Morgunblaðið - 21.08.2012, Síða 28

Morgunblaðið - 21.08.2012, Síða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það gerir manni gott að eiga trún- aðarvin til þess að deila með sínum hjartans málum. Klappaðu sjálfum þér á bakið, eða leyfðu öðrum að gera það. 20. apríl - 20. maí  Naut Nautið þarf rými þar sem það getur verið öruggt og skapandi. Þú þarft aldeilis að taka þér tak ef þú vilt ekki missa allt út úr höndunum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ef þú fellur ekki í þá freistni að láta sjálfselskuna ná tökum á þér ættu áætl- anir þínar að ganga fullkomlega upp. Gerðu ekki munnlega samninga og hafðu allt á hreinu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Í dag ættir þú að líta yfir allt sem þú hefur afrekað. Taktu því bara rólega og safn- aðu þreki svo annað verði upp á teningnum þegar næsta vinnuvika hefst. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gerðu þér grein fyrir hvað hjarta þitt þráir og gríptu það með báðum höndum. Svo þegar þér gengur vel skaltu verðlauna sjálfan þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Ekki nóg með það heldur segir þú rétta hluti við rétta fólkið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að taka upp nýtt og betra vinnulag og forðast að vera með allt á síð- ustu stundu. Hvað sem þú gerir tekur þú ör- lögin í þínar hendur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hvert augnablik dagsins þarf ekki að vera skipulagt. Láttu það ekki hafa áhrif á þig þótt öfundarmenn þínir séu með útúrsnúninga. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt erfiðleikar skjóti upp koll- inum hér og þar eru þeir bara til að sigrast á og þú hefur gaman af þeirri glímu. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú kaupir nokkuð. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er mikill tilfinningahiti í sam- skiptum þínum við aðra í dag. Ef þú lendir í því að hafa ekkert að segja bregður þér sjálfum alveg jafnmikið og öðrum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Stundum er nauðsynlegt að verja fé til að styrkja stöðu sína í vinnunni og í samfélaginu. Treystu á sjálfan þig ef þú vilt koma einhverju í verk. 19. feb. - 20. mars Fiskar Tækifærin eru á hverju strái og það er bara að vera nógu snöggur að grípa gæs- ina þegar hún gefst. Og þá er bara að láta til skarar skríða. Þegar ég setti bækur Guttorms J.Guttormssonar á sinn stað greip ég næstu bók, „Bréf og rit- gerðir Stephans G. Stephanssonar“, og opnaðist þar sem þetta bréf til Sigurðar Jónssonar frá Víðimýri, dags. 10. apríl 1898, blasti við mér: „Vinur, – ég sendi þér „Vorbat- ann“ í ljóðum – svona. Svipnum breytir, lagi, lit: Loftið, sveit og vegur; á sig veit sín valda slit Vetur þreytulegur. Blána lít ég himin hjá hnúka strýtum bröttum –. Hjallar ýta allir frá enni hvítum höttum, Vona, að rifin verði af sér veðurdrifin mjöllin; vita að svifið vorið er vestan yfir fjöllin. Vor, sem frjóvi lífgar lund, litkar mó og víðir, vetrarsnjó af gili og grund geisla lófum þíðir. Hnappa skæra í hárið fá Hlíðir, ærið snoðnar; jafnvel hærum Hóla á hvíti blærinn roðnar. Klaka æki áin ber, ísaflækju rastar; vakrir lækir leika sér – lífið hækjum kastar. Einskis rétt ég man til meins meðan þetta er kveðið -. Vorsins frétt þig yngi eins upp og létti geðið! Svo tek ég þunglamalega ofan fyrir Breiðfjörð okkar og Þorsteini mínum, sem kváðu kveða hring- hendast, en set upp fyrir Eldon og Ásgeiri.“ Við þetta er svo sem engu að bæta nema þessari vísu Stephans: Svefn og leti leita á mig, lengra get ei skrifað klúra letrið klessir sig krumlu get ei bifað. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Listavel kveðið sendibréf G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð il e g i Fe rd in a n d G æ sa m a m m a o g G rí m u r VINNUTÍMINN BÚINN! HVAÐ SEGIRÐU, FÉLAGI? ÞÚ ERT SKRÝTINN. SKO, ÞESSI „MJALLHVÍT“ ÁTTI ERFITT MEÐ SVEFN, SKILURÐU? ÞANNIG AÐ, HÚN FÓR TIL NORNAR SEM GAF HENNI EPLI SEM HÚN BORÐAÐI OG SOFNAÐI. OG FYRST SVAF HÚN ROSA VEL - ÞÚ VEIST, FYRSTI GÓÐI SVEFNINN Í MARGAR VIKUR - EN ÞÁ KOM HEIMSKUR PRINS OG KYSSTI HANA SVO HÚN VAKNAÐI! ÉG DÁIST AÐ HÆFILEIKA ÞÍNUM TIL AÐ SKYNJA RAUN- VERULEGT INNTAK ÆVINTÝRA. EINS OG ÉG SÉ ÞAÐ, ÞÁ ER EKKI TIL Í DÆMINU AÐ HÖRFA ... ... EN REYNDAR VIRÐIST ÁHLAUP EKKI VERA MÖGULEIKI HELDUR. VÆNA MÍN, HEFURÐU SÉÐ LÁRVIÐARSVEIG- INN MINN? JÁ, HEFURÐU ALDREI HEYRT TALAÐ UM FLÖSUSJAMPÓ? Víkverja brá í brún þegar hann lasþýdda frétt á íslenskum vefmiðli þess efnis að mánudagar væru ekki verstu dagar vikunnar eins og marg- ir halda. Þar með talinn Víkverji. x x x Í fréttinni kom fram að bak viðþessa álitsherferð mánudaga væru bandarískir vísindamenn sem lögðu könnun fyrir 340 þúsund manns í leit sinni að sannleikanum um hina illræmdu „slæmu mánu- daga“. Kom þá í ljós að yfirleitt voru þátttakendur ekki í verra skapi á mánudögum en aðra daga. Í raun var aðeins einn vikudagur sem skar sig úr, og það voru föstudagar. Þá voru þátttakendur ofsakátir, enda helgarfrí í nánd. x x x Víkverja hefur lengi grunað aðfréttir af niðurstöðum slíkra rannsókna séu svo einfaldaðar út- gáfur að í raun sé aðeins um skrum- skælingu á sannleikanum að ræða. En þrennt stendur upp úr þessari frétt. Í fyrsta lagi að 340.000 þátt- takendur í bandarískri könnun hafa annaðhvort rangt fyrir sér, lugu til um skap sitt eða svöruðu könnuninni á föstudegi. Í öðru lagi að sam- kvæmt fréttinni var tilhlökkunin fyr- ir helgarfríinu meiri gleðigjafi en helgarfríið sjálft. x x x Í þriðja og síðasta lagi verður aðsegjast eins og er að þegar Vík- verji skrifar þessi orð, á mánudegi, er honum algjörlega hulið af hverju vísindamenn sjá ástæðu til að fram- kvæma slíka könnun, og enn fremur að til sé einhver sem fæst til að fjár- magna hana. x x x Hver á hér hagsmuna að gæta?Hver fær 340.000 sjálfboðaliða til að ljúga svona upp í opið geðið á okkur hinum? Þetta er Víkverja mikil ráðgáta og ekki á hans auma mannlega valdi að skilja. Eftir stendur hins vegar að hér eftir mun Víkverji nálgast mánudaga af enn meiri varúð og tortryggni en áður. Og var þó vart á það bætandi. Gleðilegan þriðjudag. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Úr fjarlægð birtist Drott- inn mér: „Með ævarandi elsku hef ég elskað þig. Fyrir því hefi ég látið náð mína haldast við þig.“ (Jer. 31, 3.) - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG! VINNAN VERÐUR SVO MIK LU SKEMM TILEGRI ! Dynjandi hefur úrval af heyrnahlífum frá 3M. Komdu og skoðaðu úrvalið. Dynjandi örugglega fyrir þig! Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.