Morgunblaðið - 11.07.2012, Síða 11

Morgunblaðið - 11.07.2012, Síða 11
Samsett Saumað upp úr gömlum húsgögnum. Nemendur útskrifast með góða tækniþekkingu frá skólanum og möppu sem þeir geta notað til að koma sér á framfæri síðar meir. En skólinn aðstoðar einnig nemendur við slíkt eftir námið. Næst á dagskrá hjá mér er að fara í smásumarfrí en taka síðan þátt í tveimur keppnum á Ítalíu og Norð- ur-Spáni síðar í sumar,“ segir Kol- brún. Fatnaður úr húsgögnum Lokaverkefni Kolbrúnar var nokkuð óhefðbundið en í því end- urnýtti hún húsgögn í fatnað og var verkefnið því bæði skapandi og um- hverfisvænt. „Hugmyndin kviknaði út frá því að hér í Barcelona setur fólk alltaf út á þriðjudögum húsgögn sem það vill ekki nota og getur þá hver sem er hirt það sem hann vill. Þetta fannst mér fallegt fyrirkomulag þar sem ég hef ætíð verið hrifin af endurnýt- ingu. Ég var því á hlaupum um borg- ina til að ná mér í húsgögn sem ég sagaði niður, tók í sundur og nýtti. Ég bjó til fjögur heildarútlit sem ég sýndi á lokasýningunni og eru þau öll með bútum eða bitum úr hús- gögnum. Svo bjó ég líka til fylgihluti úr gömlum úrum og hálsfestum sem ég hef sankað að mér. Fólk keypti ekki hugmyndina alveg strax en síð- an sló hún í gegn,“ segir Kolbrún. Kolbrún hefur gert fatnað fyrir sína fastakúnna inni á milli og segist alltaf vera að spá og spekúlera. Næst á dagskrá er að fylgja fylgi- hlutalínunni eftir og búa til nýja línu sem hún stílar þá inn á íslenska kúnnahópinn sinn. Kolbrún stefnir því á að vera með annan fótinn heima þó að hún segist ekki endilega ætla að koma heim í bráð. Stílhreint Glæsilegur kjóll úr smiðju Kolbrúnar. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2012 Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is -VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI • Sólvarnargler • Einangrunargler • Öryggisgler • Eldvarnargler • Speglar • Hert gler - Í sturtuklefa - Í handrið - Í skjólveggi - Í rennihurðir Sérfræðing ar í gleri … og okku r er nánast ekkert ómö gulegt Opið: 08:00 - 17:00alla virka daga Í sumarfríinu finnst ekki bara full- orðna fólkinu skemmtilegt að hafa eitthvað að lesa. Yngstu lestrarhest- arnir vilja líka geta gripið í skemmti- lega bók áður en farið er að hátta í sumarbústaðnum eða úti á palli þeg- ar sólin skín. Enda er jú fátt eins notalegt og að sitja úti í góðu veðri og lesa skemmtilega bók. Nú er komin út ný bók sem gæti ratað í bakpokann fyrir næstu ferð. Hún segir af honum Skúla skelfi sem lendir í ýmsum ævintýrum og heitir þessi bók Skúli skelfir og íþróttadag- urinn. Í bókinni ákveður Skúli að grípa til eigin ráða nú þegar íþrótta- dagurinn nálgast. Skúli hlakkar nefnilega ekki til því árið áður vann hann ekki í einni einustu grein, öfugt við Finn fullkomna sem auðvitað stóð sig með prýði. Ákveður Skúli því að beita sér í þeirri íþrótt sem hann er bestur í, klækjum og stríðni, og úr verður skemmtilegasti íþróttadagur fyrr og síðar. Þessi bók fyrir unga lestrarhesta er þýdd af Guðna Kol- beinsyni og er bæði litrík og skemmtileg með stóru letri sem hentar vel fyrir byrjendur í lestri. Bókin er gefin út af Forlaginu. Fyrir unga lestrarhesta Skelfir Skúli prakkarast í bókinni. Skúli skelfir prakkarast Istituto Europeo di Design eða IED hefur verið starf- ræktur frá árinu 1966 og býður nám meðal annars í hönnun, tísku og sjónrænum listum. Skólinn er rekinn í Mílanó, Róm, Tórínó, Feneyjum, Madrid, Barcelona, São Paulo og Ríó de Janeiro. IED skólann í Barce- lona sækja rúmlega 1.000 nemendur frá yfir 80 löndum. ALÞJÓÐLEGUR SKÓLI Nám í þremur löndum Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar („big-band“) hefur þegið boð um að halda tvenna tónleika á næstu ráðstefnu International So- ciety of Music (ISME) sem haldin verður í borginni Þessaloniki á Grikklandi, dagana 15.-20. júlí 2012. ISME-samtökin voru stofnuð af UNESCO árið 1953 og standa reglu- lega fyrir menntaráðstefnum um tónlist Léttsveit Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar telur 17 hljóðfæraleikara og stjórnandi er Karen J. Sturlaugs- son. Sveitin mun ljúka undirbúningi sínum fyrir Grikklandsferðina með tónleikum í Stapa, Hljómahöllinni í Reykjanesbæ, í kvöld, miðvikudaginn 11. júlí, kl. 20.00. Á tónleikunum verður leikin sú stórsveitatónlist sem Léttsveitin hefur undirbúið sér- staklega vegna Grikklandsferð- arinnar, auk annarra laga sem sveit- in hefur á efnisskrá sinni. Þegar tónleikahaldi á ISME-ráðstefnunni í Þessaloniki lýkur, fer Léttsveitin í tónleikaferð um Grikkland og mun m.a. halda tónleika í borginni Mara- þon og í höfuðborginni Aþenu. Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar Íslenskir stórsveitarhljómar fá að óma víðs vegar um Grikkland Léttsveit Hljómsveitarmeðlimir á góðri og sumarlegri stund. Fylgihlutir Gömul úr og skartgripir sem skart. Ljósmyndir/María Guðrún Rúnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.