Monitor - 04.10.2012, Blaðsíða 5

Monitor - 04.10.2012, Blaðsíða 5
facebook.com/noisirius 7FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2012 Monitor Fleetwood Mac 45 ára Tónleikar til heiðurs hljómsveitinni Fleetwood Mac verða haldnir í Aust- urbæ eftir viku, fimmtudaginn 11. október. Fjöldi tónlistarmanna stíg- ur á stokk til þess að gera magnaðri tónlist þessarar goðsagnakenndu hljómsveitar skil. Auk sjö manna hljómsveitar munu söngvararnir Agnes Björt Andradóttir úr hljóm- sveitinni Sykur, Dagur Sigurðsson úr X-factor í Bretlandi, Lísa Einars- dóttir, Elvar Friðriksson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir og gítar- leikarinn Björgvin Gíslason flytja allt það besta sem komið hefur frá Fleetwood Mac. Hljómsveitin, sem var stofnuð í London árið 1967 af gítarleikaranum Peter Green í miðri bresku blússprengingunni, vakti strax mikla eftirtekt. Eftir að parið Stevie Nicks og Lindsey Bucking- ham gekk til liðs við Fleetwood Mac árið 1975 sló hún í gegn um allan heim með lögum eins og Don‘t Stop, Go your own way, Dreams, Little Lies og ótal fleirum. Tónleikarnir verða haldnir í Austurbæ hinn 11. október kl. 21.00 en húsið verður opnað kl. 20.00. Miðaverð er 3.900 kr. og fer miðasala fram á midi.is. Nýtt lag frá Bruno Mars Síðastliðinn mánudag sendi Bruno Mars frá sér nýtt lag sem ber nafnið „Locked Out of Heaven.“ Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu frá honum sem mun bera nafnið „Unorthodox Jukebox.“ Platan sú er önnur sólóplata kauða því árið 2010 sendi hann frá sér „Doo-Wops & Hooligans“ sem mokseldist og náði tvöfaldri platínumsölu. Tvö lög af henni náðu toppi bandaríska Billboard-listans, fyrst lagið „Just the Way You Are“ og svo seinna „Grenade.“ Rödd Brunos prýddi einnig tvö önnur lög sem náðu topp-fimm á sama lista, lag B.o.B „Nothing on You“ og lagið „Billionaire“ sem hann samdi með Travie McCoy og félögum sínum í lagasmíðateyminu the Smeez- ingtons, þeim Philip Lawrence og Ari Levine. Þessi lög áttu stóran þátt í að gera Bruno Mars að þeirri ofurstjörnu sem hann er í dag. Sjálfur mun svo Bruno Mars, eða Peter Gene Hernandez eins og hann heitir réttu nafni, fagna 27 ára afmæli sínu á mánudaginn næstkomandi, 8. október. Biggi Hilmars sendi á mánudaginn frá sér sína fyrstu sólóbreiðskífu en hún var 3 ár í smíðum Lengi í smíðum Á mánudaginn var sendi Birgir Hilmarsson, eða Biggi Hilmars eins og hann er gjarnan kallaður, frá sér sína fyrstu sóló-breiðskífu. Bigga ættu margir að kannast við enda fór hann fyrir hljómsveit sinni Ampop sem átti marga smelli hér fyrir nokkrum árum. Undanfarin ár hefur Biggi starfað við tónlist í London, Reykjavík, Los Angeles og New York. Hann hefur meðal annars starfað sem tónskáld hjá Universal Music í London og Pusher Music í Los Angeles við hin ýmsu kvik- mynda-, sjónvarps- og auglýsingaverkefni en Biggi hefur samið tónlist fyrir verðlaunafram- leiðandann Ridley Scott og kvikmyndirnar „Future of Hope.“ Þá hefur tónlist hans heyrst í auglýsingum þekktra vörumerkja á borð við Chevrolet, Nike og Motorola. Fyrsta breiðskífa Bigga ber titilinn „All We Can Be“ og inniheldur 11 frumsamin lög ásamt endurútsetningu á „Famous Blue Rain- coat“ eftir Leonard Cohen. Hún hefur verið í vinnslu í 3 ár og fóru upptökur fram í London og París en eftirvinnslan fór fram í Reykjavík. Í tilefni af útgáfu plötunnar ætlar Biggi að halda tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld. Húsið er opnað klukkan 20 en tónleik- arnir hefjast klukkan 20.30. Forsala miða er hafin á midi.is en miðaverðið er 1.800 krónur. ALL WE CAN BE NEFNIST PLATAN HANS BIGGA

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.