Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 5
Í KAPLAKRIKA
Ólafur Már Þórisson
omt@mbl.is
Það kann ekki góðri lukku að stýra
þegar lið gefa andstæðingnum blóm-
vönd fyrir leik í Kaplakrika. Jóhann-
es Karl Guðjónsson fyrirliði ÍA af-
henti Gunnleifi Gunnleifssyni
fyrirliða FH einn slíkan þegar liðin
áttust við í þriðju síðustu umferð
Pepsi-deildarinnar í gær og Skaga-
menn töpuðu 2:1. Það sama gerðist í
ágúst þegar FH gaf KR blómvönd
eftir að síðarnefnda liðið varð bik-
armeistari fimm dögum áður. KR
vann 3:1 og blómvöndurinn góði fór
fyrir lítið!
Það var þó Dean Martin sem kom-
inn er á fimmtugsaldurinn sem skor-
aði fyrsta mark leiksins en 19 ára
piltur Emil Pálsson, jafnaði metin.
Atli Guðnason tryggði svo FH stigin
þrjú með síðustu spyrnu leiksins.
Úrslitin voru sanngjörn enda bjarg-
aði Páll Gísli Jónsson, markvörður
ÍA sínum mönnum nokkrum sinnum
í leiknum auk þess sem tréverkið
þvældist fyrir heimamönnum í tví-
gang. Gestirnir áttu aðeins eitt skot
á markið á meðan heimamenn létu
átta sinnum reyna á áðurnefndan
Pál Gísla.
Einar Karl ljósið í myrkrinu
Það var þó greinilegt á leik heima-
manna að mikilvægi leiksins var lítið
fyrir þá. Fyrri hálfleikurinn var tíð-
indalítill ef frá eru talin tvö skot Ein-
ars Karls sem var ljósið í myrkrinu í
fyrri hálfleik.
Í þeim síðari hresstist yfir sókn-
arleik heimamanna og þá sér-
staklega eftir mark gestanna. Það
var eins og að þá áttuðu Íslands-
meistararnir sig á að þeir vildu ekki
tapa og vildu raunar vinna. Þeir átt-
uðu sig á því rétt í tíma því ekki mátti
tæpara standa.
ÍA áhrifavaldur í fallbaráttunni?
Úrslitin eru hinsvegar afar slæm
fyrir ÍA sem er í harðri baráttu um
Evrópusæti. Þrjú stig hefðu verið
kjörin og eitt stig betra en ekki neitt.
Nú eru þeir hinsvegar í 6. sætinu með
29 stig en liðið hefur aðeins safnað
tveimur stigum í síðustu þremur
leikjum. Nýliðarnir eiga þó erfiða
leiki eftir gegn liðinum sem berjast á
botni deildarinnar, Fram og Selfossi.
Það eru alltaf erfiðir leikir sér-
staklega í ljósi þess að fallbaráttan
gæti ráðist í síðustu umferð.
93 árgerðin sá um
jöfnunarmarkið
FH hefur að litlu að keppa í síðustu
tveimur umferðunum. Þeir geta þó
enn jafnað stigametið í 12 liða deild
sem þeir settu sjálfir árið 2009. Liðið
fékk þá 51 stig en sigur gegn bæði
ÍBV og Val í síðustu umferðinni þeg-
ar bikarinn fer á loft í Kaplakrika,
tryggir það.
Heimir Guðjónsson þjálfari liðsins
getur leyft sér þann munað að gefa
yngri leikmönnum liðsins tækifæri.
Það ætti að vera eftirsóknarvert fyrir
hann að gefa þeim fleiri mínútur í
deild þeirra bestu. Sérstaklega í ljósi
þess að eins og Heimir benti á eftir
leikinn komu þrír leikmenn fæddir
1993 að jöfnunarmarkinu. Einar Karl
átti sendingu á Kristján Gauta Em-
ilsson sem skallaði að marki og Emil
Pálsson hirti frákastið og skoraði.
Morgunblaðið/Ómar
Bræðurnir Garðar B. Gunnlaugsson og Bjarki B. Gunnlaugsson eigast við í
Kaplakrikanum í gærkvöld. Bjarki hafði betur þegar upp var staðið.
Ekki gefa blóm
í Kaplakrika
FH-ingar geta jafnað stigametið
Morgunblaðið/Ómar
stöðu að vera annar þjálfara ÍBV, daginn fyrir leik. Hann vék úr byrjunarliðinu en kom inná þegar leið á leikinn og hér reyna þrír Valsmenn að hafa við honum.
ÍÞRÓTTIR 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012
SLÁ 29. Einar Karl Ingv-arsson átti skot í slána
á marki ÍA, beint úr aukaspyrnu.
Flott skot hjá Einari.
STÖNG 56. Afturbjargaði tré-
verkið gestunum en Atli Guðna-
son var einn og óvaldaður í teign-
um og skallaði í stöng af stuttu
færi.
0:1 62. Af harðfylgi skallaðiDean Martin boltann í
netið af stuttu færi en Gunnleifur
Gunnleifsson misreiknaði send-
ingu Andra Adolphssonar.
1:1 74. Einar Karl sendi bolt-ann á kollinn á Kristjáni
Gauta Emilssyni í teignum sem
skallaði að marki en Páll Gísli
Jónsson varði. Emil Pálsson tók
frákastið og skoraði af stuttu
færi.
FÆRI 79. Kristján Gautivar í dauðafæri á
markteignum eftir sendingu frá
Emil. Kristján skallaði boltann
hinsvegar rétt yfir markið.
2:1 90. Þegar tvær mínúturvoru komnar framyfir
venjulegan leiktíma sendi Krist-
ján Gauti langa stungusendingu í
gegnum miðja vörnina á Atla
Guðnason sem hljóp af sér varn-
armenn ÍA og kom boltanum
framhjá Páli Gísla.
I Gul spjöld:Engin.
I Rauð spjöld: Engin.
MMM
Enginn.
MM
Enginn.
M
Einar Karl Ingvarsson (FH)
Atli Guðnason (FH)
Emil Pálsson (FH)
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Freyr Bjarnason (FH)
Andri Adolphsson (ÍA)
Dean Martin (ÍA)
Viðtöl við Heimi Guðjónsson
þjálfara FH og Þórð Þórðarson
þjálfara ÍA eru að finna á mbl.is.
Allir þrír leikmenn FH sem
komu að jöfnunarmarkinu eru
fæddir 1993, Einar Karl Ingvars-
son, Kristján Gauti Emilsson og
markaskorarinn Emil Pálsson.
Þetta gerðist
í Kaplakrika
„Við þjöppuðum
okkur bara sam-
an og ætlum að
spila þessa leiki
sem eftir eru af
fullum krafti eins
og við sýndum í
þessum leik. Við
vorum með þenn-
an leik í okkar
höndum allan
tímann,“ sagði
Þórarinn Ingi Valdimarsson leik-
maður ÍBV eftir 3:0 sigurinn á Val í
gær í fyrsta leik eftir að Magnús
Gylfason hætti sem þjálfari.
„Auðvitað var mönnum brugðið
yfir þessu. Það héldu allir að tíma-
bilið yrði klárað. Svona gerist í fót-
boltanum og það er ekkert hægt að
svekkja sig á því. Maður verður
bara að búa sig undir næsta leik,“
sagði Þórarinn sem gaf lítið fyrir
kjaftasögur um að leikmennirnir
sjálfir hefðu viljað að Magnús færi
frá liðinu. „Þegar stórt er spurt er
oft fátt um svör. Fyrir mitt leyti þá
var ekki um neitt slíkt að ræða,“
sagði Þórarinn sem fagnar því að
Hermann Hreiðarsson snúi nú aftur
til Vestmannaeyja. sindris@mbl.is
„Mönnum
var brugðið
yfir þessu“
Þórarinn Ingi
Valdimarsson
Kaplakriki, Pepsi-deild karla, 20. um-
ferð, fimmtudag 20. september 2012.
Skilyrði: Logn, þurrt og um átta stiga
hiti. Völlurinn tættur en annars góður.
Skot: FH 21 (8) – ÍA 8 (1).
Horn: FH 6 – ÍA 5.
Lið FH: (4-3-3) Mark: Gunnleifur
Gunnleifsson. Vörn: Guðjón Árni Ant-
oníusson, Freyr Bjarnason, Pétur Við-
arsson, Viktor Örn Guðmundsson.
Miðja: Bjarki Gunnlaugsson, Einar Karl
Ingvarsson (Ólafur Páll Snorrason
85.), Björn Daníel Sverrisson. Sókn:
Hólmar Örn Rúnarsson (Emil Pálsson
67.), Albert Brynjar Ingason (Kristján
Gauti Emilsson 59.), Atli Guðnason.
Lið ÍA: (4-5-1) Mark: Páll Gísli Jóns-
son. Vörn: Theodore Furness, Kári Ár-
sælsson, Ármann Smári Björnsson,
Einar Logi Einarsson (Guðjón Heiðar
Sveinsson 82.). Miðja: Dean Martin
(Aron Ýmir Pétursson 76.), Jóhannes
Karl Guðjónsson, Arnar Már Guð-
jónsson, Jesper Holdt Jensen (Hallur
Flosason 30.), Andri Adolphsson.
Sókn: Garðar Gunnlaugsson.
Dómari: Garðar Örn Hinriksson – 9.
Áhorfendur: 1260.
FH – ÍA 2:1