Monitor - 04.10.2012, Blaðsíða 3

Monitor - 04.10.2012, Blaðsíða 3
FYRIR TYLLIDAGINN Langar þig að gera þér dagamun, lyfta þér á kreik? Ertu í leit að flottum stað fyrir stefnumótið? Keiluhöllin í Egilshöll er ekki bara skemmtileg viðbót við keilustaða- flóru höfuðborgarsvæðisins, heldur er hún einfaldlega bara rosalega flottur afþreyingarstaður fyrir alla fjölskylduna. Í GOGGINN Við Dalveg í Kópavogi stend- ur kebabstaðurinn Kebab Center sem hefur upp á helþéttan matseðil af girni- legum kebabréttum að bjóða. Monitor hvetur áhugamenn um gott kebab til að prufukeyra staðinn enda vilja sumir jafnvel meina að þarna sé hægt að fá besta kebab landsins. FYRIR SÁLINA Þó svo að úti blási kaldir vindar sem kunni ef til vill að angra lesendur þegar þeir fara á fæt- ur á morgnana, þá mælir Monitor með því að lesendur sjái það já- kvæða í haustinu. Því er gráupplagt að skella sér í haustgöngutúr til að virða fyrir sér alla haustlitadýrðina, það er svo gott fyrir sálina. Í gær hófust Góðgerðardagar NFSu en þetta er í fyrsta skipti sem slíkir dagar eru haldnir í Framhaldsskóla Suðurlands. Stór þáttur í dagskránni er Áskorun til góðs sem fer einfaldlega þannig fram að nemendur skora hver á annan að gera nánast hvað sem er í þágu góðs málefnis. Áskorun- inni fylgir svo áheit og geta aðrir nemendur bætt við krónum fyrir hverja áskorun. Á morgun, föstudag, verða svo áskoranirnar framkvæmdar. Það er því mikil eftirvænting hjá nemendum FSu enda eiga þeir von á að sjá drengi sem hafa aflitað á sér hárið eða farið í tvöfalda brúnkumeðferð. Þá geta þeir einnig búið sig undir að sjá stúlkur með brjóstahöld á hausnum og heyra í stelpum sem syngja allt sem þær segja. Félagarnir Hermann Guðmundsson og Hjörtur Leó Guðjónsson gerðu samkomulag í desember í fyrra um að klippa ekki á sér hárið í ár. „Þetta var bara skyndiákvörðun í heimsku okkar. Við gerum ekki mikið af gáfulegum hlutum,“ segir Hjörtur Leó aðspurður hvernig það hafi komið til. En nú, 10 mánuðum síðar, þurfa þeir félagar að stytta samkomulagið um tvo mánuði enda fjöldinn allur búinn að skora á þá að klippa hvor annan. „Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvað ég geri við Hermann en ég er með ýmsar hugmyndir. Ég er búinn að fara á stofuna hér á Selfossi og fá að skoða bækur og svona,“ segir Hjörtur en Hermann segist einfaldlega ætla að klippa hár Hjartar í „funky style.“ Hjörtur er með hjartað í buxunum yfir þessu öllu saman en Hermann er sá rólegasti. „Þetta verður ekki neitt miðað við það að hafa ekki farið í klippingu í heila 10 mánuði,“ segir Hermann. Hjörtur útskýrir að hann kvíði því í raun mest ef Hermann færi að vanda sig of mikið en Hermann hræðist krúnurökun. „Ég er nefnilega með svo beyglað höfuðlag,“ segir Hermann og hlær. Nú þegar hafa drengirnir safnað myndarlegum áheitum fyrir komandi klippistörf og þá hafa aðrir nemendur skólans einnig verið duglegir. Allt mun þetta svo renna til góðs málefnis en málefnið sem varð fyrir valinu þetta árið eru Börn í neyð. „Það er virkilega góð stemning í skólanum fyrir þessu og ég vona að þetta verði árlegt héðan í frá. Svo skemmir ekki fyrir að skólinn er litríkur og líflegur og allur skreyttur blöðrum,“ segir Hjörtur glaðbeittur að lokum. Þeir Hermann Guðmundsson og Hjörtur Leó Guðjónsson hafa hvorugur farið í klippingu síðan í desember. En á morgun ætla þeir að klippa hvor annan enda samnemendur þeirra búnir að heita á þá í tilefni af Góðgerðardögum NFSu. Hvað eru margir íslenskir Evróvisjón-titlar í Efst í huga Monitor? Eru þetta allir frá upphafi? fyrst&fremst Vikan á Bubbi Morthens Góða nótt hvísl- aði garðurinn. 1. október kl. 22.36 Margrét Erla Maack á bestu foreldra í heimi. (nei þau voru ekki að gefa mér neitt) 1. október kl. 22:34 MONITOR MÆLIR MEÐ... MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Lísa Hafliðadóttir (lisa@monitor.is) Umbrot: Monitorstaðir Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Styrmir Kári Erwinsson (styrmirkari@mbl.is) Myndvinnsla: Ingólfur Guðmundsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 Efst í huga Monitor Je ne sais quoi Á mánudaginn næsta rennur út fresturinn til að senda lag í undankeppni Evróvisjón. „Til hamingju, Ísland,“ gætu sumir hugsað því nú gefst þjóðinni tækifæri til að láta ljós sitt skína. Því miður hefur okkur nú ekki alltaf gengið vel en flestir sem fara út reyna að senda skilaboð til annarra Evrópuríkja. „Mundu eftir mér,“ segja keppendur með augunum þegar þeir horfa í myndavélarnar á sviðinu. En auðvitað vonast þeir síðan líka til þess að fá góðar móttökur á Íslandi þegar þeir koma aftur heim. Ég les í lófa þínum, kæri lesandi, að þú eigir það til að hugsa hvað þetta sé fullkomið líf. Það er auðvitað frábært að þú getir hugsað það og auðvitað vonum við að lífið verði fullkomið í að minnsta kosti nokkra daga næsta vor hjá íslensku þjóðinni og að við vinnum Evróvisjón í eitt skipti fyrir öll. Þá loksins myndi rætast draumurinn hennar Nínu og það myndi birta yfir andliti hennar. Hana hefur allar nætur dreymt um fyrsta sætið í keppninni. Það sem enginn sér er það að á bak við hvert lag liggur mikill undirbúningur. Atriðin verða yfirleitt til hægt og hljótt en við sjáum þau auðvitað bara þegar allt er klappað og klárt. Það er samt svo magnað að það er alveg sama hvort Evrópa segi nei eða já við lögunum sem sendum inn því alltaf erum við tilbúin til að senda eitt lag enn og vekja þannig athygli á því hve tónelsk við erum. Tell me,“ sagði einn útlendingur við mig eitt sinn og hélt áfram: „Is it true?“ svona eins og hann væri að fá staðfestingu á því hvort við værum tónelsk eða ekki. Hann sagði mér að hugsa mig vel um og kafa ofan í hjartað mitt til að fá svar við þessu. „Open your heart,“ sagði hann. Það hafði samt greinilega gengið erfiðlega hjá honum að fá svarið við spurningunni því hann virtist vera eilítið pirraður á því að fá ekki svar frá mér strax. „I‘m all out of luck,“ sagði hann við mig. En það samt eins og hann væri alveg viss um ást okkar á tónlist því hann sagði: „If I had your love for music, I would probably be listening to music every day.“ Hann þakkaði mér fyrir spjallið, kveikti á tónlist í eyrunum og byrjaði að dansa. Það reyndist því miður vera hans hinsti dans því hann dó stuttu seinna og er núna „in Heaven,“ eins og hann hefði orðað það sjálfur. Ég vissi svarið ekki þá en segi honum hér með að svarið er já. Núna, elsku útlendingur, núna þá veistu svarið. Ég er auðvitað enginn Sókrates og get því ekki verð með neinar heimsspekilegar pælingar um Evróvisjón-keppnina. En ég vona samt að Gleðibankinn verði stútfullur næsta vor þegar Ísland stígur á svið í Malmö. Sjú-bí-dú, Jón Ragnar 3 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 MONITOR Atli Fannar Bjarkason Nú verður flutt örsagan „Gróðurhúsaá- hrifin eru bull“ eftir Atla Fannar Bjarkason: Í dag er mánudagurinn 1. okt- óber. Klukkan er tuttugu mínútur gengin í tíu. Það er kvöld. Fyrir minna en tíu mínútum sá ég mann keyra Porsche með blæjuna niðri. 1. október kl. 21:24 Kristmundur Axel YM Blood makes you related. Loyalty makes you family. 3. október kl. 8:52 Gerum ekki mikið af gáfulegum hlutum Valdimar Gudmundsson Hundurinn minn er hræddur við ruslatunnu. Eðlilegt. 1. október kl. 12:37 ÞESSIR VERÐA EKKI SVONA HÁRPRÚÐIR Á MORGUN Jóhanna Guð- rún Jónsdóttir Ég er svo heppin, ég á yndislegasta kærasta í heiminum :) Ég er búin að vera lasin í nokkra daga og Davíð er búin að vera svo duglegur að hugsa um mig. Eldar svaka mat fyrir mig á kvöldin og þjónar mér allan daginn, ekki slæmt ? 3. október kl. 16:34 HJÖRTUR LEÓ Fyrstu sex: 091094. Besta greiðslan: Allt sleikt aftur. Besta hárefnið: Vaxið frá Paul Mitchell er að gera góða hluti núna. Flottasta hárið í Hollywood: Matthew McConahey Flottasta hárið á Íslandi: Baltasar Kormákur Fsu er snilld því að: Hér er yndis- legt að vera og frábært félagslíf. HERMANN Fyrstu sex: 310194 Besta greiðslan: Stuttur fabio. Besta hárefnið: Scwarscoff. Flottasta hárið í Hollywood: Kendra Wilkinson Flottasta hárið á Íslandi: Óli Stef. Ég elska skallann á honum. Fsu er snilld því að: Himinninn er blár.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.