Morgunblaðið - 22.08.2012, Síða 10

Morgunblaðið - 22.08.2012, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 falleg minning á fingur www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 16 6 6 Giftingarhringar Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.si M ig hafði dreymt um að koma til Íslands frá því ég var lítill drengur. Draumur- inn varð svo að veru- leika fyrir nokkrum árum þegar ég kynntist íslenskri myndlistarkonu, Öldu Sigurðardóttur, í gegnum vin minn í Kalkútta, en hún kaupir af honum indverskar vörur sem hún sel- ur í verslun sinni á Selfossi. Hún bauð mér að koma hingað til lands og halda myndlistarsýningu, sem ég og gerði. Núna er ég að koma hingað í fjórða sinn og er orðinn ástfanginn af Ís- landi,“ segir Baniprosonno, listmálari frá Indlandi, sem opnaði sýningu á málverkum sínum og teikningum í Reykjavík Art Gallery á Menningar- nótt. Tilefni Íslandsheimsóknar hans í þetta sinn er áttræðisafmæli hans núna í ágústmánuði. Hefur þurft að hafa fyrir því að lifa af myndlistinni „Ég sá Ísland fyrst á hnattlíkani í skólanum mínum á Indlandi þegar ég var sex ára. Aðeins einn bær var merktur inn á kortið og hann hét skrýtnu nafni: Reykjavík. Þá ákvað ég að fara til þessarar litlu eyju einn góðan veðurdag. Það varð ekki fyrr en ég var kominn á áttræðisaldur, en ég var þó alltaf með hugann við þessa eyju á ferðum mínum um heiminn, þar sem ég hef víða haldið myndlist- arsýningar. Ævinlega þegar ég stóð við opið haf, þá benti ég út á sjó og sagði: Þarna einhvers staðar er Reykjavík. Ég ætla þangað,“ segir hann og hlær en bætir við af meiri al- vöru að það skipti miklu máli í lífinu Halda skal fast í drauma sína Hann sá Ísland fyrst á hnattlíkani í skólanum sínum á Indlandi þegar hann var sex ára og ákvað að fara þangað einn góðan veðurdag. Áratugum síðar varð draumurinn að veruleika. Indverski listmálarinn Baniprosonno heillaðist af landi og þjóð og heldur nú upp á áttræðisafmælið með myndlistarsýningu. Listasmiðja Þau hjónin njóta þess að starfa með íslenskum börnum. Morgunblaðið/Kristinn Fákur og kona Íslenski hesturinn hefur verið Baniprosonno innblástur. Ef þér finnst skemmtilegt að skoða fallega hluti – sama hvort þeir eru í formi innanhússhönnunar, fatn- aðar eða umhverfis – ættir þú að líta inn á síðuna inspired-design. Þar er allt fullt af fallegum mynd- um sem gleðja augað og sýna manni hvað lífið er fullt af fal- legum og litríkum hlutum. Á síðunni má sjá myndir af ótrú- lega rómantískum stofum, fal- legum borðskreytingum, blúnd- ustuttbuxum, krúttlegum gæludýrum, girnilegum kökum og fullt af fallegu glingri og fylgi- hlutum. Að skoða myndirnar á þessari vefsíðu er í raun eins og að skoða glæsilegt hönnunar- og tískublað. Sjón er sögu ríkari og hægt að gleyma sér góða stund á þessari vefsíðu. Vefsíðan www,inspired-design.tumblr.com Krútt Á vefsíðunni er að finna fallegar myndir af öllu milli himins og jarðar. Glingur, skreytingar og gæludýr Aldrei er góð vísa of oft kveðin og það er alveg lífsnauðsynlegt að borða vel af ávöxtum og grænmeti. Enda eru slíkar fæðutegundir stútfullar af alls konar mikilvægum vítamínum og bætiefnum sem efla skrokkinn. Ávaxtasalat er auðvelt að taka með sér í skólann eða vinnuna og er skemmtilegt bæði fyrir munn og augu að borða slíkt. Svo er gott að muna eftir engifer og öðrum slíkum „töfrahráefnum“ nú þegar margir eru farnir að sjúga upp í nefið og haustið nálgast með kvefpestum sínum. Þá er betra að reyna að styrkja ónnæm- iskerfið eins og hægt er. Endilega … … borðið ávexti og grænmeti Morgunblaðið/Valdís Thor Fallegt Litríkir ávextir í krukku. Það er gömul saga og ný að já- kvæðni skiptir miklu máli í daglegu amstri. Eins skiptir máli að halda innvolsinu jafn góðu og hylkinu utan um. Til að fara nú vel út í daginn má mæla með því að stilla vekj- araklukkuna aðeins fyrr en venju- lega. Þannig getur þú gefið þér að- eins lengri tíma í að vakna og þarft ekki að hlaupa um heimilið í stres- skasti með morgunverðarskál í ann- arri hendi. Næsta ráð hljómar eins og klisja en það getur virkað að búa til lista yfir það sem gleður mann. Heilinn gleymir nefnilega stundum öllu því jákvæða og þá er fínt að eiga listann til að renna yfir ef manni líður ekki nógu vel. Þriðja ráðið hljómar undarlega en ku virka og það er að þefa af sí- trónu. Vísindamenn við háskólann í Tel Aviv komust að því með rann- sóknum að sítruslykt og þá sér- staklega af sítrónu getur dregið úr þunglyndi og bætt líðan okkar. Sí- trónulyktin ku kynda undir serótón- ínbúskap heilans en það hormón sér einmitt til þess að andlega hliðin vísi frekar upp en niður. Þessi ráð er að finna á www.ivillage.co.uk. Betri heilsa Sítrónulykt kyndir undir seratónínbúskapnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Sítrusilmur Það ku vera mjög gott fyrir andlega heilsu að þefa af sítrónum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.