Morgunblaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013
Fyrir 160 árum vildu
danskir innlima Ísland
í konungsríkið. Íslend-
ingar skyldu fá sex full-
trúa á danska þingið.
Jón Sigurðsson og fé-
lagar mótmæltu allir.
Það var eitt fyrsta
skrefið til fullveldis Ís-
lands. Um síðustu alda-
mót hóf Halldór áróður
fyrir því að Ísland
gengi í ESB og Valgerður tók við.
Þau vildu komast að borðinu og taka
þátt í ákvörðunum fyrir Evrópu sam-
einaða í eitt ríki. Eflaust hefðu þau
fengið eitthvert kikk við að greiða at-
kvæði í Brussel um ýmis mál, en ekki
ráðið neinu um eigin mál með fimm
atkvæði af 500 við ESB-borðið. Hver
skyldu lífsskilyrðin vera í dag, ef við
hefðum haft sex fulltrúa á danska
þinginu sl. 160 ár?
Eftir hrun varð bjargföst trú SF að
þjóðin kæmist ekki af án þess að
ganga í ESB og VG fékk að vera
memm. Össur taldi sig hafa umboð til
að ljúga að vantrúuðum að þessi 300
þúsund manna þjóð fengi pakka full-
an af sérlausnum til aðlögunar ESB
að okkar lögum.
Það var bara einn galli. Óbreytt
stjórnarskrá leyfði ekki inngöngu í
ESB. Í því fólst framsal á fullveldi Ís-
lands. Því skyldi kippt í liðinn í hvelli.
Síðan hefur reglulega verið sagt frá
að svo og svo mörgum köflum í ESB
aðildar-/aðlögunarviðræðum hafi ver-
ið lokað. Þrátt fyrir margra ára vinnu
og 300 millj. kr. kostnað hefur ekkert
verið fjallað um ávinning af samþykkt
á mörg þúsund blaðsíðum ESB-
reglugerða. Við upptöku á bygginga-
samþykkt ESB hrukku ýmsir við.
Auk ýmissa ágalla miðað við að-
stæður á Íslandi var 10% hækkun á
byggingakostnaði.
Ég velti fyrir mér vandvirkni vinn-
unnar í Brussel um daginn eftir kaup
á peru. Peru eins og þeirri, sem ég
hefi haft í vaskahúsinu frá því ég
flutti inn fyrir 11 árum. Það var ekki
hægt fá eins peru, því ESB bannar
aðrar perur en halogen-perur.
(Ástæðan er aðstæður, sem ekki eiga
við á Íslandi.) Ég kvartaði um verðið
og var sagt að halogen-perur entust
helmingi lengur. Peran kemur því til
með að lifa mig nema
ESB banni halogen-
perur vegna mengunar,
áður en ég kemst á tí-
ræðisaldurinn.
Össur, harðasti stuðn-
ingsmaður ESB, er far-
inn að skilja, að í pakk-
anum verða í mesta lagi
skammtímaundanþágur.
Allavega segir hann nú,
að Ísland þurfi ekki nein-
ar undanþágur. Guð-
mundur bjarti át það
hrátt upp og sagði okkur ekki þurfa
neinar undanþágur vegna fiskveiða,
því fiskistofnarnir væru staðbundnir
við landið. Áður hélt Steingrímur fram
að makríllinn kæmi aðlögunarviðræð-
unum ESB ekkert við. Hvað segir
hann nú, þegar frændur vorir og ESB
eru búin að úthluta sér 90% af makríl-
kvóta ársins 2013? Hvar stæðum við
nú værum við í ESB? Það er ekki bjart
framundan. Guð hjálpi Íslandi ætli
þessir menn að breyta stjórnarskránni
í tímahraki og stjórna svo landinu með
Árna Páli, sem fiktaði í vöxtum ólög-
legra gengislána.
Stjórnvöld ættu að fara yfir kosti
og galla ESB á málefnalegan hátt í
stað þess að hespa stjórnarskránni af.
Öll hafa þau lýst sig hlynnt þjóð-
aratkvæðagreiðslum og í drögum að
nýrri stjórnarskrá eru ákvæði um
beint lýðræði. Þau ættu því að treysta
þjóðinni til að kjósa um málið sam-
hliða næstu alþingiskosningum.
Þannig mætti spara mikla fjármuni
og fá tíma miðað við að kjósa um
þetta eftir kosningar. Þá gefst tími til
að einhenda sér í þýðingarmeiri mál,
sem nóg er af.
Það mætti velja um þrjá kosti: a)
halda áfram aðlögunarviðræðum, b)
slíta þeim strax eða c) fresta í óákveð-
inn tíma.
Fullveldi Íslands
Eftir Sigurð
Oddsson
Sigurður Oddsson
» Það var bara einn
galli. Óbreytt stjórn-
arskrá leyfði ekki inn-
göngu í ESB. Í því fólst
framsal á fullveldi Ís-
lands. Því skyldi kippt í
liðinn í hvelli.
Höfundur er verkfræðingur.
Það er ekki skrýtið
að margir kalli í dag
eftir nýjum áherslum í
stjórnmálum. Á síð-
ustu árum höfum við
upplifað öfgastefnu
kapítalisma og sér-
hagsmuna, sem kallaði
yfir okkur kreppu og
jafnaðarstefnu, þar
sem ríkisvaldið hefur
séð um að útdeila lífs-
gæðunum. Þetta er
meginástæðan fyrir því að mörg ný
framboð hafa skotið upp kollinum
nú í aðdraganda alþingiskosning-
anna. Það er mikilvægt að ný hugs-
un og ný framtíðarsýn komi fram og
fólkið í landinu er beinlínis að kalla
eftir breytingum. Ég er ein þeirra
sem hafa verið að kalla eftir breyt-
ingum og hef þess vegna ákveðið að
þiggja boð um að taka 1. sæti á lista
Dögunar í Reykjavíkurkjördæmi
norður.
Hámarksgróði eigendanna
Hugmyndafræði markaðs-
hyggjunnar er komin í þrot. Það var
einmitt sú hugmyndafræði, undir
stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks, sem færði okkur
kreppuna. Hugmyndafræði þar sem
velferð er fyrst og fremst mæld í
peningum. Hugmyndafræði sem
gerir ráð fyrir að flest sé í einkaeign
og skili hámarksgróða til eigenda
sinna. Þessi hugmyndafræði keyrði
íslenskt hagkerfi og samfélag nán-
ast í gjaldþrot árið 2008. Ríkið riðaði
á barmi gjaldþrots meðan óábyrgir
fyrirtækjaeigendur og vörslumenn
fjár komu peningum undan án þess
að skeyta nokkru um samfélagið eða
meðborgara sína. Bjarni Benedikts-
son, formaður Sjálfstæðisflokksins,
boðar endurkomu þessa kerfis og
lofar um leið skattalækkunum. Kerfi
sérhagsmuna sem færir mestan
pening í vasa þeirra sem mest hafa.
Minna fyrir ríkið og þá
sem minna hafa. Lítið
um samábyrgð og sam-
hjálp.
Lífsgæði í formi
bóta
Síðustu fjögur ár
höfum við fengið að
kynnast jafnaðarstefn-
unni rækilega undir
stjórn vinstriflokk-
anna, Samfylkingar og
Vinstri-grænna. Ölm-
usupólitík sem hefur
byggst á því að raka
sem mestu af peningum í ríkiskass-
ann og skammta síðan til þeirra sem
eru aðframkomnir, í formi bóta.
Sannarlega hefur ríkið verið skuld-
sett og þurft á peningum að halda
en það hafa fyrirtæki, fjölskyldur og
heimilin í landinu líka verið. Verð-
tryggðar skuldir hafa hækkað veru-
lega og það sama gildir um aðrar
álögur á heimilin. Stjórnvöld hafa
ekki gripið til raunhæfra aðgerða til
að sporna við eða leiðrétta skelfilega
stöðu heimilanna sem mörg hver
eru komin í þrot. Þetta kerfi hefur
fært Íslendingum lífskjaraskerð-
ingu sem nemur allt að 60 prósent-
um í samanburði við hin Norð-
urlöndin þrátt fyrir lengri
vinnuviku. Í staðinn fyrir að ríkið sé
samnefnari fólksins er það orðið
helsti andstæðingur þess og versti
óvinur. Enginn maður vill búa í slíku
samfélagi. Enginn vill vera á fram-
færi ríkisins.
Hugmyndafræði
fjórflokkanna í þrot
Flestir eru sammála um að nú sé
nóg komið og nú sé komið að fólk-
inu, fjölskyldunum í landinu. Til
þess þarf nýja hugsun og nýja nálg-
un við að leysa viðfangsefnin.
Hugmyndafræði þar sem markaður-
inn einn ræður för og peningar eru
allsherjarviðmið gengur ekki leng-
ur. Hugmyndafræði þar sem ríkið
lætur taka nánast allt af fullfrísku
fólki á besta aldri og veitir því ölm-
usu í staðinn gengur heldur ekki.
Hugmyndir þar sem einkageirinn
eða ríkið fá að raka til sín peningum
og bólgna út á kostnað fólksins og
fjölskyldna í landinu eru komnar í
þrot. Hugmyndafræði fjórflokkanna
er komin í þrot. Hugmyndafræði
sérhagsmuna og ríkisforsjár er lið-
inn. Þetta eru ósjálfbær kerfi sem
leiða til óstöðugleika og öfga og
verri lífskjara fyrir almenning.
Nýir tímar
Dögun eru stjórnmálasamtök
fólks sem hefur lengi unnið að mót-
un nýrrar stjórnmálastefnu. Stefnu
sem snýst um réttlæti, sanngirni og
lýðræði. Stefna Dögunar gefur
tækifæri til að breyta þjóðfélaginu
og tryggja samhjálp og almanna-
heill án þess að taka sjálfstæðið frá
einstaklingum og færa það í forsjá
ríkisins. Með því að styðja Dögun,
xT, er hægt að færa þjóðfélagið úr
viðjum sérhagsmuna og ríkisforsjár
og færa lýðræðið beint til fólksins.
Þannig verður ríkið samnefnari
fólksins. Hlutverk ríkisins er að
halda uppi grunnþjónustu í sam-
vinnu við fólkið og skapa farveg fyr-
ir fyrirtæki og einstaklinga til að
blómstra í lífi og starfi. Ekki að vera
helsti keppinautur þess og andstæð-
ingur. Réttlátt samfélag verður ekki
mótað með einhliða hagvexti, sér-
hagsmunum eða ríkisforsjá heldur
með hugmyndafræði sjálfbærrar
þróunar. Stefna Dögunar gefur
tækifæri til þess.
Dögun er svarið
Eftir Ólöfu Guðnýju
Valdimarsdóttur »Hugmyndafræði þar
sem markaðurinn
einn ræður för og pen-
ingar eru allsherjarvið-
mið gengur ekki lengur.
Ólöf Guðný
Valdimarsdóttir
Höfundur er atkitekt og er odd-
vitaefni Dögunar í Reykjavíkur-
kjördæmi-norður.
Í dag verður fyrsta
skóflustungan tekin að
Húsi íslenskra fræða
við Suðurgötu í
Reykjavík, en þar
verða til húsa Stofnun
Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum og
námsbrautir í íslensku
og íslensku sem annað
mál við Háskóla Ís-
lands. Þetta er mik-
ilvægur dagur bæði fyrir Árna-
stofnun og Háskólann en um leið
fyrir samfélagið allt.
Skipulögð söfnun íslenskra hand-
rita hófst á 17. öld og þar fór Árni
Magnússon fremstur í flokki. Hann
vann að rannsóknum og varðveislu-
starfi meðfram söfnuninni í fjóra
áratugi og að honum gengnum tók
Kaupmannahafnarháskóli við kefl-
inu. Handritin og efni þeirra hafa
ekki aðeins mótað sjálfsmynd Ís-
lendinga, heldur gegndi menningar-
arfurinn mikilvægu hlutverki í sjálf-
stæðisbaráttunni. Þegar Íslendingar
eygðu möguleika á sjálfstæðu lýð-
veldi varð sú skoðun smám saman
ráðandi að þeir skyldu sjálfir varð-
veita menningararfinn. Tekist var á
um málið en endanlega var gengið
frá samkomulagi við Dani árið 1971
um að drjúgur hluti þeirra yrði varð-
veittur hérlendis.
Slík skil á menningararfi voru
einsdæmi en hafa orðið öðrum fyr-
irmynd síðar. Handritastofnun Ís-
lands tók handritin til varðveislu, en
henni hafði verið komið á fót þegar
ljóst var orðið árið 1962 að sam-
komulag næðist um afhendingu
handrita. Árið eftir heimkomu fyrstu
handritanna var nafni stofnunar-
innar breytt í Stofnun
Árna Magnússonar sem
hefur verið til húsa í
Árnagarði.
Íslenskar mið-
aldabókmenntir eru
sérstakt rannsókn-
arsvið sem fræðimenn
fást við víða um heim.
Miðaldahandritin okkar
geyma ekki aðeins vitn-
isburð um sögu, tungu-
mál og menningu Ís-
lands, heldur einnig
Norðurlanda og ann-
arra nágrannalanda. Mikilvægur
hluti íslenskra fræða er alþjóðlegt
starf og móttaka erlendra fræði-
manna og nema sem hyggjast helga
sig fræðastarfi á sviðinu. Náms-
brautir Háskóla Íslands í íslensku og
í íslensku sem öðru máli sinna mik-
ilvægu rannsóknar- og kennslustarfi
á fræðasviðinu, enda er náið sam-
starf á milli þeirra og Árnastofn-
unar.
Söfnun á heimildum um íslenska
tungu, bókmenntir, þjóðfræði, nöfn,
staðaheiti og aðra menningarþætti
hefur verið mikilvægur hluti af lífi
hins unga lýðveldis. Forvörslustarf,
skráning, rannsóknir, útgáfa, miðlun
og kennsla eru óaðskiljanleg frá
söfnunarstarfinu en einnig frá rann-
sóknum og kennslu í íslensku máli og
bókmenntum. Árið 2006 tók Stofnun
Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum við eignum og skuldbind-
ingum Íslenskrar málstöðvar, Orða-
bókar Háskólans, Stofnunar Árna
Magnússonar á Íslandi, Stofnunar
Sigurðar Nordals og Örnefnastofn-
unar Íslands. Hún varð því til úr
fimm rannsóknarstofnunum, en
samrunanum verður þó fyrst að fullu
lokið þegar allir koma saman í einu
húsi. Kostirnir af samrunanum verða
enn ljósari þegar námsbrautir í ís-
lensku og íslensku sem öðru máli við
Háskóla Íslands flytja starfsemi sína
í Hús íslenskra fræða, enda verður
þá samstarf um fræði og nám allt
með eðlilegri og auðveldari hætti.
Í nýju húsi verður rými fyrir alla
starfsemi Árnastofnunar sem nú er á
víð og dreif um höfuðborgarsvæðið:
íslenska málrækt, orðabókina, ör-
nefnin, handritin og þá er enn ónefnt
hið mikla bókasafn stofnunarinnar
sem margir þekkja aðeins af afspurn
þar sem ekki hefur verið hægt að
veita því viðunandi umgjörð. Húsið
verður í næsta nágrenni við mik-
ilvæga samstarfsaðila, Þjóðminja-
safn, Þjóðarbókhlöðu og nýtt hús
Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.
Í nýja húsinu verður lifandi samfélag
fræðimanna á sviðinu. Stúdentar
verða velkomnir. Öllum almenningi
mun bjóðast ný og fjölbreytt tæki-
færi til að kynnast handritunum
sjálfum og öðru sem tengist íslensk-
um fræðum.
Ákvörðun um að byggja Hús ís-
lenskra fræða í framkvæmd var tek-
in fyrir átta árum. Bankahrunið setti
strik í reikninginn en vilji ráða-
manna til að halda málinu vakandi
hefur sem betur fer aldrei dofnað.
Yfirvöldum, nú sem fyrr, ber að
þakka fyrir að hafa sýnt þessu mik-
ilvæga máli skilning.
Eftir Láru
Magnúsardóttur
Lára Magnúsardóttir
» Íslenskar miðalda-
bókmenntir eru sér-
stakt rannsóknarsvið
sem fræðimenn fást við
víða um heim.
Höfundur er stjórnarformaður Stofn-
unar Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum.
Hús íslenskra fræða
:
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 16 mánudaginn 18. mars.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
SÉRBLAÐStórglæsilegt páskablað
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn
22. mars.
Páskablaðið
Matur, ferðalög
og viðburðir um
páskana verða meðal
efnis í blaðinu.