Morgunblaðið - 20.09.2012, Síða 9

Morgunblaðið - 20.09.2012, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012 9 15. – 19. 2. 2013 Þú getur hægt og bítandi gert miklar kröfur. Mikilvægasta sýning neysluvara í heiminum uppfyllir væntingarnar þínar með einstöku alþjóðlegu framboði sem kynnt verða af fleiri en 4.500 sýningaraðilum. Þú getur hlakkað til glæsilegs framboðs hugmynda, nýrra stefna og frjósamra funda fyrir góðar horfur til velgengnis í viðskiptum framtíðarinnar. Upplýsingar og miðar á forsöluverði www.ambiente.messefrankfurt.com dimex@dimex.dk Sími: +45 39 40 11 22 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is M örkin á milli al- mannatengsla og markaðsstarfs eru oft óljós. Sigurður Sverrisson er nýráð- inn framkvæmdastjóri hjá almannatengslafyrirtækinu Athygli. Hann segir að ólíkir menningar- heimar dragi oft mismunandi skil á milli þessara tveggja þátta. „Það sem litið sé á sem almannatengsl á Ind- landi líta menn á sem beinharðar auglýsingar í Bandaríkjunum. Sjálfur lít ég á al- mannatengsl sem beina framleng- ingu af öllu því sem flokkast get- ur undir mannleg samskipti í sem allra víðastri mynd, jafnt inn á við sem út á við. Ímynd endurspeglar allt sem fyrirtæki eða stofnun gerir og segir, en einnig það sem hún gerir ekki og segir ekki.“ Í sumum tilvilkum er eins og al- mannatengslin taki alveg yfir og komi nánast í stað auglýsinga- og markaðsherferða. Apple er t.d. frægt dæmi og þarf fyrirtækið sáralítið að auglýsa nýjar vörur því fjölmiðlar og tækniunnendur fylgjst spenntir með og skrifa mikið um þegar nýjar græj- ur eru kynntar fyrir almenningi. „Þar hefur tekist að skapa mjög sterkan kúltur, jafnvel eins konar trúarsöfnuð, í kringum vörurnar. Þessi nálgun teygir sig út fyrir kynn- ingarviðburði og má t.d. skoða þann sýnileika sem langar og harðar laga- deilur Apple og Samsung hafa skap- að,“ útskýrir Sigurður. Deila og drottna „Vegna deilunnar hafa báðir fram- leiðendur fengið mikinn sýnileika í fjölmiðlum og það ýtir undir ákveðnar tilfinningar og viðhorf hjá almenningi. Þó Samsung hafi á dög- unum verið gert að greiða Apple himinháa sekt er öruggt að fyr- irtækið hefur grætt meira á sýnileik- anum en það tapaði með sektinni. Málið sjálft býr til ákveðna sögu utan um vöruna sem aftur skapar vissan meðbyr. Margir neytendur líta á Samsung sem fórnarlamb þvingana og hindrana, hafa samúð með fyr- irtækinu og fá aukinn áhuga á vör- unni fyrir vikið. Á meðan hverfa aðr- ir framleiðendur í skuggann.“ Annað gott dæmi um óljós skil auglýsinga og almannatengsla er ís- lenska landkynningarherferðin Inspired by Iceland. „Þar var um mjög meðvitaða og vel heppnaða að- gerð að ræða. Undir niðri var þetta grjóthörð auglýsinga- og ímynd- arherferð en út um allan heim birtist Inspired by Iceland sem fréttaefni og fullkomlega verðskuldað sem slíkt.“ Aðspurður segir Sigurður að þó almannatengsl íslenskra fyrirtækja sýni merki um að færast í rétta átt sé víða hægt að gera miklu betur. „Góð almannatengslastefna snýst ekki um töfrabrögð og trix heldur einfaldlega góða samskiptastefnu þar sem byggð eru upp tengsl við það fólk sem við viljum eiga samskipti við. Þetta er langtímaverkefni og það að afla sér virðingar eða byggja upp ákveðna ímynd er ekki neitt sem hægt er að klára á kortéri fyrir tímamóta- viðburð.“ Bæði gott og slæmt Það má finna ófá tilvik um fram- úrskarandi notkun almannatengsla. „Iceland Airwaves tónlistarhátíðin er þar gott dæmi og búið að byggja þann viðburð upp nánast eingöngu á úthugsuðum almannatengslum. Þar er ekki miklu varið til auglýsinga- kaupa en þeim mun ríkari áhersla á að ferja blaðamenn til landsins frá öllum heimshornum og útkoman mjög jákvæð umfjöllun í menningar- og tónlistarritum.“ Auðvelt er líka að finna nýleg dæmi úr íslensku atvinnulífi þar sem betri almannatengsl hefðu getað forðað álitshnekki eða ímyndartjóni. „Stóra áburðarmálið sem upp kom sl. vetur er dæmi um flumbrukennd við- brögð og nánast eins mikið klúður og hugsast getur. Iðnaðarsaltsmálið, sem hér tröllreið öllum fjölmiðlum, er af sama toga; menn vita af vand- anum, en gera ekkert í því, vonast bara til að enginn spyrji neins en fara svo í felur og algjöra nauðvörn þegar allt fer í háaloft.“ Íslenska þjóðin virðist hins veg- ar fyrirgefa syndir og gleyma hneykslum ansi hratt. Sigurður seg- ist ekki muna eftir mörgum dæmum, þar sem íslensk fyrirtæki hafa hrein- lega farið á hausinn vegna ófag- mannlegra almannatengsla. „Ætli fyrsta og kannski eina slíka tilvikið megi ekki heimfæra upp á Sam- sölubakaríð sem hreinlega hvarf í kjölfar salmonellusmits í rjómaboll- um fyrir tæplega tveimur áratugum. Engin viðbúnaðaráætlun virtist vera fyrir hendi, aðeins dæmigerð íslensk afneitun. Þetta mál felldi fyrirtækið sem á endanum sameinaðist Myll- unni tveimur árum síðar. Með því að axla ábyrgð, sýna frumkvæði og gefa skýr merki um að tekið yrði á vand- anum hefði útkoman hugsanlega orð- ið allt önnur.“ „Víða hægt að gera miklu betur“ Morgunblaðið/Ómar Veggur Fjölmiðlamenn stilla sér upp. Í íslensku atvinnulífi er að finna fjöldamörg dæmi um bæði mjög góð og mjög slæm almanna- og fjölmiðlatengsl.  Ófá tilvik úr íslensku atvinnulífi þar sem betri almannatengsl hefðu forðað ímyndartjóni  Með því að temja sér ákveðin vinnubrögð má koma í veg fyrir að vandræðamál blási upp og verði að risafrétt  Stundum koma amannatengsl í staðinn fyrir auglýsingakaup Sigurður Sverrisson Sigurður segir nokkrar einfaldar grundvallarreglur og vinnubrögð geta bjargað miklu í almanna- tengslamálum fyrirtækja og stofnana. Hann segir óþarflega mikið af vinnu almannatengla snúast um að koma til bjargar og slökkva elda sem kviknuðu vegna fljótfærni og ónákvæmni. „Oft byrjar boltinn að rúlla með því að fréttamaður hringir og biður um álit á einhverju til- teknu máli eða viðbrögð við uppákomu. Hafi menn ekki skýr svör á reiðum höndum er heið- arlegra að biðja um skamman frest til að skoða málavöxtu,“ segir Sigurður. „Mín reynsla er að blaðamenn eru ærlegt fólk og sýna slíkum óskum skilning. Staðreyndin er sú að alltof marg- ir freistast til að tjá sig án nægi- legs undirbúnings. Segja þá gjarnan einhverja bölvaða vit- leysu sem oft er erfitt og jafnvel ógerningur að vinda ofan af. Of algengt er að þá fyrst sé leitað ráða hjá almannatenglum.“ FLJÓTFÆRNI SKAPAR STÓR VANDAMÁL Óhætt að biðja um smáfrest Hvers virði eru góð almannatengsl?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.