Morgunblaðið - 11.07.2012, Side 2

Morgunblaðið - 11.07.2012, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Óli Már Aronsson Hellu Sá óvenjulegi atburður varð á bæn- um Leirubakka á Landi á sunnudag að unghryssa elti uppi ref í haga við bæinn og drap hann. Anders Han- sen, bóndi á Leirubakka, var að huga að folaldsmerum skammt frá bænum, þegar hann sá hvar refur fór á harðahlaupum um hagana skammt frá. Tveggja vetra hryssa, sem þar var, tók einnig eftir refn- um, frýsaði mikinn og tók síðan á rás á eftir honum, en rebbi reyndi sem mest hann mátti að forða sér. Tryppið náði að vanka tófuna „En það ótrúlega gerðist,“ sagði Anders í samtali við Morgunblaðið, „að tryppið dró refinn uppi á hlaup- unum og náði honum. Hún hafði þá engar vöflur á, heldur lamdi hann með framfæti, þannig að hann vankaðist. Og eftir að hún hafði virt hann fyrir sér liggjandi í grasinu reiddi hún aftur til höggs og veitti honum banahögg.“ Anders sagði að við nánari skoð- un hefði komið í ljós að þetta var fullorðinn refur, sem trúlega hefur verið í ætisleit í haganum. „Það er mikið um ref hérna í efri hluta Landsveitar,“ sagði Anders. „Til dæmis má nefna að nær óbrigðult er að sjá refaslóð á vetrarmorgnum heima við bæ ef nýfallinn snær er á jörðu. Þá má nefna, að nágranni okkar hér, Elimar Helgi refaskytta frá Galtalæk, hefur fellt 68 refi í vor og sumar milli Þjórsár og Ytri- Rangár. Og nú hefur honum bæst liðsauki við veiðarnar,“ bætti Anders við. Hryssan, sem elti tófuna uppi, heitir Gjóska, enda fædd í öskufalli frá Eyjafjallajökli vorið 2010. Hún er stórættuð, undan gæðingamóð- urinni Emblu og heimsmeistaran- um í tölti, Hnokka frá Fellskoti. Tvær systur hennar, Kvika og Hekla, sammæðra, hlutu háa dóma á nýafstöðnu Landsmóti hesta- manna í Reykjavík. „Ég geri mér vissulega miklar vonir um Gjósku í framtíðinni, og á nú frekar von á að það verði á keppnisvöllum hesta- manna sem frami hennar muni liggja, en ekki í refaveiðum,“ sagði Anders að lokum. Ljósmyndir/Óli Már Aronsson Tófubani Unghryssan Gjóska frá Leirubakka, t.v. á mynd, í haganum þar sem refurinn fór um og endaði ævina. Tryppi banaði tófu  Ung hryssa elti uppi ref í haga í Landsveit og drap hann  Mikið um ref og skytta frá næsta bæ felldi 68 tófur í vor Vankaður Refurinn liggur vankað- ur í grasinu eftir að hryssan hafði elt hann og barið með framfæti. Þeir skemmtu sér stokkandarungarnir á Tjörn- inni í gær þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um. Árni Einarsson, líffræðingur hjá Náttúrurannsóknarstöðinni við Mývatn, segir skorta skjól fyrir ungana við Tjörnina þar sem þeir geti varist ágangi máva, en að jafnaði hætta mávarnir þó að ráðast á þá þegar þeir eru orðnir viku gamlir. Árni hefur um árabil annast taln- ingar á ungum sem hefjast um mánaðamótin. Morgunblaðið/Ómar Stokkandarungar æfðu sundtökin á Tjörninni Algjör skortur á möðkum til veiða hefur verið síð- ustu vikur. Skýr- ingin eru lang- varandi þurrkar. Þetta veldur því að maðkurinn er orðinn nokkuð dýr og eru dæmi um það að pokinn af maðki sé að seljast á allt að 5.000 krónur fyrir 50 stykki, eða 100 krónur stykkið, sam- kvæmt lauslegri verðkönnun hjá nokkrum aðilum sem auglýsa og selja maðk. Algengt verð á maðki, að jafnaði, mun vera nálægt 3.000 krón- um fyrir 50 stykki, eða 60 krónur stykkið. Það er enga rigningu að sjá í kortunum þessa vikuna svo veiði- menn geta átt von á því að maðka- skorturinn versni og hugsanlega að verð hækki samfara minnkandi framboði. Þurrkar hækka maðkverð  Maðkurinn kominn í 100 krónur stykkið Maðkur Verð á maðki hækkar. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Íslensk matvæli, framleidd af viður- kenndum fyrirtækjum, eiga nú greið- an aðgang að evrópskum mörkuðum. Reglur um innflutning ferðamanna á ýmsum matvælum hafa einnig verið rýmkaðar að undanförnu. Nú má flytja inn allt að einu kg af ostum úr ógerilsneyddri mjólk til einkanota og getur ráðherra heimilað innflutning í meira magni í sama til- gangi, samkvæmt reglugerð sem sett var 23. maí sl. Farþegar sem koma frá Grænlandi mega hafa með sér allt að 10 kg af villibráð til einkaneyslu án skoðunar á landamærastöð. Sama gildir um farþega frá Færeyjum sem mega koma með allt að 10 kg af kjöti og kjötafurðum til einkaneyslu, sam- kvæmt breytingu á reglugerð frá 25. júní sl. Skilyrði er að farþegarnir frá Grænlandi og Færeyjum hafi áður aflað sér innflutningsleyfis frá ráðuneytinu. Komið til móts við Færeyinga Gísli S. Halldórsson, sérgreina- dýralæknir hjá Matvælastofnun (MAST), sagði breytinguna varðandi kjöt frá Færeyjum gilda um skerpi- kjöt, þ.e. færeyskt kjöt verkað að fær- eyskum hætti, en ekki um annað kjöt keypt í Færeyjum. Hann sagði þetta frávik frá reglum gert til þess að koma til móts við samfélag Færey- inga hér á landi. Veiðimenn sem hafa fangað villibráð á Grænlandi hafa get- að sótt um leyfi til takmarkaðs inn- flutnings þaðan. Gísli sagði að þegar evrópska matvælalöggjöfin tók að fullu gildi hér 1. nóvember 2011 hefði Grænland orðið svonefnt „þriðja“ ríki. Reglugerðarákvæðið var sett til þess að losa farþega frá Grænlandi og Færeyjum undan því að þurfa að fara með kjötið í gegnum eftirlit á landa- mærastöð. Hér á landi eru einungis landamærastöðvar á Keflavíkurflug- velli og í Sundahöfn en ekki á Reykja- víkurflugvelli. Mikið af Grænlands- og Færeyjaflugi fer um Reykjavíkur- flugvöll. Meginbreytingin felst í því hvað mikið hefur rýmkast um flæði mat- væla milli Íslands og aðildarríkja EES, að mati Gísla. Ekki er lengur krafist heilbrigðisvottorða með soðn- um og unnum matvælum þegar þau eru flutt á milli landa. Ytri landamæri EES í matvælalegu tilliti eru nú á Ís- landi í stað þess að landið væri áður „þriðja“ ríki. Algjör bylting hefur orðið í útflutn- ingi íslenskra matvæla á undanförn- um mánuðum, að mati Gísla. Fjöldi ís- lenskra matvælafyrirtækja hefur nú aflað sér evrópskrar viðurkenningar og með því fengið leyfi til útflutnings til EES. Það þýðir t.d. að viðurkennd- ar starfsstöðvar á listum MAST geta nú flutt út þorramat hvert sem er inn- an EES án vandkvæða. Þá hafa t.d. kjötvinnslur hafið útflutning á krydduðu grillkjöti til Færeyja. Algjör bylting í útflutningi matvæla til EES  Farþegar mega nú koma með osta, villibráð og skerpikjöt hingað til lands Morgunblaðið/Ómar Þorramatur Flytja má nú út þorra- mat hvert sem er innan EES.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.