Morgunblaðið - 22.08.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.2012, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 2. Á G Ú S T 2 0 1 2  Stofnað 1913  195. tölublað  100. árgangur  DRAUMURINN VARÐ AÐ VERULEIKA ÁRATUGUM SÍÐAR SIMON TOLDHAM DJASSAR DANIR STYRKJA ÍSLENSKA STUTTMYND JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR 33 ÞROSKASÖGUR 30INDVERSKUR MÁLARI 10  Bændur á þremur jörðum í Með- allandi í Skaftárhreppi stunda nú í sameiningu ræktun á hveiti, byggi, nepju og repju og ætla sér að stór- auka framleiðsluna á næstu árum. Þeir eru nú að reisa 300 fermetra þurrkunarstöð og geymslu fyrir 450 tonn af korni. Ræktað er á um 60 hekturum en þær ætla að brjóta 60 ha til ræktunar í ár og tvöfalda ræktunina á næsta ári. »6 Engir meðalbændur í Meðallandi Gróður Bændur gæta að uppskerunni.  Strandveiðar sumarsins skiluðu hátt í 2,7 milljörðum króna í afla- verðmæti. Aflahæstu bátarnir fengu vel yfir 30 tonn og má áætla verð- mæti þess afla um 10 milljónir. 759 bátar fengu leyfi til strandveiða og hafa þeir aldrei verið eins margir. Lundey ÞH var aflahæst á vertíð- inni með 35,4 tonn í 40 róðrum. Flestir bátar reru á vesturvæðinu frá Arnarstapa til Súðavíkur og gátu þeir aðeins farið í rúmlega 20 róðra á fjögurra mánaða tímabili þar sem afli er takmark- aður við ákveðið hámark í hverjum mánuði. Fram- kvæmdastjóri Landssambands smá- bátaeigenda segir að vertíðin hafi gengið vel og strandveiðarnar hafi fest sig í sessi. Hann vill að hætt verði að miða við ákveðið aflahá- mark. Dæmi eru um að fjórir ætt- liðir hafi verið á strandveiðunum í ár. Í samtali við Unnstein Þráinsson kemur fram að Unnsteinn, sonur hans, faðir og afi og amma sóttu í strandveiðikerfinu í sumar á bátum frá Höfn og Djúpavogi. Sjálfur er hann nú af fullum krafti á makrílveiðum. »14 Aflaverðmætið úr strandveiðum sumarsins var hátt í 2,7 milljarðar króna Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Það sem af er ári hafa sex níger- ískar konur sótt um hæli hér á landi en þær eru ýmist barnshaf- andi eða komu með börn sín með sér. Að sögn Þorsteins Gunnars- sonar, staðgengils forstjóra Út- lendingastofnunar, eru mál þeirra í vinnslu hjá Útlendingastofnun. Stofnunin hefur til skoðunar mál einnar nígerískrar konu til viðbótar. Konurnar voru ýmist stöðvaðar í Leifsstöð eða gáfu sig fram þegar þær voru komnar inn í landið. Sumar þeirra voru með fölsuð skil- ríki. „Þær hafa í sjálfu sér ekki önnur réttindi en aðrir hælisleit- endur. Ávallt er reynt að tryggja öllum þjónustu miðað við aðstæður og þarfir hverju sinni. En þegar ákvarðanir eru teknar í málum þar sem börn eiga í hlut er ákvörðun einnig tekin með hagsmuni barna að leiðarljósi í samræmi við barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Þorsteinn aðspurður hvort sú staðreynd að konurnar eru ým- ist barnshafandi eða með börn hafi áhrif á afgreiðslu viðkomandi mála. Börn fylgja foreldrum sínum Þótt hælisleitendur eignist börn myndar það ekki sjálfkrafa bú- seturétt hér á landi að sögn Þor- steins. „Börnin fylgja foreldrum sínum þannig að ef foreldrið á lög- heimili eða á að dveljast annars staðar fylgir barn foreldrum sínum.“ Konurnar komu ekki saman til landsins og lítið er vitað um hvort þær hafi einhver tengsl. Þorsteinn bætir við að hælisleit- endur fái þjónustu í samræmi við samninga sem Útlendingastofnun hefur gert, m.a. við Reykjanesbæ. „Í öllum tilfellum er fólki tryggður aðgangur að heilbrigðis- og lækn- isþjónustu eftir þörfum. Ef kona er ólétt og líða fer að barnsburði er brugðist við því.“ Þess má geta að ein kvennanna hefur þegar eignast barn hér á landi. Hælisleitendum fjölgar Hælisleitendur hafa í auknum mæli sótt til Íslands í ár en um miðjan júlí höfðu 37 einstaklingar sótt um hæli hér á landi frá upp- hafi árs. Til samanburðar höfðu 22 umsóknir borist á sama tíma árið 2011. Kristín Völundardóttir, for- stjóri Útlendingastofnunar, hefur látið hafa eftir sér að umsóknir gætu orðið um og yfir hundrað í árslok. Sex nígerískar konur hafa leitað hælis  Ýmist með börn eða barnshafandi  Taka tillit til hagsmuna barnanna Hælisleitendur » Lögfræðingur hjá Útlend- ingastofnun sem sinnir ein- göngu afgreiðslu hælis- umsókna sem eru til efnis- meðferðar getur afgreitt tvö mál í mánuði. » Útlendingastofnun hafði 14 umsóknir hælisleitenda til um- sóknar í árslok árið 2009, 22 í árslok 2010 og 44 í árslok 2011. » Beinn kostnaður af umönn- un eins hælisleitanda í eitt ár nemur um 2,6 milljónum króna. Grunnskólar landsins hefjast í dag. Yfirleitt fylgir því mikil spenna að hefja skólagönguna, ekki síst hjá yngstu nemendunum. Ekki er verra að undirbúa sig og í gær prófaði Kópavogsbúinn Óliver Kristinsson að ganga leiðina í skólann, ásamt mömmu sinni, Tinnu Dögg Ragnarsdóttur. Morgunblaðið/RAX Menntavegurinn prófaður áður en skólabjallan hringir  Íslenski stoðtækjaframleiðandinn Össur þarf að greiða um tvær millj- ónir dollara (239 milljónir króna) á næsta ári aukalega í sérstakan skatt sem lagður verður á öll heil- brigðisfyrirtæki í Bandaríkjunum, nái Obamacare, heilbrigðislöggjöf Baracks Obama, fram að ganga í núverandi mynd. Jón Sigurðsson, forstjóri Öss- urar, segir að verði skatturinn að veruleika dragi úr sölu fyrirtækis- ins til skamms tíma, en Bandaríkin eru mikilvægasti markaðurinn fyrir Össur. » 18 AFP Forseti Hart er deilt um heilbrigðislöggjöf Obama í kosningabaráttunni. Össur þarf jafnvel að greiða um 239 milljónir í aukaskatt „Þegar embættið tók til starfa nán- ast hálfu ári eftir hrunið, þá beið nú ekki eftir okkur einhver snyrti- legur stafli af málum. Málin hafa verið að ber- ast frá því að embættið tók til starfa – og eru vel að merkja enn að berast,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Í vor sagði Ólafur Þór að mörg mál væru á lokastigi og að einhver kraftur ætti að verða í þessu í upp- hafi sumars. „Það hefur gengið eftir,“ segir hann. Í upphafi hafi verið gert ráð fyrir að reyna að ljúka rannsóknum sem flestra mála fyrir árið 2014 og enn sé stefnt að því marki. Bráðum verða liðin fjögur ár frá hruni en Ólafur Þór bendir á að all- mörg þeirra mála sem embættið hafi til meðferðar hafi sex ára refsi- ramma og fyrnist því á tíu árum. „Það er nú borð fyrir báru.“ »20 Borð fyrir báru hjá sérstökum saksóknara Ólafur Þór Hauksson  Ný skáldsaga eftir Þórarin Eldjárn kemur út í haust, en rithöf- undurinn af- kastamikli er með mörg járn í eldinum. Annan í jólum frumsýnir Þjóðleikhúsið leikritið Macbeth í nýrri þýðingu Þórarins og hann ljóðskreytti tvær barnabækur eftir Eddu Heiðrúnu Backman, sem koma út í haust. Þórarinn bendir á að hann á merkisafmæli á næsta ári en þá verður hann 64 ára. »26 Þórarinn Eldjárn með skáldsögu Þórarinn Eldjárn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.