Morgunblaðið - 22.08.2012, Page 19

Morgunblaðið - 22.08.2012, Page 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 Heildarlausnir í hreinlætisvörum Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 Hafðu samband og fáðu tilboð sími 520 7700 eða sendu línu á raestivorur@raestivorur.is raestivorur.is Við erum með lausnina fyrir þig Sjáum um að birgðastaða hreinlætis- og ræstingarvara sé rétt í þínu fyrirtæki. Hagræðing og þægindi fyrir stór og lítil fyrirtæki, skóla og stofnanir. Viltu halda fjárhagsáætlun – líka þegar kemur að hreinlætisvörum? AFP Íbúar þorps á Indlandi við trúarathöfn fyrir framan dauðan fíl í almenningsgarði við landamærin að Nepal. Indverskir dýralæknar og skógarverðir höfðu reynt að bjarga lífi fílsins sem varð fyrir byssukúlum þegar íbú- ar þorps í Nepal réðust á fílahjörð nálægt landamær- unum í vikunni sem leið. Beðið fyrir föllnum fíl á Indlandi Ósló. AFP. | Fjölskyldur þeirra sem biðu bana í árásum norska fjölda- morðingjans Anders Behrings Brei- vik 22. júlí í fyrra eru ekki sammála um hvort hann sé sakhæfur eða ósakhæfur vegna geðveiki. Þær eru hins vegar á einu máli um að hann megi aldrei aftur ganga laus. „Ef þessi maður er ekki ábyrgur gerða sinna lagalega, hvað þá með nasistana?“ spurði Claude Perreau, faðir 25 ára manns sem beið bana í skotárás Breivik í Útey. „Hann er kannski utangarðsmaður í samfélag- inu en hann er ekki geðveikur, eins og sjá má af því hvernig hann skipu- lagði glæpinn og eyddi tveimur árum í að undirbúa hann.“ Breivik hefur sjálfur sagt að það versta sem gæti komið fyrir hann væri að væri að hann yrði dæmdur ósakhæfur vegna geðveiki. „Það skiptir ekki miklu máli fyrir okkur hvort hann verður dæmdur sakhæfur eða ósakhæfur, mikilvæg- ast er að honum verði meinað að koma aftur í samfélagið það sem eft- ir er,“ sagði Perreau. Christian Bjelland, varaformaður félags fjölskyldna fórnarlambanna, tók í sama streng og sagði að engin þeirra vildi að Breivik yrði leystur úr haldi síðar. „Það er líka hans vegna: það er svo margt fólk sem hefur misst ástvini sína, foreldra, börn eða systkin, að hann myndi ekki vera óhultur ef hann yrði látinn laus.“ Segja mikilvægast að Brei- vik gangi aldrei aftur laus  Þeir sem misstu ástvini ekki á einu máli um sakhæfi Dómur væntanlegur » Dómur verður kveðinn upp yfir Anders Behring Breivik á föstudaginn kemur. » Dómstóll í Ósló úrskurðar þá hvort Breivik eigi að fara í fangelsi, eins og verjendur hans hafa óskað eftir, eða í réttargeðsjúkrahús. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Forystumenn repúblikana lögðu í gær fast að Todd Akin, einum frambjóðenda þeirra, að hætta við framboð til öldungadeildar Banda- ríkjaþings eftir að hann dró í efa að „sönn nauðg- un“ gæti leitt til þungunar. Akin lét orðin falla í sjónvarpsviðtali á sunnudag þeg- ar hann færði rök fyrir þeirri skoðun sinni að fóstureyðingar væru aldrei rétt- lætanlegar. Repúblikanar óttast að ummælin torveldi Mitt Romney, forsetaefni þeirra, að auka fylgi sitt meðal kvenna og óflokksbundinna kjós- enda í kosningunum í nóvember. Romney fordæmdi ummælin, sagði þau „móðgandi, óafsakanleg og röng“. Barack Obama forseti tók í sama streng og notaði tækifærið til að gagnrýna andstöðu margra repúblikana við fóstureyðingar. Ummælin gætu einnig torveldað repúblikönum að ná meirihluta í öldungadeildinni, en til þess þurfa þeir að bæta við sig fjórum þing- sætum. Akin er í framboði í Mis- souri, einu ríkjanna þar sem repú- blikanar eru taldir eiga mesta möguleika á að vinna þingsæti af demókrötum. Fær ekki fjárhagsaðstoð A.m.k. tveir þingmenn repúblik- ana í öldungadeildinni hvöttu Akin til að draga sig í hlé. The Was- hington Post sagði að Akin hefði verið skýrt frá því að hann fengi enga peninga frá nefnd repúblik- ana sem veitir frambjóðendum flokksins fjárhagslega aðstoð í kosningum til öldungadeildarinnar. Markmiðið væri að knýja Akin til að draga sig í hlé. Í viðtalinu hafði Akin eftir lækn- um að mjög sjaldgæft væri að nauðgun leiddi til þungunar. „Ef um er að ræða sanna nauðgun hef- ur kvenlíkaminn leiðir til að reyna að loka fyrir þetta allt,“ sagði hann. Áætlað hefur verið nauðganir leiði til meira en 32.000 þungana í Bandaríkjunum á ári hverju. Talin torvelda repúblikönum að ná meirihluta  Ummæli um nauðganir setja flokkinn í vanda Todd Akin Todd Akin hefur beðist afsökunar á ummælum sínum og ját- að að hann hafi „notað röng orð á rangan hátt“. Hann er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem er í vandræðum vegna umdeildra ummæla um nauðganir. Breski þingmaðurinn George Galloway var gagnrýndur í gær fyrir að halda því fram að enginn fótur væri fyrir nauðgunarásökunum á hendur Julian Assange, stofn- anda WikiLeaks, vegna þess að kynmök við sofandi konu væru ekki nauðgun. Lögfræðingar sögðu að þetta væri rangt og lögin væru skýr; samþykki þyrfti alltaf að vera fyrir hendi við kynmök, að sögn breska blaðsins The Guardian. Galloway gagnrýndur HVAÐ ER NAUÐGUN? George Galloway Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur skýrt frá því að hún hyggist senda geimfar til Mars árið 2016 til rannsaka innviði reiki- stjörnunnar. „Er misgengi á Mars eins og á jörðinni? Hversu umfangsmikið er það? Hvers konar „Marsskjálftar“ verða?“ sagði talsmaður NASA, Lindley Johnson, þegar fréttamenn spurðu hann hvaða spurningum markmiðið væri að svara. Geimfarið nefnist InSight og verður kyrrstætt, ólíkt geimvagn- inum Curiosity sem lenti á Mars fyrir tveimur vikum og hefur sent litmyndir af yfirborði reikistjörn- unnar. InSight verður skotið á loft í mars 2016 og geimfarið á að lenda á Mars hálfu ári síðar. Geimfarið verður með skjálfta- mæli til að rannsaka skorpuhreyf- ingar og tæki sem mælir varma- flæði úr kjarnanum. Geimvísinda- menn vona að leiðangurinn auki þekkingu þeirra á þróun bergreiki- stjarna sólkerfisins, meðal annars jarðar. Fjallað er um leiðangur In- Sight á Stjörnufræðivefnum: stjornufraedi.is. Geimvísindi Geimfar á að rannsaka Marsskjálfta Ljósmynd/NASA InSight Marsfarið á að veita innsýn í innviði reikistjörnunnar. Ný rannsókn bendir til þess að of- fita geti hraðað andlegri hrörnun. Vísindamenn telja að þetta megi hugsanlega rekja til breytinga á efnaskiptum, m.a. of mikils sykurs og kólesteróls í blóði. Rannsóknin náði til 6.000 Breta á aldrinum 35- 55 ára. Þeir tóku minnis- og vits- munapróf þrisvar sinnum á tíu ár- um. Í ljós kom að þeim sem voru of feitir hnignaði mun hraðar andlega að meðaltali en öðrum þátttak- endum. Vísindamennirnir segja að rannsaka þurfi niðurstöðuna betur, til að mynda áhrif erfða og hversu lengi fólkið hefur verið of feitt. Skýrt er frá rannsókninni í tímarit- inu Neurology. Heilsa Offita slæm fyrir heilann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.