Morgunblaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 12
Morgunblaðið/RAX
Blaðamannaverðlaun Hlýnun jarðar er farin að segja til sín á Grænlandsjökli.
Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Ís-
lands og verðlaun Blaðaljósmyndarafélags
Íslands voru afhent í Gerðarsafni í fyrradag
og hlutu þrír starfsmenn Morgunblaðsins
verðlaun, ljósmyndararnir Ragnar Axels-
son (RAX), Kjartan Þorbjörnsson (Golli) og
Ómar Óskarsson. Ragnar hlaut blaða-
mannaverðlaun ársins fyrir umfjöllun sína, í
máli og myndum, um áhrif hlýnunar jarðar
á Grænlandsjökul. Golli hlaut þrenn verð-
laun; fyrir mynd ársins, myndröð ársins og
íþróttamynd ársins og Ómar verðlaun fyrir
ljósmynd í flokknum Daglegt líf.
Sunna Valgerðardóttir, blaðamaður á
Fréttablaðinu, hlaut verðlaun fyrir bestu
umfjöllun ársins fyrir röð fréttaskýringa
um stöðu geðfatlaðra. Jóhann Bjarni Kol-
beinsson, fréttamaður RÚV, hlaut verðlaun
fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir
umfjöllun um kadmíum í áburði annars veg-
ar og notkun iðnaðarsalts í matvælum hins
vegar. Sigmar Guðmundsson, ritstjóri
Kastljóss á RÚV, hlaut svo verðlaun fyrir
viðtal ársins, viðtal við Eirík Inga Jóhanns-
son sjómann sem komst lífs af þegar togar-
inn Hallgrímur fórst.
Morgunblaðið/Ómar
Daglegt líf Verðlaunamyndina tók Ómar á Barnamenningarhátíð í Laugardalslaug í fyrrasumar.
Morgunblaðið/Eggert
Margverðlaunaður Kjartan Þorbjörnsson verðlaunum og blómum hlaðinn í Gerðarsafni.
Morgunblaðið/Eggert
Verðlaunahafar RAX, Sigmar Guðmundsson, Sunna Valgerðardóttir og Jóhann Bjarni Kolbeinsson.
RAX hlaut blaðamannaverðlaun ársins og
Ómar Óskarsson fyrir líflega sumarmynd
Golli hlaut þrenn
ljósmyndaverðlaun
Morgunblaðið/Golli
Mynd ársins Frá setningu Alþingis haustið 2012, Steingrímur J. Sigfússon atvinnuveg-
aráðherra sést hér með gleraugum forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013
Við bjóðum upp á ALHLIÐA LAUSNIR
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Kerfisveggir frá DEKO•
Felliveggir•
Stofnanahurðir•
Skrifstofuhúsgögn•
Alhliða sérsmíði•
fyrir fyrirtæki
Einar Lárusson fékk afhent menn-
ingarverðlaun Grindavíkurbæjar
fyrir árið 2013 við setningu menn-
ingarviku Grindavíkur í fyrradag.
Frístunda- og mennningarnefnd
veitti Einari verðlaunin fyrir fram-
tak og framlag hans til lista- og
menningarlífs í bænum. Auk eigin
sköpunar á listasviðinu hefur Einar
unnið að varðveislu og miðlun gam-
alla muna sem tengjast sjávar-
útvegs- og verslunarsögu bæjarins.
Menningar-
verðlaun veitt
Ljósmynd/Grindavíkurbær
Afhending Róbert Ragnarsson bæj-
arstjóri, Einar Lárusson og Jóna
Rut Jónsdóttir úr menningarnefnd.