Morgunblaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013 Ef allar skuld- bindingar bandaríska ríkisins (einnig halli velferðarkerfisins) eru lagðar saman er ríkisskuld USA uppi í óskiljanlegum 71 þúsund milljörðum dollara (9.000.000.000.000.000. 000,00 ísl. kr). Skulda- aukningin er 10 millj- ónir dollara (1,3 milljarðar ísl. kr) á mínútu. Upp undir helmingur Bandaríkjamanna fær fé úr ein- hverjum velferðarsjóðum ríkisins og fer fjölgandi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur reiknað út að Bandaríkjamenn sem voru 65 ára að aldri árið 2010 geta tekið út 333 miljarða dollara um- fram það, sem þeir hafa greitt til ríkisins. Það er 17 sinnum meira en 25 ára Bandaríkjamenn fá í sinn hlut. Í grein í World Street Journal var þetta nefnt kyn- slóðaþjófnaðurinn. Voru þeir sem vildu endurskoða velferðarkerfið svartmálaðir sem hatursmenn elli- lífeyrisþega. En til að viðhalda kerfi dagsins þarf að klyfja skóla- börn bakpokum fullum af skuldum, mögrum hagvexti og miklu at- vinnuleysi. Orðið barnahatari hljómar skiljanlega ekki eins vel. Í Evrópu er ástandið síst betra. Framkvæmdastjórn ESB birti svartskýrslu, sem sýnir að með óbreyttum velferðarloforðum verð- ur ríkisskuld ESB-ríkjanna að jafnaði um 477% af þjóðarfram- leiðslu árið 2060. Ekkert af því, sem hingað til hefur verið gert, getur lokað þeirri stjarnfræðilegu skuldaholu til að reikningurinn gangi upp. Þegar peningaskorti banka í ESB er bætt við verður útkoman ógnvekjandi. Engan þarf að undra áætlun ESB um bankasamband til að sælast í peninga þeirra landa, sem betur mega sín. T.d. voru eig- ur innistæðutryggingasjóða á Spáni fyrir skömmu neikvæðar um milljarða evra og þeir löngu gjald- þrota. Þá þarf að taka peningana annars staðar frá. Í Svíþjóð velta fjórir stærstu bankarnir 12.500 miljörðum SEK árlega. Hlutabréf eig- enda eru 565 millj- arðar SEK. Það þýðir að hver eigendakróna er lánuð út 22 sinnum og að 95% veltunnar eru skuldir. Samtals skuldir eru 11.935 milljarðar SEK. Til samanburðar var þjóðarframleiðsla Svía 2011 um 3.500 millj- arðar SEK. Það dugir að fjármunir bank- anna lækki um 4,5% til að hlutaféð hverfi og bankarnir verða gjaldþrota. (Trúlega þegar við 2% þar sem lánalínur lokast og vaxtakjör snarversna). Þ.e.a.s. ef stóri bróðir ríkið „bjargar“ ekki málunum. Innan ESB er samanlögð velta bankanna 47.000 milljarðar evra sem samsvarar 366% af heildar- framleiðslu ríkjanna. Skv. Bank of International Settlements er fé að baki útlánum banka innan ESB strax undir 5%. Sem er önnur staða en á 19. öldinni, þegar bank- arnir áttu allt að 50% eigið fé á móti útlánum skv. Andrew Hald- ane hjá Bank of England. Sú tala fór niður í 20-30% í byrjun síðustu aldar og er komin niður fyrir 5% í dag. Eigendur banka hafa stöðugt minnkað eigin áhættu og fyrir 5% áhættu fá þeir í dag 100% gróða og öll völd en skattgreiðendur sitja uppi með tapið. Hafa engin önnur einkafyrirtæki slíka ríkistryggingu og verða sjálf að bera eigin áhættu í viðskiptum. Þegar litið er til Kína hefur WSJ skrifað að skuldasprengja Kína hefur fjórfaldast síðan 2007 með 2.750 milljarða dollara árlegri aukningu. Núna eru samanlagðar skuldir uppi í 200% af þjóð- arframleiðslunni, sem er verra en í þróunarlöndunum. Skuldirnar eru ekki einungis framleiddar af bönk- um heldur einnig svo kölluðum skuggabönkum, sem höfðu afger- andi áhrif á upphaf kreppunnar í Evrópu og USA ár 2008. Þar er um að ræða flókin verðbréfa- viðskipti með háum vöxtum og ein- kenni pýramídaspils. Sú peninga- framleiðsla hefur verið nauðsynleg til að halda uppi kínverska hag- vextinum. Miðað við fyrri reynslu standa Kínverjar frammi fyrir efnahagshruni. Einkaskuldirnar eru meiri miðað við þjóðarfram- leiðslu en í Japan 1989, USA 2007 og Spáni 2008 skv. Ruchir Sharma hjá Morgan Stanley. Fyrir fjármálakreppuna var 21 land með AAA einkunn matsfyr- irtækja og höfðu um helming framleiðsluverðmæta alls heimsins. Áður en Bretland var lækkað voru löndin orðin 11 með einungis 15% af heimsframleiðslunni. Spánn hafði AAA 2007 en er nú nálægt ruslflokki. AAA klúbburinn á eftir að minnka enn frekar með nei- kvæðum horfum fyrir Þýskaland, Finnland, Holland og Lúxemborg. Citigroup Bank spáði í fyrra að einungis Kanada og fáein landa á Norðurlöndum yrðu endanlega eft- ir í AAA flokknum. Þegar á heildina er litið er skuldasprengja alþjóðlega pen- ingakerfisins svo stór að ekki verð- ur séð hvernig kerfinu verður bjargað frá hruni. Eigendur bank- anna hafa verið og eru að koma tapinu yfir á almenning og stríða sín á milli um hverjir geta lifað áfram á vaxtatekjum raunefna- hagskerfisins. Niðurskurðir stjórn- málamanna og skattahækkanir bæta gráu ofan á svart og grafa undan raunhagkerfinu, þannig að getan til vaxtagreiðslna og afborg- ana minnkar stöðugt. 5% áhætta er greinilega nógu lítil til að hleypa að algjörlega ábyrgð- arlausum einstaklingum, sem hafa sett allt kerfið á hliðina. Almenn- ingi blæðir og enginn veit hvað gerist, þegar stóri hvellurinn kem- ur. Og þó. Við höfum séð það áður: 50% hrun verðbréfamarkaða, þjóð- félagsleg upplausn og framgangur ólýðræðisafla með skelfilegum af- leiðingum fyrir mannkyn allt. Eftir Gústaf Adolf Skúlason »Eigendur banka hafa stöðugt minnkað eigin áhættu og fyrir 5% áhættu fá þeir í dag 100% gróða og öll völd en skattgreiðendur sitja uppi með tapið. Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er fyrrv. ritari Smáfyr- irtækjabandalags Evrópu. Peningakerfi á endastöð Árið 1979 voru sett lög á Alþingi um verð- tryggingu fjárskuld- bindinga. Hvernig var ástand peningamála á þessum tíma? Sparifé landsmanna hafði þá um langt skeið fuðrað upp í verðbólgubálinu og það litla lánsfé sem var í umferð var lánað með neikvæðum raun- vöxtum. Allur sparnaður gufaði upp Langar biðraðir mynduðust á hverjum morgni í biðstofum banka- stjóranna þar sem almenningur beið eftir að fá skammtímalán, svo að hægt væri að skrimta þó að ekki væri nema í nokkra mánuði. Engum heilvita manni datt í hug að hægt væri að spara með því að leggja eig- in sparnað inn á óverðtryggða reikninga bankanna, heldur var gripið til þess ráðs að „fjárfesta í steinsteypu“ þ.e. í ófullgerðu hús- næði, jafnvel í grunnum og lóðum víðs vegar um landið. Með þeim hætti væru líkur á því að hægt yrði verja sparnað landsmanna frá því að beinlínis gufa upp inni á banka- reikningum fjármálastofnana. Þá fóru eignir lífeyrissjóðanna ekki frekar en annar sparnaður varhluta af þessum undarlegu tímum neikvæðra vaxta og óðaverðbólgu. Því fór fjarri að lífeyr- issjóðir á almennum vinnumarkaði gætu staðið við áunnar líf- eyrisskuldbindingar sjóðfélaga sinna. Varnaðarorð Ólafs Jóhannessonar Við umræður á Al- þingi í mars 1979 þeg- ar loks var heimilt að verðtryggja sparifé landsmanna sagði Ólafur Jóhann- esson, forsætisráðherra og formað- ur Framsóknarflokksins, m.a. þetta: „Hin öra verðbólguþróun hér- lendis að undanförnu hefur eðlilega leitt til þess að leitað er leiða til að leiðrétta skekkju af völdum verð- bólgunnar á ýmsum sviðum efna- hagslífsins. En tilfærsla eigna frá þeim, sem skulda í peningum með vöxtum, sem liggja undir hraða verðbólgunnar, til hinna, sem geyma fé sitt á vöxtum undir verð- breytingum, er e.t.v. einn alvarleg- asti fylgikvilli verðbólgunnar. Auk eignatilfærslu fylgir því ástandi, sem hér hefur ríkt, óhófleg eftirspurn eftir lánsfé og jafnframt brenglar verðbólga mat á framtíð- argildi fjárfestingar þegar raun- verulegur vaxtakostnaður kemur ekki fram í lánskjörum.“ Greining Jóhannesar Nordals Jóhannes Nordal, þáverandi seðlabankastjóri, hefur ætíð látið sig málefni lífeyrissjóðanna miklu varða. Í ræðu á vegum Sambands almennra lífeyrissjóða í desember 1975 sagði Jóhannes m.a. þar sem hann fjallaði um neikvæða vexti af sjóðfélagalánum. „Með þessu móti má með nokkru segja að verðbólgutap það sem líf- eyrisþegar verða fyrir samsvari sér í hluta í verðbólguhagnaði af lántök- um hjá sjóðunum. Er þannig verið að færa fé frá lífeyrisþegum til fólks á besta aldri sem er að koma yfir sig húsnæði eða stendur í öðrum stórum fjárútlátum.“ Af hverju er ég að draga fram til vitnisburðar tvo mæta einstaklinga, þá Ólaf Jóhannesson, þáverandi for- mann Framsóknarflokksins, og Jó- hannes Nordal, fyrrverandi seðla- bankastjóra? Hvort kemur á undan eggið eða hænan? Svarið er einfalt. Nú er hafin enn ein atlagan að verðtryggingunni og þar með sparnaði landsmanna. Menn virðast ekki vita hvort kemur á undan eggið eða hænan. Nú er það ekki lengur verðbólgan sem er ógn- valdurinn heldur verðtryggingin! Skuldavandi heimilanna er sem sé verðtryggingunni að kenna en ekki verðbólgunni og hruninu mikla sem varð í október 2008. Hvílík öf- ugmæli. Hér er um mikla hagsmuni að ræða en innlán heimilanna inni á verðtryggðum reikningum nam um síðustu áramót 214 milljörðum króna en til viðbótar koma síðan miklar verðtryggðar eignir lífeyr- issjóðanna, væntanlega um 1.500 milljarða króna. Verðtryggingin breytti stöðunni Vert er að geta þess að fyrir tíma verðtryggingarinnar voru lánþegar að sligast undan greiðslubyrði óverðtryggðra lána. Á árinu 1979 voru útlánsvextir yfir 20%. Þar sem allir vextir bættust við afborgun óverðtryggðra lána gat ungt fólk ekki staðið undir þungri greiðslu- byrði. Með verðtryggingunni breyttist þetta því verðbætur bæt- ast við höfuðstól og er dreift yfir lánstíma lánanna. Með verðtrygg- ingunni var ungu fólki því gert kleift að eignast húsnæði fjár- magnað með löngum verðtryggðum lánum. Sumir segja að ekki sé sanngjarnt að lánþegar verðtryggðra lána beri einir verðbólguáhættuna. Í því sam- bandi má benda á að greiðslubyrðin lækkar ef laun hækka meira en verðlag. Sagan segir okkur sem bet- ur fer að þannig hefur það verið á liðnum árum. En til skamms tíma geta komið tímabil þar sem verðlag hækkar meira en laun. Enga tilraunastarfsemi! Farsælt efnahagslíf byggist á öruggum sparnaði einstaklinga. Auðvitað verður að leita frekari leiða til að leysa skuldavanda heim- ilanna, en það verður ekki gert á kostnað neikvæðra raunvaxta, held- ur með öflugu vaxtabótakerfi, sem kemur þeim til hjálpar sem mest þurfa á því að halda. Nú eru liðnir nokkrir áratugir frá því að sett voru lög á Alþingi um verðtryggingu fjárskuldbindinga og sparifjár. Við megum ekki fórna þeim ávinningi með einhverri til- raunastarfsemi um afnám verð- tryggingarinnar. Sporin hræða og tímabil sem ríkti á lánsfjármark- aðinum fyrir árið 1979 getur hæg- lega komið aftur fyrr en varir. Vill þjóðin það? Eftir Hrafn Magnússon » Leita verður frekari leiða til að leysa skuldavanda heim- ilanna. Það verður ekki gert á kostnað nei- kvæðra raunvaxta, held- ur með öflugu vaxta- bótakerfi. Hrafn Magnússon Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Landssamtaka lífeyr- issjóða. Verjum sparnað landsmanna Gluggaþvottur Þau eru mörg handtökin sem felast í því að halda borginni hreinni. Ekki veitir af að þvo rúður eftir ösku og ryk síðustu daga. Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.