Morgunblaðið - 22.08.2012, Síða 14

Morgunblaðið - 22.08.2012, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is Ertu að taka til í … … garðinum … geymslunni Komdu spilliefnunum og raftækjunum á söfnunarstöðina næst þér … … við sjáum um framhaldið! BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Verðmæti strandveiðiafla ársins er hátt í 2,7 milljarðar. Aflahæstu bát- arnir fengu vel yfir 30 tonn og gæti verðmæti þess afla verið um 10 millj- ónir, en á meðalbátinn um 3,4 millj- ónir. Í heild hefur verðmætið aukist um 14% á milli ára og aflaverðmæti á bát um 3%, en bátum fjölgaði frá síð- asta ári. Alls veiddust um 8.700 tonn á 760 báta, meðalaflinn á bát var því rúm 11,4 tonn. Síðasti dagur veiðanna var í gær, en undanfarið hefur aðeins verið leyft að veiða á svæðinu frá Horna- firði að Borgarnesi. Vertíðinni var eins og áður skipt í fjögur tímabil og heildarafli hvers mánaðar ákveðinn fyrirfram á hverju svæði. 35 tonn á móti 18 Vegna fjölda báta á svæðinu frá Arnarstapa til Súðavíkur og mikillar sóknar komust bátar þaðan aðeins í rúmlega 20 róðra. Á hinum svæðun- um gátu bátar hins vegar farið í um og yfir 40 róðra. Lundey ÞH, sem reri á svæðinu frá Húsavík til Djúpa- vogs, var aflahæst á vertíðinni með 35,4 tonn í 40 róðrum. Til saman- burðar má nefna að á svæðinu frá Arnarstapa að Súðavík var Sif SH aflahæst með 17,7 tonn í 21 róðri. Þorskur er langstærsti hluti aflans og hefur þorskafli í róðri strand- veiðiárin fjögur verið svipaður. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að strandveiðarnar séu að festa sig í sessi og menn séu sífellt að ná betri tökum á veiðum og meðferð afla. „Strandveiðarnar gengu mjög vel í sumar. Menn voru vel undir veiðarnar búnir og allir sem einn á því að ganga vel um aflann og verðið á fiskinum var gott,“ segir Örn. Hætta við aflahámarkið „Hugsanlega gætum við náð að auka aflaverðmætið ef fallið væri frá 8.600 tonna þakinu. Þá þyrftu ekki allir að hrúgast á sjó fyrstu dagana í hverjum mánuði, en hefðu vissu fyrir því að nóg væri til skiptanna allan mánuðinn. Sömu ströngu reglurnar og gæftir myndu síðan takmarka aflann. Ég hef enga trú á að aflinn myndi aukast úr hófi til lengri tíma litið.“ Ennfremur segir Örn að krafan sé skilyrt við að aflinn yrði ekki til að skerða hlutdeild annarra. „Það yrði bara litið á þetta sem eðlilega viðbót í veiðunum enda sáralítið ef maður miðar við heildaraflann.“ Hann seg- ist vona að fram komi frumvarp þessa efnis í haust. Aukið verðmæti aflans  Aflaverðmæti úr strandveiðum sumarsins um 2,7 milljarðar króna  Hæstu bátarnir með um 10 milljóna króna verðmæti  Örn Pálsson vill að í stað aflaþaks ráði gæftir og fiskgengd hámarki aflans Aflahæstu bátar Tonn Róðrar Sif SH 132 17,686 21 Jóh. á ÖkrumAK 180 17,473 20 Mjölnir BA 111 16,006 20 Suðri ST 99 29,245 38 Hafgeir ÍS 117 28,440 37 Gunna Beta ÍS 94 27,982 36 Lundey ÞH 350 35,422 40 Gunnar KG ÞH 34 31,080 43 Hólmi ÞH 56 30,735 42 Hulda SF 197 32,174 38 Sæunn SF 155 31,334 36 Örn II SF 70 28,170 35 Strandveiðar 2012 Strandveiðisvæðin og afli eftir svæðum A Svæði B Svæði C Svæði D Svæði Svæði A B C D Alls Útgefin leyfi 183 166 160 152 152 Leyfi í notkun 282 164 161 152 759 Afli alls (tonn) 2.890 2.095 2.246 1.498 8.729 Fjöldi landana 4.790 3.783 4.191 3.377 8.729 Afli pr. róður (kg) 603 554 536 444 541 Afli pr. bát (tonn) 10,2 12,8 14,0 9,9 11,5 Viðm.afli 2012 (tonn) 2.860 2.036 2.204 1.500 8.600 Óveitt (tonn) -29,8 -58,8 -42,4 1,967 -129 Veiðihlutfall 101,0% 102,9% 101,9% 99,9% 101,5% * einn dagur eftir á svæðinu A B C D* Hulda SF frá Hornafirði er annar aflahæsti strandveiðibátur sumars- ins með hátt í 33 tonn. Unnsteinn Þráinsson, annar eigandi Huldu, lét vel af aflabrögðunum og sagði veðrið nánast alltaf hafa verið gott og ágætis aflabrögð. Hann var þó ekki með bátinn nema hluta sum- ars og hefur einbeitt sér að makríl- veiðum á Sigga Bessa SF síðustu vikurnar. Allir á kafi í útgerð „Það eru allir í fjölskyldunni á kafi í útgerð minni báta frá Djúpa- vogi og Hornafirði og hafa verið lengur en elstu menn muna,“ sagði Unnsteinn í spjalli í gær. Það má til sanns vegar færa því Hólmar Hallur, sonur hans, tók við Huldunni að skólanum loknum í vor, en Unnsteinn færði sig yfir á Sigga Bessa. Þráinn pabbi hans er með tvo báta, Birnu og Emilý, í aflamarki, krókaaflamarki og strandveiðum. Þar með er ekki öll sagan sögð því amma og afi Unn- steins, Hulda Kristófersdóttir og Sigurður Jónsson, öðru nafni Siggi Bessa, hafa róið á Glað í strand- veiðum í sumar. „Þessir fjórir ættliðir eru hver með sinn bát og sumir með fleiri en einn og svo tengist þetta fram og aftur,“ segir Unnsteinn. Hann segir að ýmislegt jákvætt megi segja um strandveiðarnar og sann- arlega færist aukið líf í hafnir allt í kringum landið þegar strand- veiðiflotinn hefji veiðar. Hann hef- ur líka ýmsar athugasemdir við þetta kerfi. Komnir við hliðina á okkur daginn eftir viðskiptin „Það voru alveg nógu margir bátar fyrir og engin nauðsyn á að stækka flotann til að veiða þessa fáu fiska sem mátti veiða,“ segir Unnsteinn. „Við vorum búnir að eyða stórfé í að kaupa hver annan út úr greininni, en svo var bara allt í einu opnuð leið inn aftur. Þeir voru kannski komnir við hlið- ina á okkur daginn eftir viðskiptin! Strandveiðiaflinn er í rauninni ekki svo mikill að hann skipti miklu máli fyrir heildina, en samt fannst mér skrýtið að menn skyldu geta selt frá sér og byrjað strax aftur. Það er ábyggilegt að þessi nýliðun, sem mikið er talað um, getur verið margvísleg. Svo varð allt arfavitlaust út í okkur sem keyptum kvóta og allt hefur verið gert til að hafa hann af okkur. Á undanförnum árum hef ég verið að byggja útgerðina upp og hef keypt kvóta á Sigga Bessa. Þegar þessu strandveiðikerfi var komið á varð ég grautfúll því kvót- inn var tekinn af okkur. Það var tvennt til ráða, annaðhvort að halda áfram að hafa allt á hornum sér eða taka þátt í ruglinu. Ég ákvað að kaupa Huldu til strand- veiðanna,“ segir Unnsteinn. Ævintýralegur makrílafli Siggi Bessa SF er kominn með hátt í 50 tonn af makríl í sumar og lætur Unnsteinn vel af veiðinni síð- ustu daga. „Við færðum okkur í Faxaflóann og fengum ævintýra- legan afla á sunnudaginn, heil 12 tonn, og það gerist varla betra,“ segir Unnsteinn. Hann gerir þessa dagana út frá Keflavík og er makr- íllinn frystur í Þorlákshöfn. „Það er mikið af makríl í Faxaflóa og hann hefur verið vaðandi í öllum fjörum. Stundum er fiskur á hverj- um öngli, en það er eitthvað ró- legra yfir þessu í dag.“ Þeir eru með fimm slóða og eru 36 krókar á hverjum slóða. Bún- aðurinn var smíðaður heima í bíl- skúr á Höfn að norskri fyrirmynd. 110-120 krónur hafa fengist fyrir kíló af makríl undanfarið. Fjórir ættliðir í strandveiðinni  Gott veður og ágætis afli en margt að athuga við strandveiðarnar, segir Unn- steinn Þráinsson á Höfn  Góður gangur í makrílveiðum í Faxaflóa síðustu daga Morgunblaðið/ÁIJ Aukið líf Talsverð umsvif fylgja strandveiðunum og fjöldi minni báta var við bryggju á Hólmavík þegar blaðamaður fetaði sig eftir Skjaldbökuslóð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.