Morgunblaðið - 22.08.2012, Síða 33

Morgunblaðið - 22.08.2012, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2012 Tökum á Hollywood-kvikmyndinni Noah er lokið hér á landi og sendi fjölmiðlafulltrúi myndarinnar frá sér tilkynningu í gær með ýmsum upplýsingum um tökurnar og svo- hljóðandi kveðju frá leikstjóra myndarinnar, Darren Aronofsky: „Nú þegar tökum á myndinni er lokið á Íslandi vil ég þakka okkar frábæra íslenska starfsfólki fyrir sína gríðarlega miklu vinnu og öll- um Íslendingum fyrir sína miklu gestrisni er þeir buðu Noah vel- komna til landsins. Ísland er töfrandi staður og hér höfum við fundið ótrúlega og gríðarlega fjöl- breytta tökustaði fyrir myndina. Takk, Ísland. Ég hlakka til að koma aftur.“ Í tilkynningunni kemur fram að 148 Íslendingar hafi farið með smærri hlutverk í kvikmyndinni og tökustaðir myndarinnar hér á landi hafi verið fleiri en í nokkurri Holly- wood-mynd sem tekin hefur verið hér á landi en tökur fóru m.a. fram á Djúpavatnsleið, í Sandvík, Lamb- hagatjörn, Undirheimanámu við Kleifarvatn, Hafursey, Reynisfjöru, Raufarhólshelli í nágrenni Víkur og Leirhnjúkum við Mývatn. Gistinætur þeirra sem komu að gerð myndarinnar á íslenskum hót- elum voru 3.650 og átti tökulið við- skipti við yfir 300 þjónustuaðila, s.s. bílaleigur, veitingahús o.fl. Bílaflot- inn var umfangsmikill, leigðir voru 30 jeppar, 10 sendibílar og 75 fólks- bílar. Undirbúningur fyrir tök- urnar hófst í nóvember í fyrra og stóðu þær yfir í um fjórar vikur. Efnið sem tekið var upp hér á landi nemur um þriðjungi myndarinnar og færast nú tökur til New York. Stefnt er að því að frumsýna mynd- ina í mars 2014. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Nói Flutningabílar á einum tökustaða Noah við Reynisfjall en tökur fóru m.a. fram í Reynisfjöru. Tíu sendibílar voru leigðir til að ferja búnað. Fleiri tökustaðir en nokkru sinni  Leikstjóri Noah þakkar fyrir sig Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Saxófónleikarinn Jóel Pálsson leikur í kvöld kl. 21 á tónleikum á Café Ró- senberg með tríói danska djasspían- istans Simonar Toldams og eru þeir hluti af Jazzhátíð Reykjavíkur. Tol- dam er á vef hátíðarinnar sagður meðal mikilvirtustu djassleikara af sinni kynslóð í Evrópu en yfirskrift tónleikanna er „Tenórtröllið og Tol- dam“. „Hann er einn af þessum „heitari“ gaurum af yngri kynslóðinni þarna,“ segir tenórtröllið Jóel um píanóljón- ið Toldam. En hvernig hófst þeirra samstarf? „Það var í rauninni Listahátíðin í Århus sem kom okkur saman. Þeir höfðu samband við mig og spurðu hvort ég hefði áhuga á að koma fram með þessu tríói, Simon Toldam-tríói. Þannig byrjaði þetta nú,“ segir Jóel, hann þekki ekki for- sögu málsins frekar. „Þetta er stórt festival og út frá því voru bókaðir tónleikar í Kaupmannahöfn líka og við erum að fara í þetta núna í byrj- un september. Þá varð til þessi hug- mynd að við myndum byrja hérna á Íslandi, á Jazzhátíðinni.“ Með Tol- dam leika í tríóinu þeir Nils Dav- idsen á bassa og Knut Finsrud á trommur. Póstmódernískur djass Spurður út í efnisskrá tónleikanna segir Jóel að uppistaðan verði tónlist tríósins sem hann muni koma inn í og svo lög eftir hann sjálfan. „Ætli þetta sé ekki bara póstmódernískur djass, ef það segir eitthvað,“ segir Jóel, spurður að því hvers konar djass verði fluttur á tónleikunum. „Þeir koma til landsins á morgun (í dag) og við tökum bara hressilega æfingarispu fram að tónleikunum. Djassinn er náttúrlega þannig að menn eru bara í miklum díalóg og samspili þannig að þetta verður bara ævintýri. Ég hef aldrei hitt þessa menn áður og þess vegna er þetta smá ævintýraferð fyrir mig. Við vit- um ekkert hvað gerist.“ -En þekktirðu til þeirra áður en þú fékkst boð um að spila með þeim? „Já, ég hef heyrt þessi nöfn, þekki þau og svo er ég náttúrlega búinn að kynna mér þá betur eftir að þetta samstarf kom til, hlusta á músíkina þeirra.“ Jóel segir tríóið skipað færum mönnum, þeir séu mjög opnir og greinilega tilbúnir í alls konar til- raunastarfsemi og hvers lags æv- intýri. Þá hafi Toldam hlotið afar já- kvæða gagnrýni í dönskum fjölmiðlum, m.a. dagblaðinu Politi- ken en þess má geta að Jóel hefur sjálfur hlotið lof í dönskum miðlum fyrir sín verk. Þess má að lokum geta að Jóel leikur á fleiri tónleikum á Jazzhátíð Reykjavíkur, með Jack Magnet Quintet í Silfurbergssal Hörpu laug- ardaginn 25. ágúst kl. 20 og á tón- leikum Stórsveitar Reykjavíkur helguðum Glenn Miller og hljóm- sveit hans í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 31. ágúst. Tríó sem er til í hvers konar ævintýri  Jóel Pálsson djassar með tríói Simonar Toldams Píanóljón Simon Toldam kemur fram á Jazzhátíð Reykjavíkur á Café Rósenberg í kvöld með tríói sínu og saxófónleikaranum Jóel Pálssyni. Tenórtröllið Jóel Pálsson er spennt- ur fyrir því að leika með Toldam. Frekari fróðleik um Toldam má finna á vef hans, simontoldam- .com. Vefur Jazzhátíðar Reykja- víkur er á slóðinni reykjavikjazz.is.  KVIKMYNDIR.IS  HOLLYWOOD REPORTER  SÉÐ OG HEYRT  MBL 58.000 GESTIR Á 24 DÖGUM STÆRSTA MYND SUMARSINS VINSÆLASTA DANSSERÍA ALLRA TÍMA MÖGNUÐ DANSATRIÐI! BESTA MYNDIN Í SERÍUNNI TIL ÞESSA EGILSHÖLL 12 12 L L L L L 7 7 7 L L L ÁLFABAKKA 12 12 12 STEP UP REVOLUTION 3:40-5:50 - 8 - 10:20 2D BRAVE ÍSL.TALI KL. 3:40 - 5:50 3D BRAVE ÍSL.TALI KL. 3:40 - 5:50 2D BRAVE ENSKU.TALI KL. 8 - 10:20 2D SEEKING A FRIEND KL. 5:50 - 8 - 10:20 2D DARK KNIGHT RISES KL. 6 - 8 - 10 2D DARK KNIGHT RISES VIP KL. 4 - 8 2D MADAGASCAR 3 ÍSL.TALI KL. 3:40 2D UNDRALAND IBBA ÍSL.TALI KL. 3:40 2D 7 KRINGLUNNI L 12 12 12 STEP UP REV. KL. 5:50 - 8 - 10:202D DARK KNIGHT RISES 5:30 - 9 2D BRAVE ÍSL.TALI KL. 5:50 3D SEEKING A FRIEND KL. 8 2D MAGIC MIKE KL. 10:20 2D L 7 12 12 AKUREYRI BRAVE HIN HUGRAKKA ÍSL.TALI KL. 6 3D STEP UP REVOLUTION KL. 8 3D DARK KNIGHT RISES KL. 10:10 2D SEEKING A FRIEND KL. 6 - 8 - 10:10 2D 7 KEFLAVÍK 12 16 THE DARK KNIGHT RISES KL. 6 - 8 - 10:10 2D STEP UP REVOLUTION KL. 5:40 - 8 2D STEP UP REV.. ÓTEXT.KL. 10:30 3D TOTAL RECALL KL. 8 2D BRAVE ÍSL.TALI KL. 5:30 3D BRAVE ÍSL.TALI KL. 5:50 2D BRAVE ENSKU TALI KL. 9 2D Sýnd með íslensku og ensku tali – sýnd í 2D og 3D Frá Framleiðendum Toy Story 3, Finding Nemo og Up.  - Miami Herald - Rolling Stone - Guardian - Time Entertainment b.o. magazine e.t. weekly STEVE CARELL KEIRA KNIGHTLEY KYNNTU ÞÉR VILDARKERFI SAMBÍÓA THE EXPENDABLES 2 KL. 10:10 2D STEP UP REVOLUTION KL. 8 2D SEEKING A FRIEND KL. 8 - 10:10 2D

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.