Morgunblaðið - 11.07.2012, Síða 1

Morgunblaðið - 11.07.2012, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 1. J Ú L Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  160. tölublað  100. árgangur  TÖLVULEIKJA- FORRIT STÝRIR LISTASÝNINGU NEANDERDALSMENN OG PAUL MCCARTNEY HANNAÐI FATNAÐ ÚR ENDURUNNUM HÚSGÖGNUM FAGNAÐARERINDIÐ Í VINNSLU Í 20 ÁR FYLGIHLUTIR ÚR GÖMLUM ÚRUM 10EFNI OG MIÐLAR FLÉTTAST SAMAN 30 Hátt í þrjú þúsund farþegar, auk rúmlega 1.200 manna áhafn- ar, komu til hafnar í Reykjavík með skemmtiferðaskipinu Celebrity Eclipse í gær. Skipið er gríðarstórt, rúmlega 300 metrar á lengd og um 122.000 brúttótonn, en til samanburðar má nefna að flutningaskipið Dettifoss er um 14.000 brúttó- tonn. Óhætt er að segja að nágrenni höfuðborgarinnar hafi skartað sínu fegursta þegar risann bar að garði en blíðskaparveður var er skipið sigldi áleiðis til hafnar. Ljóst er að mikill fengur er af komu erlendra skemmti- ferðaskipa hingað til lands en þess má geta að Celebrity Eclipse greiðir um 6,8 milljónir króna í hafnargjöld til Faxa- flóahafna og um 4,8 milljónir í tolla- og vitagjöld til ríkisins. Risi af hafi sótti landið heim í sumarblíðunni Morgunblaðið/Eggert  Æðsti dómstóll Egyptalands ógilti í gær ákvörðun Moha- meds Mursi, for- seta landsins, þess efnis að kalla aftur sam- an egypska lög- gjafarþingið. Stjórnlagadóm- stóllinn hafði áður úrskurðað síð- ustu þingkosningar í landinu ólög- legar og þar með afturkallað umboð þingmanna. Þúsundir mótmælenda komu saman í gær á Tahrir-torgi í Kairó til að mótmæla úrskurðinum. »17 Stjórnlagadómstóll Egyptalands ógilti þingboð forseta Mohamed Mursi  Landssamband kúabænda gagn- rýnir sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra fyrir að leyfa inn- flutning á ostum sem unnir eru úr ógerilsneyddri mjólk til einkanota. Slíka osta megi hins vegar ekki framleiða hérlendis. Í tilkynningu sem LK sendi frá sér í gær segir: „Sú ákvörðun sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra, að heimila innflutning á vörum, sem innlendum framleiðendum er með öllu óheimilt að selja neyt- endum á Íslandi, hlýtur því að vekja mikla furðu.“ »2 Leyft að flytja inn en ekki framleiða hér Ómar Friðriksson Ingvar P. Guðbjörnsson „Við sáum stuttu eftir hrun að þá var mikill samdráttur í verslun, sérstak- lega í sérverslun. En undanfarið eitt ár erum við farin að sjá töluverðan vöxt í sumum sérverslunum, fata- verslun er þar reyndar undanskilin,“ segir Emil B. Karlsson, forstöðumað- ur Rannsóknaseturs verslunarinnar. Hann segir einkaneyslu hafa aukist sem skili sér í verslun að einhverju leyti og ýmsar sérverslanir geti nú búist við veltuaukningu. Neyslu- breyting hafi orðið í samfélaginu og því geti nýjar tegundir verslana orðið til. Emil segir batamerki sjást en að samdrátturinn hafi ekki haft eins stór áhrif á dagvöruverslun þar sem allir þurfi að borða og kaupa aðrar nauðsynjar. Húsgagnaverslun hafi hins vegar dregist saman um 70% í stuttan tíma en sé farin að rétta aftur úr kútnum. Sama hafi verið með áfengis- og raf- tækjaverslun. „Raftæki á heimilum fara að ganga úr sér og fólk þarf að endurnýja. Fólk er kannski ekki mik- ið að fjárfesta en er að verja pening- unum af því að þeir brenna upp í bankanum því það eru neikvæðir raunvextir og þýðir ekki að geyma þá þar,“ segir Emil. Hann segir fólk frekar vilja styrkja innviði heimilisins, endurnýja og bæta. MÓvissa um meiri vöxt »6 Neikvæðir raun- vextir auka neyslu  Sérvöruverslun er á uppleið  Neyslubreyting orðið í sam- félaginu  Eyða frekar en að láta féð „brenna“ upp í banka Kortanotkun og bílainnflutningur Júní 2011 1.293 1.727 Júní 2012 Nýskráðir bílar í júní Kreditkortanotkun í maí í milljónum kr. 5.523 6.242 22.112 21.0 03 Innl. 2011 Innl. 2012 Erl. 2011 Erl. 2012 Komum á bráðamóttökur Landspít- alans fjölgaði mikið í fyrra og hafa þær haldið áfram að aukast á þessu ári, eða um 4% fyrstu sex mánuðina. Niðurskurðaraðgerðir ársins 2011 reyndust afar erfiðar, að sögn Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, en hann er bjartsýnn á að þeim sé nú lokið enda væri glapræði að halda þeim áfram, segir hann. Íslendingum 75 ára og eldri hefur fjölgað um tæp 35% frá aldamótum en eldri borgarar, 70 ára og eldri, áttu um 51% allra legudaga á Land- spítalanum í fyrra. Spár gera ráð fyr- ir að mikið muni fjölga í þessum hópi á næsta áratug og gera þarf breyt- ingar til að mæta þeirri þróun. »4 Morgunblaðið/Júlíus Komum fjölgar  Niðurskurði von- andi lokið á LSH4.691 tonn af bensíni sem flutt var til landsins í janúar-maí umfram innflutning bensíns á sama tíma í fyrra. 1.004 fleiri bílar voru nýskráðir í maí og júní sl. en komu nýir á götuna í sömu mánuðum á seinasta ári. ‹ BÍLAR OG BENSÍN › » 32

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.