Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2012 Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir umsóknum í starf sem felur í sér umhirðu opinna svæða. Leitað er eftir jákvæðum, sjálfstæðum og hugmyndaríkum einstaklingi sem er tilbúinn í að móta nýtt starf í einu fallegasta sveitarfélagi landsins sem leggur                     ö       Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Birgir Árnason, sími 895-1473, netfang birgir@hornafjordur.is Umsóknarfrestur er til 15. október 2012og skal stíla umsókn áSveitarfélagiðHornafjörð, Hafnarbraut 27, 780 Hornafjörður merkt „Garðyrkjufræðingur“ eða “Vélamaður”. Umsjón með öllum opnum svæðum í sveitarfélaginu.               Taka þátt í hönnun opinna svæða og áningarstaða.          Önnur tilfallandi störf í þjónustustöð. Menntun eða reynsla af garðyrkjustörfum nauðsynleg.      !  "             Reynsla af stjórnun æskileg. Góð almenn tölvukunnátta. Hæfniskröfur Helstu verkefni: Garðyrkjufræðingur Sinnir tilfallandi verkefnum í þjónustustöð Vinnuvélaréttindi nauðsynleg. Vigtarréttindi æskileg Ríkur þjónustuvilji og lipurð í mannlegum samskiptum. Hæfniskröfur Helstu verkefni: Vélamaður Nærri 65 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í sl. mánuði eða um þrettán þúsundum fleiri en í sept- ember á sl. ári. Er þetta fjórði mánuðurinn á árinu sem aukningin er meiri en 20% milli ára. Ferðamenn í september voru 25,4% fleiri en í september árið 2011. Þegar litið er til fjölda ferða- manna á ellefu ára tímabili má sjá að jafnaði 6,6% aukn- ingu milli ára frá árinu 2002. 17,2% aukning milli ára Bandaríkjamenn, Norð- menn, Þjóðverjar og Bretar eru nærri helmingur þeirra 64.672 sem frá Íslandi fóru. Í þeim hópi voru Banda- ríkjamenn 15,2% og Norð- menn 11,6%. Af einstaka þjóðum fjölgaði Norð- mönnum, Bretum, Banda- ríkjamönnum, Frökkum og Japönum. Það sem af er ári hafa 536.957 erlendir ferða- menn farið frá landinu eða 78.897 fleiri en á sama tíma- bili í fyrra. Það er 17,2% aukningu milli ára, segir í frétt frá Ferðamálastofu. Eru ferða- menn um Keflavíkurflugvöll það sem af er ári því orðnir álíka margir og allt árið 2011. Ferðamönnum hefur fjölgað verulega milli ára frá öllum mörkuðum. Um 32 þúsund Íslend- ingar fóru utan í september síðastliðnum, 4,9% fleiri en í september 2011. Frá ára- mótum hafa 275.217 Íslend- ingar farið utan. Má álykta að það sé einhver vísbending um vænkandi hag lands- manna og meira svigrúm en áður til utanfara. sbs@mbl.is Aldrei fleiri flogið frá landinu Flug Ferðaþjónustan er í vexti. Erlendum ferðamönnum fjölgar stöðugt og eins flugfélögum sem halda uppi Íslandsferðum. Icelandair er umsvifamikið fyrirtæki á þeim markaði.  20% fjölgun ferðamanna í september Morgunblaðið/Sigurður Bogi Erlendir ferðaþjónar sem sóttu kaupstefnuna Vestnor- den sem haldin var í Reykja- vík í vikunni hafa áhyggjur af hækkun skatta. Þetta kemur fram í tilkynningu þeirra. Þar segir að samkeppnishæfi Ís- lands í ferðaþjónustu skaðist ef hugmyndir ríkisstjórnar- innar um hækkun virðisauka- skatts á gistinu, úr 7% í 25,% ná fram að ganga. Í frétt frá Vest Norden seg- ir að ferðaþjónustan sé ein af auðlindum Íslands og á sl. 10 árum hafi erlendum ferða- mönnum fjölgað um 300 þús- und samkvæmt gögnum Ferðamálstofu. Talsmenn ferðaþjónustufyrirtækja telji sóknarfæri í greininni mikil. Hærri skattar séu sem stein- ar í götur þeirrar þróunar. Eyðileggur ódýra ímynd Merete Bach Kristensen hjá dönsku ferðaskrifstofunni Iceland Explorer hefur selt ferðir til Íslands í fjölda ára. „Dönum hefur í gegnum tíðina þótt afar dýrt að koma til Íslands en síðustu ár hefur okkur tekist að sannfæra far- þega okkar að svo sé ekki enda krónan afar hagstæð. Þessi hækkun myndi eyði- leggja þá ímynd sem við höf- um verið að byggja upp að Ís- land sé hagstæður kostur,“ er haft eftir Kristensen – og um- sagnir annarra eru á sömu nótum. sbs@mbl.is Hærri skattar sem steinar í götu Morgunblaðið/Eggert Túrismi Ferðaþjónustan stendur í blóma en atvinnugreinin ber kvíðboga fyrir boðuðum auknum álögum hins opinbera.  Áhyggjur af virðisaukaskatti  Auðlindin er sögð vera í hættu Áhugi er fyrir því meðal Vopnfirðinga að þar í sveit verði sett á laggirnar fram- haldsskóladeild. Fjallað var um málið á aðalfundi for- eldrafélags Vopnafjarð- arskóla á dögunum og í álykt- un eru yfirvöld hvött til aðgerða. Sagt er að mennta- málaráðuneyti, framhalds- skólar á Austurlandi og sveit- arstjórnin á Vopnafirði þurfi að taka höndum saman. Ljóst sé að afstaða mennta- málaráðherra og Alþingis ráði úrslitum um að af þessu geti orðið, ekki síðar en að ári. Skapandi tækifæri Í greinargerð og könnun sem gerð hefur verið á veg- um Vopnafjarðarhrepps er mikill áhugi foreldra grunn- skólabarna á stofnun fram- haldsskóladeildar á Vopna- firði. „Framhaldsskóladeild myndi treysta búsetu á Vopnafirði til lengri tíma og bæta lífsgæði. Kostnaður vegna náms fjarri heima- byggð myndi lækka umtals- vert og brottfall nemenda úr námi minnka. Öll aðstaða er til staðar verði af framhalds- skóladeild og hér eru mennt- aðir framhaldsskólakennarar. Þá væri deildin kærkomin viðbót við menningar- og at- vinnulíf samfélagsins og yki líkur á að ungt fólk settist að á staðnum til frambúðar með frumkvæði til skapandi tæki- færa eins og aðstæður leyfa,“ segir í frétt í tilkynningu frá foreldrum á Vopnafirði. sbs@mbl.is Vilja framhalds- skóla á Vopnafirði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vopnafjörður Horft til framtíðar í framhaldsskólamálum.  Aðstaða og menntaðir kenn- arar eru starfandi í þorpinu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.