Morgunblaðið - 22.08.2012, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 22.08.2012, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 Kanadíska hljómsveitin Japan- droids, skipuð Brian King og Dav- id Browse, er á landinu og spilar í kvöld á Gamla Gauknum. Tónleik- arnir eru hluti af tónleikaferðalagi sveitarinnar frá Vancouver sem fylgir nú eftir plötu sinni Celebra- tion Rock. Breiðskífa þeirra kappa hefur fengið fína dóma hjá gagnrýn- endum í Kanada og víðar en hún er önnur plata sveitarinnar. Þann- ig valdi tónlistarvefurinn pitch- fork.com plötu þeirra „bestu nýju tónlistina“ árið 2010. Tónleika- gagnrýnendur hafa þá sagt að það sé ótrúlegt að Japandroids sam- anstandi af einungis tveimur hljómsveitarmeðlimum, svo mikill sé krafturinn í kringum þá. Tón- leikaferð þeirra Brians Kings og Davids Prowse er afar þétt bókuð með tónleikum allt fram í janúar. Reykjavík er þeirra fimmti áfanga- staður. Hljómsveitin Sudden Weather Change mun hita upp fyrir Jap- androids en þeir gáfu nýverið út sína aðra breiðskífu. Hægt er að kaupa miða í forsölu á midi.is. Japandroids Hljómsveitin frá Kanada hefur hlotið mjög góða dóma hjá gagnrýnendum vestanhafs fyrir nýjustu breiðskífu sína, Celebration Rock. Kraftmikill dúett frá Vancouver  Hljómsveitin Japandroids á Íslandi Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is Guðmundur Arnar Guðmundsson, handritshöfundur og leikstjóri, fékk nýverið styrk frá danska ríkissjón- varpinu, DR, til þess að framleiða stuttmyndina sína Hvalfjörður en DR keypti einnig sýningarrétt á myndinni. „Framleiðendur okkar hérna voru rosa- lega hissa og ánægðir því við fengum aðeins hærri styrk held- ur en vanalega. Vegna þess að þetta er íslensk mynd er ekki sjálfgefið að danska ríkissjón- varpið vilji kaupa réttinn á henni og því erum við rosalega heppnir,“ segir Guð- mundur. Saga af bræðrum Hvalfjörður er 15 mínútna stutt- mynd sem fjallar um bræður, yngri bróðurinn Ívar, sem Ágúst Örn B. Wigum túlkar en hann lék einnig í Eldfjalli, og Ingvar en það er Einar Jóhann Valsson sem fer með hlut- verk hans. „Einn daginn kemur Ívar að eldri bróður sínum Arnari þar sem hann er að reyna taka sitt eigið líf. Ívar er hræddur og hleypur í burtu og Arnar eltir hann og fær hann til þess að lofa sér að segja engum frá því sem hann hefur séð. Sagan fjallar um hvernig Ívar meðhöndlar þetta leyndarmál sem hann getur ekki talað um og á sama tíma hefur hann áhyggjur af eldri bróður sín- um og að hann fari að reyna þetta aftur. Myndin fjallar um þeirra samband eftir þetta atvik,“ segir Guðmundur. Rúnar Rúnarsson og Saga Film eru meðframleiðendur að Hvalfirði. Myndin verður frumsýnd á kvik- myndahátíð sem fer fram í byrjun janúar og enda febrúar en að svo stöddu vildi Guðmundur ekki greina nánar frá því hvaða hátíð það er. „Það ræðst af því hvar við náum að frumsýna myndina hvernig líf hún á eftir að eiga í framhaldi af því. Engu að síður erum við bjartsýn með að hún eigi eftir að fá góða byrjun.“ Árið 2003 útskrifaðist Guð- mundur úr myndlistarnámi við Listaháskóla Íslands og lauk síðar námi í Danmörku við handritsskrif árið 2007. Hann hefur skrifað og leikstýrt fleiri stuttmyndum, þar á meðal teiknimyndinni Þröng sýn sem var frumsýnd á kvikmyndahá- tíðinni RIFF árið 2005 og fór svo víða á erlendar hátíðir. Myndin vann einnig til verðlauna, m.a. New Diamonds Award, Karlovy Vary og European Youth Award ofl. og var m.a. tilnefnd til Eddunnar árið 2005. Til viðbótar við stuttmyndina Hvalfjörð er Guðmundur einnig leikstjóri stuttmyndarinnar Ártúns og dönsku stuttmyndarinnar Malou sem verða frumsýndar á þessu ári. „Ártún er þroskasaga sem fjallar um þrjá tólf ára stráka sem alast upp í smábæ rétt fyrir utan Reyja- vík. Þá langar að kynnast stelpum og eignast kærustu. En stelpurnar í þorpinu hafa ekki áhuga á strákun- um og þess vegna fara þeir til Reykjavíkur. Útfrá því þróast sagan en hlutirnir ganga ekki eins fyrir sig og strákarnir höfðu vonast til,“ seg- ir Guðmundur. Ártún er tekin upp í Garði en upprunalega hafði Guðmundur ætl- að sér að taka hana upp í ein- hverjum af úthverjum Reykjavíkur. „Það varð hins vegar ekki mikið úr því vegna þess að úthverfin eru öll orðin svo rosalega fín. Mér fannst vanta þennan grófleika í þau og þar af leiðandi enduðum við á því að taka myndina í Garði þó að myndin gerist í raun og veru í Árbænum.“ Þroskasögur Stuttmyndir Guðmundar eru margar hverjar þroskasögur. „Allt sem ég hef skrifað og unnið með hingað til hefur alltaf verið um krakka á þessum aldri, oftast að stíga inn í unglingsárin. Ég held að miklu leyti vegna þess að fyrir mér voru þessi ár erfið. Ég gekk í gegn- um miklar breytingar og þessi fyrstu unglingsár höfðu mikil áhrif á mig. En hugsanlega af því að ég er kominn svona langt frá þeim á ég auðveldara með að spóla til baka og upplifa og tengjast þeim upp á nýtt,“ segir Guðmundur. Hingað til hefur Guðmundur ein- ungis sent frá sér stuttmyndir en um þessar mundir vinnur hann við gerð kvikmyndar í fullri lengd. „Ég skrifaði handrit sem heitir Hjartastingur sem er fyrir kvik- mynd í fullri lengd. Kvikmyndasjóð- ur hefur styrkt mig með hana og handritið að henni hefur verið tilbú- ið í langan tíma. Ártún og Hval- fjörður hafa að vissu leyti verið leið mín til þess að öðlast meiri reynslu og þekkingu til þess að fara yfir í kvikmynd í fullri lengd,“ segir Guð- mundur. „Við stefnum á að byrja að taka myndina upp eftir tvö ár en það er búið að vera margra ára ferli að undirbúa hana.“ Efniviður sóttur í erfið unglingsár  DR styrkir gerð íslenskrar stuttmyndar og sýnir hana Þroskasaga Úr stuttmyndinni Ártúni sem segir af 12 ára drengjum. Guðmundur Arnar Guðmundsson Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Þrír dansarar úr dansskólanum P.A.R.T.S. í Belgíu, þau Védís Kjartansdóttir, Inga Huld Há- konardóttir og Simon Portigal, frumsýna glænýtt verk á Dansverk- stæðinu í kvöld. Sýningin er hluti af dagskránni Reykjavík Dance Festi- val - A Series of Event sem hófst í gær og stendur til 31. ágúst. A Series of Event er ekki eiginleg danshátíð að sögn skipuleggjanda heldur 10 daga kóreógrafía sem samanstendur af viðburðum svo sem málstofum, matarboðum, vinnustof- um, skyndibókaútgáfu og sýn- ingamaraþoni. Þrjátíu þekktir dans- arar taka þátt í þessari fjörugu dagskrá en markmiðið er að um- bylta fyrirfram gefnum hugmyndum um kóreógrafíu. Áhorfendum er gert kleift að taka þátt á einn eða annan hátt í viðburð- unum en aðgangur er ókeypis. Verkið sem sýnt er í kvöld ber yf- irskriftina Future standards of li- ving og í því er fjallað um gildi lík- amans í ótal mismunandi myndum. Sýningin hefst klukkan 19.30 og þá verður verkið einnig á dagskrá á föstudaginn sem partur af mara- þondansveislu sem stendur yfir frá klukkan 18 til 6 morguninn eftir. Hægt er að taka frá sæti klukku- tíma áður en viðburðir hefjast og ærin ástæða til því sætaframboð er takmarkað. Allir viðburðir verða á Dansverkstæðinu við Skúlagötu 30. Áhorfendum hleypt nær  Þrjátíu dansarar þátttakendur í tíu daga dagskrá á veg- um Reykjavík Dance Festival  Fjölbreyttir viðburðir Dansararnir Védís Kjartansdóttir, Inga Huld Hákonardóttir og Simon Portigal úr dansskólanum P.A.R.T.S. frumsýna verk á Dansverkstæðinu. Vefsíða hátíðarinnar: theicel- andfestival.tumblr.com/ Sólskálar -sælureitur innan seilingar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 28 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.