Morgunblaðið - 28.06.2012, Síða 24

Morgunblaðið - 28.06.2012, Síða 24
24 finnur.is 28. júní 2012 M iðjubróðirinn í jeppa- og jepplingafjölskyldu Audi er Q5. Stóri bróðirinn, sá sem kom fyrstur, er Q7 og minni bróð- irinn, sem kom á markað í fyrra, er Q3. Þeir virðast því fara sím- innkandi í þessari ágætu fjöl- skyldu. Audi Q5 kom fyrst til sög- unnar árið 2009 og er því enn af fyrstu kynslóð. Allir eiga þessir bílar það sameiginlegt með fólks- bílum Audi að vera lúxusbílar og mjög vel smíðaðir. Audi Q5 er þó ekki að keppa við neina aumingja í sínum flokki, bíla eins og BMW X3, Volvo XC60, Land Rover Freel- ander og Range Rover Evoque sem líka eru hlaðnir lúxus og góð- ir akstursbílar. Reynsluakstursbíll- inn var útbúinn 2,0 l. díselvél, þeirri aflminnst sem í boði er en einnig þeirri sparneytnustu. Innréttingar í sérflokki Það væri einkennilegt ef ytra útlit Audi Q5 væri ekki fallegt og skæri sig frá öðrum Audi bílum í þeim efnum. Hann er einkar myndarlegur, ber Audi-svipinn og er með mörg gen frá Q7. Stórt grillið er eins og vörumerki Audi nú um stundir og fyrir vikið er hann með kraftalegt nef. Einhvern veginn hefur þeim sem teiknuðu Q5 tekist að hafa hann með létt- ara yfirbragði en flestir jepplingar bera og hann er eiginlega líkari fólksbíl fyrir vikið. Innréttingar Audi er umtalaðar sem leiðandi í bransanum fyrir fegurð, vand- aðan frágang, efnisval og skil- virkni þegar kemur að stjórntækj- um. Innréttingin í Q5 er einmitt í þessum flokki og erfitt að biðja Finnur Orri Thorlacius reynsluekur Audi Q5 2,0 dísil Ljúfur lúxusjeppi Morgunblaðið/Sigurgeir S. Audi Q5 ber sterkan ættarsvip og líkist talsvert stóra bróður, Q7. Stórt grillið gefur honum kraftalegan svip þó línur séu allar með fágaðasta móti. Audi Q5 2,0 dísel Árgerð 2012 •Mengunargildi: • 175 g CO2/km • Farangursrými 530/1.560 l.. • 2,0 l. díselvél • 170 hö/350Nm • 8 gíra S-tr. ssk. • 17“ álfelgur • Eigin þyngd: 1.730 kg • Burðargeta: 535 kg • 0-100: 9,9 sek. • Hámark: 204 km/klst • Fjórhjóladrif • Verð: 9.840.000 kr. • 6,8 l/100 km. í bl. akstri • Umboð: Hekla Innréttingarnar eru með glæsilegasta móti í Q5. Mesta úrval landsins af rafgeymum fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.