Morgunblaðið - 21.09.2012, Page 8

Morgunblaðið - 21.09.2012, Page 8
HANDBOLTI Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Akureyri handboltafélag er yngsta liðið í N1-deild karla í handbolta. Það var sett saman úr erkifjend- unum Þór og KA sumarið 2006 og hóf leik í efstu deild sama haust. Það var nær falli en úrslitakeppni fyrstu þrjú árin en liðið komst fyrst í úr- slitakeppnina 2010. Leiktíðina 2010/2011 mættu Ak- ureyringar með ógnarsterkt lið til leiks og urðu deildarmeistarar sem var fyrsti titill hins nýja félags. Ak- ureyri þurfti aftur á móti að lúta í gras fyrir FH í úrslitum um Íslands- meistaratitilinn. Í vor sló FH svo Akureyri aftur úr úrslitakeppninni, nú í undanúrslitum. Liðið hefur misst sterka leikmenn á borð við markvörðinn Sveinbjörn Pétursson, Guðlaug Arnarsson, Hörð Fannar Sigþórsson og Daníel Einarsson. Á móti hefur Akureyri fengið heim Hrein Þór Hauksson, Andra Snæ Stefánsson og tvo er- lenda markverði. Þá getur varnar- tröllið úr Mosfellsbænum, Ásgeir Jónsson, leikið allt tímabilið með lið- inu en hann var meiddur lengi vel í fyrra. Atli Hilmarsson lét af störfum sem þjálfari Akureyrar eftir síðasta tímabil og við tóku Heimir Örn Árnason og Bjarni Fritzson sem eru spilandi þjálfarar. Stútfullt á leikmannakynningu „Stemningin er fáránlega mikil fyrir liðinu. Gæti vart verið miklu betri,“ segir hornamaðurinn knái, Oddur Gretarsson, um Akureyr- arliðið og spenninginn norðan heiða fyrir komandi tímabili. „Það var leikmannakynning um daginn og það var alveg troðfullt hús. Fólkið er spennt eins og við. Svo er búið að bæta við sætum í Höllina. Það er búið að bæta við sæt- um fyrir neðan stúkuna þannig áhorfendur geta verið ennþá nær átökunum. Þetta eru einhver 400 sæti sem bættust við þannig að það verður skemmtilegt að sjá hvernig verður að spila þarna,“ segir Oddur. „Sjálfir erum við búnir að æfa eins og brjálæðingar í sumar og þrátt fyrir að missa nokkra góða leikmenn erum við staðráðnir í að gera vel í vetur,“ segir Oddur. Ekki á flæðiskeri staddir Akureyri hefur misst fleiri leik- menn en það hefur fengið en Oddur er samt sem áður ánægður með hóp- inn. Þá sérstaklega nýja svartfellska markvörðinn Jovat Kukobat. „Hann er búinn að standa sig gríð- arlega vel í leikjunum á undirbún- ingstímabilinu. Hann lítur virkilega vel út en svo sjáum við hvernig þetta verður í vetur,“ segir Oddur en það verða líka ungir spilarar sem fá mín- útur. „Við fengum Hrein Hauksson aft- ur og svo varð 2. flokkur náttúrlega Íslandsmeistari í fyrra. Þar erum við að fá upp flotta stráka þannig að við erum ekki á flæðiskeri staddir með efnilega leikmenn. Svo er líka kom- inn tími á að þeir sem hafa fengið minna að spila undanfarin ár sanni sig,“ segir Oddur. Heimir og Bjarni alltaf stjórnað Þegar Atli Hilmarsson sagði starfi sínu lausu hjá Akureyri eftir síðasta tímabil réð liðið tvo leikmenn til starfa. Heimir Örn Árnason, fyrirliði liðsins undanfarin ár, og markavélin Bjarni Fritzsson eru saman spilandi þjálfarar. Oddur er ánægður með þá. „Þeir eru mjög flottir. Sumarið hefur verið vel skipulagt og gengið vel. Við erum búnir að æfa vel og ég er virkilega ánægður. Það hefur samt í raun ekkert mikið breyst. Bjarni og Heimir stjórnuðu þessu mikið í fyrra. Sævar [Árnason] stjórnar þessu áfram á bekknum en Heimir og Bjarni eru annars með allt. Þeir eru miklir leiðtogar og eru núna í réttum stöðum finnst mér. Þeir hafa verið að stjórna þessu und- anfarin ár en núna er komin meiri ábyrgð á þá sem þjálfara, sem ég veit að þeir munu standa undir,“ segir Oddur.  N1-deildin í handbolta hefst næstkomandi mánudagskvöld, 24. september, með heilli umferð. Morg- unblaðið kynnir öll liðin í N1- deildinni til leiks. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Þjálfari Hornamaðurinn reyndi Bjarni Fritzson skoraði tæp átta mörk að með- altali í leik fyrir Akureyrarliðið í fyrra, eða 163 mörk í 21 leik í deildinni. Nú er hann annar spilandi þjálfara liðsins, ásamt Heimi Erni Árnasyni. „Stemningin gæti vart verið miklu betri“  Mikil spenna og áhugi á Akureyri  Misstu sterka leikmenn en ungir meist- arar fá að spreyta sig  Tveir spilandi þjálfarar  Stúkan stækkuð til muna Þjálfararnir » Heimir Örn Árnason og Bjarni Fritzson tóku við af Atla Hilmarssyni í sumar og verða spilandi þjálfarar Akureyrar. » Báðir tveir hafa verið á með- al bestu leikmanna deild- arinnar undanfarin ár og Bjarni einn af þeim markahæstu. » Bæði Bjarni og Heimir hafa leikið sem atvinnumenn og saman eiga þeir yfir 60 lands- leiki að baki. » Þetta er fyrsta þjálfarastarf þeirra beggja. Leikmannabreytingar » Komnir: Hreinn Þór Hauksson (námi erlendis), Jovan Kukobat (Jugovica), Thomas Olason, (Odder) » Farnir: Daníel Örn Einarsson (HK), Guðlaugur Arnarsson (hætt- ur), Sveinbjörn Pétursson (EHV Aue), Hörður Fannar Sig- þórsson (Kyndil), Jón Heiðar Sigurðsson, (Gróttu), Halldór Tryggvason (FH), Hlynur Elmar Matthíasson, (Víking). Fyrstu fimm leikir Akureyrar » FH (h) 24. sept. » Fram (ú) 27. sept. » ÍR (h) 4. okt. » HK (ú) 11. okt. » Afturelding (h) 18. okt. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Lykilmaður Hornamaðurinn Oddur Gretarsson er í stóru hlutverki hjá Akureyri. Hann hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið síðustu misserin. 8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 Gunnar Rafn Borgþórsson var í gær ráðinn þjálfari kvenna- liðs Selfoss í knattspyrnu til næstu tveggja ára en hann hef- ur þjálfað Vals- konur undan- farin tvö ár. Gunnar tekur við af Birni Kristni Björnssyni sem hefur þjálfað Selfyssinga í tvö ár en undir hans stjórn vann liðið sig upp í efstu deild í fyrsta sinn í fyrra og kom síðan skemmtilega á óvart í sumar og náði að halda sæti sínu, þvert ofan í flestar spár. Gunnar Rafn er 31 árs gamall, austfirskur að uppruna og spilaði sjálfur lengi með Aftureldingu, en var á Selfossi í nokkur ár áður en hann tók við Valsliðinu haustið 2010. Undir hans stjórn varð Valur bikarmeistari 2011 en endaði í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar á ný- loknu tímabili. vs@mbl.is Gunnar Rafn tekur við liði Selfyssinga Gunnar Rafn Borgþórsson Stefán Már Stef- ánsson lagaði stöðu sína á 1. stigi úrtökumót- anna fyrir Evr- ópumótaröðina í golfi í Þýska- landi í gær þegar hann lék á 70 höggum sem er tveimur höggum undir pari vall- arins. Fínn hringur hjá Stefáni sem náði sér í tvo fugla á lokasprett- inum og kom sér undir parið. Fyrstu tvo hringina hafði hann hins vegar leikið á 75 höggum og vænt- anlega þarf hann á draumahring að halda í dag til að eiga einhverja möguleika á því að komast áfram. Stefán er í 55. sæti og hækkaði sig um tíu sæti á milli hringja. Þórður Rafn Gissurarson félagi hans úr GR er í 85. sæti. Hann lék á 76 höggum og er samtals á þrettán höggum yfir pari eða níu höggum á eftir Stefáni. Þórður byrjaði vel í mótinu á 71 höggi en síðan hefur hallað undan fæti. kris@mbl.is Stefán styrkti stöðuna í Þýskalandi Stefán Már Stefánsson Ólafur Björn Loftsson úr Nes- klúbbnum er í 49. sæti af 75 kepp- endum í for- keppni úrtöku- mótanna fyrir PGA-mótaröðina í Bandaríkj- unum. Ólafur er samtals á fimm höggum yfir pari en hann lék annan hringinn á 71 höggi sem er högg yfir pari. Ólafur lék fyrsta hringinn þar af leiðandi á 74 höggum og er ekki lík- legur til að komast áfram á 1. stig- ið. 20 kylfingar eru undir pari á þessum tímapunkti í mótinu og Ólafur er því nokkuð langt á eftir. Hvernig sem fer að loknum 72 hol- um þá mun Ólafur einnig reyna við Evrópumótaröðina og spilar í London ásamt Ólafi Má Sigurðssyni GR í byrjun október. kris@mbl.is Ólafur á fimm höggum yfir pari samtals Ólafur Björn Loftsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.