Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 7
á Vestfjörðum
Hraðfrystihúsið Gunnvör
Sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi
Leyfi: 2.000 tonn
Slátrun: Tæp 100 tonn
Framtíðaráform: Leyfi fyrir 7.000 tonnum
Arnarlax
Sjókvíar í Arnarfirði
Leyfi: 3.000 tonn
Staða: Framleiðsla hefst árið 2013
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða sér um að veita leyfi fyrir 200 tonna
tilraunaeldi á Vestfjörðum. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni eru
30 kvíaeldisleyfi í gildi í dag og níu leyfi til kræklingaeldis. Af þessum
leyfum eru sjö aðilar sem hafa hafið rekstur. Það eru því nokkur minni
fyrirtæki sem eru prófa sig áfram í sjókvíaeldi en eftirtalin fyrirtæki eru
þau stærstu í fiskeldi í sjókvíum á Vestfjörðum.
Fjarðarlax
Sjókvíar í Patreksfirði, Tálknafirði og Fossfirði
í Arnarfirði. Seiðaeldi í Þorlákshöfn
Leyfi: 4.500 tonn
Staða: Slátra rúmlega 1.500 tonn árlega
Framtíðaráfrom: 10.000 tonn árið 2017
yfir 90%, fer á Evrópumarkað, en auk þess
erum við að reyna fyrir okkur í Ameríku,“
segir Sigurður.
Grunnviðir og samstarf
Samkeppnishæfni Vestfjarða er frá náttúr-
unnar hendi góð, en grunngerð samfélagsins
til að styðja við fiskeldi er þó stutt á veg
komin. „Þetta er svolítið eins og að ætla að
gera út frystitogara frá Hornströndum þar
sem enga þjónustu er að fá,“ segir Kristján
G. Jóakimsson.
„Þar sem sjókvíaeldi er orðið þróuð at-
vinnugrein hefur mikið af stoðgreinum vaxið
samhliða fiskeldinu. Þar eru verktakar sem
taka að sér alla þjónustu í sambandi við við-
gerðir og þrif á nótum, köfunarþjónustu,
brunnbáta og flutning á seiðum. Hér þurfa
menn því að vera mjög sjálfbjarga en þetta
þýðir að það getur tekið lengri tíma en ella að
ná góðri arðsemi,“ segir Kristján.
Sigurður Pétursson tekur í sama streng og
segir mikilvægt að sveitarfélögin og hið op-
inbera geri sér grein fyrir hversu fjölbreyttur
iðnaður geti vaxið samhliða fiskeldinu á svæð-
inu. „Það eru ekki eingöngu störf í vinnslu
sem verða til heldur sprettur upp fjölbreyttur
þjónustuiðnaður í kringum eldið með sér-
hæfðum og vellaunuðum störfum.
Það sem skiptir máli er að við verðum að
vinna saman í uppbyggingu á þessum at-
vinnuvegi, bæði fyrirtækin og hið opinbera.
Við erum skammt á veg komin í þessari grein
og á heimsmælikvarða erum við varla sjáan-
leg. Heildarframleiðslan á landinu er um sex
til átta þúsund tonn sem er á við lítið fyr-
irtæki í Noregi. Þannig að ef við viljum koma
þessari grein á koppinn þá verðum við að
vinna saman,“ segir Sigurður.
útgerð og bolfiskvinnslu á Flateyri.
„Á þessu ári erum við að slátra tæpum 400
tonnum, en við erum með leyfi fyrir 2.000
tonnum og erum að vinna að því að stækka
leyfið í Dýrafirði auk þess að fá leyfi í Önund-
arfirði. Við höfum tekið þá ákvörðun að
byggja starfsemina upp hægt og bítandi en
að tveimur árum liðnum er stefnan að fram-
leiðslan verði komin upp í 2.000 tonn.
Hins vegar er fiskeldi vissulega grein þar
sem stærðarhagkvæmni skiptir miklu máli.
Til þess að ná lágmarks hagkvæmni þá má
framleiðslan varla vera undir 2.000 tonnum
árlega og líklega er ákjósanleg stærð í kring-
um 10.000 tonn.
Þetta er nokkuð mannfrek grein og nú þeg-
ar eru starfsmenn fyrirtækisins tæplega 60
talsins, en þegar framleiðslan eykst mun
starfsfólki í vinnslunni fjölga samhliða. Á
stöðum eins og Flateyri, Þingeyri og Tálkna-
firði er hvert starf hlutfallslega mikil fjölg-
un,“ segir Sigurður.
Sigurður segir sérstöðu vera helstu ástæð-
una fyrir því að regnbogasilungur hafi orðið
fyrir valinu í eldi Dýrfisks.
„Það eru ekki margir sem framleiða regn-
bogasilung í þeim gæðaflokki sem við erum í.
Við erum að ala fiskinn upp þar til hann verð-
ur töluvert stór eða yfir þrjú kíló, fiskurinn
er með rautt og fallegt hold og kaupendur
okkar eru mjög ánægðir með vöruna. En með
því að leggja meiri áherslu á gæði og sér-
hanna afurðina fyrir kaupendurna þá erum
við að fá betra verð en samkeppnisaðilar okk-
ar.
Það eru margir að framleiða lax og við eig-
um auðveldara með að skapa okkur sérstöðu í
regnbogasilunginum. Við lausfrystum af-
urðina og bróðurpartur framleiðslunnar, eða
minnkað framleiðsluna í þorskeldinu, en þess
í stað horft í auknum mæli á lax og regnboga-
silung til þess að koma í staðinn fyrir þorsk-
inn,“ segir Kristján.
Kristján segir að félagið muni þó áfram
starfrækja seiðaeldi og kynbótastarf í þorski.
„Það verður að framleiða ákveðið magn af
fiski til þess að geta valið undan og haldið
kynbótastarfinu áfram. Þessari starfsemi
verður þó haldið í lágmarki á næstu miss-
erum en fyrirhugað er að taka út í sjókvíar
um 20 til 30 þúsund seiði árlega sem mun
gefa af sér um 10 til 20 tonn af sláturhæfum
fiski,“ segir Kristján.
„Við erum engu að síður sannfærð um að
fiskeldi hér á svæðinu eigi framtíðina fyrir
sér. Aðstæður og umhverfisskilyrði hér á
Vestfjörðum eru ákjósanleg. Hér eru skjól-
góðir firðir og á þeim tíu árum sem við höfum
verið að fylgjast með hefur hitastigið í sjón-
um hækkað. Skilyrðin hér eru því orðin alveg
sambærileg við Norður-Noreg. Þá hefur þró-
unin í heiminum verið þannig að fiskeldi hef-
ur verið í sókn. Og hvers vegna ætti fiskeldi á
Íslandi ekki að vera samkeppnishæft eins og í
Færeyjum, Noregi, Skotlandi og Kanada?
Verðið á laxi hefur verið mjög hátt á und-
anförnum árum og mikill uppgangur verið í
greininni í Noregi og á Skotlandi. Verð hefur
að vísu gefið eftir á síðustu misserum en auð-
vitað eru sveiflur í þessari grein eins og öðr-
um,“ segir Kristján.
Regnbogasilungur og sérstaða
Sigurður Pétursson er framkvæmdastjóri
Dýrfisks sem starfrækir seiðaeldi á Tálkna-
firði, sjókvíaeldi í Dýrafirði og fullvinnslu á
Flateyri í Önundarfirði. Dýrfiskur framleiðir
regnbogasilung auk þess sem félagið er með
sjávarútvegsfyrirtæki Vestfjarða. Síðastliðinn
áratug hefur HG verið með þorsk í sjókvíum í
Ísafjarðardjúpi og slátrað mest um 1.000
tonnum á ári. Verkefnið er tvískipt. Annars
vegar hefur eins til tveggja kílóa fiskur verið
veiddur og færður í kvíar til áframeldis. Hins
vegar hefur HG rekið tilraunaeldi í Ísafjarð-
ardjúpi á seiðum sem alin eru upp í slát-
urhæfan fisk.
„Eldið sjálft hefur gengið samkvæmt vænt-
ingum,“ segir Kristján G. Jóakimsson,
vinnslu- og markaðsstjóri HG. „Við höfum
aflað okkur mikillar reynslu í sjókvíaeldinu
hér í Djúpinu. Það sem hefur staðið okkur
fyrir þrifum nú síðustu tvö til þrjú ár er
lækkandi heimsmarkaðsverð á þorski. Þetta
hefur gert það að verkum að við höfum
örðum
breytni og áhersla á sérstöðu Erlendir fjárfestar standa á bak við mörg fyrirtækin Stærsta fiskeldið, Fjarðarlax, fjárfesti fyrir á þriðja milljarð króna
er enn skammt á veg kominn Auknir árekstrar milli fyrirtækja vegna leyfisveitinga Stjórnsýslan ekki í stakk búin til að taka á þessum málum
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012
VIÐSKIPTI 7
Samhliða vaxandi áhuga á fiskeldi í sjókvíum
á Vestfjörðum hafa árekstrar milli fyrirtækja
vegna leyfismála orðið nokkuð tíðir. Einstaka
úrskurðir hafa verið kærðir og stjórn-
sýslukærur verið lagðar inn á hendur opinber-
um stofnunum.
Hæst hafa deilurnar risið í Arnarfirði þar
sem tvö fiskeldisfyrirtæki, Fjarðarlax og Arn-
arlax, hafa deilt um staðsetningu leyfa. Þá
hefur leyfisveitingum einnig verið mótmælt
af hálfu Íslenska kalkþörungafélagsins sem
er með starfsstöð sína á Bíldudal. Á síðasta
ári fékk Fjarðarlax 1.500 tonna leyfi fyrir
sjókvíar í Fossfirði innan af Arnarfirði en Kalk-
þörungafélagið mótmælti leyfisveitingunni á
þeirri forsendu að staðsetning kvíanna væri
ofan á námu félagsins. Kvíarnar voru fluttar.
Sigurður Helgason, stjórnarformaður Ís-
lenska kalkþörungafélagsins, sagði í fjöl-
miðlum þegar deilan stóð sem hæst að fyr-
irkomulag leyfisveitinga minnti á villta
vestrið þar sem hnefarétturinn réði.
Áður en Fjarðarlaxi var veitt leyfi í Fossfirði
hafði Arnarlax sótt um leyfi á svipuðum stað
en verið synjað. Forsvarsmenn félagsins sök-
uðu þá Fiskistofu um mismunun í leyfisveit-
ingunni og lögðu inn stjórnsýslukæru vegna
málsins.
Arnarlax hefur í tæp tvö ár unnið að því að
fá leyfi til fiskeldis í sjókvíum í Arnarfirði. Vor-
ið 2011 lagði Skipulagsstofnun til að leyf-
isveiting til handa félaginu þyrfti ekki að
gangast undir mat á umhverfisáhrifum. Þenn-
an úrskurð kærði Fjarðarlax á þeim grundvelli
að nálægð sjókvía Arnarlax við kvíar fyrirtæk-
isins skapaði hættu vegna smits og lúsar. Um-
hverfisráðuneytið féllst á kröfu Fjarðarlax og
skal leyfi Arnarlax háð mati á umhverfisáhrif-
um.
Arnarlax fyrirhugaði að hefja eldi síðasta
vor en þurfti að fresta framkvæmdinni og nú
kunna áform félagsins að dragast enn á lang-
inn.
Vanþróuð stjórnsýsla
„Það er ljóst að stjórnsýslan er ekki í stakk
búin til þess að taka á málum þegar ágrein-
ingur er um leyfisveitingarnar,“ segir Kristján
G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri
Hraðfrystihússins Gunnvarar, og bætir við:
„Allir verkferlar eru vanþróaðir og mikill
seinagangur í afgreiðslu mála.“
„Eins og er þá vildi ég miklu frekar vera í stíg-
vélunum fyrir vestan og hjálpa til við flokkun
og slátrun, en í staðinn er ég í Reykjavík á
fundum við opinberar stofnanir vegna leyf-
ismála,“ segir Sigurður Pétursson, fram-
kvæmdastjóri Dýrfisks, þegar Morgunblaðið
ræddi við hann.
„Það er mjög erfitt og flókið mál að fá leyfi
úthlutuð og það vantar allan stuðning við
fiskeldið af hálfu hins opinbera. Sök sér að
það taki langan tíma enda eðlilegt að málin
séu skoðuð vandlega áður en leyfi eru veitt.
En eins og málin standa núna er flækjustig
umsóknarferilsins allt of hátt og ekki hægt að
bjóða upp á að mál tefjist vegna þess að ein-
hver fór frí og annar gleymdi að senda ein-
hverja pappíra.
Það vantar tilfinnanlega að hægt sé að sækja
um leyfi á einum stað og að sú stofnun hafi
skýrt afmarkaðan tímaramma til þess að
ganga frá umsókninni. Eins og er þá er þetta
mikil þrautaganga enda eru málin afgreidd í
þremur ráðuneytum og fjórtán stofnunum.
Ég veit að það er mikill vilji til samstarfs með-
al þeirra sem eru í þessari grein á svæðinu.
Hins vegar hafa óskýrar reglur og ósamræmi
valdið ágreiningi sem stendur uppbygging-
unni fyrir þrifum,“ segir Sigurður.
Villta vestrið og
vanþróuð stjórnsýsla
STJÓRNSÝSLUDEILUR STANDA UPPBYGGINGUNNI FYRIR ÞRIFUM
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fiskeldi Samhliða vaxandi áhuga á fiskeldi hafa
árekstrar fyrirtækja vegna leyfismála orðið tíðir.
slu í fiskeldi á Íslandi
Heimild: Landssamband fiskeldisstöðva
2025 2035 2050
5% vöxtur
035
82.565
60.804
39.042