Morgunblaðið - 22.08.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.08.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Eggert Íslandsvinir Þau eru lífsglöð Baniprosonno listmálari frá Indlandi og kona hans Putul, hér í Reykjavík Art Gallery. að sleppa ekki hendi af draumum sín- um. „Ég lærði það snemma á lífsleið- inni og fer eftir því. Mig dreymdi um að verða myndlistarmaður og lifa af því og ég lét þann draum rætast, þó ég hafi sannarlega þurft að hafa mik- ið fyrir því, þetta hefur verið hörð barátta. En allt er það þess virði, því það fyllir mann hamingju að fylgja hjartanu. Á listamannsferli mínum hef ég kynnst frábæru fólki og það er líka dýrmætt.“ Börnin kenna mér mikið og halda mér ungum Hveragerðisbær hefur tekið Baniprosonno og konu hans opnum örmum í nánu samstarfi við Listasafn Árnesinga. Þau hafa dvalið í lista- mannahúsi bæjarins og haldið fjöl- mörg námskeið og listasmiðjur fyrir börn og listgreinakennara. Síðast þegar þau komu til Íslands dvöldu þau einnig á Gullkistunni á Laugar- vatni og voru með listasmiðjur fyrir börnin þar. „Ég hef í öll skiptin boðið upp á listasmiðjur fyrir börn á Ís- landi, rétt eins og ég geri ævinlega þegar ég held sýningar annars staðar í heiminum. Það gefur mér mikið að vinna með börnum. Þau kenna mér ótalmargt, hjálpa mér að viðhalda barninu í mér og þau halda mér ung- um. Ég reyni að kenna þeim hversu áríðandi það er að halda fast í drauma sína. Ég hjálpa þeim að vekja sköp- unarkraftinn í sér og ég læt þau með- al annars búa til skúlptúra úr trjám og pappír, furðudýr og fleira. Ég reyni að hafa þetta skemmtilegt, með fjörugri tónlist og segi þeim sögur,“ segir Baniprosonno en hann hefur skrifað margar sögur fyrir börn. „Konan mín Putul hjálpar mér alltaf með listasmiðjurnar fyrir börnin, enda er hún kennari og hefur unnið með börnum í áratugi. Hún kenndi börnum frá Tíbet sem komu yfir til Indlands árið 1949 þegar Kínverjar tóku þar yfir. Við erum afar stolt af því að Indland skuli hafa veitt þessum börnum skjól.“ Fegurð og ró íslenska hestsins veitir mér innblástur Hinn síungi Baniprosonno er sjálfmenntaður listamaður og segist hafa fæðst með þörf til að teikna. „Ég var alltaf að teikna og mála sem barn, en ég hafði engin tól eða efnivið til þess. Ég dó ekki ráðalaus, heldur bjó mér til pensil og ég bjó mér til liti úr kolunum sem notuð voru til að elda matinn,“ segir hann og bætir við að nóttin sé hans tími. „Þá teikna ég mest og þegar konan mín fer á fætur er gólfið stundum þakið nýjum verk- um sem ég hef leyft að flæða undan fingrum mínum yfir nóttina.“ Bani- prosonno og Putul búa í litlum bæ í Himalajafjöllunum í Norður-Indlandi en þau dvelja líka langdvölum í Kal- kútta. „Við höfum farið víða um ver- öld og séð margt á lífsleiðinni, en þeg- ar við komum hingað til litla Íslands þá heilluðumst við algerlega af óbyggðunum og víðáttunni. Náttúran hér er líka svo fjölbreytt. Og fólkið er alveg dásamlegt. Íslenski hesturinn hefur líka verið mér mikil andagift og þess sér merki í nýjustu verkum mín- um. En verkin mín bera þess einnig merki að landið mitt Indland er land litadýrðar, fólksfjölda og fjölbreytts dýralífs.“ Morgunblaðið/Kristinn Fíll, fuglar og fólk Áhrifa litríka og fjölbreytta Indlands gætir í verkunum. Baniprosonno ætlar að dvelja á Ís- landi í tvo mánuði og sýningin verður opin alla daga til 2. sept- ember. Öll verkin eru til sölu. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 www.volkswagen.is Frelsi til að ferðast Volkswagen Tiguan Komdu og reynsluaktu Volkswagen Tiguan Tiguan Sport & Style kostar aðeins frá 5.790.000 kr. Fullkomið leiðsögukerfifyrir Ísland Volkswagen Tiguan sportjeppi eyðir aðeins 5,8 l á hverja 100 km. F jölskylduhátíðin „Tvær úr Tungunum“ verður haldin í Reykholti í Biskupstungum næst- komandi laugardag, 25. ágúst. Margt verður um að vera fyrir fólk á öllum aldri. Um morguninn verður hægt að læra undirstöðuatriði í golfi og fara í knattþrautir sem m.a. Atli Eðvaldsson, fyrrverandi lands- liðsþjálfari, stjórnar. Fólk getur líka farið í gönguferð með leiðsögn sagn- fræðings um svæðið, eða skellt sér í svokallað rúgbrauðsrölt að hvernum sem er á svæðinu. Eftir hádegi eru Aratunguleikarnir í gröfuleikni 2012 sem er afar sérstök keppni, en þar sýna menn hæfni í að stjórna stórri gröfu og keppa um bikar. Í fyrra skáru menn til dæmis niður gúrku of- an á brauð með stórri gröfu, máluðu tölustafi á spjald og sitthvað fleira. Mikil leynd er yfir þrautunum í ár, svo enginn geti æft sig fyrirfram. Sterkustu bændur Bláskógabyggðar takast á í þríþrautinni „járnkarlin- um“ og Bændaglíma Suðurlands 2012 verður einnig haldin þennan dag, en hún er haldin til minningar um Sig- urð Greipsson glímukappa. Svo bregða menn á leik og takast á í létt- um þrautum. Tjaldsvæðið í Reykholti er opið og frítt í sundlaugina sem er við hliðina. Hápunkturinn verður svo sveitaball í Aratungu um kvöldið. Þar koma fram margir landsþekktir skemmtikraftar, m.a. Þórhallur Þór- hallsson (sonur Ladda) sem var fyndnasti maður landsins 2007. Söngdúettinn „Þú og ég“ kemur fram og Hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar leikur fyrir dansi. Þuríður Sigurðardóttir söngkona stýrir sam- komunni. Það eru „Vinir Tungna- rétta“ sem standa fyrir sveitaballinu, en það er áhugahópur sveitunga sem hafa í sjálfboðavinnu unnið að end- urnýjun og uppbyggingu Tungna- rétta. Gestir syngja með á söngkvöldi Ótal margt verður hægt að gera sér til dægrastyttingar utan við dag- skrá, til dæmis verður veitingastað- urinn Kaffi Klettur opinn alla helgina og á morgun fimmtudag verður þar lifandi tónlist. Á föstudag verður mik- ið stuð því þá er söngkvöld og gestir syngja með. Í vinnustofu Sigurlínu Kristinsdóttur í hesthúsinu hennar í hesthúsahverfinu í Reykholti verða til sýnis og sölu hestamyndir og fleira. Þar er líka skemmtilegt mynd- listarhorn fyrir börn. Á Bjarkarhóli sem er aftan við Bjarnabúð verður grænmetis- og sultumarkaður á laug- ardeginum kl. 14 og þar verður kennt að hekla blómadúlluteppi. Einnig verður ofurtilboð á garni, skarti og slæðum. Á Cafe Mika er hægt að fá handgert konfekt, alvöru heitt súkku- laði og ýmsar veitingar og börnin fá helíumblöðrur. Fyrir þá sem vilja sækja sér skemmtun utan við Reyk- holt er vert að minnast á að „Riverj- et“ siglir allan daginn á Hvítá. Einnig eru nokkrar garðyrkjustöðvar í Laugarási sem gaman er að heim- sækja, t.d. Engi, en þar er lífrænn grænmetismarkaður með fjölbreytt úrval af grænmeti og skemmtilegur völundargarður fyrir börnin. Þeir sem vilja tjalda annars staðar en í Reykholti geta tjaldað á tjaldsvæðinu við fossinn Faxa. Dagskrá og nánari upplýsingar: sveitir.is og aratunga.is. Skurður Gúrka skorin í sneiðar með skurðgröfu í fyrra. Tvær úr Tungunum fara á stjá um helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.