Morgunblaðið - 22.08.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.08.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 ✝ Gerður Jó-hannsdóttir fæddist á Selalæk í Vestmannaeyjum 3.3. 1926. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 13.8. 2012. For- eldrar Gerðar voru Jóhann Vilhjálms- son útgerðarmaður, f. að Húnakoti í Þykkvabæ 13.7. 1893, d. 23.6. 1967, og Lilja Hannesdóttir, f. að Roð- gúl á Stokkseyri 23.6. 1899, d. 19.4. 1964. Systir Gerðar var Kristín Hanna Jóhannsdóttir, f. 24.8. 1922, d. 20.9. 2006. Hanna 2011, d. 2011. b) Sigríður Þóra, f. 9.3. 1977, gift Ingólfi Kristjáni Guðmundssyni, c) Sigurður Már, f. 2. 8. 1982, kvæntur Dröfn Helgadóttur. Gerður útskrifaðist úr Húsmæðrakennaraskóla Ís- lands 1950, kenndi í Húsmæðra- skólanum að Laugarvatni 1952 – 1979. Gerður giftist árið 1979 Agli Sigurðssyni mennta- skólakennara, f. 30.10. 1935. For- eldrar hans voru Jóna Magnea Grímsdóttir, f. 3.2. 1916, d. 16.1. 1972, og Sigurður Guðmundsson, f. 22.5. 1914, d. 7.4. 2005. Þau fluttust til Reykjavíkur 1979. Gerður hóf fyrst störf í banda- ríska sendiráðinu, þá í gagn- fræðaskólum, síðan í Mjólk- ursamsölunni og svo í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og kenndi þar til 70 ára aldurs. Útför Gerðar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag 22. ágúst 2012 kl. 15. var gift Sigurði Guðmundssyni, f. á Stokkseyri 23.6. 1920, d. 25.5. 1981. Dætur Hönnu og Sigurðar eru 1) Lilja, f. 26.6. 1942 og 2) Guðrún f. 16.1. 1951, maki Valur Þorvaldsson, f. 15.4. 1945. Börn þeirra eru: a) Hanna Lilja, f. 22.4. 1975, d. 14.8. 2011, gift Gísla Kristbirni Björns- syni og eru börn þeirra: i) Þor- kell Valur f. 2003, ii) Guðrún Fil- ippía f. 2007, iii) Sigríður Hanna f. 2011 og iv) Valgerður Lilja f. Nú þegar hún Gerður Hulda Jóhannsdóttir kveður okkur eft- ir svo langa og nána samfylgd, lútum við höfði og minnumst í virðingu og þökk allra ljúfu stundanna sem við fengum að eiga saman. Í fámennum fjölskyldum verður vægi hvers og eins mik- ið, og meðal afkomenda foreldra Gerðar, þeirra Lilju og Jóhanns á Selalæk í Vestmannaeyjum, sem nú telur aðeins sjö manna hóp auk maka, var forystuhlut- verk Gerðar ótvírætt. Aðstæður réðu því að hún varð eiginkonu minni Guðrúnu, systurdóttur sinni, strax í bernsku sem önnur móðir, og þar af leiðandi varð hún mér síðar önnur tengda- móðir og afkomendum okkar viðbótar-amma og langamma. Öll áttum við hana heila og óskipta í öllum þessum mikil- vægu hlutverkum, og var Gerð- ur jafnan ótvíræður foringi okk- ar allra, kraftmikil og hugmyndarík, frumleg og djörf, en umfram allt skemmtileg. Við hrifumst öll með, en hlutur okk- ar sumra varð þó stundum að vera einhvers konar demparar, bara vegna þess hve miklu flat- ari og hversdagslegri við vorum sjálf. Fyrri hluta starfsævi sinnar átti Gerður glæsilegan feril við Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni, þar sem hún starf- aði þétt við hlið Jensínu Hall- dórsdóttur skólastjóra í nær þrjá áratugi. Svo ólíkar sem þær voru, báðar mjög mikilhæf- ar, bættu þær hvor aðra upp og mynduðu saman fjölvirkt teymi sem lyfti í raun Grettistaki. Þar stóð skáli um þjóðbraut þvera, sem miðlaði þekkingu, verk- menningu og framfarahug til unga fólksins í héraðinu og hafði þar mikil og heillavænleg áhrif um langan tíma. Þegar Gerður um miðjan ald- ur giftist Agli Sigurðssyni stærðfræðikennara, fluttu þau frá Laugarvatni til Reykjavíkur og áttu þar heimili og störf síð- an. Þá var hún nær sínu fólki og naut samskiptanna og var sér- staklega áhugasöm um líf og þroska barnanna. Lífið hefur auðvitað reynst okkur blandað- ur pakki eins og flestum, en það eru góðu og glöðu stundirnar sem alltaf skipta okkur mestu máli. Það var aldrei lognmolla kringum Gerði Huldu Jóhanns- dóttur. Henni var áskapað að ganga fram fyrir skjöldu, vera miðpunktur samfunda og miðla gleði. Minnisstætt er, þegar Margrét Þórhildur danadrottn- ing var hér í opinberri heimsókn snemma á ferli sínum og fór þá m.a. að Gullfossi og Geysi. Fyrir lá að bílalest drottningar mundi fara um Laugarvatn á leið sinni til Reykjavíkur, en án viðkomu. Þarna sá Gerður kost á að gera hlut Laugarvatns veglegri og tók málin í sínar hendur þótt tími væri naumur. Hún hafði skjót ráð; farið var um staðinn með gæruskinn og rituðu íbúar Laugarvatns nöfn sín á holdros- ann. Síðan var safnast saman uppi á vegi, og þegar drottn- ingin nálgaðist sté Gerður fram og stöðvaði bílalestina og flutti drottningu kveðju Laugvetninga og afhenti henni gæruskinnið að gjöf. Þetta atvik er mjög lýsandi um æviferil Gerðar, sem ein- kenndist fyrst og fremst af frjó- um huga, drift og stöðugri sókn eftir jákvæðara mannlífi og meiri gleði. Hér er margt að þakka og margs að minnast, og það er mikil birta yfir minningum. Valur Þorvaldsson. Kær vinkona og einstök kona, Gerður Hulda Jóhannsdóttir, hefur nú kvatt samferðafólk sitt, eftir merkilegt ævistarf og erfið veikindi. Hún skilur eftir sig stórt skarð í hugum vina sinna, eiginmanns og allra aðstand- enda. Við vorum skólasystur í Hús- mæðrakennaraskóla Íslands ár- in 1948-50. Gerður var strax ein af sterkustu stoðum þess hóps er hóf þar nám haustið 1948, og ásamt Jensínu vinkonu sinni tóku þær að sér margvísleg ábyrgðarstörf að náminu loknu. Þær stóðu saman af einstakri og einlægri vináttu og létu sér fátt fyrir brjósti brenna. Lengst störfuðu þær saman við Hús- mæðraskóla Suðurlands á Laug- arvatni. Þar eignuðust þær stór- an hóp nemenda, sem virti þær og dáði. Margir munu minnast þess og þakka þeim giftudrjúg störf þar. Þangað var ánægju- legt að heimsækja þær, njóta gestrisni þeirra og glaðværðar í skólastarfinu og ýmislegs er þar var í boði. Gerður var einstaklega einörð og glaðvær í sinni. Hún var góð frásagnarkona og hafði næmt auga fyrir öllu skoplegu í um- hverfi sínu. Það hafa því verið ánægjulegir fundir er við höfum hist skólasysturnar og minnst gamalla samverustunda, þar sem Gerður hefur endursagt okkur ýmsa viðburði og spaugi- leg atvik úr skólalífinu í HKÍ. Margra ánægjustunda er að sakna og margt að þakka. Gerður stundaði framhalds- nám við Háskólann í Árósum í Danmörku einn vetur. Einnig sinnti hún matreiðslustörfum við sendiráð Íslands í London um nokkurt skeið, auk ýmissa annarra mikilvægra verka. Eftir margra ára kennslu á Laugarvatni flutti Gerður til Reykjavíkur. Hún hélt áfram kennslu um skeið, og þau Egill bjuggu sér fagurt heimili, nutu samvistanna og voru dugleg að ferðast bæði innanlands og ut- an. Hún hefur ætíð borið veik- indi sín vel og forðast að láta þau hamla störfum sínum eða ferðalögum þeirra. Aðdáunar- vert er hve vel þau hafa staðið saman og notið þess að skoða sig um bæði hér heima og er- lendis. Gerður var sterk persóna, einlæg og einörð í framgöngu og góðviljug. Við skólasystur henn- ar úr HKÍ þökkum að leiðarlok- um allar ánægjulegu samveru- stundirnar og biðjum henni allrar blessunar. Við sendum eiginmanni hennar, Guðrúnu frænku hennar og öðrum að- standendum einlægar samúðar- kveðjur. Sigríður Kristjánsdóttir. Í hvert sinn sem ég heyri tal- að um „lífskúnstnera“ dettur mér ósjálfrátt Gerður í hug. Gerður var vinkona hennar mömmu og hún var mér afar kær. Ég geymi dýrmætar minn- ingar, einkum úr barnæsku, um þessa margbrotnu, stór- skemmtilegu konu sem var öðruvísi en allar aðrar konur. Þegar við systkinin vorum börn, veltum við stundum fyrir okkur gæðum mæðra vina okk- ar og í okkar huga voru eftirlát- samar mæður bestar. Við höfð- um viðmið og viðmiðið var Gerður. Hún var „betri“ en aðr- ar konur. Hjá Gerði máttum við „allt“. Gerður bjó í Heimakletti á Laugarvatni og þar dvöldum við oft á tíðum, einkum á sumrin. Ljómi hvíldi yfir Laugarvatni þar sem okkur var ætíð tekið opnum örmum og ævintýrin biðu okkar við hvert fótmál. Hvergi í veröldinni var meira líf og fjör þar sem fátt var bannað. Þar fórum við ein út á bát þegar okkur sýndist, fengum gos á virkum dögum, máttum vaka eins lengi og gátum og glamra á orgelið þegar við vildum. Gerður fór með okkur í bíltúr út um hvippinn og hvappinn, söng fyndnustu söngtextana og keypti nammi í kílóavís. Hvergi var meira hlegið og hvergi var til meira af jólaskrauti eða fleiri páskaungar þegar viðkomandi hátíðir gengu í garð. Gerður var líka mega-skvísa sem fór til útlanda, meira að segja til Spánar og kom brún heim með gjafir handa okkur, var „slönguleg“ með síða gull- eyrnalokka og ég horfði á hana opinmynnt, gagntekin af að- dáun. Þær gerðust ekki flottari í þá daga. Seinna giftist Gerður honum Agli og þau fluttu til Reykjavík- ur. Það var mikið gæfuspor. Þau voru afar ólík en einstaklega samhent og alltaf var gott að koma á heimili þeirra og finna sig þar jafn velkomna og fyrr. Ég minnist Gerðar með þakk- læti og söknuði í huga og Agli færi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Ragnheiður Matthíasdóttir. Gerður Hulda Jóhannsdóttir MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, DAGMAR GUÐMUNDSDÓTTIR, sem lést á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík sunnudaginn 12. ágúst, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 24. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðmundur Bergþórsson, Matthildur K. Friðjónsdóttir, Þorsteinn Bergþórsson, Ásdís U. Bergþórsdóttir, Helgi Kr. Gunnarsson, Hrönn Bergþórsdóttir, Björgvin Ármannsson, Freyja E. Bergþórsdóttir, Þórarinn S. Hilmarsson, Björk Bergþórsdóttir, Guðni Sigurðsson, Aron K. Bergþórsson, Kristín B. Karlsdóttir, Jóhanna Bergþórsdóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sr. HJARTAR HJARTARSONAR, Hlíðarvegi 11, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær Friðbjörn Sigurðsson krabbameinslæknir og starfsfólk Landspítalans við Hringbraut. Unnur Axelsdóttir, Stefanía Hjartardóttir, Sveinn Hjörtur Hjartarson, Sigurveig H. Sigurðardóttir, Þórunn Ingibjörg Hjartardóttir, Sveinn B. Larsson, Axel Garðar Hjartarson, Rannveig Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, MARINÓS SIGURBJÖRNSSONAR, Heiðarvegi 12, Reyðarfirði. Margrét Einarsdóttir, Steinunn Marinósdóttir, Sigurður V. Benjamínsson, Einar Marinósson, Ólafía K. Kristjánsdóttir, Sigurbjörn Marinósson, Sigríður St. Ólafsdóttir, Marinó Már Marinósson, Sigríður Lísa Geirsdóttir, Guðný Soffía Marinósdóttir, Haraldur Kr. Haraldsson, Gauti Arnar Marinósson, Hulda Sverrisdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÁLFDÁN STEINGRÍMSSON, fv. prentsmiðjustjóri, sem andaðist á Landspítalanum, Landakoti, miðvikudaginn 15. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 23. ágúst kl. 13.00. Ingibjörg Steindórsdóttir, Steindór Hálfdánarson, Sólrún Björnsdóttir, Stella Petra Hálfdánardóttir, Lárus Halldórsson, Kristín Hálfdánardóttir, Gunnar Hilmar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir minn, AGNAR GAUTUR ÞÓR NORLAND, lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni sunnudagsins 19. ágúst. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ástmundur Agnar Norland. ✝ Ástkær móðir okkar, amma og langamma, SÓLEY GUÐSTEINSDÓTTIR HÓLM, lést í Michigan í Bandaríkjunum laugardaginn 18. ágúst. Hún verður jarðsett í Michigan föstudaginn 24. ágúst. Svanrós Hólm, Davíð Hólm, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU LÚÐVÍKSDÓTTUR, fyrrverandi kennara, Þúfubarði 2, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs fyrir umönnun og ástúð. Gunnar Geirsson, Guðfinna Kristjánsdóttir, Lúðvík Geirsson, Hanna Björk Lárusdóttir, Hörður Geirsson, Jóhanna S. Ásgeirsdóttir, Ásdís Geirsdóttir, Jón Páll Vignisson, Þórdís Geirsdóttir, Guðbrandur Sigurbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS MARKÚSSONAR, Funalind 1, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og hjúkrunarþjónustu Karitas. Markús Einarsson, Hólmfríður Pálsdóttir, Árni Dan Einarsson, Sigrún Dan Róbertsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Jón Karlsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.