Morgunblaðið - 22.08.2012, Síða 26

Morgunblaðið - 22.08.2012, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 Það verður engin stórkostleg viðhöfn enda er þetta nú ekkimerkisafmæli nema auðvitað að því leytinu til að þver-summan er níu, sem er þrisvar sinnum þrír. Merkisafmælið verður auðvitað á næsta ári þegar maður verður „sixty four“, sem er eiginlega orðið merkilegra en þegar maður verður 65 ára,“ segir Þórarinn Eldjárn rithöfundur, sem fagnar 63 ára afmæli sínu í dag. Að sögn Þórarins ætlar hann að bjóða fjölskyldu sinni, börnum og barnabörnum, systkinum sínum og afkomendum þeirra í fiskisúpu. Aðspurður hvort hann eigi von á mörgum gestum í boðið segir Þór- arinn að þarna verði eflaust á fjórða tug gesta. „Ég hef verið mjög ánægður með þá sem standa að Reykjavíkur- maraþoninu en þeir hafa verið svo vinsamlegir við mig að halda maraþonið á nákvæmlega þessum degi bæði þegar ég varð fimm- tugur og þegar ég varð sextugur, ég er ekki ennþá búinn að athuga hvernig þetta verður þegar ég verð sjötugur, ef ég lifi, vonandi verða þeir til í að hafa þetta líka þannig þá,“ segir Þórarinn. Mikið er framundan hjá Þórarni en hann ætlar að gefa út nýja skáldsögu í haust, þá er hann búinn að ganga frá nýrri þýðingu á leikritinu Macbeth fyrir Þjóðleikhúsið sem frumsýnt verður annan í jólum, þá sá hann um að ljóðskreyta tvær barnabækur eftir Eddu Heiðrúnu Backman sem koma út í haust. skulih@mbl.is Þórarinn Eldjárn er 63 ára í dag Morgunblaðið/Eggert Merkisafmæli Þórarinn Eldjárn segir 64 ára afmælið á næsta ári vera merkisafmæli og vísar þar til dægurlagatexta Pauls McCartney. Gefur út nýja skáldsögu í haust Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Emilía Líf Bjarkadóttir og Arndís Indiana Arnars- dóttir héldu tombólu bæði í Spönginni og hjá Nettó í Kópavogi. Þær söfnuðu dóti hjá ættingum og vinum og heima hjá sér og seldu. Þær gáfu Rauða krossi Íslands ágóðann, 10.364 kr. Hlutavelta Seltjarnarnes Rakel fæddist 20. febr- úar. Hún vó 4.120 g og var 53 cm. For- eldrar hennar eru Ragnheiður G. Magnúsdóttir og Þorvaldur S. Krist- jánsson. Nýir borgarar Akureyri Egill Berg fæddist 10. nóv- ember kl. 9.19. Hann vó 4.575 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Guð- laug Ásta Gunnarsdóttir og Kristján Baldur Valdimarsson. Þ orsteinn fæddist á Grund í Svarfaðardal, lauk stúdentsprófum frá MA 1959, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1966, doktorsprófi í svæfingalækn- isfræði frá Gautaborgarháskóla 1981 og kennaraprófi í sömu grein 1983. Þorsteinn var kandídat og aðstoð- arlæknir á Landspítalanum, aðstoð- arlæknir á Sahlgrenska sjukhuset í Gautaborg, fastráðinn aðstoðaryf- irlæknir þar frá 1974, sérfræðingur á Landspítalanum, svæfinga- og gjörgæsludeid, frá 1977, var sér- fræðingur á Landspítalanum, svæf- inga- og gjörgæsludeild, frá 1981, veitti deildinni þar forstöðu frá 1985 og var yfirlæknir gjörgæsludeildar Landspítalans 1991-2005. Þorsteinn var stundakennari við Gautaborgarháskóla, dósent í svæf- ingalæknisfræði og forstöðumaður sérgreinarinnar víð læknadeild HÍ frá 1981 og kenndi hjúkrunarfræð- ingum í framhaldsnámi. Þorstein sat í stjórn Svæfinga- læknafélags Íslands 1978-84, var formaður þess 1980-84, fulltrúi Ís- lands í stjórn Nordisk Anaesthesio- logisk Forening 1979-85, varaforseti þess 1991-93, forseti 1993-95 og að- alritari 1997-2002. Þorsteinn hefur verið golfdómari um langt árabil, sat í stjórn Golf- Þorsteinn Svörfuður Stefánsson, fyrrv. yfirlæknir, 75 ára Á gjörgæslunni Þorsteinn ásamt Sigrúnu Snorradóttur aðstoðardeildarstjóra, Baldvini Bjarnasyni og Lilju Björt Baldvinsdóttur og Marianne Holm deildarstjóra í tilefni af gjöf til deildarinnar frá Pfaff. Les latínu og grísku Afmælisbarnið Þorsteinn Svörfuður Stefánsson, fyrrv. yfirlæknir, á svæf- ingalæknaþingi fyrir nokkrum árum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.