Morgunblaðið - 22.08.2012, Síða 18

Morgunblaðið - 22.08.2012, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 FYRIR ALVÖRU KARLMENN Fæst á hársnyrtistofum Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Ef Obamacare nær fram að ganga í núverandi mynd mun íslenski stoð- tækjaframleiðandinn Össur þurfa að greiða um tvær milljónir dollara (239 milljónir króna) á næsta ári aukalega í sérstakan skatt sem lagður verður á öll heilbrigðisfyrirtæki í Bandaríkj- unum. Þetta segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, í samtali við Morg- unblaðið og nefnir að skatturinn sé umdeildur. „Þetta eru 2% af sölu okk- ar í Bandaríkjunum,“ segir hann. Til skamms tíma mun löggjöfin draga úr sölu fyrirtækisins, að sögn Jóns, því henni fylgi að beitt sé ströngu kostnaðaraðhaldi, og t.d. gervilimir séu dýr vara. Hann vonar þó að fólk sjái að það sé skynsam- legra að leyfa fólki að fá gervilimi en að láta það hafa hjólastól, svo það geti auðveldlega stundað vinnu. Jón bendir á að löggjöfin þýði að fleiri verði tryggðir, þótt hinir ný- tryggðu séu mikið til ungt fólk sem að meðaltali verða ekki fyrir miklum áföllum eins og aflimunum. Auk þess megi, samkvæmt Obamacare, ekki mismuna tryggingatökum eftir sjúkrasögu, sem Jón segir að komi fyrirtækinu vel, þ.e. það verði að tryggja fólk þótt það hafi áður glímt við veikindi. Hann er áhugasamur um að heil- brigðiskerfið í Bandaríkjunum taki stórstígum breytingum, þar sem það sé afar dýrt og órökrétt. Takist að koma böndum yfir það og smíða skynsamlegt kerfi væri það jákvætt fyrir Össur, og myndi auðvelda sölu. Bandaríkin eru mikilvægasti markaðurinn fyrir Össur en þar fer fram um helmingurinn af sölunni. Obamacare er heilbrigðislöggjöf, sem Barack Obama Bandaríkjafor- seti beitti sér fyrir. „Þetta er ekki um garð gengið. Ef repúblikanar sigra í forsetakosningunum er óvíst hvað verður um lögin. En það bendir allt þess núna að Obama nái aftur kjöri,“ segir Jón. Eitt af markmiðum laganna er að tryggja sem flestum Bandaríkja- mönnum heilsugæslu. Það á að gera með því að skylda ríki Bandaríkjanna til að bjóða þeim, sem minnst hafa milli handanna, aðild að heilsugæslu- kerfinu Medicaid, að því er fram hef- ur komið í fréttum. Um er að ræða uppstokkun á tryggingakerfinu. Í Bandaríkjunum er það atvinnurek- andinn sem borgar tryggingarnar, og ef fólk missir vinnuna, er það ekki tryggt. Skipti fólk um vinnu, þarf það nýjar tryggingar. Samkvæmt Oba- macare á meðal annars að leyfa for- eldrum að hafa börnin sín á sínum tryggingum lengur en áður var eða til 26 ára aldurs. Sömuleiðis verður tryggingafélögum bannað að setja hámarkstryggingarfjárhæð í samn- inga, þ.e. fólk getur lent í því að hafa verið mikið veikt lengi, en fær allt í einu bréf frá tryggingafélaginu, um að sjúklingurinn hafi nýtt alla þá fjár- muni sem hann á rétt á til sjúkra- trygginga. Barack Obama vill skattleggja Össur  Obamacare mun sækja tvær milljónir dollara í vasa Össurar Morgunblaðið/Heiðar Kristjánsson Forstjóri Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, vonar að fólk sjái að það sé skynsamlegra að leyfa fólki að fá gervilimi en að láta það hafa hjólastól. Obamacare minnkar sölu » Bandaríkin eru mikilvægasti markaðurinn fyrir Össur en þar fer fram helmingurinn af sölu fyrirtækisins. » Til skamms tíma er líklegt að löggjöfin muni leiða til þess að sala fyrirtækisins dragist saman vegna mikil kostnaðar- aðhalds, en gervilimur er dýr vara. Einn þekktasti fjárfestir heims, George Soros, hefur keypt tæp- lega 2% hlut í enska knatt- spyrnufélaginu Manchester Unit- ed fyrir 40,7 milljónir Banda- ríkjadala, jafn- virði tæplega 5 milljarða íslenskra króna. Frá þessu er greint á fréttavef Breska ríkisútvarpsins (BBC), en þar segir ennfremur að um sé að ræða A- hlutabréf sem gefa ekki jafnmikið atkvæðamagn og B-hlutabréf. Sér- fræðingar telja að Soros hafi séð kauptækifæri í félaginu í ljósi vænt- inga um frekari tekjur Manchester United af sjónvarpsréttindum. Manchester United-félagið var skráð á bandarískan hlutabréfa- markað fyrr í mánuðinum og var félagið metið á rúmlega 2,3 millj- arða dala. Frá skráningu hinn 10. ágúst hefur gengi hlutabréfa fé- lagsins hins vegar lækkað um 6,7%. Fram kemur í frétt BBC að So- ros, sem er 82 ára gamall, hafi áður velt fyrir sér fjárfestingum í knatt- spyrnufélögum. Talið er að hann eigi um 25 milljarða Bandaríkja- dala í fjárfestingarsjóðum sínum. Glazer-fjölskyldan fer með ráð- andi hlut í knattspyrnufélaginu og hefur gert það frá árinu 2005. Hátt í helmingur þeirrar upphæðar sem safnaðist í hlutafjárútboði fyrir skráningu félagsins á markað verð- ur notaður til þess að greiða upp skuldir Manchester United. Af- gangurinn mun hins vegar renna til Glazer-fjölskyldunnar. Alls söfn- uðust 233 millónir dala í útboðinu. Soros kaupir í Man. Utd  Kaupir 2% hlut á 40 milljónir dala Fjárfestir George Soros. Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 70,7 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins borið saman við 57,3 milljarða á sama tíma fyrir ári. Aflaverðmæti hefur því aukist um 13,4 milljarða, eða um 23,4% á milli ára, að því er fram kemur í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Mestu munar um aflaverðmæti botnfisks sem nam 45,5 milljörðum á tímabilinu og jókst um 16,2% frá árinu 2011. Verðmæti þorskafla var um 24 milljarðar og nam aukningin um 11,4% á milli ára. Aflaverðmæti ýsu nam 6,8 milljörðum. Verðmæti uppsjávarfisks jókst hins vegar um 56,6% frá árinu 2011 og skýrist sú aukning fyrst og fremst af loðnuafla að verðmæti 13 milljarð- ar króna, borið saman við 8,7 millj- arða fyrstu fimm mánuði ársins 2011. Aflaverðmæti eykst um 23,4%  70,7 milljarðar fyrstu 5 mánuði ársins Morgunblaðið/ÞÖK Þorskur Aflaverðmæti þorsks var 24 milljarðar fyrstu fimm mánuði ársins. ● Dótturfélag Ís- landsbanka í New York, Glacier Sec- urities, leiddi fyr- irtækjaráðgjöf til Compania Pes- quera Camanchaca S.A. við sölu á dótturfélagi þess í Ekvador, en félagið heitir Pesquera Centromar S.A. Camanchaca er leiðandi sjávarútvegs- fyrirtæki skráð á hlutabréfamarkaðinn í Santiago í Síle. Kaupandi Centromar er hópur fjárfesta frá Perú leiddur af Con- gelados Peruana del Pacífico- CONPEPAC S.A. helgivifill@mbl.is Ráðleggur í S-Ameríku Íslandsbanki er líka í New York. ● Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,4% í ágúst frá mánuðinum á undan. Hækk- unin kemur í kjölfar 0,7% lækkunar í júlí. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga aukast lítillega, úr 4,6% í 4,7%. Spáin gerir ennfremur ráð fyrir því að verð á fötum og skóm hækki um ríflega 5% milli mánaða. Á næsta ári spáir Greining Íslands- banka að verðbólga muni reynast um 4,1% að meðaltali. Spá meiri verðbólgu Stuttar fréttir…                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-/+ +2.-11 +,-03, 2.-+1+ +1-,.4 +23-.3 +-5,05 +1,-,/ +51-14 ++,-35 +00-.1 +2+-+2 +,-0,1 2.-23 +1-,41 +23-31 +-4.20 +0.-4 +50-+/ 2.1-2/43 ++,-/2 +00-43 +2+-51 +,-,44 2.-20, +0-.., +23-1+ +-4.12 +0+-.5 +50-41 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.