Morgunblaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ívar Jónssonprófessorskrifar sláandi
grein í Morg-
unblaðið sl. laug-
ardag um veigamik-
inn þátt íslenskra
stjórnmála um þessar mundir.
Yfirskrift greinarinnar er „Sálu-
messa félagshyggjunnar.“
Í upphafi hennar segir: „Síð-
ustu fjögur ár, stjórnartíð hinnar
„hreinu vinstristjórnar“, hafa
verið samfelld röð afhjúpana á
blekkingum og goðsögnum.
Stjórnarárin hafa fært okkur
sönnun þess hversu veru-
leikafirrt hugmyndin um samein-
ingu vinstriaflanna í pólitíkinni
er orðin og hversu veruleikafirrt
þau öfl eru orðin sem fremst
standa í stafni á draugagaleiðu
VG og Samfylkingar.“
Þá rekur Ívar í stuttu máli
nokkur kennileiti í sögu íslenskr-
ar félagshyggju og þeirra flokka
sem helst hafa haldið merki
hennar á lofti. Svo segir hann:
„Um aldamótin síðustu var
margt breytt frá 8. áratug síð-
ustu aldar þegar flokkarnir sem
kölluðu sig félagshyggjuflokka
börðust gegn arðráni og kröfðust
kinnroðalaust þjóðnýtingar
helstu atvinnutækja og banka og
barist var fyrir valddreifingu,
fjórðungsþingum og samvinnu-
rekstri. Samfylkingin umhverfð-
ist á fáum árum í nýfrjáls-
hyggjuflokk sem barist hefur
streitulaust fyrir naívri markaðs-
hyggju, alþjóðavæðingu og inn-
göngu í Evrópusambandið. VG
voru óþreytandi í baráttu sinni
gegn nýfrjálshyggju og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum (AGS), en að-
gerðir VG í núverandi ríkisstjórn
sýndu og sönnuðu að flokkurinn
var jafnvel Don Quixote fremri í
orrustum sínum gegn vindmyll-
um. Flokkurinn varð harðasti
málaliði AGS, Ice-
save-aflanna og er-
lendra hrægamma-
sjóða á ögurstundu
íslenskrar alþýðu.
Það er auðvitað
grátbroslegt að
fylgjast með því hvernig fráfar-
andi formenn þessara tveggja
flokka lifa í veruleikafirrtum
draumnum um sameiningu
vinstrimanna og goðsögn um
mátt „vinstristjórnar“ þegar
annar flokkanna er harðasti
markaðshyggjuflokkurinn í land-
inu og hinn telur sig vera fyr-
irmynd í innleiðingu nýfrjáls-
hyggjustefnu AGS á alþjóðavísu.
Það er auðvitað engin tilviljun að
ríkisstjórnin varði ekki íslenska
velferðarkerfið og reisti aldrei
skjaldborg heimilanna.“
Grein Ívars Jónssonar lýkur
með þessum orðum: „Tímabils
núverandi ríkisstjórnar verður
minnst sem kveðjustundar fé-
lagshyggjunnar líkt og ærandi
sálumessu frelsandi hug-
myndafræði. Þegar á reyndi
barðist hún ekki fyrir hefð-
bundnum grundvallarmark-
miðum vinstrimanna og vörn vel-
ferðarkerfisins enda standa að
baki henni flokkar sem snúið
hafa baki við þessum mark-
miðum og berjast í dag aðeins
fyrir tvö markmið: náttúruvernd
og inngöngu í Evrópusambandið.
Flokkarnir snéru baki við þjóð-
inni á ögurstundu og uppskera
sögulegt fylgishrun og afneitun
þjóðarinnar. Ríkisstjórnin hefur
í raun verið útfararstjóri eigin
jarðsetningar.“
Hvaða augum sem menn
kunna að líta sjónarmið grein-
arhöfundar og einstakar álykt-
anir hans verðskuldar hin beitta
grein um „Sálumessu fé-
lagshyggjunnar“ eftirtekt og
umræðu.
Skarpur tónn og
glögg greining ein-
kennir nýlega grein
Ívars Jónssonar}
Útfararstjórar eigin
jarðsetningar
Belginn Paul DeGrauwe, pró-
fessor í alþjóða-
hagfræði við
London School of
Economics, var
staddur hér á landi fyrir helgi
og sagði þá í samtali við
Morgunblaðið að hlutverk
Evrópska seðlabankans væri of
þröngt skilgreint. Hann þyrfti
að geta staðið við bakið á evru-
löndunum þegar á móti blési og
að eftirfarandi væri mikilvægt:
„Evran er gjaldmiðill án lands.
Ef vilji er til að halda evrunni
þarf að búa til land, annars á
hún ekki framtíðina fyrir sér.“
Grauwe benti á að hagsveiflur
hefðu ekki jafnast með evrunni,
þvert á móti hefði hin sameigin-
lega mynt magnað upp hag-
sveiflurnar. Lausnin að hans
mati er að líkja eftir Bandaríkj-
unum, sem þýðir í
raun að ríkja-
sambandinu í Evr-
ópu væri breytt í
sambandsríki.
Þessi skoðun er
ráðandi meðal helstu leiðtoga í
stjórnmálaheiminum innan ESB
og meðal atkvæðamikilla fræði-
manna enda er mikið til í því að
evran fær ekki staðist nema með
því að ríkin afsali sér enn meira
af fullveldi sínu en þegar er orð-
ið.
Hafa íslensk stjórnvöld staðið
fyrir umræðu um þetta í þeirri
„upplýstu umræðu um kosti og
galla“ Evrópusambandsins sem
þau lofuðu að færi fram sam-
hliða aðildarviðræðunum? Nei,
þau hafa þvert á móti tekið upp-
lýsta ákvörðun um að afneita
þessari staðreynd og þegja um
hana.
Næsta skref í þróun
evrunnar er að búa
til ríki fyrir hana}
„Evran er gjaldmiðill án lands“
K
apphlaupið er að hefjast. Álits-
gjafarnir ydda blýantana. Nýir
flokkar leggja undir sig stafróf-
ið. Net eru lögð fyrir lands-
menn af könnunarfyrirtækjum.
Brátt stíflast pósthólf og bréfalúgur. Og al-
menningur veit varla hvaðan á sig stendur
veðrið.
En hvað skyldi það vera sem brennur helst
á fólki. Þessum umtalaða almenningi sem allt
snýst um. Þó að mikið fari fyrir umræðum um
stjórnarskrána er óhætt að slá því föstu að
breytingar á henni munu ekki hafa stór-
vægileg áhrif á daglegt líf landsmanna. Og úr
því sem komið er verður það mál ekki útkljáð
fyrr en á næsta þingi.
Evrópusambandið er einnig fyrirferðar-
mikið í fjölmiðlum. Umræðan snýst þó ekki
um að eftir fjögurra ára umsóknarferli er enn ekki búið
að opna erfiðustu kaflana. Allt púðrið fer í að ræða áhrif
orðalagsbreytingar á landsfundarályktun Sjálfstæð-
isflokksins en þar segir nú að hætta beri umræðum en
áður stóð að gera ætti hlé á þeim. Ólíklegt er að breyt-
ingin breyti í raun nokkru því eftir sem áður mun flokk-
urinn ekki hefja aðildarferlið að nýju nema að undan-
genginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Og hvað sem orðalagi
líður hafa skoðanakannanir ítrekað sýnt að meirihluti
þjóðarinnar er andvígur aðild og næsta víst að framhald
málsins mun ekki hafa afgerandi áhrif á daglegt líf fólks,
að minnsta kosti ekki í bráð.
En hvað skiptir þá almenning máli? Hvað
hefur áhrif á daglega tilveru fólks? Hlýtur
ekki umræðan smám saman að leita í þann
farveg? Mig er að minnsta kosti farið að
lengja eftir því. Lífsgrundvöllurinn í daglegri
tilveru fólks hér á norðurhjaranum er sá
sami og annars staðar í veröldinni, nefnilega
atvinna. Og já, það þarf kraftmikið og
burðugt atvinnulíf til að halda uppi lífsgæð-
unum á Íslandi. Ef það tekst leiðir af því að
við getum haldið uppi öflugu velferðarkerfi,
framsæknu menntakerfi og blómlegu listalífi.
Það er fyrst og fremst vegna þrenging-
anna í atvinnulífinu sem almenningur er far-
inn að finna fyrir niðurskurði á öllum víg-
stöðvum. Tíminn sem tapast þar eru töpuð
lífsgæði almennings. Í atvinnulífinu verður
grunnurinn að viðreisninni óhjákvæmilega
lagður. Eða ekki. Og þess vegna er ekkert mál mikil-
vægara en að eyða óvissunni í atvinnulífinu, kalla fram
kraftinn í einkaframtakinu – frumkvæðið sem býr í fólki,
og leggja fram trúverðuga framtíðarsýn.
Það er að minnsta kosti deginum ljósara að álögur á
almenning verða ekki hækkaðar frekar. Undanfarin ár
hefur sú leið verið farin og það hefur ekki vakið neinar
sérstakar spurningar hjá fjölmiðlamönnum. En nú þeg-
ar talað er um að lækka álögurnar er spurt hvaðan pen-
ingarnir eigi að koma. Hefði ekki einmitt átt að spyrja
þeirrar spurningar þegar álögurnar á almenning voru
hækkaðar? pebl@mbl.is
Pétur
Blöndal
Pistill
Hvað skiptir máli?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Arnhildur Hálfdánardóttir
arh31@hi.is
Unga fólkið trúir því ekkiað það geti fengið hjarta-áfall en það er samt til ídæminu,“ segir Þórdís
Jóna Hrafnkelsdóttir læknir.
Endrum og eins berast fregnir af
fólki sem fær kransæðastíflu fyrir
fertugt. Davíð O. Arnar, yfirlæknir
á Hjartagátt Landspítalans, segir
það þó ekki tilfinningu sína að
hjarta- og æðasjúkdómar hafi aukist
meðal ungs fólks. „Svona mál eru
samfélaginu jafnan mikið áfall og
umræða um þau er áberandi á sam-
félagsmiðlum. Ég skil það því vel að
fólk fái á tilfinninguna að tilfellum
hafi fjölgað,“ segir hann.
Davíð segir það mjög sjaldgæft að
fólk undir þrítugu fái hjartaáfall
vegna kransæðastíflu. „Sá yngsti
sem ég man eftir var 25 ára,“ segir
hann og bætir við að það komi lækn-
um minna á óvart þegar þetta gerist
hjá fólki á milli þrítugs og fertugs.
Algengasta banamein kvenna
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
læknir er í forsvari fyrir átakið „Go
red“. Átakið miðar að því að fræða
konur um áhættuþætti og einkenni
hjarta- og æðasjúkdóma. Þessir
sjúkdómar eru algengasta dán-
arorsök kvenna og karla á Íslandi
en einkennin geta verið ólík eftir
kyni.
„Á alþjóðavísu reynum við að hafa
áhrif á stefnumótun stjórnvalda og
stuðla að því að þeir sem rannsaka
hjarta- og æðasjúkdóma taki mið af
konum líka,“ segir Þórdís.
Hún segir það óalgengt að konur
fái hjartaáfall fyrir fertugt en það sé
þó ekki óþekkt. „Konur sem hafa
fengið meðgöngusykursýki eða há-
þrýsting á meðgöngunni þurfa að
vera sérstaklega meðvitaðar þar
sem slíkt eykur líkurnar á hjarta- og
æðasjúkdómum síðar meir,“ segir
hún. Þórdís mælir með því að konur
fari í skoðun um fertugt og fyrr ef
sterk ættarsaga um krans-
æðasjúkdóma er til staðar.
Vilmundur Guðnason, for-
stöðumaður Hjartaverndar, segir
reykingar oft koma við sögu þegar
fólk fær hjartaáfall fyrir fertugt.
Kókaínneysla getur líka valdið veru-
legum skaða á hjarta- og æðakerf-
inu. „Það veldur krampa í æðum,
mjög örum hjartslætti og hjarta-
drepi,“ segir Vilmundur.
Hann nefnir einnig að fólk sem er
með arfgenga blóðfituröskun geti
fengið hjarta- og æðasjúkdóma
ungt. „Fólk með slíka röskun getur
fengið áfall ef það reynir of mikið á
sig,“ segir hann. Einn af hverjum
500 Íslendingum er með arfgenga
blóðfituröskun.
„Þessir einstaklingar eru oft með
kólesteról sem er þrefalt eða fjórfalt
hærra en eðlilegt er,“ segir Vil-
mundur og bætir við að blóðfita
þessa fólks sé há frá blautu barns-
beini en hjá öðrum byrji blóðfitan
ekki að hækka fyrr en um og eftir
þrítugt. „Líkami þessa fólks ræður
ekki við fituna. Að vera með alltof
hátt kólesteról í mörg ár getur sam-
svarað því að hafa reykt pakka á
dag í mörg ár,“ segir Vilmundur.
Hann telur afar mikilvægt að með-
höndla þá einstaklinga sem hafa
ættgenga blóðfituröskun.
„Það eru til mjög öflug lyf sem
lækka blóðfituna og með því að taka
þau hefur þetta fólk oft sömu lífs-
líkur og aðrir,“ segir hann. Vilmund-
ur ráðleggur fólki að leita læknis
finni það verk í brjóstholi sem minn-
ir á kransæðaverk. Aldur skipti þar
ekki máli.
Thor Aspelund, tölfræðingur hjá
Hjartavernd, hefur rannsakað tíðni
hjartaáfalla. Rannsókn sem hann
gerði ásamt Vilmundi Guðnasyni og
fleirum sýnir að á árunum 1981-2006
fækkaði dauðsföllum vegna hjarta-
og æðasjúkdóma um 80 prósent hjá
fólki á aldrinum 25-74 ára. Hjarta-
áföllum fækkaði um 66 prósent á
sama tíma. Thor segir að breyttur
lífsstíll hafi haft langmest að segja.
Vilmundur tekur undir það. „Tíðni
dauðsfalla af völdum hjarta- og æða-
sjúkdóma hefur fallið jafnhliða
neyslu á feitum matvælum og trans-
fitu,“ segir hann og tekur fram að
það sé aldrei of seint að bæta lífsstíl-
inn. „Jafnvel þótt fólk sé komið með
kransæðasjúkdóm á byrjunarstigi
er hægt að hægja á sjúkdómnum og
þróunin getur jafnvel snúist við.“
Ekki bara sjúk-
dómur eldra fólksins
Morgunblaðið/Eggert
Landspítali Kransæðavíkkanir með hjartaþræðingu hafa verið fram-
kvæmdar á Íslandi í aldarfjórðung. Konur fá hjartaáföll rétt eins og karlar.
Til er skrá yfir sjúkrahúss-
innlagnir vegna hjarta- og æða-
sjúkdóma og dauðsföll af völdum
þeirra fram til ársins 2005.
Skránni hefur þó ekki verið hald-
ið við.
Thor Aspelund segir það slæmt
að ekki sé hægt að nálgast nýj-
ustu upplýsingar og fylgjast með
þróuninni. „Það er nýbúið að
setja þetta í gang aftur en upp-
lýsingarnar verða alltaf svolítið
eftir á,“ segir hann. Skráningin er
á ábyrgð landlæknisembættisins.
Skránni ekki haldið við
INNLAGNIR SJÚKLINGA