Morgunblaðið - 09.07.2012, Síða 3

Morgunblaðið - 09.07.2012, Síða 3
Fjórtán högga forskot gufaði upp á lokahringnum GOLF Kristján Jónsson kris@mbl.is Bráðabana þurfti til að knýja fram úrslit í karla- flokki hjá tveimur rótgrónustu golfklúbbum lands- ins þegar Meistaramótum klúbbanna lauk á laug- ardaginn. Hjá Golfklúbbi Reykjavíkur varð Haraldur Franklín Magnús klúbbmeistari eftir sigur á Arnóri Inga Finnbjörnssyni eftir bráðabana. Þeir léku báðir á 8 höggum undir pari samtals. Guð- mundur Ágúst Kristjánsson var aðeins tveimur höggum á eftir í þriðja sæti. Arnór Ingi kom sterk- ur hinn í síðari hluta mótsins en þá lék hann á 67 og 68 höggum eftir að hafa spilað fyrri tvo hringina á 73 og 70. Haraldur notaði hins vegar aldrei fleiri en 71 högg. Hann var á 71, 66, 70 og 71 höggi en Guðmundur Ágúst gaf örlítið eftir á lokahringnum. Hann lék á 69, 71, 68 og 72. Arnór kreisti fram bráðabana með glæsilegum hætti þegar hann fékk fugl á lokaholunni en Haraldur skolla. Íslandsmeistarinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sigraði í kvennaflokki og var samtals á höggi undir pari. Hún sló vallarmetið í Grafarholtinu þegar hún lék þriðja hringinn á 67 höggum en hina hringina notaði hún 70, 73 og 75 högg. Sigur hennar var vægast sagt öruggur því næst kom hin þraut- reynda Ragnhildur Sigurðardóttir og var hún átján höggum á eftir Ólafíu. Miklar sveiflur á lokahring Kristján Þór Einarsson var ekki lengi að ná klúbbmeistaratign hjá Keili í Hafnarfirði en hann gekk í klúbbinn í vor. Kristján sýndi frábæra takta á lokahringnum og lék þá á 62 höggum og sló vall- armetið á Hvaleyrinni með því að leika á 9 undir pari. Gamla metið átti Auðunn Einarsson, 63 högg, en hann varð um helgina klúbbmeistari á Ísafirði. Kristján þurfti á slíkum hring að halda því hann var heil- um fjórtán höggum á eftir Rúnari Arnórs- syni sem var með forystu fyrir loka- hring og níu högg- um á eftir Íslands- meistaranum Axel Bóassyni. Rúnar gaf eftir og lék á 77 höggum, Axel á 71 höggi en Kristján á 62 eins og áður segir. Kristján og Axel þurftu því að fara í bráðabana og þar hafði Kristján betur. Með spilamennsku sinni á Hvaleyrinni gaf Axel gagnrýnisröddum í kringum valið á lands- liðinu væntanlega byr undir báða vængi en EM landsliða fer fram á vellinum í vikunni. Hann lék á 67, 72, 68 og 71 höggi en Kristján á 73, 72, 71 og 62 höggum. Rúnar var hins vegar frábær framan af og lék á 66, 69, 67 og 77 höggum. Tinna Jóhannsdóttir sigraði með þriggja högga mun í kvennaflokki og tókst að halda nýkrýndum Íslandsmeistara í holukeppni, Signýju Arnórs- dóttur, fyrir aftan sig. Forysta Tinnu var tvö högg fyrir lokahringinn en hún lék þó jafnt og gott golf á 70, 73, 71 og 73 höggum. Lokadagurinn var hins vegar ekki góður fyrir systkinin Rúnar og Signýju því Signý átti einnig sinn versta hring á lokadeg- inum. Hún lék á 73, 74, 69 og 75 höggum. Glæsilegt skor hjá Hlyni Að meistaramótunum loknum er ljóst að margir snjallir kylfingar ættu að geta mætt með gott sjálfstraust til leiks á Íslandsmótinu á Hellu síðar í mánuðinum. Einn þeirra er Hlynur Geir Hjart- arson sem lengi hefur ætlað sér að vinna stóra tit- ilinn. Hann minnti á sig á meistaramótinu hjá Golf- klúbbnum á Selfossi og setti vallarmet þegar hann lék á 62 höggum, sem er 8 högg undir pari vall- arins. Samtals var Hlynur á 19 höggum undir pari eftir fjóra glæsilega hringi, 65, 66, 62 og 68. Á 72 holum missti hann parið aðeins þrisvar sinnum. Stuðmaður Kristján Þór Einarsson datt í stuð á lokahringnum og vallarmetið á Hvaleyrinni féll.  Bráðabanar og vallarmet á Meistaramótum golfklúbbanna  Mikil dramatík hjá GR og Keili Morgunblaðið/Golli Sjóðandi heitur Haraldur Franklín Magnús hefur unnið tvo stóra titla á skömmum tíma og er til alls líklegur á Hellu. Íslandsmeistarinn Ólafía sýndi hvers hún er megnug og bætti vallarmetið í Grafarholtinu. ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2012

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.