Monitor - 04.10.2012, Blaðsíða 10

Monitor - 04.10.2012, Blaðsíða 10
10 MONITOR FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 að hlusta á enska útgáfu af Útvarpi Sögu, útvarpsstöð sem fólk hringir inn í til þess að röfl a. Það er fínt til að æfa sig í enskunni. Ég hef síðan notið góðs af því að ég hef fengið að vera hjá frændfólki mínu hérna úti í London á meðan ég er að koma mér fyrir. Þú ert lofaður maður. Kærastan ætlar að koma með þér út, ekki satt? Hvað ætlar hún að fást við? Jú, hún ætlar að búa með mér í London. Hún keppir á Evrópumótinu í hópfi mleikum í október og ætlar síðan að koma út eftir það. Hún ætlar bara að fi nna sér eitthvað að gera, það gæti verið að hún fari að kenna einhverja leikfi mi til að byrja með og svo er vonandi að hún komist inn í einhverja þjálfarastöðu í fi mleikunum eða eitthvað svoleiðis. Pabbi þinn, Stefán Jónsson, lærði leiklist í London og er í dag fagstjóri á leikarabraut í Listaháskóla Íslands. Spilaði þetta tvennt einhvern þátt í því að þú ákvaðst að fara til London að læra leiklist? Já, algjörlega, bæði þessi atriði spiluðu inn í. Það að hann sé fagstjóri leiklistardeildarinnar hefur auð- vitað einhver áhrif á að ég sótti ekki um heima, en ég hugsa samt að jafnvel þótt hann hefði ekki verið í þessari stöðu þá hefði ég samt sótt um úti. Ég hefði kannski sótt um heima til vonar og vara en mig hefur alltaf langað til að læra úti og kannski tengist það einmitt því að pabbi lærði úti og hefur alltaf talað vel um það. Síðan hefur alltaf verið talað um það í kringum mig hvað það sé mikilvægt að prófa að búa í útlöndum og kynnast annarri menningu. Eftir að hafa búið í Þýskalandi með Retro jókst bara sú löngun mín til að læra úti. Ég held að það verði rosalega gott að vera hérna úti á meðan maður er að læra því heima er einmitt svo margt annað sem kallar á mann og stelur athyglinni manns. Hérna úti þekki ég engan og enginn þekkir mig, það er ágætt. Þú lékst burðarhlutverk í Óróa sem kom út í hittiðfyrra þar sem þú lékst samkynhneigðan strák. Heldur þú að þú hafi r þroskast mikið sem leikari vegna þessa hlutverks? Ég myndi nú ekki kalla mig leikara strax, ég get titlað mig sem slíkan þegar ég verð búinn að læra. Þetta hlut- verk var alveg ágætlega krefjandi og virkilega skemmti- legt. Mér fannst mjög skemmtilegt að vinna með hópnum sem kom að þessari mynd og ég þroskaðist auðvitað mikið að því leytinu til að ég öðlaðist reynslu sem tengist því að vera á tökustað, hvernig maður hegðar sér þar, hvernig maður undirbýr sig fyrir senur og allt svoleiðis. Ég var mjög heppinn að hafa fengið þetta hlutverk. Voru vinir þínir duglegir við að gera athugasemdir við kossaatriðið ykkar? Já, að sjálfsögðu (hlær). Ég var samt orðinn vanur svoleiðis kommentum frá vinunum. Ég lék einu sinni í einhverri auglýsingu og fór svo í bíó með félögunum og þá kom auglýsingin með mér og þá stóð einn strákurinn upp, benti á mig og sagði: „Hey, þessi leikur í auglýsingunni!“ og allur salurinn fór að hlæja. Það var reyndar mjög fyndið. Er kvikmyndaleikur eitthvað sem þig langar að láta að þér kveða í síðar og seinna meir? Já, mér fi nnst það mjög spennandi og væri gjarnan til í að fá að leika í fl eiri myndum ef mér gefst tækifæri til. Ég vil hins vegar ekki festast í bíómyndaleik, ég er líka mjög spenntur fyrir leikhúsi. Ég held að það sé mjög gott fyrir leikara að vera góður í hvoru tveggja, kvikmynda- og sviðsleik. Maður sér það alveg að bestu leikararnir gera hvort tveggja. Hvernig hljóðar svarið þitt þegar fólk spyr þig hvert þú stefnir? Ég stefni bara á að klára þetta þriggja ára nám og svo væri gaman að sjá hvort ég geti kannski fengið einhverja vinnu hérna úti í leiklistinni, það er svona það lengsta sem ég hef leyft mér að horfa fram í tímann. Síðan veit maður svo sem aldrei nákvæmlega hvað maður gerir, kannski fer ég bara í lögfræði í háskóla heima beint eftir leikaranámið. Nei, ég segi svona. Auðvitað á ég mér alveg einhver markmið, en ég kýs að halda þeim fyrir sjálfan mig. Þú ert ekkert stressaður yfi r því að þú fáir allt í einu bara bréf frá hljómsveitinni á meðan þú ert svona lengi úti með þeim skilaboðum að þú sért rekinn? Nei, ég ætla rétt að vona að það gerist ekki (hlær). Það væri gaman að fá að halda áfram að spila með þegar ég kem til landsins. Þetta er nú ekki svona dramatískt hjá okkur, þetta verður alltaf bara spilað eftir eyranu hvenær ég get verið með og hvenær ekki. „Bíddu nú við, ertu ekki að djóka, Haraldur minn?“. Þá var ég sem sagt ekki að tala við fl ugfélagið heldur hafði ég óvart hringt í mömmu æskuvinar míns án þessa að fatta það. SMÁA LETRIÐ KVIKMYNDIR Myndin sem ég get horft á aftur og aftur: Breakfast Club. Myndin sem ég grenja úr hlátri yfi r: Cinema Paradiso. Myndin sem ég væli yfi r: The Room. Uppáhaldsmyndin mín í æsku: Space Jam. Versta mynd sem ég hef séð: The Room. TÓNLIST Lagið í uppáhaldi þessa stundina: I Have a Dream – Abba. Lagið sem ég hlusta á til að gíra mig upp fyrir helgina: Voulez Vous – Abba. Lagið sem ég fíla í laumi: Fernando – Abba. Lagið sem ég syng í karókí: Waterloo – Abba. Nostalgíulagið: Mama Mia – Abba. FORM OG FÆÐI Uppáhaldsmatur: Get ekki valið, það er svo margt sem kitlar bragðlaukana. Maturinn sem ég fæ mér þegar ég ætla að taka mig á: Gló. Versti matur sem ég hef smakkað: Borða mestallt, en lifur get ég ekki etið. Líkamsræktin mín: Leikfi mi. Stoltasta augnablikið á íþróttaferlinum mínum: Það var líklega þegar ég var fyrirliði í C-liði Aftureldingar í handbolta.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.