Monitor - 04.10.2012, Blaðsíða 8

Monitor - 04.10.2012, Blaðsíða 8
8 MONITOR FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 Leiðir Haraldar Ara Stefánssonar og Retro Stefson skilja tímabundið á næstunni enda er hann haldinn út til London að læra leiklist. Monitor ræddi við hann um stuðboltahlutverkið, lífi ð í London og dýrkeyptan klaufaskap á fl ugvelli. É g er ekkert alltaf í stuði þótt ég virðist kannski vera í stuði,“ segir Haraldur Ari Stefánsson, meðlimur Retro Stefson og leikaranemi. Eins og fl est- um er kunnugt sem hafa séð Retro Stefson á sviði er hlutverk Haraldar í hljómsveitinni fyrst og fremst að sjá til þess að tónleikagestir séu í stuði. „Ég þarf auðvitað að þykjast vera í stuði, annars myndi þetta ekki virka. Við föttuðum sem sagt á ákveðnum tímapunkti að til að áhorfendur þori að sleppa fram af sér beislinu, þá verðum við að gera það líka.“ Haraldur Ari er nýfl uttur til Lundúna þar sem hann kemur til með að læra leiklist í skólanum Central School of Speech and Drama. Fyrir vikið verður hann fjarri góðu gamni frá Retro Stefson um tíma, sem stendur í ströngu þessa dagana við að senda frá sér sína þriðju breiðskífu. Nú ert þú sá eini í Retro Stefson sem ólst upp í Mos- fellsbæ en ekki miðsvæðis í Reykjavík. Hvernig dast þú inn í hljómsveitina? Ég var reyndar í Austurbæjarskóla í 1. bekk, fór síðan í Melaskóla í Vesturbænum í tvö ár þangað til ég fl utti í Mosfellsbæ. Eftir það var ég samt alltaf mikill áhuga- maður um Austurbæjarskóla. Ég kynntist Unnsteini og Loga (í Retro Stefson) á leikskóla og ég var sem sagt alltaf hjá pabba mínum aðra hverja helgi og þá lék ég við Austurbæjarskólakrakkana. Það var til dæmis ekki Skrekkur í Mosó svo ég mætti bara á Skrekksæfi ngar í Austurbæjarskóla og gerðist aðstoðarleikstjóri. Þannig kynntist ég sem sagt krökkunum sem mynduðu seinna kjarnann í Retro Stefson. Þegar ég byrjaði í MH var ég búinn að mæta á marga Retro Stefson-tónleika, var síðan með strákunum í MH-kórnum og að lokum var mér bara boðið að vera með í hljómsveitinni. Þegar þér var boðið að vera með var hljómsveitin komin dálítið af stað, hún var til dæmis búin að spila á Airwaves og svona. Upplifðir þú þetta boð eins og ef stelpan sem þú varst skotin í hefði beðið þig um að byrja með sér? Ég hugsaði þetta kannski ekki endilega þannig. Ég upp- lifði þetta einfaldlega bara þannig að það væri geðveikt gaman að fá að vera með. Þetta gerðist allt frekar hratt, mér var boðið á æfi ngu og svo allt í einu var ég bara orðinn hluti af hljómsveitinni. Mér skilst að þú kunnir eitthvað á píanó og gítar. Hvernig endaðir þú í þessu stuðpinnahlutverki í bandinu? Ég hugsa að það hafi bara byrjað þannig af því að ég þurfti að fi nna mér eitthvað að gera uppi á sviði annað en að standa alltaf bara og spila á kúabjöllu og hristur í öllum lögum. Smám saman föttuðum við sem hljómsveit hvað virkaði á tónleikum, hvað við þyrftum að gera til að fá meira út úr lögunum og eitt af því var að ef ég léti eins og asni, þá væri fólk til í að dansa með. Það þýðir ekkert að vera bara alltaf með einhvern töffarasvip á sér. Hver hefur hingað til verið hápunkturinn á öllu Retro Stefson-stússinu og hvað hefur verið mesta vesenið? Það er ekki auðvelt að svara þessu en svona það fyrsta sem mér dettur í hug sem hápunktur er tækifærið sem við fengum úti, það er að segja þegar við fengum plötusamninginn hjá Universal og gátum fl utt út til Berlínar. Það var alveg frábært, bæði sem hljómsveit, að fá að vinna við það sem við elskum að gera, og bara fyrir okkur sem unga einstaklinga, að kynnast því að búa í útlöndum. Fyrir mitt leyti var líka ákveðinn hápunktur þegar við spiluðum í Berlín núna um daginn og það var troðfullur staður og biðröð fyrir utan. Það er auðvitað erfi tt að hasla sér völl í svona stórborg og þess vegna fannst mér það mikil viðurkenning að sjá hversu margir mættu á þessa tónleika. Það eru kannski engir sérstakir lágpunktar en það er alltaf dálítið erfi tt að halda tónleika á stöðum þar sem það eiga ekkert endilega að vera haldnir tónleikar. Við spiluðum til dæmis í verslunarmiðstöð í Færeyjum í sumar í ömurlegu hljóðkerfi þar sem bókstafl ega enginn nennti að hlusta á okkur. Við vorum ekki mjög velkomin þar (hlær). Hvernig upplifðir þú lífi ð í Berlín? Átt þú einhverja skemmtilega sögu þaðan? Það var sjúklega gaman; þótt það hafi ekki alltaf verið auðvelt þá man maður mest eftir góðu stundunum. Við bjuggum náttúrlega sjö saman í lítilli tveggja herbergja íbúð sem var dálítil áskorun, en við vorum dugleg að elda saman, skipta með okkur verkum og svo framvegis. Ég á alltaf erfi tt með að muna einhverjar skemmtilegar sögur þegar ég er rukkaður um þær, en eitt stendur upp úr og það var þannig að við vorum mikið í því að vera alltaf að spila borðtennis úti í götunni okkar, jafnvel langt fram eftir nóttu. Vandamálið var að við bjuggum í hálfgerðri fjölskyldugötu og við vorum kannski ekki hljóðlátasti hópur í heimi þannig að eitt kvöldið mætti allt í einu bara sérsveit þýsku lögreglunnar á svæðið til þess að skipa okkur að hætta að spila borðtennis. Það var frekar klikkað. Retro Stefson stendur nú í útgáfu á sinni þriðju breiðskífu sem er samnefnd hljómsveitinni. Hvers má maður vænta? Ég verð að segja að þetta er þrusufín plata. Það er náttúrlega ekki hægt að segja að ég sé hlutlaus en þó er það þannig að ég kem ekki mikið að upptökuferlinu, það er að segja ég spila alltaf mjög lítið inn á plöturnar. Þetta er langskemmtilegasta Retro-platan til þessa, hún er dansvænni en hinar plöturnar og ég myndi segja að hún væri líka djarfari. Eins og einhverjir kúl menn myndu segja þá er hún meira sexí en annað efni frá Retro. Upplifi r þú það furðulega að vera í hljómsveitinni en koma svona lítið að vinnuferlinu þegar það er verið að semja lög og taka upp? Ég gerði það kannski stundum áður fyrr en svo áttaði ég mig bara á því að það eru bara allir í hljómsveitinni með sitt hlutverk og þannig virkar það best. Ég er ekki mjög góður í að semja lög og þess vegna eru aðrir í því en ég og svo eru aðrir sem eru betri en ég í að spila á hljóðfæri og þá sjá þeir augljóslega um það. Ég mæti auðvitað alveg í stúdíóið og er með þegar það er verið að taka upp en þá sé ég bara um hlutina eins og að sækja hamborgara og svona (hlær). Ég gat líka nýtt þennan tíma í stúdíóinu til að undirbúa mig fyrir leiklistarprufurnar, ég fór til dæmis inn í eitthvert hljóðeinangrað herbergi og öskraði textann sem ég þurfti að kunna utan að. Mér var bent á að þú hefðir farið með aukahlutverk í Fóstbræðrum í gamla daga, meðal annars í hinum sí- gilda skets um óþolandi afann sem kemur í heimsókn til dóttur sinnar og fjölskyldu hennar. Var það upphafi ð að leiklistarferlinum? Ætli það ekki bara? Þarna uppgötvaði ég þetta allt saman, hvað þetta væri skemmtilegt og ég hugsaði strax: „Já ókei, maður getur sem sagt fengið borgað fyrir þetta.“ Nei, grín. Ég horfði einmitt mjög mikið á Fóstbræður með vini mínum þegar ég var lítill svo ég man að mér fannst mjög skemmtilegt að fá allt í einu hlutverk í þáttunum. Nú ert þú fl uttur til London til að hefja leikaranám. Verður þú þá ekki með á útgáfutónleikum Retro Stef- son? Mun einhver leysa þig af á meðan þú ert úti? Ég missi því miður af þeim og það er auðvitað ógeðs- lega leiðinlegt. Skólinn byrjar eiginlega bara daginn eftir tónleikana og það er frekar hæpið að vera að skjótast svona á milli þegar það er dýrt að fl júga og ég er á fullu að koma mér fyrir í London. Þessi íbúð málar sig til dæmis ekki sjálf. Það er náttúrlega súrt að missa af öllu stússinu í kringum plötuútgáfuna og svona en maður verður stundum að hugsa til þess hvað mann langar að gera í framtíðinni. Ég ætla að sjálfsögðu að koma fram með hljómsveitinni við hvert tækifæri sem gefst, það er að segja alltaf þegar ég verð á landinu, en það mun enginn leysa mig af þess á milli. Þú lentir í einhverju nettu veseni þegar þú fórst til London um daginn, frétti ég. Já, fór ég til London í stutta ferð og ég hafði séð auglýst í blöðunum að WOW Air ætlaði að byrja að fl júga frá Gatwick-fl ugvelli. Ég tók lestina upp á Gatwick og rölti síðan um fl ugvöllinn bara mjög slakur í mestu rólegheit- um en einhverra hluta vegna fann ég hvergi innritunar- borðið fyrir WOW Air og hugsaði náttúrlega strax: „Sjitt, ekki er ég á vitlausum fl ugvelli?“. Þegar ég kíkti síðan á fl ugmiðann minn í símanum mínum kom það einmitt í ljós, ég var bara mættur á vitlausan fl ugvöll (hlær). Í öllu stressinu hringdi ég síðan í fl ugfélagið og þuldi upp alla söguna þangað til afgreiðslukonan svaraði bara: „Bíddu nú við, ertu ekki að djóka, Haraldur minn?“. Þá var ég sem sagt ekki að tala við fl ugfélagið heldur hafði ég óvart hringt í mömmu æskuvinar míns án þessa að fatta það. Hann hringir stundum í mig úr einhverju bílasímanúm- eri sem hafði þá verið í „recent calls“ hjá mér og ég hélt að það væri númerið hjá fl ugfélaginu. Þetta endaði sem sagt með því að ég þurfti að kaupa mér nýjan fl ugmiða og þetta var hrikalegt vesen. Ég gleymdi að skoða fl ugmiðann í tvígang í þetta skipti, eins og maður á að gera. Ég get verið smá-klaufi en ég geri ekki ráð fyrir að ég eigi eftir að fara á vitlausan fl ugvöll héðan í frá. Hvernig fer lífi ð í London af stað? Ég er svo sem ekki búinn að gera mikið annað en að mála fyrir utan það að ég vaknaði eldsnemma í morgun og leigði svona vél til að þrífa gólfteppið í íbúðinni. Ég er aðallega bara búinn að vera að stússast í íbúðinni og svo Texti: Einar Lövdahl einar@monitor.is Myndir: Styrmir Kári Erwinsson styrmirkari@mbl.is ...eitt kvöldið mætti allt í einu bara sérsveit þýsku lögreglunnar á svæðið til þess að skipa okkur að hætta að spila borðtennis. Það var frekar klikkað. Ef ég læt eins og asni er fólk til í að dansa

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.