Morgunblaðið - 21.08.2012, Síða 23

Morgunblaðið - 21.08.2012, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2012 ✝ SigursteinnGuðbrandsson fæddist í Borg- arnesi 4. júní 1929. Hann lést á Land- spítala Landakoti 12. ágúst sl. Foreldrar hans voru hjónin Guð- brandur Tómasson, f. 23. júlí 1893, d. 8. maí 1980, frá Hrappsstöðum í Laxárdalshreppi, Dalasýslu, og Sigþrúður Sigurðardóttir, f. 12. maí 1896, d. 9. desember 1953, frá Álftá í Hraungerðishreppi á Mýrum, en þau bjuggu lengst af í Borgarnesi. Systkini Sigursteins voru Ragnar, f. 1921, d. 1965, Sig- urður, f. 1923, d. 2008, Sigríður, f. 1926, d. 1998, Gísli, f. 1928 og Birgir, f. 1931. Sigursteinn kvæntist Mörtu Sigurbjarna- dóttur, f. 1958. Þeirra börn eru Jóhanna, f. 1977, Hjörtur Freyr, f. 1984 og Andrea Ósk, f. 1992. Þau skildu. Seinni kona Garðars er Elín Margrét Hárlaugsdóttir, f. 1961. Hennar börn eru Áslaug Rut, f. 1979, Guðmundur Rúnar, f. 1987, Ingunn Rut, f. 1995, og Rakel Rut, f. 1997. Barna- barnabörnin eru 14 talsins. Sigursteinn ólst upp í Borg- arnesi. Hann dvaldi á sumrin frá 8 ára aldri og fram á ung- lingsár á Vogalæk á Mýrum. Eftir það starfaði hann hjá skipafélaginu Skallagrími hf., bæði til sjós og lands, en lengst- an hluta starfsævi sinnar starf- aði Sigursteinn hjá Stræt- isvögnum Reykjavíkur og Húsgagnaverkstæði Árna Jóns- sonar. Aðaláhugamál hans var hestamennskan sem átti hug hans allan og tók hann virkan þátt í félagsstörfum þeim tengd- um. Útför Sigursteins fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 21. ágúst 2012, kl. 13. kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Kristínu Þórðardóttur frá Uppsölum í Vest- mannaeyjum, f. 17. september 1927. Foreldrar hennar voru Þórður Krist- inn Einarsson og Svanhvít Lofts- dóttir. Börn Sig- ursteins og Krist- ínar eru: 1) Erna Sigríður, f. 1. desember 1947, gift Kristjáni Pálssyni, f. 1944, d. 2011. Þeirra börn eru Kristín, f. 1967, Fríða, f. 1973, Sigursteinn, f. 1977, d. sama ár, og Sigursteinn, f. 1978. 2) Haraldur, f. 3. júní 1950, kvæntur Erlu Ívarsdóttur, f. 1951. Þeirra börn eru Heiðrún, f. 1975, og Hjörvar Ingi, f. 1980. 3) Garðar, f. 3. apríl 1957. Hann Pabbi minn var einstakur maður, vandaður og traustur. Allt sem pabbi sagði var rétt og satt í mínum eyrum. Hann flíkaði ekki tilfinningum sínum og kvartaði aldrei þótt oft hafi hann verið veikur. Gegnum öll hans veikindi og tvær hjartaaðgerðir gafst hann aldrei upp eða leyfði sér að hugsa að nú gæti hann ekki meir. Pabbi var orðlagður fyrir að vera vandaður og góður hesta- maður og stundaði hestamennsk- una af ástríðu. Hann gat oft verið glaður á góðum stundum eins og í hestaferðunum. Hann átti gott líf og af dugnaði og eljusemi byggðu þau mamma sér yndis- legt og fallegt heimili í Hjálm- holti 9 þar sem við systkinin ól- umst upp. Hann var einnig þekktur fyrir vandaðar viðgerðir á listmunum og var einstaklega handlaginn. Milli okkar pabba var sérstakt samband, við vorum náin og ég leit alla tíð mjög upp til hans. Mun ég sakna hans sárt. Síðustu mánuðir hafa verið honum erfiðir en það yljar mér í minningunni að rifja upp brosið í augunum á honum þegar ég kom að heim- sækja hann daglega á spítalann. Nú veit ég að þú ert laus við þjáningarnar og líður vel. Hvíl í friði, elsku pabbi Þín dóttir, Erna. Sérhvert vinarorð vermir Sem vorsólarljós. Sérhver greiði og góðvild, er gæfunnar rós. Hvert sem leið þín liggur, um lönd eða höf. Gefðu sérhverjum sumar, og sólskin að gjöf. (Þorsteinn Þ. Þorsteinsson.) Sumarið kveður senn og nú kveður Steini okkur líka. Saddur lífdaga fór hann á fund feðra sinna. Fyrir tæplega tíu árum var ég svo lánsöm að kynnast þessum góða manni. Flestar samverustundir áttum við í Víði- dalnum í kringum hestana, sem voru honum afar kærir. Steini var ævinlega þolinmóður og hlýr í minn garð og hrósaði mér óspart, þó að ekki væru nú afrek- in alltaf stórkostleg í kringum hestana. Hann lánaði mér gráu merina hana Sunnu og þótti mér vænt um það. Steini kom alltaf upp í hesthús meðan heilsan leyfði, þó að hann gæti ekki farið á bak síðustu misserin. Hann var iðinn við að hlúa að hrossunum, kembdi þeim og sinnti í hvívetna. Og hann naut þess að fylgjast með sonum sínum, Garðari og Halla og öðr- um fjölskyldumeðlimum í hesta- mennskunni. Steini bjó yfir mik- illi góðvild og tillitssemi við samferðafólk sitt, og þeim góðu eiginleikum kom hann áleiðis til barna sinna, sem öll bera honum gott vitni. Virðing og sátt er dýr- mætt veganesti út í lífið. Tengda- pabba kveð ég með þakklæti fyr- ir allt og allt. Eftirsjá og söknuður Stínu og okkar allra er mikill. Blessuð sé minning þessa mæta manns. Minning þín er ljós í lífi okkar. Elín M. Hárlaugsdóttir. Sigursteinn, eða Steini eins og tengdapabbi var alltaf kallaður, er farinn. Hann hafði lengi verið með alvarlegan hjartasjúkdóm og farið í hjartaaðgerð til Lund- úna fyrir mörgum árum. Þetta hafði ágerst með árunum og voru margir fylgikvillar farnir að hrjá hann síðustu árin. Síðasta hálfa árið var honum mjög erfitt og hafði hann lítið sem ekkert þol sem fór illa með þennan mikla dugnaðarfork. Ég kynntist Steina þegar ég fór að vera með syni hans og verðandi eiginmanni mínum Haraldi en það var um vorið 1971. Steini var yndislegur mað- ur og þægilegur viðkynningar og tók vel á móti manni í fjölskyld- una. Hann var myndarmaður á að sjá. Þau Kristín bjuggu þá í Hjálmholtinu ásamt börnunum sínum, Ernu, Halla og Garðari. Þá stóð fyrir dyrum að halda fermingarveislu yngri sonarins og gerðu þau það af miklum höfðingsskap eins og þeirra var von og vísa. Steini hafði kynnst Kristínu sinni ungur og höfðu þau verið gift í nær 65 ár þegar hann lést. Steini var einstaklega dugleg- ur maður sem féll sjaldan verk úr hendi. Hann var alltaf að dytta að heimilinu hvenær sem tækifæri gafst. Hann hafði gam- an af hestum og átti nokkra um árin og er þar fremstur hann Gráni gamli. Áhugamál þetta átti hann sameiginlegt með sonun- um. Hann átti hesthús uppi í Víðidal og var hann dyggur Fáksfélagi allt til æviloka. Fátt fannst honum skemmtilegra en að ræða um hesta og allt sem viðkom þeim og þá lifnaði hann allur við og kom glampi í augun. Annað sem hann gat endalaust rætt um voru blessuð barnabörn- in sem veittu honum ómælda ánægju. Í gegnum árin hefur verið gott að leita til Steina varðandi aðstoð og stóð aldrei á honum að reyna að hjálpa í hvívetna, hvort sem það viðkom viðhaldi á húsinu eða önnur álíka verkefni, en hann var mjög greiðvikinn maður. Honum þótti afar leitt þegar hann hafði ekki lengur krafta til að hjálpa í seinni tíð, en alltaf naut hann þess þó að koma og fá sér kaffi í Holtaselinu og var hann ávallt aufúsugestur. Steini hafði gaman af að vera innan um fólk. Árið 1977 fórum við Halli með þeim hjónum til Spánar en það var í fyrsta sinn sem þau fóru saman utan. Í mörg ár eftir það fóru þau hjónin í Spánarferðir og voru þá í sam- fylgd annarra Íslendinga sem þau kynntust í gegnum ferðirn- ar. Þetta gerðu þau þar til að Steini hafði ekki lengur heilsu til að ferðast. Þegar þau hjónin voru komin á efri ár keyptu þau íbúð í heldri- mannablokk á Dalbrautinni. Sú íbúð var smekklega innréttuð af þeirra hálfu, enda voru þau sér- lega vandvirk með allt slíkt. Í mörg ár voru þau í ábyrgðar- störfum fyrir blokkina og kom sér vel hversu dugleg og áreið- anleg þau hjónin voru. Það var yndislegt að sjá hversu náinn vinskapur var á milli þeirra feðga, Halla og pabba hans, og hvað þeir höfðu gaman af að rabba saman um hestamál, þó að þeir væru ekki alltaf sammála um gæði grip- anna. Það er sjónarsviptir að tengdaföður mínum og mun ég sakna hans mikið. Ég mun minn- ast hans alla tíð sem góðs manns sem yndislegt var að þekkja. Bið ég Guð að styðja við fjölskyldu hans um ókomin ár. Erla. Fyrir stuttu var afi að segja mér frá því þegar hann sá ömmu fyrst. Það var á þeim árum þegar Laxfoss sigldi til Vestmanna- eyja. Hann var 17 ára messagutti og í gönguferð um eyjuna mætti hann fallegustu stúlku sem hann hafði augum litið. Afi var mikið glæsimenni þannig að ég er ekki hissa að hún hafi litið við honum. Sextíu og sex árum, þremur börnum, átta barnabörnum og fjórtán barnabarnabörnum seinna var hann sömu skoðunar, amma var enn fallegasta stúlkan sem hann hafði séð. Amma er sannfærð um að nú sé afi að und- irbúa komu hennar hinum megin og muni taka á móti henni þegar hennar tími verði kominn. Ég vil trúa því líka. Hvíl í friði, elsku afi. Fríða. Þegar ég hugsa um afa minn þá finn ég lykt af hestum, lími og allskyns efnum, svolítið skrýtin blanda en vekur með mér hlýju og öryggi, þetta var lyktin sem umlukti hann afa minn og svona man ég hann. Alltaf ljúfur og brosandi og fyrsta spurningin síðari árin þegar við hittumst var hvort ég væri búin að vera dug- leg að ríða út. Hann var af þeirri kynslóð sem við þekkjum varla lengur. Saga hans er lík svo margra ann- arra af hans kynslóð og er arfleið okkar í dag. Saga sem einkennist af baráttuþreki og mikilli vinnu. Hann byrjaði með tvær hendur tómar og vann sig upp með dugnaði og eljusemi. Hann gat allt og gerði allt sjálfur, byggði hús, keyrði strætó, tamdi hest- ana, ræktaði kartöflur, saltaði kjöt í tunnu undir tröppunum í Hjálmholtinu, sagði mér sögur, kenndi mér að hjóla og kenndi mér að sitja hest og svo ótal margt fleira. Afi minn var engum líkur, hann var sannkallaður töfra- meistari sem gat lagað allt sem miður fór. Hann starfaði við það árum saman að gera við lista- verk, svo vel að aldrei var hægt að sjá hvað hafði brotnað. Bæði listamenn og fagurkerar sóttu til hans því hann var fagmaður fram í fingurgóma. Þegar ég var lítil og eitthvað brotnaði þá var viðkvæðið alltaf. „Þetta er ekk- ert mál, afi lagar þetta.“ Það lék allt í höndunum á afa sama hvað var. Afi var hestamaður af lífi og sál og í hesthúsinu naut hann sín best og smitaði út frá sér ást sinni og elsku á hestunum og hestamennskunni. Hann var glæsilegur hestamaður og í minningunni sé ég hann beinan í baki og reistan á fallega Grána gamla, með derhúfuna og blik í augum. Hann hafði unun af því að tala um hesta og oft gátum við gleymt okkur alveg í spjalli um þennan og hinn gæðinginn. Eitt af því síðasta sem hann sagði við mig var: „Hestamenn lifa yfir- leitt lengur og eiga skemmti- legra líf.“ Hann var einhvern veginn aldrei gamall og veikur þegar hann talaði um hesta- mennskuna. Þá lifnaði hann allur við og augun tindruðu því það var alltaf eitthvað nýtt og spenn- andi að gerast hjá honum eða einhverjum í fjölskyldunni. Afi hafði líka gaman af því að lesa ljóð og voru ljóð eftir Davíð Stefánsson í uppáhaldi. Kveð ég þig afi minn með þakklæti í huga fyrir allar góðu minningarnar með þessu ljóði. Oft er eins og vitund vor vakni af þungum dvala. Djúpt frá eigin barmi berst bergmál himinsala. Þá er eins og allir heyri eilífðina tala. Svo er röddin blíð og björt, að blómaálfarnir fagna. Við, sem erum mennskir menn, minnumst helgra sagna. Aldrei skyldu hörpustrengir heiðríkjunnar þagna. (Davíð Stefánsson.) Kristín. Elsku hjartans afi okkar Þegar við rifjum upp æsku okkar með þér koma bara upp góðar minningar og eru þær okkur ómetanlegar. Við munum alltaf tengja þig við hesta- mennskuna og minnumst við margs sem við gerðum saman í hesthúsinu. Þar leyfðir þú okkur alltaf að fara á hestbak á Rauð gamla þegar við vildum eða að leika okkur í hlöðunni. Þú varst líka mjög handlag- inn, hvort sem er við styttuvið- gerðir eða smíðar. Börnin okkar hafa notið þess að hafa haft stóra barbí-húsið sem afi smíðaði, þriggja hæða hús, teppalagt með gluggum og svölum. Það eru margar góðar stundir sem hafa liðið við leik í þessu húsi. Það var alltaf mjög auðvelt að vera í kringum þig og lést þú okkur líða vel. Það er yndislegt að rifja upp minningarnar sem við eigum með þér, hvort sem þær tengjast hesthúsinu, heima hjá ykkur ömmu á hátíðarstund- um með heitt súkkulaði og kökur í Hjálmholtinu og svo á Dal- brautinni. Einnig þótti okkur gaman að fá þig í heimsókn í Holtaselið. Þú naust þess að sitja í eldhúskróknum með kaffisop- ann þinn. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa átt þig sem afa og mun- um aldrei gleyma þér. Heiðrún og Hjörvar Ingi. Sigursteinn Guðbrandsson Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs föður, tengdaföður, afa og langafa, HALLVARÐAR SIGURÐAR GUÐLAUGSSONAR húsasmíðameistara frá Búðum í Hlöðuvík. Guðmundur J. Hallvarðsson, Anna Margrét Jónsdóttir, Lilja Dögg Guðmundsdóttir, Elvar Már Ólafsson , Hallvarður Jón Guðmundsson, Elfa Rún Guðmundsdóttir, Þórólfur Snær Elvarsson. Vinkona mín hún Lóa hefur kvatt þennan heim. Það er margt sem sækir á hugann á þessum tímamótum við brottför vinar. Ég var ung kona þegar ég kynntist henni, fór að vinna með henni í Esso- skálanum á Þórshöfn, hún var yndisleg manneskja og tók mér vel, þannig hófs okkar vinskap- ur, sem hélst ætíð síðan. Eftir að þau, hún og maðurinn hennar, (Þórður Guðmundur Þórðarson frá Sauðanesi) Doddi, flutti í næsta nágrenni við okkur hjón- in, varð mikill samgangur á milli heimilanna. Þau hjónin voru dásamlegar manneskjur, enda vinsæl og vinamörg. Lóa var bráðdugleg og hand- verkið hennar var með eindæm- um, hún saumaði nánast allt sem bæði henni og fleirum kom til hugar, og vandvirkninni var við- brugðið. Heilu kápurnar, kjól- arnir og dragtirnar komu eins og á færibandi, líka allt annað, sem til heyrði saumum og prjóni. Já, handverkið er hennar bautasteinn. Ég vil minnast þeirra Lóu og Dodda sem skemmtilegra og yndislegra nágranna sem alltaf voru reiðubúin að hjálpa ef eitt- hvað bjátaði á, alltaf sam góða skapið, ávallt reiðubúin að létta Ólöf Jóhannsdóttir ✝ Ólöf Jóhanns-dóttir eða Lóa eins og hún var alltaf kölluð, fædd- ist í Hvammi í Þist- ilfirði, 2. nóvember 1927 og ólst þar upp. Hún lést á blóðlækningadeild Landspítalans, 8. ágúst sl. Útför Ólafar fór fram frá Þórshafn- arkirkju 18. ágúst 2012. undir, væri þess einhver kostur, og ég veit að margir minnast þeirra hjóna á sama hátt. Við hjónin flutt- um frá Þórshöfn fyrir 12 árum og auðvitað söknuðum við nágranna okkar Lóu og Dodda, við vorum í símasam- bandi nánast dag- lega, en eins og gengur strjál- aðist það nokkuð, en heimsóknir voru alltaf liður í okkar sam- bandi, þegar færi gafst. 2003 kvaddi Doddi þennan heim, og Lóa bjó áfram í Pálm- holti 12, þar sem þau bjuggu, eftir að þau yfirgáfu Sólvelli (Fjarðarvegur 7) en þar bjuggu þau í mörg ár. Þar eru börnin þeirra alin upp. Hún veitti for- stöðu stóru heimili, börnin urðu sex og að auki bjó hjá þeim bróðir Dodda, Emil, heimilið var gestkvæmt og húsnæðið ekki mikið, en allt lék í höndunum á Lóu, og alltaf tími til að gera sér eitthvað til skemmtunar, tíminn virtist endalaus. Fyrir nokkrum árum sveik sjónin hana og var hún sem næst blind síðustu árin. Hún bjó alltaf ein, fyrst í Pálmholti 12 en síðan í Miðholti 10. Elsku vinkona, minningin um þig lifir með mér, minning sem er full af birtu, gleði og söknuði. Kæru systkin, Úlfar, Jóhann Ólafur, Þóra Ragnheiður, Þórð- ur, Oddgeir og Helena, mína dýpstu samúð til ykkar allra og ykkar fjölskyldna. Hjartað á sinn helgilund, hugurinn blá og opin sund. Fræin festa rætur. Allir lifa óskastund, sem elska bjartar nætur. (D.S.) Jóna Matthildur. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsend- ingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja við- eigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minning- argreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.