Monitor - 04.10.2012, Page 11

Monitor - 04.10.2012, Page 11
11 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 MONITOR Hvítrússneski kúluvarparinn og kyntáknið Nadzeya Ostapchuk hefur undanfarið verið mikið á milli tannanna á fólki bæði fyrir afrek sín innan og utan vallar. Öll heimsbyggðin tók andköf þegar þessi hæfileikaríka íþróttakona varpaði kúlunni 21,36 metra á Ólympíuleikunum í London. Helstu íþróttaspekingar Evrópu hafa sett þetta afrek á sama stall og markamet Olgu Færseth sem skoraði 262 mörk í 202 deildarleikjum. Ostapchuk er mikill þúsundþjalasmiður. Þegar hún er ekki að æfa eða keppa aflar hún tekna með fyrirsætustörfum. Hún olli miklu fjaðrafoki í heimabæ sínum Bobruisk árið 2007 þegar hún sat fyrir í djörf- um myndaþætti ásamt samlanda sínum knattspyrnu- manninum Alexander Hleb og rússnesku tennis- stjörnunni Mariu Sharapovu. Hinsvegar sneri Ostapchuk borgarbúum Bobruisk á sitt band þegar hún varpaði kúlunni 20,45 metra og tryggði sér gullið á heimsleikunum í Stuttgart. Þegar Ostapchuk sneri til síns heima eftir Ólympíuleikana var henni vel fagnað, enda orðin þjóðhetja og stolt Hvíta-Rússlands. Yfir hálf milljón manns fjölmennti til höfuð- borgarinnar Minsk þar sem þriggja daga veisla var haldin henni til heiðurs. Ásamt því að taka við heiðursorðu frá forsetanum Alex- ander Lukashenko sýndi Ostapchuk fjölhæfni sína þegar hún tók lagið fyrir fram- an mannfjöldann ásamt færeyska listamanninum Brandi Enna. Hinsvegar var Adam ekki lengi í Paradís, upp komst að Ostapchuk hafi innbyrt ólögleg lyf öllum til undrunar. Miklar vangaveltur hafa verið í gangi um það hvernig Ostapchuk tókst að halda í unglegt og kvenlegt útlit þrátt fyrir að vera taka inn stera. Þjálfari hennar Alexander Yefimov tók á sig alla sök og sagðist hafa laumað lyfjunum í annars kolvetnissnautt mataræði hennar. Mikið áfall fyrir Hvíta-Rússland og alla áhugamenn um kúlu- varp. Ostapchuk fer í eins árs keppnisbann en þjálfari hennar hlaut fjögurra ára bann. Hinrik Wöhler Kúluvarpari og kyntákn Íþróttamaður er nefndurOSTAPCHUK ER AÐ LIFA HVÍTRÚSSNESKA DRAUMINN HINRIK WÖHLER BRANDUR ENNI MARIA SHARAPOVA ALEXANDER HLEB Tveir nettir og snjallir frá Vodafone Þín ánægja er okkar markmið HTC One V á 49.990 kr.          Flottur skjároggóður hljómurmeðBeatsAudio-tækninni. HTC One S á 84.990 kr. Sáþynnsti úr vörulínuHTC.Ótrúlegahraðurogmeðmikilli vinnslugetu.         !"

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.