Morgunblaðið - 22.08.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.08.2012, Blaðsíða 32
„Það er ofsagt að þeir hafi óskað eftir að fá að loka bænum. Þeir hafa óskað eftir því að fá bíla fjarlægða á ákveðnum svæðum og loka fyrir umferð tímabundið. Einnig þarf að fjarlægja einhver skilti og annað því um líkt. Umferð verður einnig takmörkuð um Fjarðarheiðina. Við reynum að leggja þeim lið eftir fremsta megni og við höfum mjög gaman af þessu,“ segir Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri Seyðisfjarðar, um fyrirhugaðar tökur í bænum á kvikmynd leikstjórans Bens Still- ers, The Secret Life of Walter Mitty. „Mér skilst að þetta verði í haust og því ætti takmörkuð um- ferð að vera í góðu lagi því það er yfirleitt svo rólegt hjá okkur, sér- staklega þegar ekkert skip liggur við höfnina hjá okkur. Fólk er þeg- ar farið að tjá sig á samskiptasíðum og tekur vel í þetta.“ Framleiðendur myndarinnar hafa þó ekki lagt inn formlega beiðni til sýslumanns en hún er þó væntanleg. Leyfi og samvinna aðila eins og Vegagerðarinnar, lögregl- unnar og bæjarstjórnar hvers sveit- arfélags þarf að liggja fyrir. Yfir- leitt gengur það greiðlega fyrir sig og flestir vilja veg erlendra kvik- myndaframleiðenda hér á landi sem mestan. Önnur sveitarfélög munu einnig gera viðeigandi ráðstafanir. Magn- ús Stefánsson, bæjarstjóri Garðsins, hefur heimilað afnot af bryggjunni og svæðinu í kring en tökur þar munu fara fram í lok september. Þá hafa framleiðendur farið fram á útlitsbreytingar á tveimur húsum í Stykkishólmi, ráðhúsinu og hafn- arvoginni. „Þeir báðu einnig um að fá að fjarlægja skilti og tvo ljósa- staura. Mér skilst að þeir séu að fara yfir kostnaðarliðinn á því,“ segir Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri Stykkishólms. Um 200 manna töku- lið er væntanlegt í bæinn í sept- ember og munu tökur standa yfir í 3-4 daga. Nákvæm dagsetning ligg- ur ekki fyrir en þó hefur verið kannað hvort gistipláss sé laust í Hótel Stykkishólmi en engar pant- anir liggja þó fyrir. Þá verður Geirabakarí í Borg- arnesi lokað í nokkra daga. thorunn@mbl.is AFP Íslandsvinur Ben Stiller undirbýr nú kvikmyndatökur á Íslandi. Bæjarfélögin taka vel á móti Stiller 32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Við höfum haft þrjá menn á okkar vegum að skoða aðstæður hérlendis fyrir komandi upptökur. Við höldum í hann núna og það er því allt klappað og klárt hvar við tökum upp,“ segir Eduardo Chacón Zúñiga, söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Sight of Emptiness sem kemur alla leið frá Kostaríku. Hljómsveitin er ákaflega vinsæl í heimalandi sínu og hefur verið að stimpla sig inn í alþjóðlega þunga- rokksheiminum og vakið mikla at- hygli. Auk þess að taka upp tónlistar- myndband, meðal annars í Jökulsárlóni og Vík, ætlar hljóm- sveitin að halda tónleika hér á landi og enda með þeim tónleikaferðalag sem staðið hefur yfir í sumar. Platan seldist hratt upp Sight of Emptiness hefur m.a. komið fram á Bloodstock-tónlistarhá- tíðinni í Bretlandi og spilaði þar með Alice Cooper, Machine Head og Behemoth. Þá hafa félagarnir spilað með hljómsveitum á borð við At The Gates, Amon Amarth og Megadeth. „Við höfum gefið út tvær breið- skífur, síðast árið 2009 og þar áður árið 2007,“ segir Zúñiga en fyrri plat- an seldist upp á fjórum mánuðum sem er sérlega góður árangur fyrir þungarokksband en þungarokkið er þó stór iðnaður í Kostaríku. Sight of Emptiness heldur tvenna tónleika hérlendis meðan á dvöl þeirra stend- ur, annars vegar í TÞM, Tónlist- arþróunarmiðstöðinni, og svo á Gamla Gauknum. Tónleikarnir í TÞM eru í kvöld, húsið verður opnað klukk- an 19 og upphitunarböndin, íslensku dauðarokkshljómsveitirnar Angist og Beneath, stíga á svið klukkan 20. Á morgun spilar hljómsveitin svo á Gamla Gauknum og þá verður húsið opnað klukkan 21. Komnir til að heilla „Við efumst ekki um að við munum finna fallega staði hérlendis til að mynda á en nýjasta platan okkar er innblásin af náttúrunni. Lagið sem við gerum myndbandið við hér á landi sáum við strax fyrir okkur að taka upp á Íslandi,“ segir Zúñiga. Nýjasta og þriðja breiðskífa þeirra kappa var tekin upp á Kostaríku með sænska upptökustjóranum Thomas Joh- ansson sem unnið hefur með ýmsum þungarokksböndum. En við hverju mega Íslendingar búast á tónleikunum? „Eigum við ekki að segja að við séum komnir hingað til að heilla ykkur,“ segir Zúñiga og hlær. „Það er frábært að enda túrinn okkar hér á landi en tón- listin sem við spilum í kvöld og annað kvöld mun koma á óvart. Þetta er ferskt þungarokk með mörgum mis- munandi hljóðfærum og í tónlistinni er afar frumlegur snúningur. Þá er gífurleg orka í tónlistinni.“ Náttúrutónlist Eduardo Chacón Zúñiga, söngvari þungarokkshljómsveit- arinnar Sight of Emptiness, segir náttúruna stóran áhrifavald í tónlistinni. Tónleikar og tón- listarmyndband  Þungarokk frá Kostaríku í kvöld Sjáðu Hverfisgötu 52, 101 Reykjavík Sími: 561-0075 - sjadu.is THE EXPENDABLES 2 Sýnd kl. 6 - 8 - 10:10 (Power) THE WATCH Sýnd kl. 8 - 10:20 PARANORMAN3D Sýnd kl. 4 - 6 BRAVE:HINHUGRAKKA 3D Sýnd kl. 4 INTOUCHABLES Sýnd kl. 3:50 - 5:50 - 8 - 10:20 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÍSL TEXTI 53.000 MANNS! -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is POWE RSÝN ING KL. 10 :10 12 16 7 12 L Íslenskt tal MEÐÍSLENSKUTALI TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 3D SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS BREYTTU ÖRLÖGUM ÞÍNUM! THE EXPENDABLES 2 KL. 5.50 - 8 - 10 16 THE WATCH KL. 8 - 10 12 INTOUCHABLES KL. 5.50 12 THE EXPENDABLES 2 KL. 6 - 9 16 THE WATCH KL. 8 - 10.20 12 TO ROME WITH LOVE KL. 5.30 - 8 - 10.30 L ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL.5.40 L INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 L THE EXPENDABLES 2 KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 THE EXPENDABLES 2 LÚXUS KL. 5.40 - 8 - 10.2016 THE WATCH KL. 8 - 10.20 12 PARANORMAN 3D KL. 5.45 / 2D KL. 3.30 7 BRAVE: HIN HUGRAKKA 2D KL. 3.30 - 5.45 L BRAVE: HIN HUGRAKKA 3D KL. 5.45 L TOTAL RECALL KL. 8 - 10.35 12 ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL.3.40 / 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L TED KL. 8 12 SPIDER-MAN 3D KL. 10.20 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.