Morgunblaðið - 22.08.2012, Page 28

Morgunblaðið - 22.08.2012, Page 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is -VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI Sérfræðing ar í gleri … og okku r er nánast ekkert ómö gulegt Opið: 08:00 - 17:00alla virka daga • Sólvarnargler • Einangrunargler • Öryggisgler • Eldvarnargler • Speglar • Hert gler - Í sturtuklefa - Í handrið - Í skjólveggi - Í rennihurðir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Með hjálp góðra vina tekst þér að sigla þínum málum í höfn. Taktu lítil skref í breytingaátt til að byrja með. Hugmyndir sem þú hefur sett fram vekja athygli. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú kannt að lenda í útistöðum við samverkamenn þína. Dekraðu við sjálfa(n) þig með því að eiga rólega stund í einrúmi hvenær sem þú átt þess kost. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Óvænt rómantískt daður við ein- hvern leiðir þig í vandræði. Láttu það ekki koma þér úr jafnvægi heldur auka skilning þinn og styrk. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Láttu það ekki draga úr þér kjarkinn, þótt vinir og vandamenn geri lítið með skoð- anir þínar þessar dagana. Fremur en að láta það angra þig skaltu auka þekkingu þína. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ótrúlega mikil hamingja færist þér í fang svo lengi sem þú nærð ekki að láta nei- kvæðar hugsanir stöðva hana. Að klæðast og innrétta er ekki duttlungar í þínum aug- um heldur ábyrgðarhluti. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Rifrildi og ágreiningur setja svip á daginn og eyðileggja stemninguna. Eina leið- in til að bæta sambandið er að sætta þig við hann/hana eins og hann/hún er. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gerðu lista yfir fimm hluti sem þú getur betrumbætt til að auka tekjur þínar. Láttu ekki aðra hrifsa til sín það sem í raun er þitt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Mundu að láta athafnir fylgja orðum þínum svo að þú fáir ekki þá einkunn að þig sé lítið sem ekkert að marka. Leggðu þitt af mörkum til að styðja góð málefni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Fátt er verðmætara en góður vinur. Láttu ekki feimni eða stolt koma í veg fyrir að þú þiggir hjálp því með því veitirðu öðrum tækifæri til að sýna örlæti. 22. des. - 19. janúar Steingeit Til að komast inn í ryþma dagsins skaltu hægja á þér. Hvar viltu vera eftir tíu ár eða eftir fimm ár? Hvað getur þú gert til þess að byrja leiðina að settu marki? 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú verður kynntur fyrir persónu sem getur lagt þér lið með ýmsum hætti. Gefðu þér tíma til að sinna ástvinum þínum og öðrum sem þrá félagsskap þinn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt það geti verið erfitt að horfast í augu við eigin mistök skaltu ekki gleyma að af þeim lærir maður mest. Allt sem þú gerir gengur vel og hratt fyrir sig. Í bréfi til Aðalsteins Kristjánssonar 3. maí 1912 skýrir Stephan G. Steph- ansson afstöðu sína til trúmála, en hann var mikill efasemdamaður: „Við göngum duldir þess dóms, hvort dauðinn sé múr eða dyr, vængjanna síðasta sig, eða svif þeirra hærra en fyr.“ Síðar í bréfinu kemst hann svo að orði: „Ég get virt og skil trúna á þetta allt, en ég uni ekki við ónýta rökfærslu fyrir henni, eins og t.d. Guðmundar míns á Sandi um ein- staklings-einkennin manns. Hefði hann ekki hætt á hálfnaðri hugsun, myndi hann hafa séð, að þau hverfa manni hér í lífi jafnvel, í ellinni, á banasænginni.“ Í bréfi til Magnúsar Hinrikssonar segir hann: „Sumartíð þér sæl og góð sé til hags og verka. – Færi hún þér falleg ljóð, fjör og heilsu sterka.“ Í bréfi til séra Rögnvalds Péturs- sonar í mars 1912 segir hann frá Ís- landsför sinni og hlakkar til með honum að fá að skreppa nú heim, - „verst þykir mér, að þú manst svo lítið, hvernig var, sem von er, því Ís- land má ekki bera saman við annað en sjálft sig og allt sem verra er“! Síðan segir hann. „Á Húsavík kom ég aldrei. Þar býr „Hulda“ og kveð- ur um Vík sína: Kinnar-fjöllin bylgju blá, und bjartri mjöll, skjálfa öll í öldugljá, sem álfahöll. – – – Hér er frítt þótt skorti skóg og skjól sé lítt. Kveldskin hlýtt og hug-rúm nóg við hafið vítt.“ Enn segir Stephan í bréfi til séra Rögnvalds 29. maí 1904: „Gjarnan skal ég kveða til „lengstu laga“, en þó óska ég hins fremur, að ég hefði vit á að þagna, áður en ég verð tóm- ur svipur af sjálfum mér – því: Það er ekki allra skálda æfisaga að halda uppi um elli-daga óðar-rausn í húsi Braga.“ Í bréfi til Jóns Jónssonar frá Sleð- brjót 11. des. 1914 segir hann: „Á ég að segja þér vísu, sem ég endaði bréf til kunningja míns á í gær. Hún á eins vel eða illa við daginn í dag. Þar sem ég gef svínum eru stundum nokkur sólskríkju- (snowbunting) -hjón að kroppa. Ég kvað: Út í fjósin vana-veg verð ég nú að skrefa – sólskríkjunnar sakna er ég svínum hætti að gefa.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sumartíð þér sæl og góð G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð il e g i Fe rd in a n d G æ sa m a m m a o g G rí m u r OG ÞETTA ER SÉRLEGA ÁHUGAVERT FRÍMERKI ... TÍMI? TUTTUGU OG ÞRJÁR SEKÚNDUR. NÝTT MET. ÞETTA ER SKRÝTIÐ ... TENNURNAR VIRÐAST RISPA FINGRAFÖRIN. LJÚFA, VERTU ALLTAF STOLT AF ÞVÍ AÐ VERA KONA! KONUR STANDA KÖRLUM FRAMAR AÐ ÖLLU LEYTI! VIÐ ERUM VIÐ ÞAÐ AÐ NÁ YFIRHENDINNI ... EN ÞEIR HAFA EKKI HUGMYND UM ÞAÐ! GEFÐU MANNI FISK, OG HANN ER SADDUR Í EINN DAG. KENNDU HONUM AÐ FISKA, OG HANN ER SADDUR ALLA ÆVI. OPNAÐU TÚNFISKDÓS OG KÖTTUR KLESSIR Á VEGG Á 70 KM HRAÐA. Víkverji er ekki alveg tilbúinn aðfallast á að sumri sé farið að halla, en sér að það verður ekki umflúið þegar fyrstu haustboðarnir hafa gert vart við sig. Sunnar og austar í álfunni byrjuðu atvinnumenn að sparka bolta um helgina þannig að tími vetraríþrótta er genginn í garð. Svo eru skólarnir að hefjast með til- heyrandi umstangi. Veður eru þó enn það mild að Víkverji hefur ákveðið að bíða með að taka fram snjóþrúgurnar svo að þær séu til taks. x x x Víkverji notaði dreggjar sumarsinstil að fara á bikarúrslitaleik knattspyrnu í Laugardalnum á laug- ardag. Þar áttust við KR úr Vest- urbæ og Stjarnan úr Garðabæ. Stjörnustrákar hafa verið beittir í sumar, iðulega spilað skemmtilega knattspyrnu og verið duglegir að skora. Víkverji var minnugur þess þegar Þór spilaði KR sundur og sam- an í bikarúrslitunum í fyrra, átti urmul færa og skaut hvað eftir annað í slá án þess að skora. KR sigraði, en stuðningsmenn liðsins fóru heim hálfvandræðalegir þótt þeir hefðu hrósað sigri. x x x Leikurinn á laugardag virtist í upp-hafi ætla að stefna í eitthvað svip- að. Leikmenn Stjörnunnar voru beittari, fljótari og skeinuhættari. Það var því algerlega í takti við gang leiksins þegar Stjarnan komst yfir. KR-ingar náðu að jafna, en Stjarnan virtist hafa öll spil á hendi þegar dæmt var víti á KR í lok fyrri hálf- leiksins. Garðar Jóhannsson tók vítið og þrumaði í slána. Varð mönnum að orði að KR-ingar hlytu að hafa fengið að nota sömu slána og í fyrra. Í upp- hafi seinni hálfleiks var sama sláin aftur á ferðinni, en nú var hún fyrir KR-ingum. KR-ingar voru mun sprækari í seinni hálfleik en þeim fyrri, tókst að komast yfir og halda forustunni. Garðbæingar geta nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki látið kné fylgja kviði í fyrri hálf- leik. Hins vegar er rétt að halda því til skila að leikurinn var frábær skemmtun og geta bæði lið borið höf- uðið hátt eftir slíka viðureign, þótt auðvitað sé súrt að tapa. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Ef einhvern ykkar brest- ur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og hon- um mun gefast. (Jak. 1, 5.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.