Morgunblaðið - 22.08.2012, Page 36

Morgunblaðið - 22.08.2012, Page 36
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 235. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Lést í mótorhjólaslysi 2. Féll fram af 11. hæð í Kópavogi 3. Stökk út úr sjúkrabíl á ferð 4. Ben Stiller býr í Skuggahverfinu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Melchior heldur tón- leika á Café Rosenberg annað kvöld kl. 21 og flytur lög af nýútkominni plötu sinni, Matur fyrir tvo. Sunnu- daginn 26. ágúst kl. 16 heldur hljóm- sveitin svo tónleika á Gljúfrasteini. Hljómsveitina skipa Hilmar Oddsson, Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Karl Roth, sem syngja og leika á gítara og hljómborð, Kristín Jóhannsdóttir söngkona, Gunnar Hrafnsson bassa- leikari og Kjartan Guðnason trommu- leikari. Melchior á Rosenberg og Gljúfrasteini  Óskar Guðjóns- son saxófónleikari og brasilíski gítar- leikarinn Ife Tolentino héldu fyrstu tónleika sína af átta í gær- kvöldi í gróður- húsinu við Nor- ræna húsið en þeir munu halda tónleika í gróður- húsinu á hverju kvöldi kl. 22 fram til 28. ágúst. Tónleikar á hverju kvöldi til 28. ágúst  Judy Garland Kabarett nefnist ný- útkomin hljómplata en á henni syng- ur leikkonan Lára Sveinsdóttir þekkt- ustu lög Garlands. Diskurinn kemur í framhaldi af sam- nefndri sýningu sem var í Þjóðleikhús- kjallaranum sl. vetur. Lára syngur lög Garlands inn á plötu Á fimmtudag Norðaustan 5-13 m/s, en hægari S-læg átt SV- lands. Rigning með köflum og hiti 10 til 17 stig. Á föstudag Víða rigning á S-verðu landinu. Hiti 8 til 15 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hvessir NV-til með morgninum, norðaustan 8-13 m/s síðdegis. Rigning með köflum víða um land, einkum S og SV-til. Hiti víða 13 til 18 stig, en svalara A-lands. VEÐUR Þór/KA lætur engan bilbug á sér finna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna en liðið vann Aftureldingu 1:0 í gær- kvöldi og er með sex stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. Liðið getur því orðið meistari í næstu umferð sem er eftir viku. Fallbar- áttan er hins vegar hnífjöfn en Afturelding fór niður í fallsæti í gær. »4 Þór/KA meistari í næstu viku? Stórskyttan Ólafur Gústafsson mun ylja íslenskum handboltaáhuga- mönnum á komandi leiktíð en hann hefur ákveðið að spila áfram með FH- ingum. Félög í Þýskalandi og Dan- mörku sóttust eftir kröftum Ólafs en hann ákvað að semja við FH. »1 Ólafur neitaði erlendum liðum og spilar með FH Íslenska karlalandsliðið í körfuknatt- leik mátti sín lítils gegn sterku liði Ísraels í undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Ísrael vann 27 stiga sigur, 110:83, en í hálfleik munaði fjórtán stigum á lið- unum. Haukur Helgi Pálsson skoraði flest stig fyrir Ísland eða 19. Næsti leikur er í Svartfjallalandi á föstu- daginn. » 2-3 Ísrael vann stórsigur á Íslendingum í Höllinni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Líf færist á nýjan leik í grunnskóla landsins í dag þegar kennsla hefst með formlegum hætti. Það var ys og þys í bóka- og rit- fangaverslunum höfuðborgarinnar þegar blaðamann Morgunblaðsins bar þar að garði í gær. Hvarvetna mátti sjá núverandi sem og tilvon- andi námsmenn ásamt foreldrum, vopnaða innkaupalistum sem sögðu til um hversu margar stílabækur, blýanta, strokleður og annan nauð- synjabúnað þyrfti fyrir veturinn framundan. Yfir 42 þúsund nemar í vetur Alls hefja rúmlega 42 þúsund grunnskólanemar nýjan námsvetur í 171 skóla vítt og breitt um landið þessa viku, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þar af eru rúmlega 4.300 sex ára nemar sem upp til hópa eru að hefja formlega grunnskólagöngu. Er að vonum mikil eftirvænting ríkjandi í þeirra hópi og mátti sjá ófáa stolta skólatöskueigendur í og við þær verslanir sem blaðamaður heimsótti. Var það samdóma álit þeirra barna sem tekin voru tali að öll væru þau spennt fyrir komandi skólaári og hlakkaði til að byrja eftir að hafa átt skemmtilegt sumar með fjölskyldu og vinum. Að sögn Elínar Bjargar Ragnars- dóttur, verslunarstjóra hjá Griffli í Skeifunni, var búinn að vera mikill erill og fjör í versluninni undanfarna daga. Sömu sögu var að segja í versluninni A4 skammt frá. Aðgát í umferðinni Ekki er úr vegi að umferðarregl- urnar séu aðeins rifjaðar upp þegar skólaárið fer í hönd, enda ófáir ungir einstaklingarnir að hætta sér út á göturnar. Þá skiptir einnig miklu máli að ökumenn sýni aðgát, ekki síst við skólalóðir. Að sögn Þóru Magneu Magnús- dóttur, verkefnastjóra fræðslumála hjá Umferðarstofu, hefur Umferðar- stofa sent öllum börnum sem verða sex ára á árinu bæklinginn „Á leið í skólann“. Er þar farið vel yfir um- ferðarreglurnar, svo sem rauða og græna karlinn, mikilvægi þess að líta vel í kringum sig áður en farið er yfir götur og annað það sem gott er að hafa á hreinu. Líf færist í grunnskóla landsins Fyrsti skóladagur- inn eftir sumarfrí um land allt í dag Morgunblaðið/Styrmir Kári Önnum kafnar Kristný Elna Baldursdóttir hefur nám í 2. bekk Rimaskóla í dag. Var hún í óða önn að kaupa inn fyrir skólann í Griffli í Skeifunni í gær þar sem hún naut aðstoðar Guðnýjar Láru, litlu systur, við innkaupin. Morgunblaðið/Styrmir Kári Skólastúlkur Systurnar Katrín Júlía og Emily Rún voru í Kringlunni að kaupa inn fyrir skólann en þær hefja nám í Álftamýrarskóla í dag. Skannaðu kóðann til að horfa á myn- skeið um byrjun skólaársins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.