Monitor - 04.10.2012, Page 12

Monitor - 04.10.2012, Page 12
kvikmyndir „Fáðu þér smók og sopa af kók og sjúgðu í þig kosmíska krafta“ Með allt á hreinu Liam Neeson er mættur aftur til leiks í Taken 2. Myndinni er leikstýrt af Oliver Megaton en hann færði okkur meðal annars Transporter 3 og Colombiana. Luc Besson skrifar handritið að myndinni ásamt Robert Mark Kamen. Það ætti að vera ávísun á góða mynd því þeir skrifuðu einnig handritið að fyrri myndinni. Fyrverandi CIA-maðurinn Bryan Mills (Liam Neeson) lét ekkert stoppa sig í fyrri myndinni þegar albanskir glæpamenn rændu dóttur hans Kim. Nú fer Bryan með fjölskyldu sína í frí til Istanbúl. Faðir eins hrottans sem rændi dóttur hans í fyrri myndinni hyggur á hefndir ásamt þeim fjölmörgu sem Mills drap í fyrri myndinni þegar hann bjargaði dóttur sinni. Þeir ætla að ræna bæði konunni hans og dóttur og láta hann verða vitni að því þegar þeir drepa þær áður en þeir drepa hann. En það verður ekki svo auðvelt. FRUMSÝNING HELGARINNAR Taken 2 Leikstjóri: Oliver Megaton.Aðalhlutverk: Liam Neeson, Famke Janssen og Maggie Grace. Lengd: 92 mínútur. Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára. Kvikmyndahús: Smárabíói, Egilshöll, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri. facebook.com/monitorbladid Monitor ætlar að gefa miða á Taken 2, fylgstu með … VILTU VINNA MIÐA? 12 MONITOR FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 Looper er nýjasta nýtt frá Hollywood. Árið er 2072 og leigumorðinginn Joe vinnur við það að myrða fólk fyrir mafíuna. Á þessum tíma er nánast ómögulegt að komast upp með morð og því er fólk sent 30 ár aftur í tímann þar sem menn eins og Joe bíða eftir þeim og klára málið. Hins vegar kemur upp vandamál þegar hann sjálfur er sendur til fortíðar til aftöku. Looper er mjög fersk „sci-fi “ mynd og virkilega góð hugmynd en því miður nær hún ekki alla leið. Hún er mjög efnileg en því miður kláraði hún ekki verkið almennilega. Sem mikill aðdáandi vísindaskáldskapar gekk ég þó þokkalegur sáttur burt enda er Looper með því skárra sem komið hefur út í þeim fl okki í langan tíma. Gaman að sjá Bruce Leikarar myndarinnar eru ágætir og skila sínu vel. Joseph Gordon-Levitt er greinilega mjög heitur þessa dagana og berjast kvik- myndaverin hreinlega um hann. Hann er fl ottur og passar vel við hina sætu Emily Blunt. Bruce Willis mætir svo eldferskur og það er, held ég, alltaf gaman fyrir karlmann af minni kynslóð að sjá hann munda haglabyssuna. Það sem skemmir mikið fyrir Looper er hvað uppbyggingin á henni er steikt. Hún byrjar af krafti þar sem allt er á fullu og eins gott fyrir mann að halda einbeitingu. Svo um miðbik myndarinnar gefur hún mjög eftir og það hægist á henni svo um munar. Á þeim tíma- punkti hefði ég viljað sjá hana halda dampi og gefa í en ekki bremsa sig af. Eftir það fannst mér hún ekki ná sér almennilega aftur á strik og varð því endirinn frekar snubbóttur. Þrátt fyrir gallana er Looper ágætis afþreying og góð tilraun. Upp og niður K V I K M Y N D LOOPER TÓMAS LEIFSSON Í Proactiv® Solution, þriggja þrepa bólu- og húðhreinsikerfinu, eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur nái að myndast og halda húð þinni hreinni og frískri. Ef þú nærð ekki árangri, þá færðu endurgreitt. Við lofum því. Kynntu þér Proactiv® Solution nánar á www.heilsubudin.is Loksins er komin lausn fyrir stráka og stelpur sem skilar raunverulegum árangri í baráttunni gegn bólunum I don’t know who you are. I don’t know what you want. If you are looking for ransom, I can tell you I don’t have money. But what I do have are a very particular set of skills; skills I have acquired over a very long career. Skills that make me a nightmare for people like you. If you let my daughter go now, that’ll be the end of it. I will not look for you, I will not pursue you. But if you don’t, I will look for you, I will fi nd you, and I will kill you.

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.