Morgunblaðið - 09.07.2012, Síða 4

Morgunblaðið - 09.07.2012, Síða 4
Í LAUGARDAL Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Þróttur úr Reykjavík hefur í gegn- um tíðina nokkrum sinnum komist í undanúrslit bikarkeppninnar í knattspyrnu karla, en aldrei lengra. Nú hefur liðið lagt tvö úrvalsdeild- arlið, Val og Selfoss, og stefnan er hiklaust sett á að komast lengra í keppninni og slá þar með fé- lagsmetið. Miðað við leik liðsins í gær þegar það lagði Selfoss 3:0 í átta liða úrslitunum, þá kæmi það alls ekki á óvart þó það mætti á aðal- leikvanginn í Laugardalnum 18. ágúst, en alla jafna leikur liðið á Val- bjarnarvellinum. Það var þar sem Selfyssingar voru lagðir að velli í gær – og það nokkuð sannfærandi. Fyrri hálfleikurinn var bragðdaufur. Bæði lið virtust hrifn- ust af því að reyna langar sendingar, svona um það bil 50-70 metra langar, en því miður rötuðu þær oftar en ekki á mótherja þannig að ekki varð úr mikil skemmtun fyrir áhorfendur. En þeir skemmtu sér samt mjög vel því stuðningsmannasveitir liðanna eru öflugar og sungu nær allan fyrri hálfleikinn. Mikil og góð stemning, sem sagt. Það er oft talað um að lið séu að þreifa hvert á öðru fyrstu mínútur leikja, en þessar þreifingar voru allan fyrri hálfleikinn að þessu sinni og þótti mörgum það fulllangur tími. Síðari hálfleikur var miklum mun fjörugri og skemmtilegri. Oddur Björnsson kom Þrótti yfir með fínu marki eftir fimm mínútna leik og eins og oft vill verða með mörk þá lífgaði það verulega upp á leikinn. Selfyssingar sóttu mikið, áttu til dæmis skot í stöng áður en Oddur gerði annað mark sitt. Rétt áður en annað markið kom vildu Selfyss- ingar fá vítaspyrnu er ýtt var hressi- lega á bak sóknarmanns liðsins og höfðu þeir eitthvað til síns máls þar. Varamaðurinn Andri Gíslason gulltryggði síðan sigur Þróttar með marki tíu mínútum fyrir leikslok og fögnuðu Þróttarar að vonum ákaft. Þróttarar léku bæði vel og af skynsemi í gær. Allir leikmenn lögðu sig að fullu fram og það voru ófá skotin frá Selfyssingum sem komust ekki alla leið á markið vegna þess að varnarmenn Þróttar köstuðu sér fyrir þau og þegar skotin komust á markið var Ögmundur þar eins og klettur. Selfyssingar reyndu að brjóta varnir Þróttar en tókst það ekki nægilega vel og þegar það tókst átti eftir að koma knettinum framhjá Ögmundi markverði og það tókst ekki að þessu sinni. Aftasta varnarlína Þróttar var sterk og miðjumennirnir duglegir og fremstu menn duglegir og gáfu varnarmönnum Selfoss ekki mikinn tíma til athafna. Besti maður leiks- ins var Oddur en ekki langt að baki honum má nefna Halldór Hilmisson, Vilhjálm Pálmason og Erling Jack Guðmundsson. Annars var það liðs- heildin hjá Þrótti sem var sterkasta vopn liðsins í gær, að ógleymdum Kötturunum, stuðningsmönnum fé- lagsins. Þeir voru frábærir. Selfyssingar voru ekki nægilega beinskeyttir í gær og trúlega var þetta einn lélegasti leikur liðsins í sumar. En það verður hins vegar ekki tekið af Þrótturum að þeir léku vel og hungraði greinilega í að kom- ast áfram í keppninni. Það má benda á, Selfyssingum til málsbóta, að þeir urðu að stilla upp svo til nýrri vörn vegna meiðsla og leikbanns. Það breytir því hins vegar ekki að leik- menn verða að mæta til leiks með viljann til að vinna. Þróttarar enn og aftur í undanúrslit  Búnir að leggja tvö úrvalsdeildarlið  Stefna í úrslitin Morgunblaðið/Golli Barátta Varnarjaxlinn Erlingur Jack Guðmundsson hefur betur í baráttunni við Selfyssinginn Robert Sandnes. kom inná sem varamaður á 85. mín- útu hjá KR, í sínum fyrsta leik á tímabilinu, og hans fyrsta verk var að taka nettan þríhyrning við Óskar sem þannig slapp inní vítateig ÍBV og skoraði. Og tveimur mínútum síðar skor- aði Óskar sigurmarkið með hörku- skoti af 25 metra færi, 2:1. KR var þar með komið í undanúrslit, fyrst liða, en ÍBV sat eftir með sárt enn- ið, eftir að hafa verið yfir í tæpar 70 mínútur í leiknum. Sýndu að breiddin er góð Dramatískur endir í leik tveggja hörkuliða, sem sýndu að það er ekki tilviljun að þau eru bæði talin líkleg til að slást um Íslandsmeistaratit- ilinn í ár. KR-ingar hafa sýnt það nokkurn veginn frá byrjun móts og Eyjamenn síðustu vikurnar. En bæði komu þau löskuð til leiks í gær, sérstaklega Eyjamenn, því hjá þeim voru Christian Olsen og Tonny Mawejje meiddir og Brynjar Gauti Guðjónsson og George Baldock í banni. Magnús Gylfason átti hinsvegar sterka menn á bekknum og sýndi að breiddin í hópnum er ansi góð. Ey- þór Helgi Birgisson og Gunnar Már Guðmundsson komu báðir inní byrj- unarliðið í fyrsta skipti á tímabilinu og settu mark sitt á leikinn. Eyþór BIKARINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Ég þarf að bæta mig í markaskor- uninni,“ sagði KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson í viðtali hér í Morg- unblaðinu í síðustu viku. Óhætt er að segja að hann hafi tekið sjálfan sig á orðinu því þessi leikni kant- maður úr Njarðvík hefur skorað þrjú af fjórum mörkum Vest- urbæinga síðan. Í gær var hann heldur betur hetja þeirra og skoraði bæði mörkin í dramatískum 2:1 bik- arsigri gegn ÍBV á Hásteinsvelli – og skoraði þau bæði á síðustu fimm mínútum leiksins. Allt þar til Óskar jafnaði metin á 86. mínútu leit út fyrir að hann yrði í hlutverki skúrksins. ÍBV komst yfir á 17. mínútu með fallegu marki frá Eyþóri Helga Birgissyni, en á 57. mínútu gátu KR-ingar jafnað þegar þeir fengu vítaspyrnu. Þór- arinn Ingi Valdimarsson braut á Emil Atlasyni. Óskar fór á punktinn, rétt eins og hann gerði gegn Fylki síðasta fimmtudag. Nú brást honum boga- listin, Abel Dhaira varði vel, og ÍBV virtist ætla að fylgja því eftir og slá bikarmeistarana úr keppni. Nei, ekki aldeilis. Björn Jónsson með glæsilegu marki og hann var líflegur í framlínunni allan tímann, og Gunnar kom með styrk og kraft á miðjuna. Þar sem reyndar Guð- mundur Þórarinsson var í aðal- hlutverki. Sá ungi Selfyssingur hef- ur heldur betur fest sig í sessi hjá ÍBV. KR-ingar voru áfram án Kjartans Henrys Finnbogasonar en ljóst er að fleiri Vesturbæingar geta skorað mörk. Óskar hafði aðeins gert eitt mark í deild og annað í bikar í sum- ar þegar áðurnefnt viðtal var tekið fyrir tæpri viku en nú er hann skyndilega orðinn annar marka- hæsti leikmaður liðsins. Innkoman hjá Birni Jónssyni var góð. Þessi efnilegi sóknarmaður hefur lítið komist af stað enn með sinn feril vegna þrálátra meiðsla en sýndi á þessum fáu mínútum sem hann lék að hann getur orðið KR góður liðs- auki seinni hluta tímabilsins. Tók sig á orðinu  Óskar Örn Hauksson var bjargvættur KR-inga í bikarslagnum í Eyjum  Undir í 70 mínútur en eru komnir í undanúrslit eftir tvö mörk Óskars í lokin Í FO Tóm toma Fyri inn á inn y inga strák myn sum En bolta sigri Grin greid fagm unar kom leyft erfit Skip og b „N arso bolta víkin heim fyrri varn gerð men færi Þa í hin feng skey arsk fyrir og va andl aðili F h  4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2012 Valbjarnarvöllur, bikarkeppni karla, Borgunarbikarinn, 8-liða úrslit, sunnudag 8. júlí 2012. Skilyrði: Með miklum ágætum, and- vari og þéttur rigningarúði. Mörk: 1:0 Oddur Björnsson 50., 2:0 Oddur Björnsson 72., 3:0 Andri Gíslason 80. Skot: Þróttur 6 (6) – Selfoss 17(9). Horn: Þróttur 6 – Selfoss 9. Lið Þróttar: (4-4-2) Mark: Ögmund- ur Ólafsson. Vörn: Helgi Pétur Magnússon, Erlingur Jack Guð- mundsson, Karl Brynjar Björnsson, Hlynur Hauksson. Miðja: Oddur Björnsson, Hallur Hallsson, Halldór Arnar Hilmisson, Guðfinnur Þórir Ómarsson (Andri Gíslason 57.). Sókn: Arnþór Ari Atlason (Kristinn Steinar Kristinsson 85.), Vilhjálmur Pálmason (Davíð Sigurðsson 83.). Lið Selfoss: (4-4-2) Mark: Ismet Duracak. Vörn: Sigurður E.Guðlaugs- son (Tómas Leifsson 57.), Agnar Bragi Magnússon, Babacar Sarr, Ro- bert Sandnes. Miðja: Ólafur Karl Fin- sen, Jon André Röyrane, Jón Daði Böðvarsson, Joe Tillen. Sókn: Mous- tapha Cissé, Viðar Örn Kjartansson (Ingólfur Þórarinsson 76.). Dómari: Þóroddur Hjaltalín jr. Áhorfendur: Tæplega 600. Þróttur R. – Selfoss 3:0 Hásteinsvöllur, bikarkeppni karla, Borgunarbikarinn, 8-liða úrslit, sunnudag 8. júlí 2012. Skilyrði: Gott veður og góður völlur, þó fullþurr á köflum. Mörk: 1:0 Eyþór Helgi Birgisson 17., 1:1 Óskar Örn Hauksson 86., 1:2 Ósk- ar Örn Hauksson 88. Skot: ÍBV 14 (9) – KR 12 (8). Horn: ÍBV 4 – KR 3. Lið ÍBV: (4-4-2) Mark: Abel Dhaira. Vörn: Arnór E. Ólafsson, Rasmus Christiansen, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson. Miðja: Víðir Þor- varðarson (Andri Ólafsson 90.), Gunnar Már Guðmundsson, Guð- mundur Þórarinsson, Ian Jeffs (Ragnar Leósson 76.) Sókn: Eyþór Helgi Birgisson (Aaron Spear 85.), Tryggvi Guðmundsson. Lið KR: (4-3-3) Mark: Hannes Hall- dórsson. Vörn: Haukur H. Hauksson, Grétar S. Sigurðarson, Aron Jós- epsson, Gunnar Þ. Gunnarsson (Guðmundur R. Gunnarsson 24.) Miðja: Bjarni Guðjónsson (Egill Jónsson 90.), Baldur Sigurðsson, Viktor B. Arnarsson. Sókn: Emil Atla- son (Björn Jónsson 85.), Þorsteinn Ragnarsson, Óskar Örn Hauksson. Dómari: Magnús Þórisson. Áhorfendur: 1.083. ÍBV – KR 1:2 Sigurmarkið Óskar Örn Hauksson fagnar ef

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.