Morgunblaðið - 22.08.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.08.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 Þú átt betri samskipti Þú verður virkur þáttakandi á mannamótum, getur sinnt vinnu og námi betur og tekið þátt í félagslífinu með ReSound heyrnartækjum því þau hjálpa þér að halda uppi samræðum í hvaða hljóðumhverfi sem er. Fáðu heyrnartæki til reynslu og heyrðu lífið hljóma eins og það er. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Komdu í greininguhjá faglærðumheyrnarfræðingi Sími 568 5170 Chanel kynning í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ 22-24 ágúst Snyrtifræðingur frá Chanel kynnir nýju haustlitina og veitir faglega ráðgjöf um allt það nýjasta frá Chanel. Verið velkomin Haustið 2012 frá Chanel er komið Efnahags- og viðskiptaráðherra ætl- ar að leggja fram frumvarp um neyt- endalán á ný í upphafi þings í sept- ember og verður það lítið breytt frá fyrra frumvarpi. Frumvarpið nær til svokallaðra smálána. Þetta kemur fram í tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneyt- ið. Frumvarp sem ráðherra lagði fram á síðasta þingi var ekki afgreitt á síðasta þingi. Veiting smálána fellur ekki undir ákvæði núgildandi laga um neyt- endalán þar sem að lánssamningar sem gilda skemmri tíma en þrjá mánuði eru undanskildir gildissviði laganna. Í frumvarpi til nýrra laga um neytendalán er lagt til að ákvæði þess gildi um öll neytendalán óháð fjárhæð, þ.m.t. smálán. Frumvarpið tekur tillit til laga og reglna sem gilda á EES-svæðinu. Tekið á smálánum Væntanlegt frumvarp mun eink- um taka á smálánum með tvennum hætti. Í öllum auglýsingum, sem varða lánssamninga þar sem gefnar eru upplýsingar um vexti eða tölur varðandi kostnað neytandans af lán- inu, verður gerð krafa um að fram komi staðlaðar upplýsingar, s.s. um útlánsvexti, árlega hlutfallstölu kostnaðar, lánsfjárhæð og lengd lánssamnings. Fyrir og við samn- ingsgerðina sjálfa eru síðan enn ít- arlegri upplýsingakröfur. Neytend- ur ættu því að vera vel upplýstir um þau kjör sem lánveitendur bjóða. Frumvarpið kveður einnig á um að mat á lánshæfi neytanda skuli fara fram áður en lánssamningur er gerð- ur. Samkvæmt frumvarpinu mun neytandi hafa rétt til að falla frá samningi innan 14 daga án þess að tilgreina ástæðu. Slík réttindi hafa hingað til aðeins átt við um láns- samninga sem komið er á með fjar- sölu. Eftirlit með framkvæmd laga um neytendalán er hjá Neytendastofu og gerir frumvarpið ráð fyrir að svo verði áfram. Lagt er til að Neytenda- stofa muni hafa ríkar heimildir til að bregðast við brotum gegn lögunum og ákvörðunum stofnunarinnar. Frumvarp um neytendalán lagt fram aftur Töf Frumvarp um neytendalán verður lagt fram á ný á næsta þingi.  Frumvarpið nær yfir svonefnd smálán Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Samtök atvinnulífsins telja engar sýnilegar forsendur fyrir meiri launa- hækkunum 1. febrúar 2013 umfram það sem samið hefur verið um í kjara- samningum. „Málið er að við sáum að greining- ardeild Íslands- banka var að gefa frá sér verðbólgu- spár fyrir næsta ár og þar var verið að láta að því liggja að það væri ekkert ólíklegt að laun myndu hækka umfram það sem samið er 1. febrúar. Við sjáum enga forsendu til þess,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins. Hann telur þó allar líkur á því að kaupmáttur muni aukast. „Við sjáum fram á það að þegar menn fara að skoða þróun mála í jan- úar þá eru yfirgnæfandi líkur á því að kaupmáttur muni hafa aukist. Það er möguleiki á því að opna kjarasamn- ingana miðað við janúarlok en það eru ákveðnar forsendur sem liggja til grundvallar. Meginforsendan snýr að kaupmættinum,“ segir Vilhjálmur. Óþarfa væntingar „Við viljum ekki að menn fari að búa til einhverjar væntingar um meiri launahækkanir í febrúar sem síðan yrði grundvöllur fyrir hærri verð- bólguspám en ella á næsta ári. Við viljum ekki að það sé verið að spinna upp verðbólguvæntingar á þessum forsendum. Þess vegna erum við að senda þetta frá okkur,“ segir fram- kvæmdastjórinn. Í yfirlýsingu frá Samtökum atvinnulífsins sem send var út í gær kemur einnig fram að litl- ar líkur séu á því að krónan muni lækka mikið á næstu mánuðum líkt og segir í spá greiningardeildarinnar. „Það er ekkert hægt að segja að eitthvað hafi farið úrskeiðis hjá grein- ingardeild Íslandsbanka. Ef þetta er þeirra skoðun þá er hún bara það,“ segir hann að lokum. Ekki forsend- ur fyrir meiri hækkunum Vilhjálmur Egilsson  Gagnrýnir verðbólguspá grein- ingardeildar Íslandsbanka Úr yfirlýsingu SA » Í samningunum er opnunar- ákvæði en til að virkja það þurfa forsendur að hafa brost- ið. Meginforsendan er að kaup- máttur hafi aukist. » Yfirgnæfandi líkur eru til þess að kaupmáttarforsenda kjarasamninganna standist enda hafa laun hækkað tölu- vert umfram verðlag á árinu. » Gengi krónunnar sem hefur farið hækkandi að undanförnu mun væntanlega ekki lækka skarpt aftur á næstu mán- uðum. „Flestar hækkanir á þjónustu á veg- um borgarinnar lenda á foreldrum og öðrum uppalendum því yfirleitt er um að ræða þjónustu er tengist börnum og unglingum.“ Þetta segir í ályktun Heimilis og skóla – lands- samtaka foreldra. Í ályktuninni segir að foreldrar hafi kvartað undan verðhækkun á nemakortum í Strætó, en þau kost- uðu 20 þúsund krónur í fyrra og giltu í níu mánuði en 38.500 krónur núna og gilda í ár. „Vissulega gilda kortin lengur, en margir framhaldsskólanemar á höf- uðborgarsvæðinu nýta sér einkum Strætó yfir skólamánuðina. Auk þess eru það yfirleitt foreldrar sem standa straum af þessum kostnaði og þykir okkur sífellt seilst lengra í pyngju þeirra.“ Á það er bent að hækkun gjalda, auka skipulagsdagar og fleira í þeim dúr sé kostnaður sem leggist beint á fjölskyldur. Marga muni um minna, segir í tilkynningunni. Hækkanir koma við pyngju foreldra Við vinnslu fréttar á forsíðu blaðsins í gær voru þau mistök gerð að um- mæli, sem höfð voru eftir Aðal- björgu Birnu Guttormsdóttur, deild- arstjóra hjá Umhverfisstofnun, voru eignuð Kristínu S. Jónsdóttur, sér- fræðing hjá UST. Hlutaðeigandi eru beðnar velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING - nýr auglýsingamiðill 569-1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.