Morgunblaðið - 20.09.2012, Side 4
BAKSVIÐ
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Framtíðarskipan fjármálakerfis
Evrópu hefur enn ekki verið til lykta
leidd en svo virðist sem orðið fjár-
girðing gæti fengið nýja merkingu.
Hópur sérfræðinga á vegum Michels
Barniers, sem fer með málefni innra
markaðarins og þjónustugeirans í
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins, vinnur nú að áliti um það
hvernig aðskilja eigi hefðbundna
bankastarfsemi og fjárfestinga-
starfsemi í evrópska bankakerfinu.
Þýska tímaritið Der Spiegel
segir að Barnier sé sá maður, sem
mestan ótta veki í evrópskum fjár-
málaheimi. Til þessa hafi hann gefið
út 30 tilskipanir um það hvernig fyr-
irtæki á fjármálamörkuðum eigi að
haga viðskiptum sínum í framtíðinni.
Barnier, sem kemur úr frönsk-
um stjórnmálum og hefur náin
tengsl við stóra franska banka á
borð við BNP Paribas og Societe
Generale, hafi þó ekki lagt í að vekja
máls á grundvallarbreytingum á
innviðum bankanna fyrr en víðtækar
umbætur höfðu verið ræddar í
Bandaríkjunum og Bretlandi.
Grundvallarvandi óleystur
Í upphafi þessa árs fékk Erkki Li-
ikanen, bankastjóri finnska seðla-
bankans, það verkefni að kanna þá
kosti, sem fyrir hendi eru í þessum
efnum, þar með talið að skilja hefð-
bundna bankastarfsemi og fjárfest-
ingastarfsemi alfarið að með því að
skipta bönkum upp. Sér til fulltingis
hefur hann 10 sérfræðinga úr röðum
hagfræðinga, bankamanna og full-
trúa úr iðnaði.
Nefnd Liikanens skal hafa til
hliðsjónar þær breytingar, sem
gerðar hafa verið í Bandaríkjunum
og Bretlandi. Í Bandaríkjunum hef-
ur verið tekin upp svokölluð
Volcker-regla, sem bannar bönkum
áhættuviðskipti á eigin reikning. Til-
lögum Vickers-nefndarinnar í Bret-
landi er ætlað að aðskilja
fjárfestingastarfsemi frá þeim hlut-
um bankastarfsemi, sem nauðsynleg
er til að hagkerfið virki – hefð-
bundnum innlánum og útlánum, án
þess þó að skipta bönkum upp.
Í Der Spiegel segir að umræðan
um að skipta upp bönkum til að að-
skilja áhættuþáttinn frá hefðbundnu
bankastarfseminni hafi ekki verið
tekin alvarlega þar til Nikolaus von
Bombard, yfirmaður eins stærsta
endurtryggingafélags heims, Mun-
ich Re, og Klaus Engel, yfirmaður
iðnfyrirtækisins Evonik, lýstu yfir
því fyrir skömmu að þeir teldu slík-
an aðskilnað ákjósanlegan.
Þrátt fyrir ýmsar umbætur í
fjármálageiranum sé grundvall-
arvandinn enn óleystur. Margir
bankar séu svo stórir að ekkert ríki
hafi efni á að leyfa þeim að fara á
hausinn. Því hafi ýmsum fjármála-
fyrirtækjum verið bjargað 2008 og
bankar á borð við Deutsche Bank
meira að segja stækkað.
Daniel Zimmer, stjórnandi
þýsku samkeppnisstofnunarinnar,
segir í Der Spiegel að ekki gangi að
bankarnir hljóti áfram sömu með-
ferð og hingað til. „Í fyrsta lagi hafa
mörg ríki ekki lengur bolmagn til að
bjarga bönkum ólíkt því sem var fyr-
ir 2008,“ segir hann. „Í öðru lagi er
almenningur ekki lengur tilbúinn að
skattfé hans sé notað til að leiðrétta
mistök fjármálageirans.“
Ýmis vandamál eru því samfara
að aðskilja ólíka starfsemi innan
sama fyrirtækis. Bent hefur verið á
að ekki dugi að losa fjárfestinga-
starfsemina frá annarri starfsemi
þegar í harðbakkann slær, slíkri
skiptingu verði að skapa laga-
ramma.
Afleiðingar girðinga
Því hefur verið haldið fram að þurfi
bankarnir að girða fjárfestinga-
starfsemina af hefði það afdrifaríkar
afleiðingar. Þar með fykju allar hug-
myndir um undirliggjandi ríkis-
ábyrgð út í veður og vind auk þess
sem ekki yrði hægt að nota inni-
stæður viðskiptavina til að auðvelda
fjármálagjörninga. Við þetta yrði
fjármögnun svo dýr að mörg fyr-
irtæki myndu hrekjast af markaði;
markaðshreinsun, segja sumir.
Bankarnir eru komnir í vörn
gagnvart nefnd Liikanens. Frönsku
stórfyrirtækin GDF Suez og Laf-
arge sendu í byrjun september bréf
til Barniers (Liikanen fékk afrit) þar
sem varað ef við að bylta fjármagns-
fyrirtækjunum. Þar er lögð áhersla
á að fyrirtæki þurfi á stórum og öfl-
ugum fjármálafyrirtækjum, sem séu
hagvön á mörkuðum um allan heim,
að halda. Því takmarki verði aðeins
náð ef fjölbreytt starfsemi rúmist
innan sama bankans.
Likkanen á að skila af sér í
október. Svo virðist sem nefnd Li-
ikanens hyggist leggja til að farin
verði leið, sem yrði blanda af nálgun
Bandaríkjamanna og Breta.
Áhætta einangruð í bönkum?
AFP
Á að skipta bönkum upp? Mótmælendur klæddir eins og kaupsýslumenn fyrir utan verðbréfamarkaðinn í
Frankfurt til að mótmæla spákaupmennsku. Von er á tillögum til að draga úr áhættu í evrópska bankakerfinu.
Von á tillögum um framtíðarskipan fjármálakerfis Evrópu Meirihluti nefndar finnska seðlabankastjórans virðist fyrir því að einangra fjárfest-
ingarstarfsemi innan banka Togast á um hvort leysa eigi banka upp til að skilja að áhættu og hefðbundna bankastarfsemi eða gera ekkert
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012
4 VIÐSKIPTI
Brautarholti 10-14 / 105 Reykjavík / 575 2700 / pixel@pixel.is / www.pixel.is
Við prentum alla regnbogans liti.
Við bjóðum upp á alla almenna prentun,
ráðgjöf, skönnun, umbrot, bókband
og umsjón með prentgripum.
Pixel er alhliða prentþjónusta með
starfsstöðvar í Reykjavík og á Ísafirði.
Pixel þýðir myndeining - sem er minnsta eining úr mynd.
Orðið pixel er byggt á samblöndu úr orðunum
pix (pictures) og el (element)
Nafnspjöld, bréfsefni
og umslög!
Ríkisútgjöld hafa aukist að raunvirði
um 47% milli áranna 2006 og fjár-
lagafrumvarpsins 2013. Milli áranna
2008 til 2013 nemur sú aukning
6,6%, samkvæmt útreikningum í
fréttabréfi Júpíters, sem er í eigu
MP banka og rekur verðbréfasjóði.
Verkefnið ætti að vera að draga
saman seglin frá bólufjárlögum
2006-2008. Ólíklegt er að sá maka-
lausi efnahagsuppgangur sem var
framan af fyrsta áratug 21. ald-
arinnar muni endurtaka sig í fyr-
irsjánlegri framtíð.
„Rekstur ríkissjóðs hefur ein-
kennst af niðurskurði og samdrætti
á síðastliðnum árum. Sá nið-
urskurður hefur hins vegar ekki ver-
ið meiri en svo að innlendar skuldir
ríkissjóðs hafa líklegast sjaldan ver-
ið meiri en nú, sama hvernig það er
mælt. Fjármálaáfallið á haustmán-
uðum 2008 hafði eðlilega og fyr-
irsjáanlega talsverð áhrif á tekju-
streymi ríkissjóðs. Umræða tengd
ríkisfjármálum á síðastliðnum árum
hefur að mestu snúið að tekjuhlið-
inni fremur en útgjaldahliðinni, enda
virðist það skoðun margra að op-
inberum útgjöldum þurfi ekki að
setja nein takmörk, svo lengi sem
hægt er að skrapa saman nægilega
miklar tekjur til að standa undir
stærstum hluta útgjaldanna,“ segir í
fréttabréfinu. helgivifill@mbl.is
Ríkisútgjöld hafa
aukist um helm-
ing á sjö árum
Ríkissjóður dragi saman seglin Ólíklegt að maka-
laus efnahagsuppgangur muni endurtaka sig í bráð
Morgunblaðið/Kristinn
Útgjöld Jukust um 47% frá 2006.
Í Der Spiegel segir að allt stefni í að niðurstaða nefndar Erkkis Liika-
nens, bankastjóra finnska seðlabankans, um framtíðarskipan banka-
mála í Evrópu verði á þá leið að fjárfestingarstarfsemi verði einangruð
innan banka.
Ekki mun þó enn komið samkomulag, en samkvæmt dagblaðinu The
Financial Times eru sjö af 11 nefndarmönnum þeirrar hyggju að slíka
starfsemi eigi að girða af. Einn mun alfarið á móti, en tveir vilja mála-
miðlun, sem gæti falið í sér að ákveðin starfsemi innan banka yrði að-
eins girt af ef gjaldþrot blasti við. Liikanen mun ekki hafa gefið upp af-
stöðu sína, ekki einu sinni við aðra nefndarmenn. Nefndin á að skila af
sér til Michels Barniers, sem fer með málefni innri markaðar ESB, í
október og mun hann fara yfir niðurstöðuna fyrir birtingu.
Breytt landslag blasir við
NEFND UM FRAMTÍÐARSKIPAN BANKAMÁLA Í EVRÓPU