Morgunblaðið - 28.06.2012, Side 10

Morgunblaðið - 28.06.2012, Side 10
10 finnur.is 28. júní 2012 É g sæki innblástur í umhverfið og fjölskrúðugt mannlífið og þetta litla rými passar vel utan um mig og mín hugðarefni,“ segir Hildur Hafstein skartgripahönnuður sem er að koma sér fyrir á nýrri vinnustofu við Laugaveg 20b. Skartgripalína Hildar, Kora, samanstendur af litríkum, handunnum skartgripum með sterka skírskotun í búddísk mala-bönd, menningu sí- gauna og blómatíma hippakynslóðarinnar. „Skartgripirnir eru unnir úr náttúrulegum orkusteinum, sterling-silfri, viðarperlum, fræjum, endurunnu gömlu skarti og gömlum textíl. Steinarnir er allir nærandi fyrir lík- ama og sál, hafa mikinn orkumátt og veita vellíðan.“ Kora-skartið er selt í völdum verslunum í bænum; í Epal, Kastaníu, Farmers Market, Boutique Bellu og víðar, en hluti söluandvirðis rennur til samtakanna Sól í Tógó sem vinna að uppbyggingu heimilis og skóla fyrir munaðarlaus börn í Tógó í Afríku. Í anda fjallkonunnar Hildur segir nýja húsnæðið halda skemmtilega utan um hönnun hennar. „Þetta er einstaklega fallegt hús með mikla sögu. Í gamla daga var þar rekið veitingahús sem hét Fjall- konan og orðið eitt og sér veitir mér innblástur. Húsið var lengi í eigu Náttúrulækningafélagsins sem er dásamleg tenging við orkusteinana sem ég vinn með. Það er því óhætt að segja að það séu góðir andar í þessu húsi.“ Hildur vildi að húsnæðið fengi á sig sem upprunalegasta mynd og lagðist því í framkvæmdir. „Ég tók til hendinni og nú fá gamlir, hlaðnir steinveggir hússins að njóta sín og mynda fallega umgjörð um litríka skartgripina. Þetta nota- lega og hlýja umhverfi hentar mér fullkomlega og ég hlakka til að halda áfram að skapa í þessu húsi.“ Hildur er menntaður textílhönnuður frá Listaháskóla Ís- lands og lærði fatahönnun í Barcelona á Spáni. Hún hefur unnið bæði sem fatahönnuður og stílisti og fengist við bún- ingahönnun og útstillingar. Árið 2009 stofnaði hún fyr- irtæki sitt, H.HAF, og hellti sér út í skartgripahönnun. Fallegt og hollt „Skartgripirnir komu eiginlega óvart til mín. Ég var byrjuð að gæla við silfursmíði þegar ég fór í frábært nám sem heit- ir Prisma. Þar fór hugmyndin á flug og Kora fæddist. Kora- línan er fallegt verkefni sem hefur gengið vel og nú eru að verða til nýir og skemmtilegir hlutir.“ Hún á fjögur börn og rekur því stórt heimili. „Ég er sæmi- lega dugleg að elda,“ segir hún, spurð út í verkaskiptinguna á heimilinu. „Annars sér betri helmingurinn að mestu leyti um eldamennskuna. Við borðum almennt hollan, góðan og fallegan mat. Áherslurnar hafa breyst með árunum en ég held að það sé frekar ómeðvitað. Brauð og pasta er til dæmis minna á borðum en áður, án þess að við höfum tek- ið ákvörðun um það sérstaklega.“ Hún segist aðallega versla í Bónus en fara í sælkeraversl- anir eftir kjöti og fiski, svo sem Kjöthöllina og Fylgifiska. „Við förum stöku sinnum út að borða hér heima og mér finnst Hornið alltaf notalegt, það er algjör uppáhaldsstaður hjá strákunum okkar. Í hádeginu slær Ostabúðin öllu við, fiskurinn þar er frábær og gott að geta líka gripið með sér góðar olíur og osta. Annars fór ég á Sushi Samba um dag- inn og fannst hann mjög fínn; umhverfið skemmtilegt og maturinn góður.“ Í helgarmatinn heldur Hildur mest upp góða nautasteik með béarnaise-sósu og á mánudögum er léttsaltaður kinn- fiskur í uppáhaldi. Hún lætur fylgja uppskrift að mánudags- kvöldmatnum. beggo@mbl.is Hildur Hafstein skartgripahönnuður Innblástur úr umhverfinu Morgunblaðið/Styrmir Kári Hildur Hafstein segir áherslurnar í mat hafa breyst með árunum og nú sé minna pasta og brauð á borðum en áður. Hildur Hafstein hannar skartgripi úr náttúrulegum orkusteinum og opnar vinnustofu í húsi með sál við Laugaveg. Léttsaltaðar þorskkinnar þorskkinnar, léttnætursaltaðar nýjar, íslenskar kartöflur (smælki) smjör graslaukur kirsuberjatómatar hvítvínsedik Þorskkinnar settar í sjóðandi vatn og látnar liggja í tvær mínútur. Smjör og graslaukur úr garð- inum brætt saman. Nýjar íslenskar kartöflur soðn- ar, best að nota smælki. Kirsuberjatómatar skornir í báta og hellt yfir smávegis af hvítvínsediki. Mánudagsdesert Grísk jógúrt sett í litlar skálar og hellt út á slatta af íslensku hunangi, til dæmis frá Álfsstöðum. Það er tvennt ólíkt, hörpuskel og risahörpuskel. Sú síðarnefnda bragðast betur, býður upp á fleiri möguleika í matreiðslu og er umtals- vert flottari þegar hún er komin á diskinn. Það er alltaf gott að vefja hráskinku utan um risahörpuskel og grilla í ofni, og ennþá betra að útbúa pestó með. Skelfiskur risahörpuskel hráskinka salt pipar Hörpuskel skoluð í köldu vatni, þerruð vel og létt- krydduð með salti og pipar. Hráskinkusneið vafið um hverja hörpu- skel og þeim raðað í grunnt eldfast mót með hvítuna upp. Pestó sólþurrkaðir tómatar svartar ólífur, steinlausar basilíka, fersk ólífuolía, extra virgin pipar Öllu skellt í góðan blandara og maukið sett ofan á hörpuskelina með te- skeið. Grillað í ofni við 180 gráður í um það bil 15 mínútur, passa að ofelda ekki. Best með rucola-salati og balsamik-dressingu; ólífuolíu, balsamik-ediki, dijon-sinnepi, hunangi, hvítlauk, salti og pipar. beggo@mbl.is Góð blanda Risahörpuskel með hráskinku og pestó

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.