Morgunblaðið - 21.09.2012, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 21.09.2012, Qupperneq 3
Morgunblaðið/Ómar þessu? Á SELFOSSI Guðmundur Karl sport@mbl.is Selfyssingar stjórnuðu leiknum gegn Keflavík á Selfossvelli í gær- kvöldi að stærstum hluta og eru ákveðnir í að fórna öllu í fallbarátt- unni. Sigur Selfoss var sannfær- andi þó að þeir hafi fengið skrekk þegar Keflavík minnkaði muninn í 2:1 þegar tíu mínútur voru eftir. Þeir vínrauðu héldu þó sínu og framundan er gríðarleg barátta við Framara en liðin eru nú jöfn að stigum en Fram með betri marka- tölu. Eftir 5:0 stórsigur gegn Fram í síðustu umferð mættu Keflvíkingar værukærir til leiks og Selfyssingar réðu lögum og lofum á vellinum í rúman hálftíma. Hvorugu liðinu tókst að skapa sér opin færi og áhorfendur voru farnir að huga að hálfleikskaffinu þegar Egill Jóns- son kom Selfyssingum yfir á 45. mínútu. Markið var af dýrari gerð- inni þar sem Egill þrumaði bolt- anum upp í samskeytin af 30 metra færi. Bullandi sjálfstraust gæti reynst drjúgt Strax á fjórðu mínútu síðari hálf- leiks kom Viðar Örn Kjartansson Selfyssingum í 2:0 með marki úr vítaspyrnu og á eftir fylgdi góður kafli þar sem Selfyssingar voru miklu líklegri til að bæta við mörk- um en eins og oft áður í sumar féllu hlutirnir ekki fyrir þá í vítat- eignum. Liðið er hins vegar með bullandi sjálfstraust eftir góða spila- mennsku í síðustu umferðum og það gæti fleytt þeim framúr Fröm- urum á lokasprettinum. Zoran Ljubicic gerði tvöfalda skiptingu á 65. mínútu og setti þá Jóhann Birni Guðmundsson og Hörð Sveinsson inná. Það hefði hann mátt gera fyrr því þeir fé- lagar voru mun sprækari en and- lausir félagar þeirra og Jóhann Birnir lét strax til sín taka á miðj- unni. Hann skoraði síðan stór- glæsilegt mark á 80. mínútu og setti hjartað á Selfyssingum í bux- urnar. Lærisveinar Loga náðu sér þó aftur á strik og voru yfirvegaðir í uppbótartímanum þar sem Kefl- víkingum tókst ekki að gera þeim skráveifu. Tapið gerði Evrópudraum Kefla- víkur líklega að engu og liðið mun sigla lygnan sjó í lokaumferðunum. Selfyssingar eru hins vegar ekki hættir að láta til sín taka. Morgunblaðið/Golli Drjúgir Jón Daði Böðvarsson og Viðar Örn Kjartansson komu mikið við sögu hjá Selfyssingum sem eru í hörðum slag fyrir lífi sínu í deildinni. Sannfærandi Selfyssingar  Innbyrtu sigur eftir skrekk í lokin  Glæsileg mörk hjá Agli og Jóhanni ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 FÆRI 37. Gunnar ÖrnJónsson skoraði fyr- ir Stjörnuna í opið markið en mark- ið var réttilega dæmt af þar sem hann lagði boltann fyrir sig með hendinni. I 63. Samuel Tillen prjónaðisig í gegnum vörnina. Jó- hann Laxdal elti hann og renndi sér á eftir honum. Tillen pikkaði í bolt- ann og Jóhann var aðeins of seinn og felldi Tillen rétt innan vítateigs. Þorvaldur dæmdi vítaspyrnu og gaf Jóhanni beint rautt spjald. FÆRI 64. Samuel Tillentók vítið sjálfur og skaut yfir markið. 1:0 73. Almarr Ormarsson léklaglega upp að vítateigslín- unni og skaut í hornið hægra megin. Ingvar varði frábærlega en boltinn féll fyrir fætur Kristins Inga Hall- dórssonar sem kom honum í opið markið hægra megin í markteign- um. Varnarmenn Stjörnunnar sofn- uðu á verðinum og gleymdu að fylgja Kristni eftir. 1:1 90. Boltinn barst inn á teig-inn og féll fyrir Tryggva Bjarnason sem þrumaði knettinum í þverslána. Garðar Jóhannsson fékk frákastið og kom boltanum í netið úr miðjum vítateignum. I Gul spjöld:Doninger (Stjörnunni) 26. (brot), Scholz (Stjörnunni) 45. (brot), Tillen (Fram) 60. (brot), Sveinbjörn (Fram) 74. (brot), Ög- mundur (Fram) 87. (leiktöf). MMM Enginn. MM Enginn. M Kristján Hauksson (Fram) Samuel Hewson (Fram) Almarr Ormarsson (Fram) Kristinn Ingi Halldórsson (Fram) Ingvar Jónsson (Stjörnunni) Alexander Scholz (Stjörnunni) Hörður Árnason (Stjörnunni) Atli Jóhannsson (Stjörnunni)  Kristinn Ingi Halldórsson skor- aði sitt ellefta mark í deildinni í sumar þegar hann kom Frömurum yfir. Hann er annar markahæstur, á eftir Atla Guðnasyni úr FH. Krist- inn hefur skoraði sjö mörk í síðustu sjö leikjum Framara og tekið við keflinu eftir að Steven Lennon rist- arbrotnaði í 13. umferð. Þetta gerðist á Laugardalsvelli Selfossvöllur, Pepsi-deild karla, 20. umferð, fimmtudag 20. september. Skilyrði: Logn og blíða, 12°C hiti. Skot: Selfoss 15 (8) – Kefl. 11 (6). Horn: Selfoss 15 – Keflavík 5. Lið Selfoss: (4-4-2) Mark: Ismet Duracak.Vörn: Endre Brenne, Hafþór Þrastarson, Bernard Brons, Ivar Skjerve. Miðja: Jón Daði Böðvarsson, Babacar Sarr, Egill Jónsson, Tómas Leifsson (Ólafur Finsen 83.). Sókn: Jon André Röyrane (Ingólfur Þór- arinsson 90.), Viðar Örn Kjartansson. Lið Keflavíkur: (4-5-1) Mark: Ómar Jóhannsson. Vörn: Grétar Atli Grét- arsson, Magnús Þór Magnússon, Har- aldur Freyr Guðmundsson (Rafn M. Vilbergsson 62.), Jóhann R. Bene- diktsson. Miðja: Magnús Sverrir Þor- steinsson (Hörður Sveinsson 65.), Einar Orri Einarsson, Denis Selimovic (Jóhann Birnir Guðmundsson 65.), Frans Elvarsson, Sigurbergur Elísson. Sókn: Guðmundur Steinarsson. Dómari: Kristinn Jakobsson – 9. Áhorfendur: 826. Selfoss – Keflavík 2:1 STÖNG 9. Jón DaðiBöðvarsson átti sendingu fyrir þar sem Magnús Þór Magnússon rak tána í boltann og var nálægt því að skora sjálfsmark en boltinn fór í utanverða stöngina. 1:0 45. Jón Daði Böðvarssonsendi boltann fyrir markið, Ómar Jóhannsson kýldi hann út í teiginn þar sem varnarmenn Keflvík- ingar hreinsuðu frá. Boltinn barst á Egil Jónsson sem lét vaða upp í sam- skeytin af 30 metra færi. Óverjandi fyrir Ómar. 2:0 49. Magnús Þór Magnússonfelldi Jón Daða Böðvarsson í vítateignum. Viðar Örn Kjartansson fór á vítapunktinn og skoraði af fá- dæma öryggi í hægra hornið. FÆRI 53. Jón Daði Böðv-arsson tók góða auka- spyrnu fyrir utan vítateig. Ómar Jó- hannsson þurfti að hafa sig allan við að verja. FÆRI 63. Bernard Bronsmeð ágætan skalla að marki eftir hornspyrnu en Keflvík- ingar komast fyrir boltann á síðustu stundu. FÆRI 79. Jon Andre Röyr-ane fékk boltann á auðum sjó í vítateignum. Ómar Jó- hannsson varði með tilþrifum og frá- kastið barst á Egil Jónsson sem náði ekki að leggja boltann fyrir sig og Keflvíkingar hreinsuðu í horn. 2:1 80. Jóhann Birnir Guð-mundsson með fyrirgjöf frá hægri. Selfyssingar hreinsuðu frá, beint fyrir fætur Jóhanns sem lét vaða að marki hægra megin í teignum óverjandi upp í fjærhorn- ið. I Gul spjöld:Hafþór (Selfossi) 77. (brot), Jóhann Ragnar (Keflavík) 86. (brot). I Rauð spjöld: Engin. M Bernard Brons (Selfossi) Jón Daði Böðvarsson (Selfossi) Egill Jónsson (Selfossi) Ivar Skjerve (Selfossi) Viðar Örn Kjartansson (Selfossi) Einar Orri Einarsson (Keflavík) Guðmundur Steinarsson (Keflavík) Jóhann B. Guðmundsson (Keflavík)  Selfyssingarnir Robert Sandnes og Stefán Ragnar Guðlaugsson fyrirliði voru báðir í leikbanni eftir rauð spjöld í leiknum gegn Fylki í síðustu umferð. Stefán verður aftur í banni á sunnudaginn gegn Stjörn- unni eins og varafyrirliðinn Endre Ove Brenne sem hefur fengið sjö gul spjöld í sumar. Þetta gerðist á Selfossvelli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.