Morgunblaðið - 21.08.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.08.2012, Blaðsíða 8
Orð Guðs Mikill áhugi var á göngumessunni á Hellu sem verður haldin á ný að ári. Á Töðugjöldum á Hellu, árlegri síð- sumarshátíð í Rangárþingi ytra, um síðustu helgi var haldin göngumessa á laugardeginum í Aldamótaskóg- inum í landi Gaddstaða. Það var sóknarpresturinn í Odda, sr. Guð- björg Arnardóttir, sem stóð fyrir messunni og tóku 52 þátt í athöfn- inni á öllum aldri. Messan fór fram á göngu um skóginn en stoppað var reglulega þar sem fór fram bæna- gjörð, ritningarlestrar, sálmasöngur og prédikun flutt. Allt eins og við er að búast í hefðbundinni messu í bænahúsi. Sr. Guðbjörg segir að þetta form á messu á Töðugjöldum hafi ekki verið reynt áður þó þær hafi oft áður verið haldnar undir berum himni. Hún segir viðtökurnar hafa verið frábærar og er sannfærð um að göngumessa verði aftur hald- in að ári á Töðugjöldum. ipg@mbl.is Prédikaði yfir söfn- uðinum í gönguferð Ljósmynd/Hreinn Óskarsson 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2012 Hótunin sem Steingrímur J.Sigfússon, þáverandi fjár- málaráðherra og núverandi alls- herjarráðherra, lét falla í ársbyrjun 2010 og hljómaði svo: „you ain’t seen nothing yet“, er enn í fullu gildi.    Eins og Morgun-blaðið greindi frá í gær benti framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group á að skattar á fyrirtæki í ferðaþjón- ustu hefðu þegar hækkað mikið í tíð núverandi ríkisstjórnar.    Tekjuskattur á fyrirtæki hefðihækkað um 11%, trygginga- gjald á laun um 45%, hærra þrep virðisaukaskatts um 4%, áfeng- isgjald á bjór um 38%, tóbaks- gjald um 42% og bensíngjald um 134%.    Og hann tekur dæmi af áhrif-um skatta- og gjald- skrárhækkana á Flugfélag Ís- lands, sem hafi numið 114% frá árinu 2009.    En eins og þáverandi fjár-málaráðherra benti svo eft- irminnilega á er fjarri því að skattahækkunum ríkisstjórn- arinnar sé lokið.    Og til að hótunin verði ekkiorðin tóm líkt og kosninga- loforð Vinstri grænna er haldið áfram að hækka skatta á meðan einhver skattstofn er eftir í land- inu.    Skattstofninn rýrnar að vísumeð hverri nýrri skattahækk- un en það veldur engum áhyggj- um í stjórnarliðinu og lausnin er sú sama og fyrr: Nýir skattar og meiri skattahækkanir. Steingrímur J. Sigfússon Sum loforð eru ekki svikin STAKSTEINAR Veður víða um heim 20.8., kl. 18.00 Reykjavík 17 skýjað Bolungarvík 13 heiðskírt Akureyri 20 skýjað Kirkjubæjarkl. 12 alskýjað Vestmannaeyjar 12 skýjað Nuuk 11 heiðskírt Þórshöfn 12 léttskýjað Ósló 16 alskýjað Kaupmannahöfn 27 léttskýjað Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 16 heiðskírt Lúxemborg 27 léttskýjað Brussel 25 léttskýjað Dublin 22 léttskýjað Glasgow 21 léttskýjað London 25 léttskýjað París 28 heiðskírt Amsterdam 22 léttskýjað Hamborg 25 skýjað Berlín 27 skýjað Vín 35 heiðskírt Moskva 16 skýjað Algarve 31 heiðskírt Madríd 37 heiðskírt Barcelona 30 léttskýjað Mallorca 32 heiðskírt Róm 32 heiðskírt Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 21 léttskýjað Montreal 22 léttskýjað New York 24 léttskýjað Chicago 19 skúrir Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:40 21:23 ÍSAFJÖRÐUR 5:33 21:39 SIGLUFJÖRÐUR 5:16 21:22 DJÚPIVOGUR 5:06 20:55 Mikael Torfason, nýráðinn rit- stjóri Fréttatím- ans, kveðst ekki ætla að breyta ritstjórnarstefnu blaðsins. „Fréttatíminn er blað sem er kurteis gestur á heimilum fólks á höfuðborgar- svæðinu og víðar, með 107.000 les- endur. Þar hefur mótast mjög fín ritstjórnarstefna sem hentar mér mjög vel,“ segir Mikael. Hann seg- ir sig þó vera rithöfund að upp- lagi. „Þannig séð hef ég aldrei gert neinn rosalega mikinn greinarmun á því að vera rithöfundur eða blaðamaður. Það er ekki til neinn jafngóður texti og sönn saga og Fréttatíminn hefur verið svona duglegur við það að búa til vönd- uð viðtöl,“ segir ritstjórinn. davidmar@mbl.is Nýr ritstjóri breytir ekki stefnunni Mikael Torfason Svarið við spurningu dagsins Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is VEISLUBAKKI Tilvalinn fyrir fundi og samkomur Verð 7.500 kr með brauði Franskur ferðamaður óskaði á sunnudag eftir aðstoð lögreglu vegna umferðaróhapps á Suður- strandarvegi við Selatanga. Þegar að var komið reyndist hann hafa fest bíl sinn rækilega í sandi utan vegar. Haft var samband við björgunarsveitina Þorbjörn, sem fór á vettvang og kom mann- inum til aðstoðar. Fastur í sandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.