Hann þjálfaði FH líka 1988-91
og 1995.
» Ólafur hefur einnig þjálfað
ÍR, Skallagrím, Selfoss, Hauka,
Þrótt R. og Einherja.