Morgunblaðið - 21.08.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.08.2012, Blaðsíða 31
lensku verk að í mörgum þeirra höf- um við ýtt á fólk að búa til verk fyrir hátíðir,“ segir Ragnheiður að lokum, spurð að því hvort hátíðin fari vax- andi með ári hverju. Dagskrá hátíðarinnar og frekari fróðleik um sýnendur, verk og sýn- ingarstaði má finna á vefsíðu hennar, lokal.is. Hátíðin verður með miðstöð á Kex Hosteli þar sem nálgast má upplýsingar og miða kl. 12-19 á meðan á hátíðinni stendur. MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2012 Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavík- ur, og Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, und- irrituðu gjafaafsal í fyrradag, 18. ágúst, á afmælisdegi Reykjavíkur- borgar, sem felur í sér að Reykja- víkurborg gefur Rithöfunda- sambandi Íslands Gunnarshús, að Dyngjuvegi 8 í Reykjavík, í tilefni af því að Reykjavík er ein af bók- menntaborgum UNESCO. Þá gaf Gunnar Björn Gunnarsson, fulltrúi fjölskyldunnar og stjórnarformaður Gunnarsstofnunar, Rithöfunda- sambandinu ljósmyndir úr einka- safni af heimili Gunnars Gunn- arssonar og Franziscu Antoniu Josephine Jörgensen eiginkonu hans. Við undirritunina las Pétur Gunnarsson rithöfundur ljóð Hann- esar Péturssonar ,,Í húsi við Dyngjuveg“ og Sigurður Pálsson rithöfundur sagði söguna um fræið bak við tréð eða tilurð þess að borg- in keypti húsið á sínum tíma, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Gunnarshús teiknaði Hannes Kr. Davíðsson arkitekt og var það byggt á árunum 1950–52 sem heimili Gunnars og Franziscu. Reykjavík- urborg keypti húsið árið 1991 og hafði þá verið hvatt til þess af Rit- höfundasambandi Íslands og Banda- lagi íslenskra listamanna. Húsið er friðað og er nú miðstöð yfir 400 með- lima Rithöfundasambandsins og er Gunnars og verka hans minnst í því með fjölda viðburða. 6. október n.k. býður Rithöfundasambandið til op- ins húss í Gunnarshúsi. Morgunblaðið/Eggert Gjöf Jón Gnarr og Kristín Steinsdóttir við undirritun í fyrradag. Lykillinn að Gunnarshúsi Sigyn Jónsdóttir sigyn@mbl.is „Þetta er hugmynd sem ég hef lengi verið með í kollinum en fann svo loks farveg,“ segir Álfrún Helga Örnólfsdóttir leikkona um einleiks- verkið Kameljón sem verður frumsýnt á leiklistarhátíðinni LÓKAL á morgun, 22. ágúst, í Þjóðleikhúsinu. „Mig langaði til þess að búa til verk um persónu sem dettur inn í fólk og aðstæður, einskonar kameljón. Þetta er eiginleiki sem ég kann- ast við hjá sjálfri mér þótt verkið byggist ekki beint á minni eigin reynslu,“ segir Álfrún sem skrifaði verkið ásamt systur sinni, Mar- gréti Örnólfsdóttur, og Friðgeiri Einarssyni sem leikstýrir einnig verkinu. Hugmyndarík systir „Áður hef ég búið til tvær sýningar á svipaðan hátt með félögum mínum í leikhópnum Ég og vinir mínir en núna langaði mig að hafa rit- höfund um borð við sköpun verksins. Ég ákvað að fá Margréti systur mína til liðs við mig því hún er svo hugmyndarík og þar að auki fanta- góður penni. Hún þekkir leikhúsið vel þó svo hún hafi meira fengist við bókaskrif og kvikmyndagerð en leikritun fram að þessu,“ segir Álfrún og viðurkennir að vissulega hafi verið áhætta að hefja svo náið sam- starf með systur sinni. „Við þekkjumst auðvitað ansi vel en þetta er í fyrsta skiptið sem við vinnum saman. Það getur gengið á ýmsu í svona sköpunarferli en sem betur fer gekk það alveg ótrúlega vel og hefur jafnvel gert okkur enn nánari,“ segir hún. „Það er mjög eðlilegt og óhindrað flæði á milli okkar, mér leið stundum eins og ég væri með aukaheila sem gat orðað það sem ég var að pæla. Svo má auðvitað ekki gleyma þriðja heilanum, honum Friðgeiri, hann kom með gott mót- vægi við systravélina.“ Meðvirkni og áhrifagirni Nafn leikverksins vísar til persónu þess sem hagar sér um margt eins og kameljón að sögn Álfrúnar. „Það geta flestir tengt við eig- inleika kameljónsins og það er hægt að kalla þetta meðvirkni, áhrifa- girni og jafnvel hrifnæmi,“ segir hún og bendir á að umræddir eig- inleikar geti bæði reynst kostir og gallar. „Þetta geta verið frábærir eiginleikar en um leið haft þær afleiðingar að fólk týnir sjálfu sér,“ bætir Álfrún við. „Sú tilfinning er einmitt það sem kameljónið er að ganga í gegnum, leitina að sinni eigin persónu. Hún glímir við að svara spurningum á borð við: „Hver er hin eina sanna ég?“ og „Hvernig á ég að finna hana?“. Kameljónið hefur greinilega lesið nokkrar sjálfshjálp- arbækur og reynt mikið að finna þetta eina sanna sjálf,“ segir Álfrún sem fer sjálf með hlutverk hins síbreytilega kameljóns í verkinu. Áhorfendur eru mikilvægir en hættulegir kameljóninu Hún segir einleiksformið vera krefjandi en í raun það eina sem hafi komið til greina. „Það tók smá-tíma að finna leið til að láta þetta ganga upp, þar sem vandamál persónunnar er að hún litast af öðru fólki en ég er bara ein á sviðinu,“ bendir Álfrún á en bætir við að þessi hindrun hafi í raun hjálpað þeim að gera verkið jafnvel meira spennandi. „Við erum alla vega orðin mjög ánægð með niðurstöðuna og hlökkum til að fá fullan sal af áhorfendum sem eru kameljóninu mjög mikilvægir en einnig hættulegir.“ Einskonar kameljón  Álfrún Helga Örnólfsdóttir flytur einleikinn Kameljón á leiklistarhátíðinni LÓKAL sem hefst á morgun  Systir hennar Margrét kom að skrifum verksins Ljósmynd/Hulda Sif Ásmundsdóttir Kameljón „Mig langaði til þess að búa til verk um persónu sem dettur inn í fólk og aðstæður, einskonar kameljón,“ segir Álfrún Örnólfsdóttir. ÞAÐ KOSTAR LÍKA AÐ ÞVO SJÁLFUR! LÁTTU OKKUR SJÁ UM ÞÍNAR SKYRTUR. 350 KR. SKYRTAN hreinsuð og pressuð -ef komið er með fleiri en 3 í einu Fullt verð 580 kr. Hverafold 1-3, 112 Reykjavík Grettisgötu 3, 101 Reykjavík Smáralind, 201 Kópavogur - NÚ Á ÞREMUR STÖÐUM Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is Efnalaug - Þvottahús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.