Morgunblaðið - 28.06.2012, Side 23

Morgunblaðið - 28.06.2012, Side 23
28. júní 2012 finnur.is 23 Viðamikil bandarísk könnun sem gerð var meðal ríflega 3.000 bandarískra bíleigenda sýnir enn og aftur gæði Honda-bíla en Honda trónir þar efst með gæðaeinkunnina 81,3. Hástökkv- arar könnunarinnar voru hins- vegar Ford og Hyundai sem bættu einkunn sína verulega frá samskonar könnun fyrir 5 árum, Ford um 37% og Hyundai um 25%. Ford náði með því fjórða sæti framleiðenda með ein- kunnina 70,5 og varð með því rétt á eftir Subaru sem fékk 71,1. Í öðru sæti var Toyota með 80,1 og var því ekki langt á eftir Honda í gæðum að mati bíleig- endanna. Í fimmta til sjöunda sæti voru síðan Nissan, Volkswa- gen og Mazda. Athygli vekur að bandarísku merkin Chrysler, Dodge, GMC, Buick, Jeep og Chevrolet voru öll frekar neð- arlega á listanum. Þó ekki eins neðarlega og Fiat og Smart, sem ráku lestina. Lexus efst í lúxusbílaflokki Árangur Ford og Hyundai kem- ur fáum á óvart í ljósi þess að bæði fyrirtækin hafa á síðustu árum kynnt mikið af vönduðum nýjungum í bílum sínum, fram- þróaða tækni og vandaða smíði. Áhersla beggja fyrirtækja hefur verið á gæði umfram magn. Í lúxusbílaflokki var Lexus, lúx- usarmur Toyota, hæst með 80,1 og í kjölfarið komu þýsku merkin Mercedes Benz, BMW og Porsche, en Audi náði aðeins áttunda sæti. Hin dýru merki Jaguar, Cadillac, Lincoln og Land Rover féllu öll neðar en meðaltal lúxusbílaflokksins, sem var 71,2. Alfa Romeo rak hinsvegar rest- ina í flokknum. Honda vandar enn til verka Honda Accord er gríðarlega vinsæll bíll vestanhafs og ár eftir ár er hann mest seldi fólksbíllinn ásamt Toyota Camry. Honda toppar gæðaskalann Jarðvegsþjöppur - Vatnsdælur - Malbikunarvélar Vinnustaðamerkingar - Vélsópar - Hellulagningatæki A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda Stofnað 1957 - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.