Morgunblaðið - 21.08.2012, Side 4

Morgunblaðið - 21.08.2012, Side 4
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Grænlensk fyrirtæki hugleiða veiðar á fleiri nýjum tegundum í lögsögu sinni heldur en makríl og vilja undir- strika rétt Grænlendinga til slíkra veiða. Aðstæður hafi breyst með hlýnun sjávar og breyttum göngum fisktegunda. Þannig eru þeir að und- irbúa veiðar á norsk-íslenskri síld á næstu vikum að lokinni makrílvertíð og kolmunni hefur einnig verið nefndur í þessu sambandi. Í grænlenska blaðinu Sermitsiaq segir að hafi tilraunaveiðar á makríl gefið ástæða til stríðra samskipta Ís- lendinga og Grænlendinga verði til- raunaveiðar á norsk-íslenskri síld tæpast hávaðaminni. Haft er eftir Ane Hansen, sem fer með málefni sjávarútvegs í grænlensku land- stjórninni, að auðlindir sjávar beri að nýta, en aðeins á sjálfbæran hátt. Skip frá Síle og Kína Tvö kínversk skip og eitt frá Síle hafa undanfarið verið við makrílveið- ar í grænlenskri lögsögu á vegum Royal Greenland og Polar Seafood. Áður hafði grænlenska skipið Erika, sem er að hluta í eigu Íslendinga, byrjað makrílveiðar í lögsögu Græn- lands. Eftir nokkrar deilur var gert sérstakt samkomulag um að skipinu væri heimilt að landa makríl úr grænlenskri lögsögu hér á landi 4-5 sinnum. Með loftslagsbreytingum og aukn- um sjávarhita hafa orðið miklar breytingar í hafinu. Hjá Hafrann- sóknastofnun fengust þær upplýs- ingar í gær að í makrílleiðangri sum- arsins hefði ekki verið farið inn í grænlenska lögsögu. Það kæmi þó ekki á óvart að eitthvað af norsk-ís- lenskri síld væri farið að leita inn í grænlensku lögsöguna eins og mak- ríllinn væri farinn að gera. Það væri þó tæpast stórt hlutfall af stofninum. Norðar og vestar Á síðustu árum hafa margar fisktegundir fært sig norðar og vestar en áður. Makríll er áber- andi í þessu samhengi og eru hitastig sjávar og átuskilyrði taldar helstu ástæður fyrir þessum breytingum. Kjörhiti makríls hér við land er við 8-12 gráða hlýjan sjó, en síldin kann best við sig við u.þ.b. 4-7 gráður. Kjörhiti loðnunnar er síð- an enn lægri. Fyrst makríll – svo norsk-íslensk síld  Grænlendingar undirstrika rétt sinn með breyttum aðstæðum 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2012 RAUÐAGERÐI 47 – OPIÐ HÚS: Glæsilegt 383 fm. tvílyft einbýlishús með stórum bílskúr miðsvæðis í Rvk. Vandað hús með góðum suðurgarði. Tvær góðar íbúðir eru í húsinu í dag, en auðvelt er að breyta húsinu aftur. Hagstætt lán getur fylgt. SKIPTI Á MINNI EIGN MÖGULEG. LÆKKAÐ VERÐ kr. 82M. Velkomin í opið hús miðvikudaginn 22. ágúst og fimmtudaginn 23. ágúst kl. 17:00-18:00 báða dagana. Upplýsingar gefur Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali: GSM 893 2495 - adalheidur@stakfell.is Fasteignasala • Íbúðarhúsnæði • Skúlatún 2, 105 Rvk Grunnur að góðu lífi :: 535_1000 Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is „Ég ætla ekki að meta landkynn- inguna sem fylgdi þessari uppákomu í krónum en hinsvegar verður að segj- ast eins og er að hann hefur bara nokkuð til síns máls,“ segir Einar Hansen Tómasson, verkefnisstjóri er- lendra fjárfestinga hjá Íslandsstofu. Frosti Logason, dagskrárgerða- maður á útvarpstöðinni X-inu, sagði í Morgunblaðinu í gær að tónlistar- flutningur Russells Crowe og Patti Smith á menningarnótt væri „milljón dollara landkynning“. Fréttir af uppákomunni hafa birst erlendis og myndbönd áhorfenda farið víða á netinu. „Darren Aronofsky leikstjóri Noah, Ben Stiller og Russell Crowe hafa notað samfélagsmiðla eins og Twitter til að tjá hrifningu sína á landinu. Þar fylgjast jafnvel hundruð milljóna með. Einnig var fréttaflutn- ingur af tökum á kvikmyndinni Oblivion mikill sem og um Tom Cruise enda lenti hann því miður í þessum skilnaði á meðan hann var hér.“ Einar segir alla þá umræðu sem Ísland fái í kringum þessar stjörnur gríðarlega mikils virði, ekki síst í ljósi þess hversu vel þær tali um Ísland. „Við stefnum að því að fá einhverja af þeim til að koma í viðtal um þeirra upplifun af því að taka upp kvikmynd hér á landi. Það myndi nýtast vel í framhaldinu,“ segir Einar sem kem- ur að verkefninu Film in Iceland sem miðar að því að kynna Ísland sem tökustað fyrir erlendum aðilum. Mikilvæg óbein kynning „Fólk áttar sig kannski ekki á þess- ari óbeinu kynningu á Íslandi í gegn- um kvikmyndir og sjónvarpsefni sem tekin eru upp hér á landi.“ Einar segir að hér gæti þróast svo- kallaður kvikmyndatúrismi, ferða- menn sæki hingað til að endurupplifa aðstæður sem það sér í kvikmyndum. „Við höfum fengið fyrirspurnir frá ferðamönnum tengdar kvikmyndum sem hafa verið teknar hér.“ Verðmæt umfjöllun  Mikil umfjöllun um erlendar stjörnur hér á landi í sumar Morgunblaðið/Eggert Rokk Russell Crowe á Ellefunni. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Hætta skapast á vegum landsins vegna lausagöngu búfjár, jafnt stór- gripa sem sauðfjár. Fjöldi óhappa verður á hverju ári þegar bílar lenda á sauðfé en fátíðara er að ekið sé á stórgripi. Vegfarendur sem aka um þjóðvegi landsins eiga erfitt með að vita hvar lausaganga búfjár er leyfð og hvar hún er bönnuð. Engar merk- ingar eru fyrir hendi en slíkt myndi auka öryggi vegfarenda til muna. Á Suðvesturlandi, í Gullbringu- og Kjósarsýslu, auk allra kaupstaða og kauptúna landsins, er í gildi bann við lausagöngu alls búfjár. Þó er sú undantekning þar á, að í Kjós er ein- ungis kveðið á um bann við lausa- göngu stórgripa. Sveitarfélagið Ölf- us er einnig með lausagöngubann á öllum búfénaði. Slíkt bann gildir einnig á þremur vegarköflum á land- inu, á Suðurlandsvegi í gegnum Mýrdalshrepp, þjóðveginum í gegn- um Húnaþing vestra og í gegnum hluta af Austur-Skaftafellssýslu í Nesjunum nálægt Höfn í Hornafirði. Þessi vegsvæði eru friðuð sam- kvæmt samningi sveitarfélaganna við Vegagerðina, sem tók að sér að reisa fjárhelda girðingu beggja vegna vegarins auk þess að sjá um viðhald girðinganna. Þetta var vegna fjölda árekstra og mikils tjóns, einkum í nágrenni Hafnar. „Þetta viljum við hjá Bænda- samtökunum sjá víðar. Bændur eru ekki á móti takmörkun lausagöngu heldur er það frekar kostnaðurinn sem hamlar,“ segir Ólafur Dýr- mundsson, ráðunautur hjá Bænda- samtökum Íslands. Óvíst hver ber ábyrgðina Tjón sem hlýst af árekstrum við búfé er töluvert og ekki er alltaf ljóst hver ber ábyrgðina. Oftast fæst tjón á bílum bætt úr kaskótryggingu en það er þó ekki einhlítt. „Þetta eru mjög erfið mál og með því flóknara í þessari starf- semi,“ segir Sumarliði Guðbjörns- son, starfsmaður tryggingafélagsins Sjóvár. „Það er ekki til neitt einfalt svar við því hverjir bera ábyrgðina á tjóninu og það eru margir liðir sem þarf að skoða. Ef lausaganga búfjár er bönnuð þarf að sýna fram á ábyrgð búfjáreigandans, hvort hann hafi gerst sekur um gáleysi og þar fram eftir götunum. Ef lausaganga er leyfð þá koma vegalög inn í þetta. Einnig er þetta spurning um hvort bóndi eigi að bera ábyrgð gagnvart almennri umferð ökutækja á þjóð- veginum. Flest okkar vilja aka örugg um þjóðvegi landsins. Margt hefur breyst sem betur fer, áður fyrr var úrskurðað að búfénaður landsins ætti frían og frjálsan að- gang að þjóðvegum landsins en það hefur breyst.“ Sumarliði kallar eftir skýrari lagaramma í þessum málefnum til að tryggja öryggi allra á vegum úti. Bann við lausa- göngu sauðfjár fátítt á landsvísu Morgunblaðið/Ómar Sauðfé Ætli þennan langi nokk- uð að hlaupa upp á veg?  Ekki alltaf ljóst hver ber ábyrgð ef ekið er á búfé Hrútar í haldi að vetri » Lausaganga búfjár er bönnuð samkvæmt ákvæðum í lögum um búfjárhald. » Stóðhestar og naut eiga alltaf að vera í haldi. Hrútar og hafrar eiga að vera í haldi yfir veturinn á fengitímanum sjálf- um en mega ganga lausir á sumrin. » Landeigendum er heimilt að beita búfénaði á sínu landi. » Vegagerðin leggur veg í gegnum land bóndans. Þá rís upp ágreiningur hver rétturinn sé til að beita og hver réttur vegfarenda sé. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að bolla- leggingar Grænlendinga um síld- veiðar séu ekki nýjar af nálinni. Fyrir tveimur árum hafi orðið vart við norsk-íslenska síld í lög- sögu Grænlands og þeir hafi fengið færeysk skip til til- raunaveiða. Gangi síldin í lögsögu Græn- lendinga og þeir hefji veið- ar á henni hafi íslenskir útvegsmenn ekkert um það að segja. Grænlend- ingar séu hins vegar ekki aðilar að samkomulagi um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofn- inum og geti því ekki vænst þess að fá að landa síld hér á landi. Ekki aðilar að samkomulagi HAFA REYNT ÁÐUR Friðrik J. Arngrímsson Morgunblaðið/RAX Frá Grænlandi Margvíslegir möguleikar hafa opnast í atvinnulífi Grænlendinga á síðustu misserum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.