Morgunblaðið - 28.06.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.06.2012, Blaðsíða 4
4 finnur.is 28. júní 2012 Ítalska hönnunarhúsið Etro sýndi herralínu sína fyrir vor/ sumar 2013 í vikunni sem leið á tískuvikunni í Mílanó. Línan, sem hönnuð er af Kean Etro, bar vitni sterkum áhrifum af fatnaði frá löndum við botn Miðjarðarhafs og laus snið og létt efni prýdd margskonar mynstrum voru allsráðandi. Sjálfur hefur hönnuðurinn látið hafa eftir sér þau frægu um- mæli að fólk sem klæðist svörtu sé hrætt við að lifa lífinu til fulls. Af því má ráða að hann hugsi umrædda línu fyrir lífs- glaða herra. Hörefni, sem hef- ur í auknum mæli rutt sér til rúms hin seinni ár, var ríkjandi og því aldrei að vita nema hin arabísku áhrif verði fyrirferð- armeiri á komandi árum. Arabískur blær á herralínunni frá Etro AFP Tíska innblásin af Austurlöndum nær Víðar buxur við hefðbundinn jakka og vesti. Arabísk áhrif auðséð. Söngkonan Sunna Gunnlaugs hefur verið á tón- leikaferð um Bandaríkin til að fylgja eftir disknum Long Pair Bond. Með í för eru Scott McLemore trommari og Þorgrímur „Toggi“ Jónsson bassaleik- ari. Hafa þau komið við á stöðum eins og Kaliforníu, Oregon og Detroit og eru þessa dagana að þræða austurströnd Bandaríkj- anna. Finnur fékk að heyra hvernig túrinn gengur. Mánudagur: Fórum snemma á fætur og héldum af stað til útvarpsstöðvarinnar KCSM þar sem ég er gestur í þættinum De- sert Island Picks. Skellum okkur í vín- smökkun hjá Hawley’s þar sem þetta fína píanó er til staðar og ég tek lagið. Þriðjudagur: Við höldum áfram að keyra norður. Ég veit ekki hvað er áhrifamest, sólóbreik Bud Powells í laginu Celia, sjúk- lega gott handgert súkkulaði sem aðdáandi gaf okkur í Berkeley, öldurnar á Kyrrahaf- inu, elgarnir að tjilla við veginn eða stærðin á Redwood -trjánum. Miðvikudagur: Toggi er að brenna upp í sól- inni svo að það er hlaupið út í apótek honum til bjargar. Við sjáum St. Helens í fjarlægð en meira verður ekki úr túristaathöfnum. Fimmtudagur: Eftir tónleika fáum við okkur lífrænt súkkulaði og rauðvín frá Hawley. Flug til Detroit kl. 6 næsta morgun svo að við erum einungis 12 tíma í Seattle. Föstudagur: Eftir 3 tíma svefn förum við út á flugvöll og fáum svo hræðilegt cappuccino á Starbucks að ég er helst á því að nú verði ég að gefa kaffi á bátinn. Laugardagur: Eftir 4 tíma svefn brunum við til Kanada. Landamæradaman grillar okkur grimmt. Rétt fyrir utan hátíðina sem við eigum að spila á er veg- urinn lokaður. Smá panik og vafa- atriði hvort við náum gigginu en þetta rétt sleppur fyrir horn. Sunnudagur: Þvílíkur lúxus að fá að sofa í 8 tíma. Keyrum til Rochester með smá stoppi við Ni- agara-fossana. Sáum á netinu að New York tónleikar okkar eru í úrval- inu hjá Time Out New York. Geð- veikt! ai@mbl.is VIKA Í LÍFI SUNNU GUNNLAUGS Á þeytingi um Bandaríkin ’Śáum á netinu að New York tón- leikar okkar eru í úrvalinu hjá Time Out New York. Geðveikt! ’Éftir 3 tíma svefn för- um við út á flugvöll og fáum svo hræði- legt cappuccino á Starbucks að ég er helst á því að nú verði ég að gefa kaffi á bátinn Þorgrímur, Sunna og Scott hafa verið dugleg að reyna hin ýmsu kaffihús á ferð sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.