Morgunblaðið - 11.07.2012, Síða 4

Morgunblaðið - 11.07.2012, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2012 FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Það reyndist afar erfitt að mæta þeim niðurskurðarkröfum sem gerðar voru til Landspítala í fyrra, segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, en hann er bjartsýnn á að niðurskurði sé nú lokið. Starfsemisupplýsingar og uppgjör fyrir árið 2011 voru birtar á vefsvæði sjúkrahússins á mánudag en þar kemur m.a. fram að í árslok 2012 muni uppsöfnuð hagræðing í rekstri sjúkrahússins frá 2007 nema 23%, að teknu tilliti til gengisáhrifa. Í uppgjörinu er m.a. farið yfir þær tölur sem kynntar voru á ársfundi Landspítalans í apríl en þar kom m.a. fram að rekstrarkostnaður sjúkra- hússins lækkaði um 730 milljónir í fyrra og að það skilaði rekstrar- afgangi upp á 4,8 milljónir króna. Á sama tíma og ráðist var í frekari að- haldsaðgerðir, fjölgaði þeim einstak- lingum sem leituðu til LSH um 3,3%, úr 103.384 einstaklingum í 106.804. Þá fjölgaði þeim sem leituðu til bráða- móttaka sjúkrahússins um 5,6% og skurðaðgerðum fjölgaði um 4,9%. Hafa haldið í gæðin Björn segir að niðurskurðurinn hafi kallað á breytta þjónustu; t.d. hafi rúmum verið fækkað og aukin dagþjónusta verið veitt í stað þess að fólk liggi inni yfir nótt. Áhersla hafi verið lögð á að halda í öryggi og gæði eins og hægt hafi verið og gæðamæl- ingar, sem gert hafi verið átak í frá 2009, hafi ekki sýnt fram á að gæði þjónustunnar hafi minnkað, þrátt fyr- ir niðurskurð. Þvert á móti hafi mátt merkja jákvæða þróun hvað þetta varðaði en tilfellum spítalasýkinga hafi t.d. farið fækkandi síðastliðin ár. 9,9% innliggjandi sjúklinga fengu spítalasýkingu árið 2009, 7,6% árið 2010 og 6,7% 2011. Hvað biðlista varðar hefur þróunin verið í báðar áttir. Þeim hefur t.d. fjölgað sem bíða eftir gerviliða- aðgerðum á hné eða mjöðm en í byrj- un árs 2011 höfðu 219 einstaklingar verið lengur en þrjá mánuði á biðlista eftir gerviliðaaðgerð á hné og 121 eftir aðgerð á mjöðm. „Biðlistarnir hafa sumstaðar lengst en þeir gerðu það líka fyrir þennan niðurskurð, þannig að það er ekki alveg hægt að tengja þetta saman,“ segir Björn. „Þetta getur líka tengst öldrun þjóðarinnar; slit í hnjám og mjöðmum er sjúkdómur aldraðra og öldruðum er að fjölga hjá okkur. Ann- að sem má benda á er að fyrir niður- skurðartíma var langur biðlisti eftir hjartaþræðingu, sem við höfum ekki í dag,“ segir Björn. Þjóðin að eldast Í ávarpi framkvæmdastjóra fjár- málasviðs Landspítalans á ársfundin- um í apríl, kom fram að íbúum lands- ins 75 ára og eldri hefur fjölgað um tæp 35% frá síðustu aldamótum og að eldri borgarar, 70 ára og eldri, áttu um 51% allra legudaga á spítalanum árið 2011. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir að gríðarleg fjölgun verði í aldurshópn- um 60-79 ára á næsta áratug og segir Björn ljóst að þróunin muni kalla á að meira fjármagn verði sett í heil- brigðiskerfið og þá þurfi mögulega að endurskipuleggja kerfið hægt og síg- andi í takt við fjölgunina. „Það hefur verið gert á mörgum stöðum í heim- inum, að minnsta kosti hefur verið reynt að stýra skútunni þangað,“ seg- ir Björn en Íslendingar séu þó tiltölu- lega ung þjóð samanborið við mörg OECD-lönd. Komið að þolmörkum Björn segir erfitt að gefa einhlíta skýringu á því að komum á bráðamót- töku fjölgaði jafn mikið árið 2011 og raun bar vitni en segir þessa þróun hafa haldið áfram og að á fyrstu sex mánuðum ársins 2012 hafi komunum enn fjölgað, um 4%. Hann segir að með samstilltu átaki hafi Landspítal- anum tekist að halda sæmilega í á nið- urskurðarárunum en komið sé að þolmörkum. „Afleiðingar þess að halda áfram í einhvers konar niðurskurði yrðu það erfiðar og miklar að ég tel að það væri bara glapræði að ætla að halda áfram með það,“ segir Björn. Hann segir að frekari niðurskurður myndi þýða að leggja þyrfti einhverja þjónustu niður en er bjartsýnn á að niðurskurðar- aðgerðum sé lokið. „Ég held að það geri sér allir grein fyrir því að það er ekkert meira að hafa í hinum svokallaða niðurskurði,“ segir hann. Glapræði ef niðurskurði verður haldið áfram Morgunblaðið/Ómar Þrengingar Björn segir ljóst að ef niðurskurði yrði haldið áfram yrði að leggja niður einhverja þjónustu.  Fjölgun í hópi aldraðra kallar á endurskipulagningu í heilbrigðiskerfinu Þingvallanefnd hefur tekið ákvörðun um að hefja gjaldtöku fyrir köfun of- an í gjána Silfru á Þingvöllum þann 1. janúar næstkomandi. Upphaflega stóð til að gjaldið yrði 750 kr. á mann en nú hefur nefndin ákveðið að það verði eitt þúsund krónur á mann þegar gjaldtakan hefst um áramótin. Í fréttatilkynningu sem barst frá nefndinni í gær segir m.a.: „Eftir umræður í nefndinni í gær var eftir- farandi samþykkt: „Að reglur um djúpköfun og yfirborðsköfun í Silfru taki gildi eftir einn mánuð, þ.e. 10. ágúst nk., og talning kafara hefjist sem fyrst. Að gjaldtaka hefjist 1. janúar nk. á grunni nýrrar rekstrar- og framkvæmdaáætlunar sem liggi fyrir eigi síðar en 15. ágúst nk., að lokinni kynningu fyrir hags- munaaðilum.“ „Þegar gjald er sett þá þarf það að standast á við þá þjónustu sem er þarna veitt á móti. Á næsta ári er ætlunin að bæta aðstöðu og þjónustu við kafarana og við Silfru sem stenst á við þær væntanlegu tekjur sem koma af þessu gjaldi,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Gjaldtaka hefst 2013 Silfra Frá og með næstu áramótum hefst gjaldtaka fyrir köfun í Silfru. „Það liggur í aug- um uppi að ráð- herrum og hand- höfum ríkisvalds ber að fylgja stjórnarskránni eins og hún er á hverjum tíma, að því marki að hún er skýr um skyld- ur þeirra,“ segir Róbert Spanó, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, en í Reykjavíkurbréfi í Sunnudagsmogg- anum síðastliðna helgi kom fram að 16. grein stjórnarskrárinnar hefði lengi verið „lakar fylgt eftir“ en 17. greininni sem Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra, var fund- inn sekur um að hafa virt að vettugi í Landsdómi. Í 16. greininni segir: „Forseti lýð- veldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti. Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.“ Í Reykjavíkurbréfi er því haldið fram að þessu sé ekki framfylgt, þar sem ríkisráðsfundir séu fátíðir og mál hvorki rædd þar né skýrð. Róbert segir niðurstöðu Lands- dóms sýna svo ekki verður um villst að ákvæði stjórnarskrárinnar séu efnislega virk og stjórnmálamenn verði að átta sig á því að stjórnar- skráin sé í gildi hvað varðar skyldur þeirra og þeir verði að fylgja henni eins og hún er skrifuð. Niðurstaða Landsdóms hvað varðar 17. grein- ina, eigi jafnframt við um aðrar greinar. „Það er ljóst að það eru önnur stjórnarskrárákvæði sem mæla fyrir um skyldur ráðherra og dómurinn staðfestir að þessi ákvæði eru virk og geta leitt til refsiábyrgðar ef út af þeim er brugðið og mál höfðað á hendur ráðherra af hálfu þingsins,“ segir Róbert. holmfridur@mbl.is Verða að framfylgja ákvæðum Róbert Spanó  Refsivert að hunsa stjórnarskrána Fæðingum á Landspítalanum fækkaði milli ára í fyrra en þær voru 3.420 árið 2010 og 3.240 árið 2011. Í uppgjörinu kemur fram að á Landspítalanum fara fram fleiri en 70% allra fæðinga á Íslandi og skiptust þær þannig árið 2011 að í 539 tilfellum var framkvæmdur keisaraskurður, sogklukkufæð- ingar voru 251, tangarfæðingar 14 og aðrar fæðingar 2.436. Flestar voru fæðingarnar í ágúst, eða um 290, en fæstar í nóvember, eða um 235. Í uppgjörinu kemur einnig fram að við árslok í fyrra höfðu flestar ljósmæður og læknar sem starfa við fæðingar fengið þjálfun í sér- stökum vinnubrögðum, sem miða að því að draga úr tíðni spangar- rifa í fæðingu en markmiðið er að ná henni niður í 1-2%. Flestar fæðingar í ágúst FÆÐINGAR Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Ég er náttúrulega alsæl og ánægð. Ég verð nú að viðurkenna að þetta kom mér kannski ekkert sérlega á óvart. Ég hafði vonast eftir þessu og fannst góðar líkur á að við myndum vinna þetta,“ sagði Björk Eiðsdóttir blaðamaður um dóm sem féll í gær- morgun fyrir Mannréttindadómstól Evrópu þar sem hún og Erla Hlyns- dóttir blaðamaður unnu mál gegn íslenska ríkinu. Dómstóllinn taldi að brotið hefði verið gegn 10. gr. mannréttindasátt- mála Evrópu þar sem fjallað er um tjáningarfrelsið þegar þær voru dæmdar hér á landi fyrir meiðyrði með störfum sínum þar sem þær vitnuðu beint í viðmælendur sína. Erla segir þetta sigur fyrir blaða- menn alla og þjóðina því það komi öll- um við að tjáningarfrelsið fái að lifa á Íslandi. Hún sagðist sátt við bæturn- ar en að það fari ekkert af þeim í sinn vasa enda hafi kostnaðurinn við þetta mál verið mikill á þessum langa tíma sem það hefur tekið hjá Mannrétt- indadómstólnum. Vegvísir fyrir íslenskt samfélag „Niðurstaðan er vissulega afdrátt- arlaus og nokkuð sem okkur ber að horfa til. Ég lít á þetta sem vegvísi fyrir okkur sem samfélag og eitthvað sem við eigum að horfa til þegar litið er til framtíðar með mannréttindi í huga,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra um málið. Hann taldi niðurstöðuna þó ekki áfellisdóm yfir íslenskum dómstólum. „Þetta hjálpar okkur að túlka anda laganna í þágu frjálsrar blaðamennsku.“ Mál Bjarkar var fyrst lagt fram fyrir dómstólinn 20. ágúst 2009 og mál Erlu 21. júní 2010. Þær voru dæmdar í aðskildum málum hér á landi fyrir meiðyrði. Björk var dæmd fyrir meiðyrði í svokölluðu Vikumáli, en stefnandi í því var eigandi nektar- staðarins Goldfinger. Erla var dæmd fyrir meiðyrði fyrir umfjöllun sína um nektarstaðinn Strawberries í Lækjargötu. Blaðamannafélag Íslands sendi í gær frá sér yfirlýsingu um málið þar sem segir: „Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest rétt blaða- manna til að fjalla um mikilvæg mál- efni sem varða almenning miklu á op- inn og heiðarlegan hátt og hafa rétt eftir viðmælendum sínum. Það er ótrúlegt að atbeina Mannréttinda- dómstólsins þurfi til, en íslenskir dómstólar hafa því miður ekki haft skilning á mikilvægi tjáningarfrels- isins fyrir lýðræðislega umræðu í samfélaginu. Það hefur ítrekað end- urspeglast í úrskurðum þeirra á und- anförnum árum og þannig lagt stein í götu blaðamennsku og fjölmiðlunar á Íslandi.“ Íslenska ríkinu var gert að greiða Björk 37.790 evrur, tæpar sex millj- ónir króna, og Erlu 21.500 evrur, 3,4 milljónir króna. Sigur tjáningarfrelsisins Björk Eiðsdóttir Erla Hlynsdóttir  Íslenskir blaðamenn unnu mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadóm- stólnum  Hjálpar til við að „túlka anda laganna í þágu frjálsrar blaðamennsku“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.