Morgunblaðið - 20.09.2012, Qupperneq 1
FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012
VIÐSKIPTABLAÐ
Auðlegðarskatturinn
getur bitnað hart á
einstökum
fjárfestum.
Sogar í burtu
allan arð
2
Langtímaverkefni að
byggja upp jákvæða
ímynd fyr-
irtækis.
Svigrúm með
góðu orðspori
10
Mikil sókn hefur verið
í fiskeldi á Vest-
fjörðum
síðustu ár.
Kapphlaupið
í fiskeldi
6-7
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
„Ég held að þetta sé stærsta er-
lenda fjárfestingin frá hruni,“
segir Kári Stefánsson, forstjóri
Íslenskrar erfðagreiningar, í sam-
tali við Morgunblaðið. Bandarísk-
ir fjárfestar keyptu fyrirtækið ár-
ið 2010, eftir að móðurfélagið
DeCode fór í greiðslustöðvun, og í
febrúar var farin fjárfestingarleið
Seðlabankans þegar fyrirtækið
gaf út 5,1 milljarðs króna skulda-
bréf sem erlendir aðilar fjár-
mögnuðu. Kári segir að skulda-
bréfaútgáfan sé hluti af því fé sem
nýtt var til að koma fyrirtækinu
aftur á fót.
Skuldabréfið ber ekki vexti
en greiða þarf verðtryggingu einu
sinni á ári. Höfuðstólinn á að
greiða í heilu lagi eftir tíu ár, sam-
kvæmt gögnum sem Morg-
unblaðið hefur undir höndum.
Saga Investment, sem er
hópur bandarískra fjárfesta,
keypti Íslenska erfðagreiningu
árið 2010. Fjárfestahópurinn er
leiddur af Polaris Ventures og
ARCH Venture Partners. Um er
að ræða fjárfesta sem hafa áður
verið í hluthafahópi Íslenskrar
erfðagreiningar. Þeir leggja
áherslu á fjárfestingar á sviði líf-
tækni.
Fjárfestingarleiðin
Fjárfestingarleið Seðlabankans
gengur út á að fjárfestar komi
með erlendan gjaldeyri til lands-
ins, skipti honum í krónur og fjár-
festi hér til lengri tíma, en gulrót-
in fyrir fjármagnseigendur er að
krónurnar eru um 20% ódýrari en
ef þær hefðu verið keyptar með
hefðbundnum hætti. Þessi leið er
liður í því að reyna að leysa hinn
svokallaða aflandskrónuvanda,
svo hægt sé að aflétta gjaldeyr-
ishöftunum. Umræddur vandi er
að erlendir fjárfestar eiga hér
mikla fjármuni í krónum sem þeir
geta ekki farið með úr landi vegna
gjaldeyrishaftanna. Fram hefur
komið í fjölmiðlum að af-
landskrónuvandinn er um átta
hundruð milljarðar.
Morgunblaðið/Kristinn
Fjármögnun Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 5
milljarða skuldabréfaútgáfa er liður í að endurreisa fyrirtækið.
„Stærsta er-
lenda fjárfest-
ingin frá hruni“
Eigendur Íslenskrar erfðagreiningar fjármagna
endurreisn með fjárfestingarleið Seðlabankans
Eigi evrusvæðið að lifa af þær hremmingar
sem skekja myntbandalagið er ljóst að aukið
samstarf þarf til á sviði fjármálastöðugleika og
ríkisfjármála og sameiginlegt bankabandalag.
Áður en að því kemur er ekki ólíklegt að það
muni kvarnast úr myntsvæðinu samfara því að
sum evruríki telji hagsmunum sínum betur
borgið utan þess.
Í nýjasta riti Seðlabankans um gjaldmiðlamál
er því haldið fram að ef vel tekst til í þeim efn-
um gæti það orðið „áhugaverðari valkostur en
áður“ fyrir Ísland að gerast aðili að mynt-
bandalaginu. Þá staðhæfingu má hins vegar
draga í efa. Aukið ríkis- og fjármálasamstarf
evruríkja mun óhjákvæmilega fela í sér veru-
lega skerðingu á fjárhagslegu fullveldi aðild-
arríkja evrunnar og nánara pólitískt bandalag.
Hagsmunir Íslands felast óumdeilanlega ekki
í því að gerast þátttakandi í pólitísku sam-
bandsríki með miðstýrðan fjárhag og lánasýslu
þar sem þýskar áherslur verða í fyrirrúmi. Að
sækja um aðild að ESB við þær aðstæður er ein-
kennilegt hagsmunamat.
Ísland verður aldrei Þýskaland. Hagsveiflan á
Íslandi hefur lítil sem engin tengsl við hag-
sveifluna í kjarnaríkjum evrusvæðisins. Vænt-
ingar um agaðri ríkis- og fjármálastefnu, með
upptöku evrunnar, mun ennfremur ekki koma í
veg fyrir alvarleg efnahagsáföll hér á landi. Og
þegar slíkar aðstæður koma upp verður Ísland
fast í spennitreyju myntbandalags þar sem úr-
ræði stjórnvalda munu einskorðast við aukið
atvinnuleysi og launalækkanir með handafli.
Skoðun
Gjaldmiðlamál
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Versti tíminn
OYSTER PERPETUAL SUBMARINER DATE
Sími 511 1234 • www.gudjono.is
Hraði!
Skilvirkni!
Sveigjanleiki!
Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is
VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka
Eignastýring fyrir alla
Í Eignasöfnum Íslandssjóða er áhættu dreift á milli eignaflokka og hafa
sérfræðingar VÍB frumkvæði að breytingum á eignasöfnunum þegar aðstæður
breytast. Einföld og góð leið til uppbyggingar á reglubundnum sparnaði.
Í boði eru tvær leiðir: Eignasafn og Eignasafn – Ríki og sjóðir
Þú færð nánari upplýsingar á www.vib.is eða hjá ráðgjöfum VÍB í síma 440 4900