Morgunblaðið - 21.09.2012, Side 7

Morgunblaðið - 21.09.2012, Side 7
HANDBOLTI Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is FH ætti að geta gert tilkall til sigurs í N1-deildinni í handbolta á komandi leiktíð en liðið vann sinn fyrsta Ís- landsmeistaratitil í langan tíma fyrir rúmlega ári síðan. Handboltahefðin er mikil í FH en liðið á að baki 16 Ís- landsmeistaratitla og fimm bik- armeistaratitla. Í Kaplakrika er gerð krafa um árangur og liðið í ár getur farið alla leið. FH er búið að missa þrjá sterka leikmenn. Línumaðurinn Atli Rúnar Steinþórsson er hættur sem og skyttan Hjalti Pálmason og þá fór Örn Ingi Bjarkason aftur heim í Aft- ureldingu. Til liðsins eru komnir þrír Framarar; hornamaðurinn Einar Rafn Eiðsson, línumaðurinn Jóhann Karl Reynisson og Arnar Birkir Hálfdánsson. Einar Andri Einarsson stýrir FH- liðinu nú einn eftir að hafa verið Kristjáni Arasyni til aðstoðar und- anfarin ár. Einar Andri þekkir hand- boltafræðin vel þó hann sé ungur að árum og er einn alefnilegasti þjálfari landsins. Erum að þróa okkar leik FH var spáð 2. sæti í árlegri spá fyrirliða og þjálfara fyrir Íslands- mótið á eftir erkifjendum sínum í Haukum sem vantaði aðeins þrjú stig upp á fullt hús. Aðspurður hvort eitthvað hafi komið á óvart varðandi spána, segir Ólafur Gústafsson, stór- skytta FH-inga: „Nei, ekki þannig. Við vitum að þetta verður hörkubarátta um annað til áttunda sætið og við göngum ekki að neinu vísu þar. Við vitum að við þurfum að leggja okkur alla fram til að ná árangri í vetur.“ Hann er þokkalega ánægður með undirbúning liðsins. „Við erum búnir að spila tólf leiki og það hefur gengið svona upp og niður. Við höfum náð að þróa okkar leik vel og erum að koma nýjum mönnum inní liðið,“ segir hann, en hvernig líst skyttunni á leikmannahópinn? „Hópurinn er mjög góður. Það eru ekki mikla breytingar frá því í fyrra en það eru einhverjir farnir út og einhverjir nýir komnir inn. Þetta er að slípast vel saman og nýju menn- irnir koma vel inn í liðið enda góður mórall þar fyrir. Það verða ekki miklar breytingar á okkar leik í vet- ur en einhverjar áherslubreytingar samt,“ segir Ólafur. Treysti Einari 100 prósent „Það er líf eftir Kristján,“ segir Ólafur, spurður um brotthvarf þjálf- arans Kristjáns Arasonar sem skil- aði titlinum í hús eftir langa bið FH- inga. „Kristján var mjög góður þjálfari og hafði mikið til málanna að leggja en Einar hefur líka verið með okkur lengi og þekkir vel inn á okkur. Hann hefur líka sjálfur lært af Kristjáni. Ég treysti Einari 100 pró- sent í þetta verkefni,“ segir Ólafur, en hvert stefna FH-ingar á tíma- bilinu? „Ég held að markmiðið sé bara að vera á meðal fjögurra efstu og sjá svo til. Það verður alveg nægilega krefjandi verkefni því deildin verður svo jöfn. Að ná einu af efstu fjórum sætunum er bæði raunhæft og verð- ugt markmið,“ segir Ólafur. Ætlar sér í atvinnumennsku Mörgum handboltaspekingum finnst Ólafur ekki hafa verið nálægt því að sýna sitt rétta andlit undan- farin ár en við miklu er búist af hon- um í vetur. Sjálfur ætlar hann sér stóra hluti. „Ég set aðallega pressu á sjálfan mig og er ekkert að pæla í því sem aðrir segja. Ég ætla mér stærri hluti í boltanum og ætla að vera einn af bestu leikmönnunum í vetur. Mark- miðið er að spila vel og komast út. Ég var með tilboð fyrir þetta tíma- abil en ákvað að halda áfram hjá FH og taka þennan vetur með trompi,“ segir Ólafur. Hann fékk smá bragð af því hvernig það er að vera í íslenska landsliðinu í sumar en það var eitt- hvað sem hvatti Ólaf til dáða. „Það sýndi mér að ég er fær um miklu meira en ég bjóst við. Ég lærði mikið af Gumma í sumar og nú dreymir mig um að vinna mér inn landsliðssæti. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta er stór pakki. Þetta er mun stærra stökk en maður býst við. Allt í einu er maður mættur á æfingu með frá- bærum leikmönnum þar sem enginn er lélegur. Ég var lélegi gaurinn,“ segir Ólafur Gústafsson.  N1-deildin í handbolta hefst næstkomandi mánudagskvöld, 24. september, með heilli umferð. Morg- unblaðið kynnir öll liðin í N1- deildinni til leiks. Morgunblaðið/Ómar Lykilmaður Ólafur Gústafsson verður örugglega í stóru hlutverki hjá FH. Krefjandi verkefni að vera meðal fjögurra efstu  FH líklegt til afreka í vetur  Kristján horfinn á braut  Nýir menn koma sér vel fyrir  Ólafur Gústafsson ætlar sér að vera einn besti maður mótsins Þjálfarinn » Einar Andri Einarsson þjálf- aði FH með Kristjáni Arasyni en tók einn við liðinu eftir að Kristján lét af störfum í sum- ar. » Einar hefur verið lengi við- loðandi handboltann hjá FH en hann þjálfaði lengi nýjustu gullkynslóð félagsins (Aron Pálmarsson m.a.). » Hann var aðstoðarmaður Elvars Arnar Erlingssonar þegar liðið komst upp 2008 og á fyrsta tímabilinu í efstu deild 2009. Einar þjálfaði svo FH 2010 og með Kristjáni eft- ir það. » Einar Andri hefur einnig þjálfað yngri landslið Íslands með fínum árangri. Leikmannabreytingar » Komnir: Einar Rafn Eiðsson (Fram), Jó- hann Karl Reynisson (Fram), Arnar Birkir Hálfdánsson (Fram). » Farnir: Atli Rúnar Steinþórsson (hætt- ur), Pálmar Pétursson (hætt- ur), Hjalti Pálmason (hættur), Örn Ingi Bjarkason (Aftureld- ingu), Atli Hjörvar Einarsson (Víking). Fyrstu fimm leikir FH » Akureyri (ú) 24. sept. » Valur (ú) 27. sept. » Fram (h) 4. okt. » ÍR (ú) 11. okt. » HK (h) 18. okt. Morgunblaðiði/hag Markmaðurinn Daníel Freyr Andrésson var öflugur í marki FH í fyrra. ÍÞRÓTTIR 7 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 Tandri MárKonráðsson verður ekki með Íslandsmeist- urum HK í hand- knattleik á fyrstu vikum eða mán- uðum Íslands- mótsins i vetur. Tandri, sem vakti talsverða athygli með Kópavogslið- inu síðasta vetur, meiddist illa á baki í sumar og óttast var að hann yrði frá keppni í allt að hálft ár. Í viðtalið við netmiðilinn handbolti.org segir Tandri að hann eigi von á að fara í myndatöku á ný í lok mánaðarins og þá verði staðan endurmetin.    Bjarki Aðalsteinsson, sem lékmeð 2. deildarliði Reynis úr Sandgerði í knattspyrnunni í sumar, var valinn besti varnarmaðurinn í austurdeild bandarísku há- skóladeildarinnar í síðustu viku. Bjarki leikur með liði James Madis- on háskólans og vegnar þar mjög vel á fyrsta ári en í frétt á heimasíðu skólans segir að hann hafi átt stóran þátt í tveimur mikilvægum sigrum í vikunni. Hann fékk einnig sérstök nýliðaverðlaun á dögunum fyrir frammistöðu sína. Bjarki er 21 árs og var var í leikmannahópi Breiða- bliks en var lánaður til Reynismanna í sumar.    Jack Wilshere, miðjumaður enskaknattspyrnuliðsins Arsenal, æfði með liðinu af fullum krafti í gær, í fyrsta skipti í fjórtán mánuði. Wilshere, sem er aðeins tvítugur en var þegar búinn að vinna sér sæti í enska landsliðinu, meiddist á fæti og missti af öllu síðasta tímabili og er að verða leikfær fyrst núna.    Enski miðju-maðurinn Joey Barton lék í gærkvöld sinn fyrsta leik síðan hann fékk 12 leikja bann hjá enska knatt- spyrnusamband- inu síðasta vor, fyrir framkomu sína í leik QPR gegn Manchester City í lokaumferð úr- valsdeildarinnar. Barton var lánaður frá QPR til Marseille í haust, og þarf þar að afplána það sem hann á eftir af banninu. Hann mátti hinsvegar spila í Evrópudeild UEFA með franska liðinu og lék í 70 mínútur þegar það gerði jafntefli, 2:2, gegn Fenerbache í Tyrklandi. Marseille var reyndar 2:0 undir þegar Barton var skipt af velli en náði að jafna metin þegar Andre Ayew skoraði á fjórðu mínútu í uppbótartíma.    John Andrewsvar í gær- kvöld endurráð- inn þjálfari kvennaliðs Aftur- eldingar í knatt- spyrnu til næstu tveggja ára. Hann hefur stýrt liðinu frá miðju sumri 2010, og hafði áður verið að- stoðarþjálfari þess frá 2008. Aftur- elding hefur haldið velli í efstu deild allan þennan tíma, alltaf eftir harða baráttu. Andrews er 33 ára gamall Íri og leikur með karlaliði Aftureld- ingar.    Tiger Woods ætlar að láta RoryMcIlroy hafa fyrir sigrinum í Fedex-úrslitakeppninni á PGA- mótaröðinni í golfi. Lokamótið hófst í gærkvöldi og er Tiger efstur að loknum fyrsta hring á 66 höggum sem er fjögur högg undir pari. McIlroy og Phil Mickelson eru á höggi undir pari. McIlroy er efstur í úrslitakeppninni en Tiger og Mickel- son nægir báðum að vinna lokamótið til að vinna einnig úrslitakeppnina. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.